Dagblaðið - 02.09.1976, Page 15
15
DAGBLAÐIÐ. — FIMMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976.
Friðrik Jóhannesson
Vilhjáimur Pálsson
Kennsla í sjóvinnubrögðum
hefur nú verið reynd þar í tvo
vetur og gefizt vel en fyrsta
tilraunin varð gerð árið 1963.
Vilhjálmur kvaðst hafa haft
mjög gaman af þessu nám-
skeiði, þar hefði hann kynnzt
nýjum greinum en áður hefði
hann kynnzt sjómennskunni
lítillega.
Vilhjálmur taldi þær breyt-
ingar, sem orðið hefðu á at-
vinnuháttum í sjávarútvegi
undanfarin ár, kalla á inntöku
sjóvinnubragða í námsefni
gagnfræðaskólanna og kvaðst
ánægður með það sem þegar
væri hafið.
Áhuginn mikill
í byrjun en
datt síðan niður
— Við vorum með verklega
kennslu í formi kvöldnám-
skeiða og voru þar kenndar
hnýtingar og meðferð neta. En
þetta form hefur ekki reynzt
heppilegt og er nú fyrirhugað
að koma kennslunni inn í
stundaskrá nemendanna, sagði
Friðrik Jóhannesson frá Fá-
skrúðsfirði.
Friðrik er skipstjórnar-
lærður en hefur starfað sem
tollvörður undanfarin 11 ár.
Hann kvað mikið gagn vera að
því að sækja námskeið sem
þessi og rifja upp þá kunnáttu
sem farið væri að fyrnast yfir,
t.d. siglingafræðina.
Á Fáskrúðsfirði hafa börn
fellt niður í 12 ára aldur sótt
námskeiðir., iafnt stúlkur sem
drengir. Friðrik sagði unglinga
á staðnum fljótt komast í náin
kynni við sjávarútvegmn því
mikil smábátaútgerð-væri þar.
— JB
Þarna sést hluti nemendahópsins en alls tóku 19 manns þátt í námskeiðinu. Með þeim á myndinni eru Pétur H. Ólafsson (fremri
röð iengst til hægri) og Hörður Þorsteinsson (annar til hægri í fremriröð).
Nýkomið fró Lico
Fjallgönguskór
úr leðri
Póstsendum
Montana
stærðir 36—46.
Verð 7.590.-
Ziiiertal
Stærðir 36—46.
Verð 7.675.-
Matterhorn
Stærðir 36—46.
Verð 10.070.
YVatzman
Stærðir 38—46
Verð 12.460,-
italski
smábillinn
Autobianchi er rúmgóður smábíll, árangur ítalskrar
hugkvæmni og smekkvísi í bílaiðnaði.
Autobíanchi er nýr bíli á íslandi þótt að hann hafi um árabil verið
seldur víða í Evrópu.
Hann er ódýr í innkaupi og hefur lítinn rekstrarkostnað.
Autobianchi er líka öruggur bíll með framhjóladrifi, sem í öllum
Bíla-fagblöðum er álitiö að gefi mestan
stöðugleika og öryggi í akstri.
Autobianchi er bíll sem býður upp á lipurð og hraða í akstri,
jafnframt því að vera sparneytinn á bensín.
BDÖRNSSON Aco.
SKEIFAN 11 REYKJAVlK SlMI 81530
ALTTOBIANCHI Lipur og
harðger....
/