Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 20.09.1976, Blaðsíða 19
DAHBLAÐIR MAXUDACUR 20. SEPTKMBER 1976. 19 íþróttir íþróttir Fram sigraði Þór 2-1 á Akureyri! Á laugardaginn var hádur á Akureyrarvelli minningarleikur Þórs og kom þáFram norðurog lék við Þór. Þessi Icikur er háður til minningar um þá Kristján Krist- jánsson og Þórarin Jónsson, sem létu lífið í bílslysi, er hópur íþróttamanna var á ferð í Ós- hlíðinni milli tsafjarðar og Bol- ungarvíkur. Hrundi á bílinn mikil grjótskriða og lenti hún aftast á bílnum, einmitt þar sem þeir Kristján og Þórarinn sátu. I ~SIysi þessu slösuðust einnig nokkrir aðrir. En snúum okkur nú að leiknum. Hann var mjög slakur af beggja hálfu enda vart við öðru að búast eftir mjög strangt sumar hjá báðum þessum liðum. Leikurinn fór aðallega fram milli vítateiga liðann og t.d. kom ekki skot á mark fyrstu 27. min. Þórsarar höfðu undirtökin í byrjun, en þegar líða tók á leikinn sóttu Framarar í sig veðrið þótt knattspyrnan sem liðið sýndi væri ekki burðug. Staðan í leikhléi-var sú að hvorugu liðinu hafði tekizt að skora mark, 0-0. En á 10. mín. síðari hálfleiks skoraði Fram sitt fyrsta mark. Það gerði vinstri bakvörðurinn, Trausti Haraldsson, af löngu færi og má skrifa þetta mark á Sigurð Lárusson, en hann lét boltann fara fram hjá sér í stað þess að hreinsa frá. Á 25. mín. tókst Þórs- urum að jafna með marki Bald- vins Þórs Harðarsonar. Honum tókst að pota knettinum inn fyrir marklínuna eftir að markvörður Fram hafði stýrt góðu skoti Jóns Lárussonar framhjá, en Baldvin fylgdi vel og uppskar því mark þetta. Aðeins fimm mín. fyrir leikslok tókst Ásgeiri Elíassyni að tryggja Fram sigur með góðu marki af löngu færi, sem Samúel átti ekki möguleika á að verja. Leikmenn Þórs voru síst lakari en lið Fram og tókst því frumraun Þórs í 1. deild bæri- lega þrátt fyrir nauman ósigur. Dómari var Kjartan Tómasson og hefur hann oft dæmt betur en I þessum leik. Línuverðir voru þeir Páll Leósson og Siguróli Sigurðs- son. Veður til knattspyrnu var ágætt, en áhorfendur mjög fáir enda sennilega búnir að fá nóg i sumar. Að lokum er vert að minnast á það að það er ekki nóg fyrir fólkið að koma með börn sín á leikina, ef þau eru svo látin ráfa um leikvanginn öðrum til ama og þá sértaklega vallarvörðum, sem kalla í sífellu og biðja krakkana að fara frá. Er ekki miklu betra að skilja þau hreinlega eftir heima? — STA. KA vann Bolton - jafntefli hjá Þór Akureyri, 19. sept. 1976. Um helgina voru tveir hand- knattleikir háðir í íþrótta- skemmunni á Akureyri og kepptu þá heimaliðin, Þór og K A við sænska annarrar deildar liðið IK Bolton. Fyrri leikurinn var milli Þórs og Bolton og honum lauk með jafntefli, 19-19. Leikurinn var leiðinlegur og bauð ekki upp á neitt. Samspil illa útfært og mikið hnoð og þá sérstaklega hjá þeim sænsku. Það vantaði greinilega skotmann í liðið og leikmenn virt- ust þungir rmjög. Markvarzla beggja liða var nokkuð góð og vörðu markmenn um 15 skot hver og þar af varði Ragnar í marki Þórs tvö víti. Staðan í leikhléi var 12-11 Þór í hag. Síðast í fyrri hálfleik og svo í seinni hálfleik var aðalskytta Stórar tölur í Reykjanesmótinu Reykjanesmótið í handknatt- leik hófst í gærmorgun og léku íslandsmeistararnir FH við UMFN í fyrsta leik mótsins. Fyrirfram þurfti vart að spyrja að leikslokum — og raunin varð líka, að íslandsmeistararnir sigruðu stórt 30—12. Næst léku 1. deildarliðin Haukar og Grótta. Ótrúlega auðveldur sigur Hafn- arfjarðarliðsins gegn skrapliði Gróttu varð staðrcynd, 27—12. Afturelding sigraði Breiðablik 19—9 í þriðja leik mótsins. FH lék sinn annan leik og þá við HK úr Kópavogi. Eins og fyrr skoruðu íslandsmeistararnir mikið — 33 ert fengu á sig 21 mark HK. Eftir stórsigur Hauka gegn Gróttu var vart búist við að iiðið ætti í erfið- leikum gegn Stjörnunni úr Garðabæ. En raunin varð samt sú, að Haukar voru allt annað en sannfærandi þrátt fyrir sigur 19—17. Breiðablik sigraði síðan UMFN 22—18 og HK sigraði Aftur- eldingu 26—20. Siðasti leikurinn í gær var milli Stjörnunnar og ÍBK. Liðið úr Garðabæ sigraði örugglega 25—15. Þórs, Þorbjörn Jenss., tekinn úr umferð og við það riðlaðist allur sóknarleikur liðsins og einnig var •Elías Jónasson, sem nú lék sinn fyrsta leik með Þórsurum, nokkuð mikið útaf. Þórsarar byrjuðu leikinn nokkuð vel og mest munaði fjórum mörkum á liðunum. Flest mörk Þórs gerði Þorbjörn. Hann skoraði alls 8, Elías 7 og Einar 3 en fyrir Svíana gerðu þeir Ole Person og Andres Vestlund fjögur mörk hvor. Dómarar voru þeir Árni Sverrisson og Halldór Rafnsson og var greinilegt að þeir eru ekki í æfingu eins og reyndar leikmenn Þórs. KA vann Daginn eftir léku svo K A og Bolton og sigruðu heimamenn með 24-21, sanngjarn sigur sem hefði mátt vera stærri. I þessum leik léku Sviarnir allt annan handknattleik en daginn áður. Þeir léku mun hraðari leik og hnoðuðust ekki eins mikið, heldur létu boltann ganga vel á milli sín. Leikurinn var mjög jafn allt fram að 26 mín., en á þeim fjórum mín. sem eftir voru gerðu K A -menn fimm mörk gegn aðeins einu marki andstæðinga sinna, og breyttu stöðunni úr 9-7 í 13-8, og þannig var staðan í hléi. í síðari hálfleik er það sama uppi á teningnum. KA-menn, leiddu og var munurinn svipaður allt til leiksloka en þá stóðu heimainenn uppi sem sigurvegarar, höfðu gert 24 mörk gegn 21 marki Bolton eins og áður sagði. Markhæstu leikmenn KA- liðsins voru þeir Sigurður Sigurðsson sem gerði 7 mörk og þar af fjögur úr vítum, og Þorleifur Ananíason sem gerði 6 mörk. Ole Person var markhæstur síns liðs. Hann skoraði 6 mörk (3 víti). Karsten Johansson gerði 5 og þeir Lars Ellekans og Ake Högland gerðu 3 mörk hvor. Dómarar voru þeir Árni Sverrisson og Elias Jónasson. Áhorfendur á leikjum þessum voru fáir enda fvrstu leikir hand- knattleiksvertíðarinnar. MEIRA hillusamstœðan er komin aftur. Meira hillusamstœðan býður upp ó meiri möguleika. Fœst í tekki, hnotu og palisander Húsgagnaverslun Reykjavfkur hf. Brautarholti 2 Símar 1W40 Ofsaleg útsala! KOMIÐ — SJÁIÐ — SANNFÆRIZT Öll okkar teppi eru nú á útsölu Lítið við í G LITAVER því það I 1 hefur ávallt borgað sig H3AVÍn-ll3AVin-H3AVin-H3AVlh-ll3AVin-U3AVin-U3AVin-H3AVin -STA. LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER-LITAVER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.