Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976. 13 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir R, ÍSLANDSMEISTARI1976 ndur Þorbjörnson reynir markskot, þeir Ingi Björn og Hermann fylgjast meö, greinilega ekki um sel. Leikmenn Þróttar eru Guömundur DB-mynd Bjarnleifur. Valsmenn taugaóstyrkir. Hinir ungu leikmenn Þróttar gáfu hins vegar aldrei þumlung eftir, börðust allan leikinn af fullri hörku. Ohætt er að fullyrða að ef leikmenn Þróttar hefðu barizt jafnvel í sumar og þeir gerðu í gærkvöld þá hefðu stigin líka orðið fleiri. Ingi Björn Albertsson skoraði bæði mörk Vals. Hið fyrra var gull af marki. Hermann Gunnars- son fékk knöttinn við miðlínu, lék á varnarmann og í átt að marki. Síðan gaf hann frábæra sendingu í gegnum vörn Þróttar og Ingi Björn var á auðum sjó. Hörkuskot Inga frá vítateig réð Jón Þor- björnsson ekki við. Fallegt mark. Fyrra mark Vals kom á 24. mínútu fyrri hálfleiks. Á 33. mínútu var Ingi aftur á ferðinni. Albert Guðmundsson tók auka- spyrnu úti við hliðarlínu hægra megin. Hann sendi knöttinn fyrir — varnarmaður Þróttar stökk hátt upp og skallaði frá. Knöttur- inn barst fyrir fætur Alberts, sem þegar sendi knöttinn fyrir. Jón Þorbjörnsson átti misheppnað út- hlaup, knötturinn féll fyrir fætur Inga Björns, og gott skot hans af stuttu færi fór af varnarmanni og upp í þaknetið, 2—0. Heldur dofnaði yfir leiknum en andstætt fyrri leikjum þá gáfust leikmenn Þróttar ekki upp heldur börðust allan tímann mjög vel. Þeir einfaldlega réðu ekki við ofureflið. Leikinn dæmdi Guðjón Finn- bogason — tæplega er hægt að hrósa dómgæzlu Guðjóns en leik- inn var erfitt að dæma. h.halls. Ilalldói Kinarsson Bergseinn Alfonsson, \ ilhjálmur Kjarlansson, \ ouri Il> Isltev, Al'*\anuer lohannesson og Olafui Magnússon. Neðri i m>. llii.n. m: '.nnnarsson. Ingi Björn Alherlsson Dyri Gnðimindson. Sigurður Dagsson. (íriinur Sæmundsen og Llfar Másson. DB-inynd B.iarnleifur. Góður sigur Manch Utd. í Coventry Manchester United vann sinn fyrsta sigur á nýbyrjuðu keppnis- tímabili á Englandi, þegar liðið ferðaðist til miðlandanna og heimsótti Coventry. Tvívegis skoruðu leikmenn Manchester — fyrst Lou Macari og síðan Stuart Pearson. Dýrasta miðverði Englands, Larry Lloyd, sem Coventry keypti frá Liverpool fyrir 240 þúsund pund, var vísað af velli eftir slæmt brot á Stuart Pearson. En lítum á úrslit leikja á Eng- landi í gærkvöld. l.deild: Birmingham—Leeds 0-0 Bristol City—Stoke .1-1 Coventry—Man. Utd. 0-2 Everton—Ipswich 1-1 Sunderland—Leicester 0-0 2. deild: Biackpool—Oldham 0-2 Bolton—Orient 2-0 Burnley—Fulham 3-1 Hull—Luton 3-1 Plymouth—Blackburn 4-0 Shef. Utd.—Wolves 2-2 BBC sagði í gærkvöld að Sunder- land hefði sigrað Leicester 1-0, en Reuter greindi frá jafntefli. Eftir slæma reynslu af BBC undanfarið teljum við Reuter nær sann- leikanum. Sannleikurinn er nefnilega sá, að þegar hinn kunni útvarpsmaður Brian Saunders var fréttastjóri íþróttafrétta hjá BBC var vel og skilmerkilega greint frá knatt- spyrnu. Síðan hafa timarnir farið versnandi. Brian Saunders dró sig í hlé — nýir menn tóku við og krikket hefur tekið æ meira rúm á kostnað knattspyrnunnar. Lorimer á sölulista Leeds United hefur sett hinn 29 ára gamla útherja sinn, Peter Lorimer, á sölulista. Lorimer hefur leikið yfir 500 ieiki fyrir Leeds auk fjölda landsleikja fyrir Skotiand. Peter Lorimer hefur verið talinn skotfastasti leikmaður enskrar knattspyrnu og mörg gullfalleg mörk hans hafa birzt á skjánum hér á íslandi. Leeds bauð ekki alls fyrir löngu í enska landsliðsmanninn hjá Crystal Palace, Peter Taylor. Þá bauð Leeds Lorimer í milli og háa peningaupphæð en Crystal Palace hafnaði. Þjólfari Sovét- manna hœttir Þjálfari sovézka landsliðsins og Dinamo Kiev, Valery Labanowski, hefur sagt af sér störfum hjá sovézka landsliðinu. Hins vegar er ekki vitað hvort Labanowski segir af sér þjálfarastörfum hjá Dinamo Kiev, sem eins og íslenzkum knatt- sp.vrnuunnendum er vel kunnugt, leikur einnig fyrir hönd Sovétríkj- anna. Ástæða uppsagnar Labanowski er gagnrýni, sem á hann var borin á þingi þjálfara í Sovétríkjunum, Sovétmönnum tókst ekki að vinna gull í Montreal eins og þeir höfðu þó ætlað sér og í Evrópukeppni landsliða voru Sovétmenn slegnir út af Tékkum, sem re.vndar unnu V- Þjóðverja i úrslitum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.