Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 14
UPPSTOKKUNIYR
„Það má sannarlega segja að
verulegar breytingar hafi orðið á
hljómsveitinni nú að undan-
förnu,“ sagði Reynir Guðmunds-
son söngvari hljómsveitarinnar
Ýs á Isafirði í samtali við Dag-
blaðið fyrir skömmu. „Gítarleik-
arinn.Sigurður Rósi.er genginn í
Hljómsveit Asgeirs Sigurðssonar
og Rafn Jónsson trommuleikari
er kominn í Hauka.“
Skömmu eftir að Yr tók upp
LP-plötuna sína í Bandaríkjunum
á síðasta ári hætti bassaleikari
hljómsveitarinnar, Hálfdán
Hauksson, og i hans stað kom Örn
Jónsson. Reynir er því einn eftir
af þeim sem léku inn á plötuna.
Nú er Ýr kominn af stað aftur
með nýja menn í stað þeirra
Sigurðar og Rafns. Þeir heita
Kristján Níelsson gítar- og fiðlu-
leikari og Hörður Ingólfsson
trommuleikari. Ýr hefur leikið
tvisvar á Vestfjörðum með þess-
ari liðsskipan.
DB innti Reyni eftir ástæðu
þess að þeir Rafn og Sigurður
yfirgáfu hljómsveitina.
„Jú, Rafni var boðið í Hauka,
sem hann þáði vitanlega," svaraði
Reynir. „Hann hafði hins vegar
að mestu séð um rekstur hljóm-
sveitarinnar, ráðningar og slíkt.
Sigurður Rósi var eitthvað efins
um aó við myndum hafa jafn-
mikið að gera og fyrir trommara-
skiptin svo að hann skipti um
hljómsveit.
Það veröur að segjast eins og
er,“ sagði Reynir Guðmundsson
ennfremur, ,,að eftir að við tókum
upp plötuna fór mikil þreyta að
gera vart við sig og það má segja
að við höfum sáralítið æft síðan
þá. Með tilkomu nýju mannanna
hefur nýtt líf færzt í hljómsveit-
ina. Við höfum létt lagavalið
nokkuð — leikum nú country-
tónlist og notum fiðluna eins og
hægt er. Ég er bjartsýnn á að við
eigum eftir að ná okkur á strik á
nýjan leik þrátt fyrir þessar
miklu mannabreytingar." — AT
Nyi Yrinn hefur enn ekki veriA IjósmyndaAur. SigurAur Rósi, annar fré vinstri, og Rafn Jónsson, |
lengst til hægri, hafa skipt um hljómsveitir en eftir eru öm Jónsson og Reynir GuAmundsson
ásamt tveimur nyliðum.
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976.
LOGAR: Frá vinstri eru Ingi Hermannsson söngvari, Kristján Óskarsson hljómborðsleikari, Valdimar
Gíslason gítarleikari, Kristinn Jónsson bassaieikari og Ölafur Bachmann trommuleikari. Myndina tók
Ragnar Th. Sigurðsson í Klúbbnum á föstudagskvöldið.
LOGUM VEL TEKIÐ
Á MEGINLANDINU
Nýjustu fréttir af Bítlunum:
PAUL OG JOHN
MEÐ Á NÝRRI
PLÖTU RINGOS
— sem tapaði dómsmáli ásamt
Harrison fyrir skemmstu
John Lennon og Paul
McCartney koma báðir fram á
nýrri breiðskífu með Ringo
Starr sem verið er að gera í
Los Angeles. Báðir hafa samið
iög á plötuna og Lennon spilar
auk þess á píanó í tveimur
lögum.
John og Yoko komu ekki alls
fyrir löngu til Los Angeles og
héldu rakleiðis til liljóðversins
þar sem Ringo var nauðasköll-
óttur við vinnu sína. Lennon
sandi lag á staðnum, „A Dose
Of Rock’N’Roll“, spilaði á
píanóið og söng.
Viku síðar komu Paul og
Linda McCartney og aðstoðuðu
við upptöku á laginu „Pure
Gold“ sem Paul samdi á þessa
nýju plötu Ringos.
Upptökustjóri er Arif
nokkur Mardin en meðal
þeirra sem láta í sér heyra á
plötunni eru Dr. John, Danny
Kootch, Jesse Ed Davis og
John Bonham, trommuleikari
Led Zeppelin.
Ringo og George
topa mólaferlum
Þeir Ringo og George Harri-
son töpuðu nýlega máli sem
þeir höfðuðu í Bretlandi á
hendur hljómplötufyrirtækinu
Polydor. Kröfðust þeir Ringo
og George þess að fyrirtækinu
yrði rneinað að gefa út tvær
breiðskífur með viðtölum við
Bítlana.
I sömu vikunni og dómur
féll komu plöturnar á markað 1
Bretlandi. Það var blaða-
maðurinn David Wigg sem átti
viðtölin við Bítlana fjóra á
árunum 1969—1973. Þeir
Ringo og George rökstuddu
kæru sína með þvi að þær
skoðanir, sem þeir hefðu sett
fram í viðtölunum, þyrftu ekki
að vera skoðanir þeirra enn í
dag. En dómarinn féllst á mál-
stað Polydor og plöturnar eru
komnar út.
— ÓV.
Vestmannaeyjahljómsveitinni
Logum var prýðilega fagnað
þegar hún sótti meginlandið heim
um sl. helgi. Á föstudagskvöldið
var hljómsveitin í Klúbbnum —
þar sem var mjög fátt fólk, líklega
vegna skemmtunarinnar á Hótel
Sögu — og á laugardagskvöldið
léku Logar fyrir dansi í Festi í
Grindavík. Þar voru um 300
manns og þótti dansleikurinn vel
heppnaður.
„Í stórum dráttum vorum við
ánægðir," sagði Ingi Hermanns-
son, söngvari hljómsveitarinnar, í
samtali við poppsíðuna eftir helg-
ina. „Okkur var vel tekið. Annars
horfði þetta ekki gæfulega í
byrjun, Herjólfur var bilaður í
höfn heima í Eyjum og svo var
ekkert l'lug til Reykjavíkur fyrr
en seinni hluta dagsins. Við
vorum ekki komnir þangað fyrr
en um kvöldmat og þá kom í ljós
að nærri helmingurinn af tækjum
okkar hafði orðið eftir í Eyjum.
Við urðum því að fá lánuð tæki
hingað og þangað. Satt að segja
héldum við að við myndum hrein-
lega ekki getað spilað. Menn voru
frekar trekktir yfir þessu öllu.“
En Logar spiluðu. Þegar við
litum inn í Klúbbinn á föstudags-
kvöldið voru þeir á fullri ferð og
stóðu sig vel. Líklega hefur
hljómsveitin ekki verið jafngóð i
tangan tíma; að vísu er orðið
nokkuð um liðið síðan poppsíðan
heyrði í hljómsveitinni.
Fyrr í suntar heyrðunt við því
fleygt að hljómsveitin hefði hafið
undirbúning gerðar tólf laga
plötu sem Geimsteinn Rúnars
Júlíussonar hygðist gefa út.
Meðal laga, sem valin höfðu verið,
var gamalt og gott lag úr Eyjum,
„Við gefumst aldrei upp þótt móti
blási“, í nýjum búningi.
„Það er tímaskortur sem hefur
tafið frekari framkvæmdir á
þessu sviði. Það er nefnilega
nokkuð erfitt að halda úti hljóm-
sveit í Eyjum, við verðum að
skipta mjög ört um prógramm
því þetta er yfirleitt alltaf sama
fólkið sem hlustar á okkur. Við
gerum varla meira en að halda við
prógramminu, enda erum við allir
í fastri vinnu svo við myndum
neyðast til að taka okkur frí frá
henni ef við ætluðum út í einhver
stórvirki."
Logum hefur nýlega bætzt
hljómborðsleikari, Kristján
Öskarsson, en hann hætti fljót-
lega aftur, þar sem liann hyggur á
nám. Bassaleikari Loga, Krist-
inn Jónsson, er einnig að hætta en
að sögn Inga hefur þegar verið
fyllt í skörðin.
— ÓV.
Loggins og
Messina hœtta
Bandaríski söngdúettinn
Loggins og Messina hefur
ákveðið að slita samstarfi sínu
að lokinni hljómleikaferð um
Bandaríkin, sem endar í næsta
mánuði
Þeir Kenny Loggins og Jim
Messina hófu að syngja saman
árið 1971. F'undum þeirra bar
saman með þeim hætti, að
Messina var ráðinn til að
aðstoða Loggins við sólóplötu.
hans. Messina hafði þá skömmu
áður sagt upp í hljómsveitinni
Poco.
Allar plötur Loggins og
Messina hafa selzt fyrir meira
en milljón dollara hver og því
náð gullplötumarkinu. Öhætt
er að fullyrða, að þeir hafi notið
og njóti enn mikilla vinsælda i
Bandaríkjunum. Englendingar
hafa hins vegar enn ekki komið
auga á gæði þeirra að neinu
marki, hvað sem síðar verður.
Síðasta hljómleikaferð
Loggins og Messina hófst um
miðjan júlí og stendur fram í
september. Aður en lagt var af
stað tilk.vnnti Kenny Loggins
að þeir hefðu ákveðið að slíta
samstarfinu. „Astæðan er sú,"
sagði hann, „að við vorum ein-
faldlega orðnir þreyttir hvor á
öðrum."
Loggins mun eftir hljóm-
leikaferðina halda áfram að
koma fram einn sins liðs.
Messina hefur aftur á móti í
h.vggju að semja söngleik ásamt
eiginkonu sinni, Jenny Sulli-
van.
MOOOY MAKEX. July íl. 19?*—Puc JJ
Heilsiðuauglýsing um viðtalsplöturnar úr Melodv Maker 31. júli.