Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 3
Kjósandi skrifar: „Ég var að lesa kjallaragrein Ellerts B. Schram i DB 16. Raddir lesenda alþýðu Sslaðið LAUGARDAGUR 21. ÁGÚ5T 179.M — 1976 — 5r. árg. Mannúöarsáifraeði Bylting á Grænlandi? gervimennsku Hrauníð gelur verið hœttulegt Andrés Erlingsson, 8 ára: Já, já, það er ágætt. Ég átti heima niðri í bæ áður en ég flutti hingað, eri þar var ekkert hægt að smíða eins og hér. Halldóra Þórdís Friðjónsdóttir, 8 ára: Já. Það voru svo fáir krakkar í Skipholtinu, þar sem ég bjó áður, en hérna er alveg hellingur. DAGBLÁDIÐ. MIÐVÍKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976. A starfsvellinum í Breiðholti III Finnst þér gaman að búa í Breiðholti? Vestmannaeyingur skrifar: „Mér finnst alveg hræðilegt hvernig vaðið er með útlend- inga um allt hraunið. Það er alveg sama þótt það sé sagt við þetta fólk að það eigi að gæta sín. Áhuginn er svo mikill og ákafinn að það gleymir sér al- veg. Á mörgum stöðum er mjög þunnt lag yfir glóandi hraun- kvikunni. Það getur vel verið að ég sé allt of hrædd við þetta, en mér hefur bara ofboðið að sjá þetta fólk vaða þarna'um hraunið. Það verður að passa þessa út- lendinga eins og smábörn. Margir hverjir vita ekkert hvað það er sem þeir eru að ganga yfir. Ég er ekki að ásaka einn né neinn fyrir nokkurn hlut. Við verðum bara að gæta okk- ar." Útlendingar hafa sýnt' Vest- mannae.vjum mikinn áhuga eftir að gosið varð þar. Sunnudagsbloð Alþýðublaðsins fyllilega jafn- gilt hinum! Sósial-demókrat skrifar: Ég er áskrifandi að Alþýðu- blaðinu og fyllilega ánægður með það sem slíkt, en eitt atriði vefst þó fyrir mér og það er þetta: Hvernig má vera að Alþýðublaðinu er leyft að taka sama áskriftargjald mánaðar- lega og önnur blöð þar sem það kemur aðeins út 5 daga vik- unnar á móti 6 hjá hinum. Þeir eru að vísu með eitthvað sem þeir kalla sunnudagsblað, og fylgir það laugardagsblaðinu. En þar er ekki um útgáfu sér- staks blaðs að ræða, því dag- legur blaðsíðnafjöldi AB er 16 síður, og á laugardögum minnk- ar blað dagsins niður í 12 síður og 4 síður eru kallaðar sunnu- dagsblað. Þarna er ekki um að ræða nema 16 síðna blað, sem kemur út 5 daga vikunnar. DB bar þettamál undirPétur Pétursson hjá Verðlagseftirlit- inu og hafði hann eftirfarandi um þetta atriði að segja: Hinn 31. marz sl. var erindi dagblaðanna tekið fyrir á fundi hjá Verðlagsnefnd. Var þar samþykkt að láta verðhækk- unarbeiðni þeirra afskipta- lausa, þ.e.a.s. að leyfa hækkun áskriftargjalds. Alþýðublaðið féll undir þessa hækkun ásamt öðrum blöðum, því tekin er af- staða til þeirra allra á sama grundvelli. Er sunnudagsblaðið sem fylgir á laugardögum álitið jafngilda sunnudagsútgáfum hinna blaðanna. Þess má geta að þau blöð eru raunverulega ekki fréttablöð sunnudagsins, því þau eru mikið til unnin fyrirfram og koma út á laugar- dögum. Viktoria Marinusdóttir, 8 ára: Já. Ég hef átt heima hérna síðan 1972 en áður bjó ég í Fellsmúlan- um. Hérna er miklu meira að gera og skemmtilegra. Arni Gunnarsson, 7 ára: Já. Það er langt síðan ég flutti hingað. man ekki hvar ég átti heima áður. Krakkarnir hérna eru ofsa- xkommtilegir. Látið hjónaböndin vera!! Valgeir t.jnnarsson, 11 ára: Já, ég hef búið hér í 4 ár og finnst það ofsagaman. Sérstáklega eftir að starfsvöllurinn kom. Gísli Már Vilhjálmsson, 9 ára: Já. Ég flutti hingað fyrir 3 árum úr Álftamýrinni en þar var svo mik- ið af villingum. Hérna eru miklu betri krakkar. ágúst sl. Já, skattalögunum verður að breyta, en hvernig á að gera það? Ég vil koma hér með tillögur varðandi tvö at- riði. Þeir sem reka einkaf.vrirtæki hafa haft sameiginleg fjármál með fyrirtækjum sínum. Til þess að þau séu skattlögð sér þurfa þau að vera sameignar- félag eða hlutafélag. Er ekki hægt að bæta við þétta að fyrir- tæki. sem eru skrásett í fyrir- tækjaskrá, skattleggist sem fyrirtæki? Mér finnst ekki hægt að skattyfirvöld séu að skipta sér af hjónaböndunum hér á landi. Hvers vegna í ósköpunum að vera að hreyfa við því og breyta þessum 50% af launum eigin- konu sem vinnur úti. Hún leggur þó á sig að fara frá stóru heimili, ef til vill, og taka á sig tvöfalda vinnu? Hvers vegna ekki að verðlauna þau hjón sem nenna að bjarga sér? Látið hjónaböndin vera!!" dagsins

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.