Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. SEPTEMBER 1976. 13 „Ég er hæstánægður með Ibúð- ina mína, en umhverfið mætti vera fallegra,“ sagði Agúst Sigurðsson, áttræður Vestmanna- eyingur, sem er einn af leigjend- unum í Síðumúla 21. Aldraðir Eyjamenn eyða Rauði kross Island beitti sér fyrir því á sínum tíma að innrétta verksmiðjuhúsnæði, þannig að hraktir Vestmannaeyingar fengju þar heimili. Var leigusamningur gerður við eigendur hússins til 5 ára og er þegar liðið á þriðja ár þess samnings. Tvær hæðir í húsinu voru inn- réttaðar með samtals 17 íbúðum. í hverri íbúð er eldhúskrókur, eitt svefnherbergi og ein stofa. Þá fylgir hverri íbúð lítið snyrtiher- bergi með sturtu. Minni íbúðirnar eru 30 fermetrar en þær stærri 36 fermetrar. íbúar hússins eru svo til ein- göngu gamalt fólk, en þó stunda fjórir íbúar vinnu utan heimilis- ins. Gamla fólkið eldar fyrir sig og er alveg sjálfstætt. Það er ekki einu sinni húsvörður í húsinu. Til þess að forvitnast um hvernig væri fyrir gamla og rót- gróna eyjaskeggja að setjast að í verksmiðjuhverfi tókum við tali nokkra íbúa hússins. Sumt af fólkinu getur varla verið ón aðstoðar Fyrsti viðmælandi okkar var Ágúst sem fyrr var vitnað til. Hann er með afbrigðum hress og hélt upp á áttræðisafmæli sitt 13. september í setustofu hússins. Tók hann einstaklega vel á móti DB mönnum, bauð þeim upp á pönnukökur, sem hann hafði bakað sjálfur og sýndi okkur húsið hátt og lágt. Einma frá Heyjum unir hag sinuin vel á íslandi. Agúst flutti frá Reyðarfirði til Vestmannaeyja 1921. Þar var hann á sjó í eina fjóra áratugi áður en hann gerðist afgreiðslu- maður í Ríkinu í Eyjum. Hann kvaðst vera afskaplega ánægður með að geta verið svona út af fyrir sig, en hafa samt aðstöðu til að taka á móti gestum. Síma sagðist Ágúst hafa eins og flestir íbúarnir og geta þannig náð tali af kunningjunum. Agúst sagðist telja þörf á því, að einhver eftirlitsmaður yrði fenginn. Sumt af fólkinu kæmist hreinlega ekki út til að sækja nauðþurftir. Fengum við það upp úr honum að hann væri aðallega i sendiferðum fyrir þá sem ekki væru lengur fráir á fæti . Þá sagðist hann einnig reyna að hjálpa konunum (sem eru í yfir- gnæfandi meirihluta) með ýmsar smáviðgerðir, sem húsvörður mvndi annast væri hann til staðar. Agúst kvað leiguna þarna vera afár hagstæða en nú stæði víst til að hæi.ka hana verulega. Vonaðist hann til að hækkunin yrði ekki ol'viöa þeim sem lifðu eingiingu á eliirlaunum. Hann hafði einpig áhyggjur al' þvi hvort unnt vrði að framlengja leigu- samninginn þegar hann rynni út œvikvöldinu í Síðumúla Smekklega innréttuð setustofa Setustofa er fyrir íbúa hússins. Þar sitja menn gjarnan og spila og sagði Ágúst að það væri eigin- lega það eina sem menn gerðu til að stytta tímann. Það væri svo lítið hægt að fara þar sem íbúð- irnar væru í hverfi þar sem lítið væri um græna bletti. 1 setustofunni er sjónvarp og nokkuð af tímaritum svo þar á fólkið að geta unað sér á síðkvöld- um. Agúst sýndi okkur líka þvotta- húsið. Þar eru nýtízkulegar vélar, sem menn verða að stinga peningi í til að þær fari í gang. Sagði hann að íbúarnir þvægju þarna allan þvott, karlar jafnt sem konur. Þœgilegar og skemmtilegar íbúðir „Ég er hæstánægð að vera komin hingað, enda eru öll börnin mín flutt burt úr Eyjum," sagði Kristín Skaftadóttir sem flutti inn fyrir 3 mánuðum. Kristín er úr Skaftafellssýslu en giftist ásamt þremur systrum sínum til Vestmanneyja. Maður Kristínar er látinn fyrir nokkru. Eftir gosið flutti hún í íbúð i Reykjavík og síðar í Viðlagasjóðs- hús í Kópavogi. Kristín Skaftadóttir er hér í íbúð sinni, sem hún er einkar ánægð með. Agúst sést hér innan um hluta af blómvöndunum, sem honum bárust á áttræðisafmælinu. „Sú íbúð var ekki nógu góð fyrir mig, þar sem hún var á tveimur hæðum. Ilér er allt innan seilingar,“ sagði Kristín sem á við nokkra fötlun að stríða. Hún kvaðst lítið fara út en fengi þeim mun meiri heimsókn- ir. Hún lofaði mjög framtak Ágústar, en hann kom upp bekk hinum megin við götuna, en þar getur fólkið fengið sér sæti í góðu veðri. Kristín kvaðst sakna þess dálítið að engar svalir væru á húsinu, en sagði að við því væri ekki að búast þar sem þetta væri' smíðað sem verksmiðjuhúsnæði. Benti hún á að hér væri loft- hæðin 3 metrar, sem gerði það að verkurn að menn gætu varla opnað glugga nema príla upp á stól. í heimsókn hjá Kristínu var ibúi úr húsinu, Emma frá Heyjum í Færeyjum. Maður hennar, sem var konungsbóndi lézt fyrir aldur fram og flutti hún þá til Islands. Lét Emma vel af dvöl sinni og sagði það vera notalegt að geta skotizt svona á milli íbúða og hitt fólk, sem maður kannaðist við. Flestir íbúarnir sem flutt hafa inn munu hafa verið málkunnug- ir áður. — BÁ HAUSTtiúm Ljóst leður Leðursólar Stœrðir 36-41 ^ 10>850 Svart og millibrúnt leður, gúmmísólar Stœrðir 35-41 Kr. 8.870 Millibrúnt leður með gúmmisólum Stœrðir 35-41 Kr. 4590 Dökkbrúnt leður með gúmmisólum Stœrðir 35-41 Kr. 4590

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.