Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 14
14 DA(:BI,At)If). — BHIÐ.JUDACUK 3. ACUST 1976.. { íþróttir SHE ir íþróttir gjgj í þróttir Montreal-76 Frakkar hrepptu síðasta gullið Frakkland vann síðasta sullið, sem keppt var uin á olympíuleik- unum — í hestamennsku. Frakk- land vann gullið eftir harða keppni við V-Þýzkaland í flokka- keppninni í stökkinu. Fáir reiknuðu með sigri Frakka — Þjóðverjarnir voru álitnir mjög sigurstranglegir. En í síðustu um- ferðinni tókst Frökkum frábær- lega vel upp — og eftir silfur í Mexíkó, silfur í Tokyo. silfur i Stokkhólmi 1912 tókst Frökkum loks að tryggja gullið í greininni. Þrátt fyrir að Þjóðverjar misstu þannig naumlega af gulli unnu þeir þó 7 af 18 verðlaunum í hestamennsku á Ol.vmpíuleikun- Skipting verðlauna í hesta- mennsku varð annars: V-Þýzkaland Bandaríkin Sviss Frakkland Kanada Belgía Astralía 2 3 2 1 0 0 0 1 0 0 0 2 0, 0 1 RITSTJORN: HALLUR SiMONARSON V2 íþréttir HALLUR HALLSSON Standard vann — en ekki nóg Standard Liege, liö Asgeirs Sigurvinssonar í Belgíu vann sigur á Herthu Berlin 1:0 í Totokeppninni svokölluðu um helgina. Staðan í hálfleik var 1-0 og þrátt l'yrir sigurinn á laugardag kemsl Standard ekki upp úr sínum riðli þar sem liðið hafði ekki eins hagstæða markatiilu og þý/.ka liðið. I Berlín sigraði líertha 2-0. Leikmenn Kiige frá Danmörku gerðu jafntefli við Hapocl Beer- Slieva 1-1 i Danmiirku eflir að ísraelsmennirnir hiifðu hal't 1-0 í hálflcik. Eins má nel'na að enn lapaði llolha-k l'rá Damniirku — lið Alla Þórs lléðinssónar — nú l'yrir helgíska liðinu Östed 0-3. Æska heimsins sameinas á 22. Olympíúlelcum í Mi — Glœsileg lokaathöf n á Olympíuleikunum í Montreal á sunnudag og Kanadamenn voru Olympíuleikunum hinum 21. í’ röðinni var slitið í Montreal á laugardagskvöld og heppnaðist frábærlega vel í einfaldleik sín- um, þar sem æska heimsins var beðin að sameinast á ný á Olympíuleikunum í Moskvu 1980. Kanada stóð með pálmann í hönd- unum á lokaathöfninni — marg- víslegum skuggum, sem hvildu yfir leikunum á meðan á þeim stóö, hafði veriö ýtt til hliðar. Kanada var á heimskortinu á ný — og þó Montreal-borg muni eiga í fjárhagserfiðleikum næstu árin mun Kanada í heild hagnast á leikunum. Það var álit forráða- manna jafnt sem almennings á lokahát íöinni. Lokaathöfnin, sem sjónvarpað var beint til 130 landa og talið er að 88—1000 milljónir hafi fylgzt með, hófst tíu mínútum of seint, þar sem beðið var eftir Killanin lávarði <>g formanni kanadísku framkvæmdanefndarinnar, Roger Rousseau. Að venju hófst athöfn- in rétt eftir sólarlag. Hvert sæti á leikvanginum var skipað — þús- undir við enda leikvangsins eða um allt 80 þúsund áhorfendur. Keppendur 85 þjóða tóku þátt í lokaathöfninni — sex frá hverri þjóð auk fánabera og það tók þá því aðeins nokkrar mínútur að Nicki Lauda lífshœttulega slasaður Austurrikismaðurinn Nicki Lauda, heimsmeistari í kapp- akstri liggur nú þungt haldinn á spítala í Mannheim í V- Þýzkalandi eftir að hægra aftur- hjólið hafði dottið af Ferrarihíl hans og kastazt í varnargirðingu og síðan kviknaði í honum. Slysið varð í v-þýzka Grand Pric kappakstrinum, sem háður var á hinni illvigu kappakstursbraut í Nuerbugring um helgina. Lauda missti stjórn á bílnum þegar hann missti hjólið, bíllinn kastaðist út í varnargirðingu og þaðan aftur inn á brautina. Þegar kviknaði í bílnum og heilar sex mínútur liðu þangað til honum var náð út úr brennandi bílnum. Þá hafði Lauda brunnið illa á höndum og bringu. margrif- brotinn og einnig kjálkabrotinn. Það sem þó hafði farið verst með heimsmeistarann, var aó hann hafði andað að sér bensínmett- uðum eldtungum og lungu hans sködduðust illa. í fyrstu var haldið að nteiðsli Lauda væru ekki stóvægileg og kappakstringum var haldið áfram. Sigurvegari varð Bretinn James Hunt — hann vann sinn fjóróa sigur i röð. Nicki Lauda hcfur forystu í keppninni um heimsbikarinn, hefur hlotið 58 stig. James Hunt er i öðru sæti með 44 stig, aðeins 14 stigum á eftir Lauda. „Það yrði lítið gaman að vinna heimsbikarinn úr því Lauda varð fyrir þessu hræðilega slysi. Ég' hefði viljað sigra Lauda í harðri og jafnri keppni," sagði James Hunt í viðtali við BBC. Síðar var gefin út tilkynning frá spítalanum í Mannheim, þar sem sagt var að Lauda væri kominn til meðvitundar. Hann gæti einungis tjáð sig með höfuð- hreyfingum og enn væri hann í lífshættu. Stones tók við bronsi í vernd öryggisvarða — Ungur Pólverji sigraði óvœnt í hóstökki ó Olympíuleikunum ó laugardag Dwight Stone — heimsmethaf- inn í hástökki, 2.31 og talinn öruggur sigurvegari á Olympíu- leikunum varð að sætta sig við bronsið í Montreal, rétt eins og í Munchen fyrir fjórum árum. Ungur Pólverji, Jacek Wszola 19 ára gamall skaut heims- meistaranum ref fyrir rass og. sigraði, stökk 2.25 og setti nýtt Olympíumet. Já, sannarlega gekk flest á afturfótunum fyrir Stones í keppninni. Daginn fyrir keppnina í hástökkinu voru höfð eftir honum ummæli um franska Kanadamenn, þar sem hann sagði að þeir væru ruddalegir og óíþróttamannslegir og fyrir það væri honum mjög illa við þá. Þessi ummæli komu heldur en ekki við íbúa Quebec. í hverri einustu tiiraun Stones voru yfir- þyrmandi læti — ekki fagnaðar- læti heldur var óspart púað á Stones. Þetta virtist koma Stones úr jafnvægi en það þurfti líka meira til. Þegar keppnin í hástökkinu fór fram gerði mikla rigningu. Aðhlaup Stones var þakið pollum og þrátt fyrir heilt iið hjálparmanna við að reyna að sópa mestu pollunum í burtu gekk það lítið. Hins vegar var aðhlaupsbraut Pólverjans polla- laus en Stones stekkur með Fosbury stíl. í hvert sinn er Stones felldi glumdu við fagnaðarlæti og aldrei eins og þegar Stones felldi 2.23 í þriðja sinn — þá brauzt út mikil alda fagnaðarláta. Já, franskir Kanadamenn opinberuðu sig sannarlega sem ruddalega og óiþróttamannslega. Jacek Ws/.ola slekkur 2.25 iii — og sjguriiin var lians Öryggisverðir ráðlögðu Stones að taka ekki við verðlaunum sínum af ótta við skotárás en Stones hafði ráð þeirra að engu — umkringdur öryggisvörðum tók Stones við bronsverðlaunum sínum. Pólverjinn Jacek Wszola tók við gullinu og Kanada- maðurinn Greg Joy fékk silfrið mjög óvænt og við mikla hrifn- ingu áhorfenda. Úrslit í hástökkinu urðu: 1. Jacek Wszola Póllandi 2.25 2. Greg Joy Kanada 2.23 3. Dwight Stones USA 2.21 4. S. Budalov Sovét 2.18 5. S. Seniukov Sovét 2.18 6. R. Bergamo Ítalíu 2.18 7. R. Beilschmidt A-Þýzkal. 2.18 8. Jesper Törring Danmörku 2.18 9. T. Totland Noregi 2.18 10. Rune Alemn Svíþj. 2.18 11. James Barrineau USA 2.14 12. C. Ferragan Kanada 2.14 13. W. Jankunis USA 2.10 14. Leif Falkum Noregi 2.10 Jacek Wszola setti nýtt Olympíumet þegar hann stökk 2.25 — bætti átta ára gamalt með Fosbury um sentimeter. Vestur-Þjóðverjimi Klaus Hildebrand féll yfir marklinuna í 5000 m hlaupinu — kastaói sér fram — og það na'gói hunum til aö ná bronsverólaununum. Ný- Sjálendingurinn Rod Dixon (nr. 689) var örlitlu broti á eftir i mark. Fyrstur á myndinni er Dick Quax. Nýja-Sjálandi. sem varö annar í hlaupinu á cftir hlaupakóngi leikanna, Lasse Viron. Finnlandi. Viren var hinn öruggi sigurvegari i hlaupinu — gat alltaf ha*tt viö. þegar á þurfti aö halda og var svo fljótastur á lokasprettiuum aö auki, þó áöur hafi veriö álitiö, aö Quax og Dixon va'iu fljótari en Viren á sprettinuin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.