Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 25.08.1976, Blaðsíða 24
Viðrœðurnar um járnblendiverksmiðjuna: „Hafa leitt til já- kvœðrar niðurstöðu ## „Viðræður við Elkem Spigerverket hafa leitt til já- kvæðrar niðurstöðu. Samkomu- lag hefur náðst um meginat- riðin,“ sagði Árni Þ. Árnason, skrifstofustjóri iðnaðar- ráðuneytisins, í morgun. ,,Eg held, að aðalsamningur og tæknisamningur ættu að vera komnir á lokastig eftir um það bil mánuð.“ Sérfræðingar beggja munu á næstunni fjalla um tæknilegu atriðin. „Þessi lota viðræðnanna byrjaði á mánudagskvöld, og henni lýkur í dag,“ sagði Arni um viðræðurnar nú, Hann sagði, að enn ættu sér- fræðingar eftir að fjalla um ýmis tæknileg atriði, meðal annars hugsanlega endur- nýtingu úrgangsefna væntan- légrar verksmiðju. Nú má því telja víst, að norska fyrirtækið Elkem Spigerverket kemur í stað bandaríska hringsins Union Carbide í samstarfi við íslendinga um byggingu og rekstur járnblendiverk- smiðjunnar. Formenn viðræðunefndanna voru dr. Rolf Nordheim fram- kvæmdastjóri fyrir Norðmenn og dr. Jóhannes Nordal seðla- bankastjóri fyrir íslendinga. -HH. HLYTT — en sólin lœtur ekki sjá sig Veðurguðirnir virðast lítið tillit ætla að taka til hunda- dagaloka, stórstreymis og fulls tungls, sem nú ber allt upp á sömu vikuna, þvi ekkert lát er á úrkomunni. Og horfurnar eru sízt skárri. Djúp lægð er nú við Suður- Grænland og hreyfist hún hratt norðaustur. Hér mun vera um leifar af fellibylnum Candice að ræða, en öll snerpan virðist þó horfin úr honum. Á Norðurlandi mun hlýna verulega eins og venjulega, en hitinn hér á SV-landi verður um 11-13 stig. -JB. Enda þótt rignt hafi í mest allt sumar r Reykjavík, hefur fólk þó ekki alveg iátið slíkt eyðileggja sumarskemmtanina. Þessi mynd var t.d. tekin í heitavatnslæknum í Nauthóls- vík. Þar hefur oft verið margt um manninn. Kristján Péturs- son, deildarstjóri í Tollgæzl- unni á Kefiavíkurfiugvelli, virðist taka það róiega í heita vatninu og spurði ijósmyndar- ann, Árna Pál, í gamni. hvort hann Ijefði leyfi til myndatöku. fijálst, nháð dagblað MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1976. Hrafn Bragason verður um w r r i avisano- keðjumóllnu — Guðmundur Þórðárson óskaði eftir að fá að losna við þann starfa Hrafn Bragason, borgardómari, hefur verið skipaður umboðs- dómari í ávísanake.ðjumálinu. Guðmundur Þórðárson, fuiltr'Qi hjá skattrannsóknardeild rik'is- skattstjóra, sem átti að skipa-í þetta starf, færðist undan að taka það að sér. Eins og Dagblaðið skýrði frá í gær, fór yfirsakadómari Halldór Þorbjörnsson, þess á leit við dómsmálaráðuneytið, að sérstök- um umboðsdómara yrði falin meðferð máls þessa. Ástæðan fyrir þeim tilmælum yfirsaka- dómara var sú, að sakadómur væri svo störfum hlaðinn, að ekki væri hægt að óbreyttu að reka málið þar með nauðsynlegum hraða. Að sögn Guðmundar, hefur hann sagt upp störfum hjá ríkinu frá næstkomandi áramótum. Hefur hann í hyggju að opna lög- mannsstofu og hefur þegar búið sigur undir að hefja það starf. Dómarastörf í þessu máli ganga svo þvert á þessar fyrirætlanir hans, að hann færðist eindregið undan því að taka það að sér. —BS VERÐUR THULE-ÖLIÐ FLUTT í TANKBÍLUM Á RE YK J AVÍKU RM ARKAÐ rœtt um að gamla Coca-Cola verksmiðjan sjái um átöppunina „Jú, það hefur komið til umræðu að við töppum á flöskur fyrir Sana á Akureyri, en málið hefur ekki verið end- anlega afgreitt og ekkert ákveðið," sagði Kristján Kjartansson hjá Verksmiðjunni Vífilfelli, framleiðendum Coca Cola á íslandi. Knsijdii kvað Sana eiga mestan sinn markað i Reykja- vik og nágrenni, og ljóst væri að dreifingarkostnaður gæti minnkað verulega með því að tappa á Thule-flöskurnar í Reykjavik. Gamla verksmiðjan í Haga við Hofsvallagötu gæti annað þessu verkefni og því hefði þetta komið til tals. Fulltrúar Coca Cola hafa skoðað verksmiðju Sana á Akureyri, en Kristján neitaði því eindregið að rætt hefði verið um kaup á verksmiðjunni af hálfu Vífilfells, aðeins um áðurnefnda samvinnu aðilanna. Ef af þessu yrði, mundi Thule-öl sem fyrr koma að norðan fullbruggað, en yrði þá sent á geysistórum tankbílum, líkum þeim sem notaðir eru til mjólkurflutninga. Forsvarsmenn Sana á Akur- eyri voru ekki viðlátnir í morgun. — JBP. Eins og Dagblaðið skýrði upphaflega frá: SAKADÓMUR GERIST Æi^ýf bat J| n| — annar rannsókn- P I 4IVAKI armaður kominn Annar þýzkur rannsóknar- maður hefur nú tekið til starfa við Sakadóm Reykjavíkur að rannsókn Geirfinnsmálsins og málum, sem því kunna að vera tengd beint og óbeint. Vinnur hann undir stjórn Karls Schiitz ásamt öðrum starfsmönnum sakadóms og rannsóknar- lögreglu. Hinn nýi þýzki rannsóknar- maður er lífefnafræðingur að mennt og sérhæfður í rannsókn sakamála á sviði efnafræði og efnagreininga. Hefur hann, eins og Karl Schtítz, mikla reynslu á sínu sviði. Dagblaðið skýrði frá því hinn 18. þessa mánaðar að von væri á þessum rannsóknar- manni til landsins. Daginn eftir, eða hinn 19. ágúsþþirtist í Tímanum frétt með yfirskriftinni: „Ekki hefur komið til tals að fá annan þýzkan sérfræðing til sakadóms." Hinn 20. ágúst sl. birtist svo önnur frétt í sama blaði um þetta mál. Bar hún yfirskriftina: „Þýzkur rann- sóknarstofumaður kemur“. Vegna lesenda Dagblaðsins er rétt að þetta komi fram, en aðalatriðið er þó, að hinn þýzki rannsóknarmaður er kominn hingað til starfa vió sakaddóm. -BS. Önnur umferð Reykjavikurskákmótsins tefld i kvöld: Dugar Najdorf 50 ára forskot á móti Margeiri? Reykjavíkurskákmótið hófst í gær og urðu úrslit í 1. umferð sem hér segir: Helgi Ólafsson — Haukur Ang- antýsson: V.í— Gunnar (iunnarsson—V. Tuk- makov: 0—1. Ingi R. johaunsson—M. Najdorf: 0—1 Margeir i'étursson—Friðrik Ol- afsson- '.í—í* M. Vukiu wch—Guómundur Sig- urjónsson: Biðskák H. Westerinnen—J. Timman: 0—1 R. Keene—Björn Þorsteinsson: Biðskák S. Matera—V. Antoshin:V4—‘A. Vukcevich á i vök að verjast í biðskákinni við Guðmund, en Keene á betra tafl en Björn Þor- steinsson. 2. umferð hefst kl. 17.30 í dag í Hagaskólanum. Þá eigast við þessir keppendur: Helgi—Gunnar Haukur—Antoshin Björn—Matera Timman—Keene Guðmundur—Westerinnen Friðrik—Vukcevich Najdorf—Margeir Tukamakov—Ingi R. Hvitt hafa þeir, sem fyrr eru taldir, og hefur þvi stórmeistarinn Najdorf hvitt á móti Margeiri, en á þeim tveimur er mestur aldursmunur allra keppenda eða 50 ár. -BS.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.