Dagblaðið - 12.08.1976, Blaðsíða 3
Atmi i'iMM i r i) \crn 12 accst mrc
Lítilsvirt íslandsmet
Eiginkuna fararstjóra á
Ólympíulcikummi I Montrcal
skrifar:
okkar framarlega í flokki og
ættum því aó reyna að skapa
þvi sams konar æfingaaðstöðu
og keppinautar þess erlendis
hafa i stað þess að ka;fa það í
gagnrýn; ••
„Svar til Gráhöfða v/ fyrir-
spurnar í Dagblaðinu 6. þ. m.
Eiginkonur þær, sem fóru
með íslenzka liðinu á Olympiu-
leÍKana í Montreal, greiddu
sjálfar allan kostnað af för
sinni. Skrifstofa I.S.l. hefði
fúslega veitt upplýsingar um
þetta atriði.
Gráhöfði telur sig hafa ráð á
að lítilsvirða Islandsmet landa
sinna en þau hljóta þó ailtént
að vera skref í áttina til frekari
árangurs á alþjóðavett-
vangi. Árangurinn í Astraliu
1956 var glæsilegur en fram-
farir hafa orðið svo stórkost-
legar að þessi sami árangur
hefði ekki nægt til að komast i
aðalkeppnina nú í Montreal en
í hana komust 12. Þannig hefði
árangur Hreins Halldórssonar í
Montreal nú nægt til að færa
honum gull 1956.
Það eru fleiri en íslendingar
sem eru óheppnir á Olympiu-
leikum. samanber heims-
methafann Stones er varð að
láta sér nægja bronsverðlaun í
hástökki en sctti síðan nýtt
heimsmet viku seinna.
Auðvitað viljum við sjá fólk
Það er ekki hægt að gera betur en að setja ný met.
Saf nað handa íslenzkum fanga á Spáni:
SMYGLARINN
VERÐUR AÐ
SÚPA SEYÐIÐ
Þessir öldnu Islendingar þurfa að berjast við rok og rigningu, en
vonandi leggst ekki þung skattabyrði á þá einnig. Við ættum að sjá
sóma okkar í því að láta gamla fólkinu líða vel í ellinni.
DB mynd Árni PálL
SJÁLFUR
Smánarblettur
— illa farið með gamla fólkið
í skattamálunum
Ellilífeyrisþegi hafði samband
viðDB:
„Ég er ein þeirra sem var að
-fá skattseðilinn minn. Sú upp-
hæð, sem mér er gert að greiða,
finnst mér heldur há fyrir konu
sem er orðin sjötug. Ég hringdi
Raddir
lesenda
Hríngið í
síma
83322
milli kl.
13 og 15
því niður á Skattstofu og vildi
láta yfirfara mína skýrslu. Þar
fékk ég þvi miður mjög stirða
fyrirgreiðslu. Var látin bíða í
símanum í einar 15 mínútur og
var því næst svarað út i hött.
Mér er gert að greiða 230
þúsund þetta árið. Ég er til
allrar hamingju það heilsu-
hraust ennþá að ég hef unnið á
veturna hjá stofnun hér í borg.
Vinnutími minn er á kvöldin
nokkra daga i viku. Auk þess
fæ ég minn ellilífeyri Ég á litla
2ja herbergja ibúð og er svo
óforskömmuð að skuida ekki
neitt.
Ég sé ekki fram á það
hvernig ég á að greiða þessa
upphæð i skatt vegna þess að á
sumrin hef ég engar tekjur,
fyrir utan lífeyrinn minn.
Ég skil ekki hvers vegna allt
er rifið svona af gamla fólkinu
þegar fullfrískir menn geta
komizt upp með það að greiða
aðeins smápeninga miðað við
þær tekjur sem þeir hafa. Hváð
greiða þessir menn þá þegar
þeir eru sjötugir? Þeir verða þá
vonandi búnir að koma þvi svo
fyrir að allir ellilífeyrisþegar
beri léttari byrði. Þeir gætu þá
veitt sér meiri glcðistundit í
ellinni."
Helga Jónsdóttir hringdi:
„Er það ekki fulllangt gengið
þegar farið er að safna fé til
manna sem gerzt hafa brotlegir
við lög, sekir um að fremja
einhvern ljótasta glæp sem
hægt er að fremja, eiturlyfja-
smygl?
Ég las frétt í Dagblaðinu sl.
mánudag um slíka söfnun og
get ekki orða bundizt.
Þjóðfélagið virðist vera að
verða svo samdauna alls kyns
glæpum og óhugnaði að fólk
áttar sig ekki á hvað getur talizt
sæmandi og hvað ekki.
Pilturinn, sem lenti í fang-
elsinu á Spáni, verður að taka
afleiðingunum sjálfur. Hann
ætlaði að brjóta lög með því að
smygla hassi. Hann hlaut að
vita að því fylgdi áhætta. Hann
átti að vita að spönsk fangelsi
eru ekkert barnagaman. Mér
finnst að hann verði sjálfur að
súpa seyðið af gjörðum sinum.
Islenzka ríkið á ekki að vera
sífellt að frelsa fólk úr er-
lendum fangelsum, hafi það
unnið til vistar innan múra
þeirra."
lasssmyglara!
„Þar sent opinberir aðilar ls-
snzkir gera sig á engan hátt lik-
ega til að aðstoða Matthfas
haunhæfan • áit (aðbúnaður
tpönskum fn ðsum ætti að verí
•>!>?• ; kuni' höfum við valic
jh iciðiria iia til fjársöfn
S unar“ segii . cttatilkynningi
fiá „starfsh ••. sem stuðlar a<
frelsun Matt; sar Einarssonar"
[Matthías var i..mdtekinn fyrir að
sniygla hassi frá Marokkó til
pánar i vor. Starfshópur þessl
'efndi til hljómleika í Austul”
æjarbiói 24 .iúlí sl. og er frekarj
ljómleikahaui afprmað. og gírrj
reikningur að ;pnast i Land.1}
bankanum. „1 pönskum fangels
un iná kaup; að sem á tslandl
elst til sjái agðra mannréttj
nda." segir starfshópurinn. sen]
i 11 frelsa hasssmvglar;
Raddir
lesenda
3
Fylgistu með útsendingum
fró Ólympíuleikunum í
sjónvarpinu?
Mogens Markússon verkamaóui.
— Já, þegar ég hef tíma til. Mér
fannst mjög spennandi að fylgjast
með keppninni í hástökkinu, mér
fannst ekki nógu gott að Kanada-
maðurinn skyldi ekki sigra.
Guðmundur Gíslason fulltrúi:
— Já, það hef ég gert eins og timi
hefur leyft. Mér finnst auðvitað
skemmtilegast að horfa á sund-
fólkið.
Sólveig Sigurðardóttir sendill:
— Já, ég reyni að missa ekki af
þessum þáttum. Mér {annst
skemmtilegast að horfa á fim-
leikana og langaði mikið á
sýninguna í Höllinni, en ég komst
ekki
Atli Hauksson nemi: — Nei, ég
hef litið gert að því. Eg hef
reyndar ekki haft tíma atvinnu
minnar vegna.
Gústaf Alfreðsson, 10 ára: — Já,
ég hef séð næstum alla þættina.
Mér fannst ofsalega gaman að sjá
fimleikana.
Guðmundur J. Guðmundsson,
gerir helzt sem minnst: — Nei, ég
horfi aldrei á keppnisíþróttir.
Svona þjálfun er hryllingur og
fer miklu verr með menn heldur
en kyrrsetan. Þessir menn eru
búnir um þrítugt. Annars er ég
ekki á móti trimmi, það er góðra
g.jalda vert.