Dagblaðið - 02.09.1976, Síða 19

Dagblaðið - 02.09.1976, Síða 19
DAGBLAÐIÐ. — FIIIMTUDAGUR 2. SEPTEMBER 1976. 1? En þau leiðindi! Bara af þvi að ég er froskur koma ungar og fallegar stúlkur og kyssa mig af því að þær halda að ég breytist í prins!! Efnafræði er afskaplega \ skemmtileg námsgrein, og \ hægt er að gera f jölmargar J spennandi tilraunir.. J / Já, gætum við ekki reynt að blanda eitthvað. sem lyktar FÁRANLEGA ILLA...? Til sölu amerískur bíll árg. '75, Hornet Natchback 6 cyl., beinskiptur með vökvastýri. Skipti á Saab 96 árg. ’70—’72 möguleg. Uppl. í síma 74196. Volvo station 145 árg. ’73 til sölu, verð 1.750.000, skipti á ódýrari bil koma til greina. Uppl. i síma 66676 eftir kl. 18. Hornet árg. ’71 til sölu, bíll i toppstandi og á góðu verði. Uppl. í síma 42387 eftir kl. 19 á kvöldin. Óska eftir góðum Scout jeppa, ’67—’69. Uppl. f síma 92-1301. Wagoneer árg. ’74 til sölu, skipti á ódýrari, einnig til sölu á góðum kjörum Citroén GS '71, Opel Rekord árg. ’69 sjálf- skiptur og Ford Custom árg. ’66. Uppl. i síma 12500 og 14100. Bílasalan við Vitatorg. Stórglæsilegur Chevrolet Camaro ’71 til sölu, litur brúnn-brons. Svartur vinyl-toppur, 8 cyl. 350 cub., útvarp og kassettusegul- band. Sjálfskiptur, aflhemlar og stýri, krómfelgur, fjaðra hengsli. Einnig Range Rover ’73, litur rauður, útvarp, beinskiptur gólf. Til sýnis og sölu hjá bílasölunni Sigtún 1 í húsi Vegaleiða, símar 14444 og 25555. Land Rover dísil árg. '72 til sölu. Hagstætt verð gegn staðgreiðslu. Einnig er VW 1300 árg. ’72 til sölu á sama stað. Uppl. í síma 82347 eftir kl. 17. Taunus 20IV1 árg. ’66 til sölu. selst á sanngjörnu verði gegn staðgreiðslu eða því sem næsl. Uppl. í síma 42632. Til sölu mjög góð 4ra strokka 65 hg dísilvél, hentug í báta og bíl, einnig 4ra gira Benz-gírkassi, gott verð. Uppl. í síma 53042. Til sölu vél og gírkassi úr Cortinu ’67, einnig til sölu úr Cortinu ’70 aftur- og framrúða og aftur- og framhurð hægra megin, drifskaft, stýrisvél í heilu lagi og margt fleira, á sama stað eru til sölu 2 felgur, 26 tommu, á JCB traktorsgröfu. Uppl. í síma 40374 eftir kl. 19. BHapartasalan í sumarleyfinu er gott að bíllinn sé í lagi, höfum úrval ódyrra varahluta í flestar gerðir bila. Sparið og verzlið hjá okkur. Bíla- partasalan, Höfðatúni 10, sími 11397. Húsnæði í boði Sólheimar. Lítið herbergi með húsgögnum og aðgangi að baði og eldhúsi leigist reglusömum skólanemanda frá 15. sept. til 15. júní nk. Fyrirfram- greiðsla. — Uppl. í síma 37206 i kvöld og næstu kvöld. Til leigu nú þegar á góðum stað í suðausturborginni fyrir ábyggilega einhleypa menn séríbúð 2-3 herbergi, eldhús og snyrting. Fyrirframgreiðsla nauðsynleg. Tilboð merkt „1. september’’ sendist Dagblaðinu, Þverholti 2. Leigumiðlun. Er það ekki lausnin að láta okkur leigja íbúðar- eða atvinnuhúsnæði vður að kostnaðarlausu? Uppl. urn leiguhúsnæði veittar á staðn- urn og í síma 16121. Opuð frá 10-5. Húsaleigan, Laugavegi 28, 2. hæð. 4ra herb. ibúð til leigu í neðra Breiðholti. Fyrirfram- greiðsla óskast. Uppl. í síma 92- 8101. Til leigu i miðbænum 2 samliggjandi sólríkar stofur með einhverjum húsgögnum ef vill. Sér inngangur og sér snyrting. Tilboð sendist DB merkt „miðbær 27261”. Til leigu 3ja herb. íbúð í Breiðholtinu Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 19625 eftir kl. 6. Til leigu 2ja herb. ibúð í einbýlishúsi í norðurbænum í Hafnarfirði. Allt sér. Tilboð óskast. Ársfyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 53462. Til leigu strax er 3ja herb. ibúð með herb. í risi við Eskihlíð. Tilboð sendist af- greiðslu Dagblaðsins fyrir mánudag merkt 27287. Til leigu frá 1. sept. nokkur eins- og 2ja manna her- bergi með húsgögnum. Gistiheim- ilið Brautarholti 22, sími 20986. 3ja herb. ibúð í Hafnarfirði til leigu, fyrirfram- greiðsla óskast. Uppl. í sima 43377 eftirkl. 18. Húsnæði óskast í Getur nokkuð hjálpað hjónum með eitt barn, sem eru á götunni, um húsnæði? Uppl. í síma 73346. Ungt par óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð, helzt nálægt Háskólanum. Maðurinn stundar nám í læknisfræði og þarf þvi íbúðin að vera á rólegum stað. Skilvísum greiðslum heitið. Uppl. í síma 66483. 4ra til 5 herb. íbúð óskast strax helzt í Breiðholti I. Uppl. í síma 74149 eftir kl. 18 daglega. Ungur reglusamur maður í fastri vinnu óskar eftir herb. eða lítilli ibúð. Fyrirframgreiðsla kemur til greina ef óskað er. Uppl. í síma 14711 eftir kl. 19. Óska eftir að taka 2ja herb. íbúð á leigu strax, helzt í Kópavogi. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í sima 38245 eftir kl. 20. Ung hjón við nám óska eftir litilli íbúð sem fyrst. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í sima 99-4016. 2 stúlkur utan af landi óska eftir 2ja-3ja herb. íbúð til leigu. Uppl. í síma 42204 eftir kl. 18 í dag. 2ja tíl 4ra herb. íbúð óskast. 2 rólegar og reglusamar systur 23ja og 17 ára sem eru á götunni með 3V4 og 7 ára gömul börn óska eftir að fá leigða íbúð sem allra fyrst. Vinsamlegast hringið í síma 27219, Sigrún. íbúð óskast á leigu strax. Algjör reglusemi. Uppl í sima 41820. 23ja ára gömul stúlka sem vinnur mjög mikið úti óskar eftir húsnæði sem f.vrst. Reglu- semi heitið. Nánari uppl. i síma 12048 eða 13490. Ungt reglusamt par óskar eftir 2ja herb. ibúð helzt í Reykjavík eða Hafnarfirði. Örugg mánaðargreiðsla. Uppl. í síma 51436. 20 ára stúlka utan af landl óskar eftir herbergi í 10 vikur. Uppl. í síma 24045. Systkini með 2 börn óska eftir 3ja herb. íbúð í Breiðholti eða Arbæjarhverfi. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 72656. Ungt par utan af landi óskar eftir 2ja-3ja herb. íbúð strax. Eins árs fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 84213 eftir kl. 17. Ung reglusöm skólastúlka utan af landi óskar eftir herb. sem næst Hjúkrunarskólanum, þó ekki skilyrði. Fyrirfram- greiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 26823 eftir kl. 17. Fyrirframgreiðsla. Hjón með 1 barn vantar íbúð til leigu. Fyrirframgreiðsla í boði og trygging fyrir góðri umgengni. Uppl. i síma 84527. Hjón með 4 börn óska eftir íbúð í um það bil ár, má vera 2ja til 3ja herb. Uppl. í síma 33868. 26 ára maður óskar eftir að taka á leigu einstaklingsíbúð eða herb. með aðgangi að snyrtingu nálægt Hamrahlíðarskólanum. Karl Esrason, sími 38077. Tvær skólastúlkur austan af landi óska eftir íbúð, helzt innan Hringbrautar. Fyrir- framgreiðsla. Húshjálp og barna- gæzla í boði. Uppl. í síma 18317. Miðaldra kona óskar eftir húsnæði, einu herb. og eldhúsi, helzt í Laugarnesi. Uppl. í síma 75081 eftir kvöldmat eða í síma 43798. 2ja herbergja íbúð óskast til leigu í lengri tíma, helzt nálægt Háskólanum eða Heilsuverndar- stöðinni. Uppl. í síma 19015 og 33279 eftirkl. 17. Fyrirframgreiðsla. Hjón með tvö börn á skólaaldri óska eftir 2-3 herbergja íbúð strax. Góð fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 66490. Ung, barnlaus og reglusöm hjón óska eftir 2ja herb. íbúð á leigu nú þegar. Fyrirfram- greiðsla. Uppl. í síma 41960. Ungt par, kennari og kennaranemi, óskar eftir 2ja herbergja íbúð. Húshjálp eða hjálparkennsla í boði. Reglusemi heitið. Uppl. í síma 30752 eftir kl. 17. Tveir háskólanemar óska að taka á leigu góða íbúð á góðum stað. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í srma 84969 eftir kl. 6 eða 92-1824. Ungt par með eins árs gamalt barn óskar eftir að taka á leigu 2ja herb. íbúð. Einhver fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 43018. Atvinna í boði Nokkra verkamenn vantar strax í hitaveitufram- kvæmdir í Garðabæ, mikil vinna. Uppl. hjá verkstjórum á staðnum í vinnuskúrum fyrir neðan bensínstöð BP. Óskum eftir tveim til þrem múrurum eða mönnum vönum múrverki til að pússa fjór- býlishús í Kópavogi að utan. Uppl. i síma 44168 eftir kl. 7. Afgreiðslustúlka óskast hálfan daginn í matvöruverzlun í Kópavogi. Uppl. í sima 84761 milli kl. 17 og 19. Afgreiðslumaður óskast til afgreiðslustarfa í Júnó og billiardstofunni á kvöldin. Uppl. í síma 84988 milli kl. 17 og 19. Afgreiðslustúlka óskast til afgreiðslustarfa í Júnó og billiard á laugardögum og sunnudögum. Uppl. í síma 84988 milli kl. 17 og 19.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.