Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 03.08.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. — ÞRIÐJUDAGUR 3. AGOST 197ft. Víkingur 1. áMars: Ný sýni verða tekin í dag margt bendir nú tilþess, að líf sé raunverulega á Mars Gröfuarmurinn á Marsfarinu Víkingi I. mun í dag taka ný sýni af yfirborði plánetunnar í þeirri viðleitni að svara spurn- ingunni hvort líf sé á Mars eða ekki. Yfirborðssýnin verða síðan rannsökuð í sjálfvirku rann- sóknarstöðinni í geimferjunni, til að kanna hvort skýring er til á því hversu mikið súrefnis- og köfnunarefnismagn kom í ljós við fyrri tilraunir. Vísindamönnum kom það mjög á óvart í fyrri viku, þegar niðurstöður tilrauna bentu til þess, að líf væri á Mars — sem er í 342 milljón km fjarlægð frá iörðu. Þegar á tilraunirnar í síðustu viku leið kom i ljós, að bæði súrefnis- og köfnunarefnis- magnið fór minnkandi. Vís- indamenn hölluðust því helzt að því, að um hefði verið að ræða áhrif frá efnabreytingum. Einn vísindamannanna, Gerald Soffen, sagði í Pasadena í Kaliforníu í morgun: „Það er heilmikil efnastarfsemi á Mars, sem við skiljum í rauninni ekki." Tilraunin, sem hefst í dag, er hin eina, sem eftir á að gera með ferjunni. Þessi tilraun mis- tókst í síðustu viku, skömmu eftir að Víkingur I. lenti á norðurhveli stjörnunnar. Um helgina sendu vísindamenn merki til Mars um að tilraunin ætti að endurtakast. Mikilvægast er að gröfuarm- urinn nái nægilega stóru sýni um borð í ferjuna og verður að þessu sinni fylgzt með því á 'ljósmyndum, en ekki með merkjasendingum eins og áður. Myndin er af holunni, sem Vikingur I. gróf á Mars við töku yfirborðssýnanna. Holan er um 10 cm breið, 5 cm djúp og 18 cm löng. Ný hola verður grafin í dag — hún segir okkur kannski hvort fylgzt sé með okkur „þarna úti“. Teiknimynd af Víkingi I á Mars. Gröfuarmurinn teygir sig til aö taka sýnin, sem ef til vill geta svaraft spumingunni hvort Iff só á Mars. Maraþonrœða Soares á þingi: EFNAHAGSBATI0G VtRNDUN HINS NÝFtNGNA LÝÐRJHHS KfeffofiMfl: RIGNINGAR TEFJA BJÖRGUNARSTÖRF — eru efst á blaði minnihluta- stjórnarinnar í Portúgal Dr. Soares: tíu tímar of löng lesning, fjórir voru nóg. óttazt er að fleirí hafí farízt M? o Soares, hinn nýi for- sæti ráðherra Portúgals, flutti stefnuræðu sína á þingii Lissa- bon i nótt. Komið var fram undir morgun þegar þingfundi lauk. Dr. Soares, sem myndað hefur fyrstu lýðræðisstjórnina í Portúgal í hálfa öld, sagði þing- heimi að helztu stefnumál minnihlutastjórnar sinnar væru efnahagslegur bati og verndun lýðræðisins. Hann las ekki stefnuyfir- lýsinguna sjálfa, sem er 260 blaðsíður, þar sem það myndi taka tíu tíma í beinum lestri. Dr. Soares talaði þess í stað í nærri fjórar klukkustundir og Sovézkir starfsmenn á Olympíuleikunum i Montreal sögðu í gær að Sergei Nemtsanov, sautján ára gamall dýfingamaður sem hefur óskað eftir hæli sem pólitiskur flóttamaður i Kanada, hafi verið heilaþveginn af „hryðjuverkamiinnunum" sem „r;endu“ honum. lagði aðaláherzluna á það, að mikil vinna og fórn væri nauð- synleg ef þjóðin ætti að verða hólpin. Umræður um stefnuyfir- lýsinguna hefjast í þinginu á fimmtudaginn. í yfirlýsingunni eru tillögur um leiðir til að koma á jafnvægi í efnahagslífi landsins og endurvekja það, draga úr atvinnuleysi, auka framleiðslugetuna, vernda hið nýfengna lýðræði og tryggja réttláta skiptingu þjóðarauðs- ins. Talið er líklegt, að þingið samþykki stefnuyfirlýsinguna mótatkvæðalítið. lundi með fréttamönnum i Montreal, að „augljóslega hefði pilturinn verið sálfræðilega heila- þveginn af þrautþjálfuðum sér- fræðingum". Kolesov krafðist þess að kanadísk yfirvöld afhentu Sergei þegar i stað og að meinlir ræningjar, sem hann kallaði „hryðjuverkamenn". ýrðu dregnir fyrir liig og rétt. Miklar rigningar hafa tafið björgunarsveitir í tilraunum þeirra við að koma þeim til hjálpar, er enn eru fastir í sjálf- heldu í gilinu í Klettafjöllum, þar sem a.m.k. 56 manns drukknuðu í fyrradag. Tala látinna, sem drukknað Bretland: Hertar reglur um málaliða Nefnd, sem fjallað hefur um skráninguog störf málaliða í Bret- landi, lagði til á brezka þinginu í dag, að ný lög verði sett þar um. Segir í tillögu nefndarinnar, að ríkisstjórnin ætti að hafa vald til þess að banna skráningu málaliða í Bretlandi til starfa erlendis. Á hún að geta tekið nánari ákvarðanir um það, hvaða hernaðaraðgerðir falli undir það bann hverju sinni. Rannsóknarnefndin lagði hins vegar til, að það eitt að láta skrá sig til herþjónustu í öðru landi ætti ekki að vera lögbrot. I stað þess ætti að fylgjast náið með þeim, sem að ráðningu málaliða standa. Nefnd þessi var sett á laggirnar eftir gífurleg mótmæli alménn- ings í Bretlandi á meðferð mála- liða, sem barizt hiifðu í borgara- styrjöldinni í Angóla. Fjorir mála- liðanna. þrir Bretar og einn Bandarikjamaður. voru teknir af líf'i i siðasta mánuði. eftir að dóm- stóll i Angóla hafði fundið þá seka um morð og stríðsghepi. hafa í hinu skyndilega flóði sem varð í klettagilinu, um 105 km frá höfuðborg Coloradofylkis, Denver, er talin vera 56, en þeir. sem að björgunaraðgerðum standa, óttast að sú tala kunni að hækka, er menn ná til þetrra, sem eftir lifa og fullgengið verður úr skugga um vegsummerki. Ford forseti hefur lýst yfir hættuástandi á svæðinu og fyrir- skipað aó bráðabirgðahúsnæði verði reist þar, bætur greiddar úr ríkissjóði og að viðgerðir verði þegar hafnar á vegum og brúm. þegar Juan Carlos konungur efndi loforð sin um almenna sakaruppgjöf pólitiskra fanga. A laugardaginn gerðist það i Carabanchel-fangelsinu í Madrid, að um þrjú hundruð fangar — enginn þeirra póli- tískur fangi — yfirbuguðu fangaverðina og komust upp á þak fangclsisins. Þar lögðu þeir áherzlu á kröfur sínar um að sitja við sama borð og pólitisku fangarnir og fá þegar gefnar upp sakir. Pólitisku fangarnir í fangelsinu sátu sem fastast í klefum sinum á meðan þetta fór fram á fangelsisþakinu. Fangar gera uppreisn í fangelsi íMadrid Mun færri pólitískir fangar en búizt var við voru látnir lausir á Spáni fvrir helgina. „Sovézki flóttamaðurinn h efur verið heilaþveginn" stjóri sovézka hópsins sagði á Anatolv Kolesov aðsloðarlarar-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.