Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 8
s ______________________________ Bílaeign í ýmsum löndum: Sœkjum stöðugt V'iö erum hátt skrifuð í bíla- eign miðað við íbúafjölda. Um 3,4 íbúar voru í árslok 1974 á hverja fólksbifreið eða um 294 fólksbifreiðar á hverja 1000 íbúa. ;,Ekki eru tiltækar sambærilegar tölur frá öðrum löndum á sama tíma en sam- kvæmt ársskýrslu Alþjóðasam- bands vegagerða fyrir árs- byrjun 1973 voru sambærilegar tölur eftirfarandi," segir í greinargerð með samgöngu- áætlun Norðurlands: Svíþjóð 302 fólksbifreiðar á 1000 íbúa, 263 í Vestur- Þýzkalandi, 245 í Danmörku, 235 í Bretlandi, 216 i Noregi og 177 í Finnlandi. Þá voru 240 okkur — segir i greinargerð með samgönguáœtlun Norðurlands fólksbifreiðar á þúsund ibúa á Islandi, en síðan munum við hafa sótt á. „Ekki er gjörla vitað, hvernig þróun bifreiða- eignar þessara landa hefur verið undanfarin tvö ár en líklegt er að hlutfallsleg bif- reiðaeign íslendinga hafi aukizt meira en í nágranna- löndum okkar,“ segir í greinar- gerðinni. Samkvæmt spá áætlunar- deildar Framkvæmdastofnunar ríkisins er gert ráð fyrir að árið 2000 verði 480 fólksbifreiðar á hverja þúsund íbúa hér á landi sem þýðir að þá verði rúmlega tveir ibúar um hverja fólksbif- reið. -HH. DAGBI.Amn MTnviimrueimw ÁnflST 1976. Þetta er hluti af húsinu Borgartún 7, eign rikissjóðs. Mynd sem blaðaljósmyndari DB tók i matsal, sem stofnanir í húsinu hafa sameiginlega, var gerð upptæk af fuiltrúum úr Sakadómi. „Þetta er húseign Sakadóms," er haft eftir vfirsakadómara. „Þetta er húseign Sakadóms," segir yfirsakadómari MATSALURINN ER EIGN RÍKISSJÓDS segir Jón Kjartansson forstjóri ÁTVR, fulltrúi róðuneytis við rekstur hússins „Þetta er húseign Sakadóms og það getur enginn vaðið hér inn og byrjað að taka myndir án okkar leyfis," sagði Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómari i viðtali við Morgunblaðið laugard. 21. ágúst. Þá bætti Halldór ennfremur við aö matsalur Sakadóms væri í húsakynnum hans og heföi dóm- urinn forræði yfir honum. „Fjármálaráðuneytið fer með yfirstjórn hússins að Borgartúni 7 og ég er fulltrúi þess ráðuneytis til að hafa eftirlit með húsinu og rekstri þess,“ sagði Jón Kjartans- son forstjóri Á f'engis- og tóbaks- verzlunar rikisins. Jón sagði að matsalurinn, eins og raunar allt húsið væri eign ríkissjóðs. Og að í þessu húsi hefðu eftirtalin fyrirtæki skrif- stofur sínar: ÁTVR, Innkaupa- stofnun ríkisins, Bifreióaeftirlit rikisins, Vegamálaskrifstofan, skrifstofa húsameistara ríkisins, skrifstofa skipulagsStjóra, skrif- stofur verðlagsstjóra. Þá er þarna einnig til húsa Fræðslumynda- safn ríkisins, skrifstofur Saka- dóms og skrifstofur rannsóknar- lögreglunnar. Allar ríkisstofnanirnar reka mötuneytið Allir fyrrgreindir aðilar reka mötuneytið að Borgartúni 7 sam- eiginlega Þeir greiða starfsfólki mötuneytisins laun og húsaleigu fyrir matsalinn. Þá greiða þeir fyrir rafmagn, hita og ræstingu. Greitt er í samræmi við það hversu stóran hluta húseignar- innar fyrirtækin leigja. Starfsfólkið sem snæðir þarna greiðir síðan fyrir hráefnið. — BÁ VERST AÐ GETA EKKI PRENTAÐ SEÐLA Kannski hefur einhverjum að gela prentað seðla. En ekki flettum í gær upp á nokkrum forkólfinum i prentiðnaðinum þurfa þeir allir að greiða há manna sem eru viðriðnir prent- dottið i hug. þegar hann fékk gjöld til hins opinbera. Við smiðjurekstur og bókaútgáfu: skattseðilinn, að nú væri betra Nafn tsk. esk. útsvar barnab. samtals Guðjón Ó. Guðjónsson bókaútgefandi 0 51.338 3.500 54.838 Konráð R. Bjarnason forstjóri Anilínprentsm. 257.721 36.461 173.700 93.750 374.132 Jón Björnsson forstj. (prentsm. J.B.) 93.010 6.787 138.900 93.750 144.947 Þórarinn Sveinbjörnsson forstj. Fjölprent 184.415 7.162 120.700 312.277 Geir Herbertsson forstj. Prentverk hf. 74.224 0 138.800 37.500 175.524 Þráinn Þórhallsson forstj. Viðev jarprentsm. 444.814 64.266 224.900 206.250 527.730 ö!i\ w Steinn Jóhannesson bókaútgefandi Skuggsjá 465.094 483.093 220.305 1.168.492 Arnlijörn Kristinsson bókaúlgefandi (Setberg) 245.803 69.195 172.350 206.250 281.048 Baldur Eyþórsson forstj. í ödda 596.415 0 229.800 826.215 Jón Svan Sigurðsson prentsmiðjustjóri (Svansprent) 0 17.483 161.000 37.500 140.983 Valdimar Jóhannsson bókaútgefandi (Iðunn) 35.360 111.180 157.200 303.740 ölafur Magnússon forst jóri Hverfisprent 400.899 169.164 227.000 37.500 759.563 Kyjólfur Sigurðsson prentari (Hagprent hf.) 143.955 0 169.300 150.000 163.255 Stefán Jónsson Irkvstj. Eddu hf. 559.469 29.593 222.500 811.562 Vilja koma upp lœkna- minjasafni í Nesstofu Það er enn ekki alveg ákveðið til hvers Nesstofa verður nýtt og verður erfitt að segja nokkuð afgerandi um það fyrr en húsið er allt komið undir einn eiganda, en ríkið á nú helming þess á móti Ólöfu Guðsteinsdóttur sem býr þar, sagði Þór Magnússon þjóð- minjavörður í samtali við DSB. Þar sem Nesstofa var í upphafi byggð sem bústaður fyrsta land- læknisins, Bjarna Pálssonar, árið 1763, og síðar var þarna fyrsta lyfjaverzlunin, hafa læknasam - tökin sýnt húsinu mikinn áhuga. Helzt kemur til greina að setja þar upp minjasafn úr sögu lækna- vísindanna og/eða koma upp rannsóknaraðstöðu í þágu henn- ar. Talsverðar endurbætur þarf þó að gera á húsinu til að þetta sé mögulegt og jafnvel endurbyggja hluta þess. Nesstofa er með alelztu húsum á Reykjavíkursvæðinu en Viðeyjarstofa er þeirra elst, sagði Þór að lokum. -JB. ÞAU F0RU OG BÁÐUST AFSÖKUNAR — ekki af vandrœðaheimilum, segir Ólafur Einarsson Ölafur Einarsson starfsmaður á Upptökuheimili ríkisins í Kópa- vogi, hafði samband við DB i gær og bað um að tekin væru aftur þau örð sem höfð eru eftir honum i grein um bílþjófnað unglinga af heimilinu, þar sem sagt er að um börn af vandræðaheimilum væri að ræða. ' Sagðist Ölafur ekki hafa lagt þá merkingu í orð sem hann sagði í viðtali við undirritaða en þau orðaskipti voru á þessa leið: Blm.: Hafa þessir unglingar lent í einhverju þess háttar áður? Ö.E.: Nei. þetta eru mest unglingar af heimilum. sem einhver vandræði eru á, for- eldrarnir skilin eða að skilja og þess háttar. Svo mörg voruþau orð Ölafs og getur hver og einn túlkað þau á sinn veg en aðra merkingu en þá sem fram kemur í greininni gat undirrituð ekki lagt í þau. Þá vildi Ölafur einnig að það kæmi fram að unglingarnir hefðu farið sama kvöldið og beðizt af- sökunar á athæfi sínu og farið og lagað skemmdirnar daginn eftir. Tók húseigandinn þessu mjög vel og var hinn ánægðasti með sættirnar. -JB.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.