Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUlDAGUR 25. ÁGÚST 1976. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Þeir skoruðu mörk Vals Þeir skoruðu mörk Vals i mótínu: i íslands- Ingi Björn Albertsson 16 Guðmundur Þorbjörnsson 11 Hermann Gunnarsson 11 Atli Eðvaldsson 2 Albert Guðmundsson 2 Magnús Bergs 1 Bergsveinn Alfonsson 1 Sjálfsmark 1 Samtals skoraði Valur því 45 mörk í 1. deild — þar af sóknar- tríóið, Ingi Björn, Guðmundur og Hernann 38 mörk. Reyndar hefur Ingi Björn einnig skorað 6 mörk i bikarnum eða samtals 22 mörk í ár. Þeir skoruðu 38 af 45 mörkum Vals. Guðmundur Þorbjörnsson 11, Ingi Björn Albertsson 16 og Hermann Gunnarsson 11. Kfri rnyndin er af íslandsmeisturunum frá '67. Hcrir.ann Gunnarsson, Sigurður Dagsson. lianuor Kinarsson, Bergsveinn Alfonsson og Alexander .lóhannesson — nú íslandsmeistarar '76. DB-mynd Bjarnleifur. Staðan Staðan í 1. deild er nú þessi eftir 2—0 sigur Vals gegn ÞrótSi: Valur 16 10 5 1 45—14 25 Fram 15 9 4 2 27—16 22 Akranes 15 5 -i 2 23—,: 20 Breiðabl. 15 8 2 5 21—19 18 Víkingur 15 7 2 6 19—21 16 Keflavík 15 6 2 7 20—21 14 KR 15 3 5 7 20—22 11 FH 15 1 4 10 10—31 6 Þróttur 15 1 2 12 10—36 4 „Eftir þessu hef ég lengi beðið" — sagði Youri llytshev eftir sigur Vals. Hann hefur leitt Val til sigurs bœði í deild og bikar Sovétmaðurinn Youri Ilytshev. Hann gerði V'al að íslandsmeist- urum DB-mynd Bjarnleifur. Leikir Vals í sumar Valur vann 10 leiki í sumar, gerði 5 jafntefli og tapaði aðeins einum leik — gegn Keflavík 0-1. En lítum á úrslit leikja Vals í sumar. Breiðablik—Valur 2-4 Valur—Vikingur 3-0 Valur—Keflavík 2-0 KR—Valur 1-1 Válur—Akranes 6-1 Valur—FH 5-1 Þróttur—Valur 0-6 Valur—Fram 1-1 Valur—Breiðablik 1-1 Víkingur—Valur 2-3 Valur—KR 2-2 Keflavík—Valur 1-0 Akranes—Valur 1-3 FH—Valur 0-5 Fram—Valur 1-1 Valur—Þróttur 2-0 Alls skoruðu Valsmenn því 45 „Þessu augnabliki hef ég beðið eftir lengi, eða frá því 1974 þegar ég kom hingað í annað sinn. ísiandsbikarinn í höfn og yfir því er ég mjög ánægður," sagði Youri Ilytshev, þjálfari Vals, eftir sigurinn í gærkvöld. islandsbikarinn hafði unnizt eftir 16 erfiða leiki í sumar. Sannar- lega skiptust á skin og skúrir hjá Val. Oft tókst Valsmönnum að sýna stórgóða knattspyrnu, en á stund- um datt spil niður. Liðið mátt verjast, og vel það varðist. Lukk- an var sannarlega liðsmaður Vals í sumum leikjum en til þess að sigra í deildakeppninni þarf líka lukku, já, heilladísirnar fylgja þeim sterka. Youri var ánægður eftir sigur- inn í gærkvöld, var nema von. Valur tryggði sér íslandsbikar- inn. En blaðamanni tókst að slíta þennan geðuga Sovétmann frá gleðinni i búningsklefum Vals- manna. „Leikurinn í kvöld var erfiður, aðstæður voru hroðalegar," sagði Youri. „Völlurinn glerháll og það var mikill léttir þegar Ingi Björn skoraði mörkin tvö. En þrátt fyrir það þá flýttum við okkur of mikið í sóknaraðgerðum okkar — allt var gert í of miklum flýti. En eins óg ég sagði, aðstæðurnar voru hroðalegar. Þegar ég kom hingað í vor hafði ég ellefu einstaklinga og byggja þurfti liðið upp frá grunni. Ég held okkur hafi tekizt bærilega. Við náðum góðum leikjum í fyrri umferðinni en virtumst missa flugið talsvert í síðari umferð- inni, enda er það svo, að allir vilja sigra toppliðið og leggja allt sitt í það. Með tapinu í Keflavík virtist sem við hefðum alveg misst flug- ið. Þrátt fyrir að við hefðum skapað okkur tækifæri þar og pressað nokkuð stíft tókst okkur ekki að nýta tækifærin. Ég held að við höfum verið of sigurvissir fyrir þann leik. Eftir tapið héldum við fund þar sem málin voru rædd — hvað hefði farið úrskeiðis. Sá fundur var ákaflega hreinskilnislegur og hreinsaði andrúmsloftið. Eftir það héldum við upp á Skaga og sigruðum — við fórum að leika knattspyrnu á ný. Og nú í kvöld varð íslands- bikarinn okkar — já, það er afskaplega ánægjulegt. Ég man þegar ég kom hingað fyrst '73 — þá var Valsliðið ákaf- lega veikt. Strákarnir voru allir ungir en lofuðu góðu. Þeir stóðu sig vel — höfnuðu í öðru sæti það árið. Síðan unnum við Bikarinn '74. Liðið hefur tekið miklum fram- förum, piltarnir hafa tekið fram- förum. Islenzkir áhugamenn eru betri en hálfatvinnumenn víðast hvar. Áhuginn er ódrepandi og stórkostlegt að vinna með þeim. Næsta ár verðum við í Evrópu- keppni meistaraliða og liðið verður betra þá, Valur mun halda fram á við. En næsta verkefni okkar er Bikarkeppni KSÍ. Ég segi alveg eins og er, það væri stórkostlegt ef Valur og ÍA mættust i úrslit- um. Við erum staðráðnir í að vinna Bikarkeppnina — við trú- um á okkur og getu liðsins sem heildar. Síðast þegar Valur lék. til úrslita var það einmitt gegn Akra- nesi og við unnum 4—1. Ef við mætum þeim aftur, og aftur segi ég, það vona ég innilega, þá held ég að leikurinn verði mjög opinn, skemmtilegur og spennandi. Bæði liðin hafa getuna en auðvitað verður veðrið að vera gott. Islenzkir knattspyrnuunnend- ur gætu þá vonandi talað lengi um þann leik, úrslitaleik Vals og ÍA í bikarkeppni KSt 1976.“ mörk en fengu aðeins á sig 14. Sóknartríóið á ferðinni. Guðmui Gíslason og Leifur Harðarson. Valur tryggði sér Islands- meistaratitilinn í knattspyrnu 1976 þegar liðið sigraði botnlið 1. deildar, Þrótt, 2—0 á Laugardals- vellinum, í gærkvöldi. Þar með hefur íslandsbikarinn loks hafn- að í Hlíðarenda eftir 9 mögur ár — að vísu hefur Bikarinn unnizt einu sinni á því tímabili, þá einn- ig undir stjórn Youri Ilytshev. Já, níu ár eru liðin síðan Valur sigraði í 1. deild síðast. I gær- kvöld gátu þeir fagnað, þeir Her- mann Gunnarsson, Sigurður Dagsson, Bergsveinn Alfonsson, Halldór Einarsson og Alexander Jóhannesson — þeir voru allir í liði Vais fyrir níu árum og urðu nú Islandsmeistarar. Valsliðið þá var þekkt fyrir að gefa hvergi eftir fyrr en í fulla hnefana. Nú hafa áhorfendur hins vegar flykkst á leiki Vals til að sjá knattspyrnu eins og hún bezt gerist á Islandi í dag. Vel útfærðar sóknarlotur, skemmti- legt spil og síðast en ekki sízt mörk, mörg mörk. Alls hefur Valur skorað 45 mörk í 1. deild i sumar eða 2.8 mörk í leik. Þar hafa þeir félagar Ingi Björn Albertsson, Guðmundur Þor- björnsson og Hermann Gunnars- son skorað 38 mörk. Ingi 16 — Guðmundur og Hermann 11 hvor. Hin beitta framlína Vals hefur því öðru fremur fært Val sigur- inn. En fleira þarf til — i síðustu leikjum hefur mikiö mætt á vörn liðsins. Þar hafa hinir ungu leik- menn Vals vaxið við herja rauri. A miðjunni hefur Bérgsveinn Alfonsson verið óþreytandi með þá Atla Eðvaidsson og Albert Guðmundsson úti á vængjunum. Að baki allra stóð Sigurður Dagsson í 15 af 16 leikjum. Þessi margreyndi Iandsliðsmaður stóð vel fyrir sínu í sur-iar — varði mark Vals af stakri prýði Nú. ef við snúu: ,m,\ui að leiknum í gærkviild þá virtusl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.