Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 28
Bílakaup valdamannanna: Bankastjórar sitja við sama borð og raðherrar Enginn almennur opinber starf smaður fœr lengur lagðan til bíl „Bankastjórum er gefinn kostur á aö kaupa bifreiðar á sömu kjörum og ráðherrar njóta,“ sagði Magnús Jónsson bankastjóri i Búnaðar- bankanum. Magnús sagði að rekstuis- kostnaður bifreiðanna væri einnig greiddur. Aðflutnings- gjöld þessara bifreiða eru greidd af viðkomandi bönkum. Ekki er heimild fyrir þessu í lögum. En Magnús sagði að bankaráð einstakra banka ákvæðu kjör bankastjóranna, og væru þessi gjöld greidd af öllum bönkum. Hér er um að ræða tolla, innflutningsgjöld og söluskatt. Þegar bankastjórarnir ákveða að fá sér nýja bíla, er þeim veitt 350 þúsund króna lán. Hefur sú tala ekki hækkað síðan 1970. Er það til 10 ára með 5-10% vöxtum. Þetta lán fá þeir aðeins einu sinni. En þeir mega kaupa biferið með fyrr- greindum kjörum á 3ja ára fresti. Róðherrar Þeim er gefinn kostur á að kaupa sér bíla sjálfir eða að ráðuneytin eigi bifreiðar, sem ráðherrar geta aðeins notað í vinnutíma. Allir ráðherrar munu nú vera á eigin bílum. Þá greiða ráðuneytin bílstjórum þeirra laun. Og allur rekstrar- kostnaður bifreiðanna er greiddur. Starfsmenn róðu- neyta og banka Þeir njóta margir hverjir bílastyrks. Og ,í sumum tilfellum er þeim leyft að nota bifreiðar sem viðkomandi stofnanir eiga. Verða þeir þá að vera þurfandi fyrir bifreiðarn- ar. Bifreiðarnar eru alls ekki ætlaðar til notkunar utan vinnutíma. Opinberir starfsmenn „Enginn fær lengur lagðan til bíl, en bílar eru til á flestum stofnunum, sem verður að skilja eftir á vinnustað að vinnu Iokinni“ sagði Einar Sverrisson í fjármála- ráðuneytinu. Þá njóta margir bílastyrkja. Einar sagði að bílastyrkjunum væri skipt niður í þrjá flokka. I fyrsta lagi væri um að ræða lokaða samninga. Er þá áætlað hversu mikið sé ekið á ári hverju og er þá miðað við þörf stofnunarinnar. Þá eru opnir samningar, sem eru mjög óreglulegir. Þá halda viðkomandi starfs- menn akstursdagbók. Verður forstöðumaður hverrar stofn- unar að kvitta fyrir aksturinn. Þriðji samrtingurinn er eigin- lega blanda af hvoru tveggja. Er þá um að ræða starfsmenn sem þurfa að aka mjög; mismunandi mikið. Ýmist halda þeir akstursdagbók eðat fá fastan styrk. Einar vildi fá að geta þess a<i hann liti ekki á þetta sem bllastyrk. Hér væru um greiðslu fyrir afnot bifreiðanna í þágu stofnanna að ræða. Tregða banka vúð svörum Reynt var að fá upplýsingar í nokkrum bönkum um fyrir- komulagið þar. Erfiðlega gekk að fá svör. Þannig var svar eins aðstoðarbankastjóra, að hann þyrfti að tala við aðra banka- stjóra áður en hann gæti svarað. Var honum þá bent á að ef sama fyrirkomulagt ríkti í rlkisbönkunum, hvers vegna þyrfti þá að tala sig saman. Taldi hann þetta ágengni blaðamanns og neitaði að svara í síma. Loftsteinn eða gervihnöttur Furðufyrirbæri þáð, sem sást víðs vegar að um kl. 10.30 á sunnudagskvöldið, hefur verið skýrt með ýmsum hætti. Sumir telja, að hér hafi verið um loft- stein eða svokallaðan vígahnött að ræða, en aðrir að hér hafi brunnið upp gervitungl eða hluti þess, eins og fram kemur í annarri frétt hér í blaðinu. Blaðið hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því, að hvor skýringin um sig geti verið rétt, eins og þetta fyrirbæri lýsti sér að sögn áhorfenda. Loftsteinar eru hlutar reikistjarna sem sundrazt hafa, og leita fyrr eða síðar lægri loftlaga nær jörðu, ef leið þeirra liggur á sporbraut umhverfis hana eftir sprenginguna. Hvort sem þarna var um loft- stein eða gervitungl að ræða, er það allt annað og óskylt því fyrirbæri sem glitský eru nefnd og sáust síðar þetta kvöld. Sjá bls 4. BS „Það er nú flott okkar lögreglulið" Þannig var sungið í revíunni forðum. Þar var að vísu einnig talað um Austurstræti, en þessí mynd er tekin í Kirkjustræti, fyrir framan Alþingishúsið, þegar dr. Kristján Eldjárn var settur í forsetaemb- ætti í þriðja sinn á sunnudaginn. (DB-mynd: Arni Páll) ÞRIÐJUDAGUR 3. ÁGÚST 1976. Millisvœðamótið: Larsen á lakari stöðu gegn Byrne Bandaríkjamaðurinn Byrne á betri stöðu í biðskák við Bent Larsen frá 16. umferð millisvæða- mótsins sem var tefld í gærkvöld. Övæntustu úrslitin þóttu þó er Portisch, sem átti möguleika á að ná einu af 3 efstu sætunum, tapaði fyrir Lombard frá Sviss. önnur úrslit í 16. umferð urðu að Hubner og Geller gerðu jafn- tefli og sömuleiðis Matanovic og Petrosjan, Tal og Anderson. Rogoff vann Castro bg Liberzon (með svart) vann Sanguineti. Biðskákir urðu hjá Gulko og Sosonko, Smejkal og Smyslov. Híibner hefur nú forystu með 10lA vinning. Larsen kemur næstur með 10 og biðskák, Tal hefur 10, Smyslov 9'A og biðskák, Petrosjan 9lA, Portisch og Ulf Andersson 9 hvor. Larsen á eftir að tefla við Mata- novic, Smejkal og Hiibner. HObner á eftir Smyslov, Pet- rosjan og Larsen. Tal á eftir Sosonkö, Castro og Liberzon. Smyslov á eftir að tefla við Hubner, Diaz og Sanguineti. A bls. 4 eru úrslit biðskáka úr 13., 14. og 15. umferð. — ASt Tollverðir fundu áfengt, samsvarandi 180 þriggja pela flöskum, og 7600 sígarettur um borð í m/s Skaftafelli á fimmtudaginn. Skipið var nýlega komið til Reykjavíkur frá Banda- ríkjunum. Hluti varningsins fannst um boð í skipinu, en afgangurinn var kominn í land og fannst í bil. Eigendur smyglvarnings- ins reyndust vera stýri- maður, vélstjóri og tveir há- setar, að því er segir í frétta- tilkynningu frá tollgæzl- unni. —ÓV Kolmunnaveiðar Runólfs: 50 T0NN í EINU KASTI — gengur skv. björtustu vonum Kolmunnaveiðarnar, sem tog- arinn Runólfur stundar nú, til reynslu, virðast ætla að fara fram úr björtustu vonum og sem dæmi um það má nefna að aðfaranótt sunnudags fyllti skipið sig í þrem togum og fékk hvorki meira né minna en 50 tonn i einu sem er einstaklega stórt tog. Runólfur landaði á Norðfirði á fimmtudaginn og álti að leita kolmunna um helgina og koma til Hornafjarðar i dag. Fann hann yfirdrifið magn af kolmunna víða og stóðst skipstjórinn því ekki mátið að kasta á hann með fyrrgreindum árangri. Landaði hann í fyrradag á Norðfirði, og er áætlað að hann landi aftur á Hornafiröi á morgun. —G.S. mmmmmmmmmmmmmmmmmaassriamíi --nrawT w MISSIR VÍNYEITINGALEYFIÐ seldi smyglað óf engi og skinku Dómsmálaráðuneytið hefur neitað að endurnýja vínveit- ingaleyfið, sem llótel Vest- mannaeyjar hafði. Astæðan er sú, að hótelhaldararnir viður- kenndu í velur að hafa selt smyglað áf'engi og mat. 40—50 flöskur af áfengi og óliltekið magn af skinku. Samkvæmt þeim upp- lýsingum, sem blaðið hefúr aflað sér í Eyjum, var áfengiö keypt um borð í skipi i Vest- mannaeyjahöfn og matvælin sömuleiðis. Þetta var sl. hausl, en snemma i vor viöurkenndu hótelhaldararnir tveir við yfir- heyrslur í Vestmannaeyjuin að nafa selt umi ædaan varntng. Vínveitingaleyfi þeirra, sem dómsmálaráðuneyti veitir til eins árs i senn, rann út 1. júlí sl. og höfðu þeir þá ekki sótt um endurnýjun þess. Þegar það var síöan gert neitaði ráðuneytið. Rannsókn þessa niáls er ekki lokið hjá fógeta í Eyjum. Bretaprins á Egilsstaðaflugvelli: LÖGREGLUFLOKKUR SLÖKKVILIÐ 0G LÆKNIR TIL TAKS Það var niikið um . ásamt foruneyti sínu og tvein Egilsstaðaflugvelli klukkan þrjár mínútur f.vrir sex i gær- morgun, er hans hátign Karl Bretaprins lenti þar í einka- flugvél. Einn landi hans, senni- lega öryggisvörður, og átta islenzkir lögreglumenn tóku á móti prinsinum, auk þess hafði slökkvilið Egilsstaða verið kvatt til vallarins og læknir af staðnum. Forvitnum íslendinguni var vendilega haldið i fjariægð frá prinsinum og var stranglega bannað að reyna að hafa eitt- hvað san oand við hann. Frá flugvellinum hélt prinsinn islenzkum lögregluþjónum. sem eiga að fylgja honum á ferðum hans hér. Tildrög bessa niikla sjónar- spils á Egilsstaðatlugv. voru, að Karl prins er hingað kominn til laxveiða. Mun hann veiöa i Laxá i Vopnafirði, en þar veiddi nann einnig i fyrra- suniar. Ekki tókst lilaöinu að afla nánari upplýsinga um ferðir hans hér. neiiia livað lík- legt er talið að hann muni aka til Reykjavikur að veiðuni lokn- iini. —G.S./B.Arthúrsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.