Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 1
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA* 12, SÍMI 83322, AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOUTI 2. SÍMI 27022
1
Kom bréfið fró borginni of
„Hér er ekki um verkfall að
ræða, heldur hreinlega
uppsagnir úr starfi,“ sagði
Þórunn Guðmundsdóttir,
röntgentæfenir á Borgar-
spítalanum í viðtali við frétta-
mann Dagblaðsins. „Við höfum
nú til meðferðar bréf borgar-
stjóra, þar sem ætlunin er að
framlengja uppsagnarfrest
okkar um 3 mánuði. Við gerum
okkur grein fyrir hvers konar
vandræðaástand skapast af því,
að röntgentæknar segja
almennt upp störfum og hætta
þeim. Við ætlum ekki að níðast
á neinum enda þótt við neytum
réttar okkar lögum sam-
kvæmt,“ sagði Þórunn, „en við
ætlumst til þess, að ekki sé
níðzt á okkur."
Röntegntæknar á fjórum
stærstu sjúkrahúsum landsins
sögðu upp stöðum sínum
skriflega og var uppsögnin
talin frá 20. ágúst sl. en
uppsagnarfrestur er 3 mánuðir.
Samkvæmt heimild í
reglugerð um réttindi og
skyldur starfsmanna Reykja-
víkurborgar, getur borgin sem
vinnuveitandi, framlengt
uppsagnarfresti um 3 mánuði,
ef sú heimild er notuð innan
mánaðar frá uppsagnardegi.
Samareglaeða svipuð gildir um
ríkisstarfsmenn. Ekki er vitað
til þess, að ríkið hafi í tæka tíð
framlengt uppsagnarfrest hjá
röntgentæknum á ríkis-
spítölum. Sjúkrahúsin, sem
röntgentæknar sögðu upp
störfum hjá, eru Borgar-
spítalinn í Reykjavík, Land-
spítalinn, Landakotsspítalinn
og Sjúkrahúsið á Akureyri.
Vera má að bréfið frá
borginni, þar sem uppsagnar-
seint?
frestur er framlengdur, hafi
ekki verið ritað í tæka tíð, en
ekjji er enn vitað hvernig við
því verður brugðizt af hálfu
röntgentækna.
„Ef borgin sýnir okkur ein-
hvern lit, þá erum við eins' og
fyrr til viðræðu," sagði Þórunn
Guðmundsdóttir, „en við
teljum, að samningsvilji borg-
arinnar hafi enn ekki komið
fram í viðræðum." -BS.
Reynslan erlendis segir: Eldgos
ALMANNAVARNIR
VIÐ ÖLLU BÚNAR
„Það er bara að ýta á einn
hnapp og þá fer allt í gang,“
sagði Guðjón Petersen, fram-
kvæmdastjóri Almannavarna, í
viðtali við fréttamann Dag-
blaðsins, er hann spurðist fyrir
um viðbúnað vegna síðustu
fregna frá Kröflusvæðinu.
„Allt kerfi Almannavarna er
í viðbragðsstöðu," sagði
Guðjón, „og stöðug-vakt er fyrir
norðan og stöðvar opnar. Meira
er ekki hægt að gera til að
tr.vggja skjótan brottflutning
og öryggi fólks, ef til tíðinda
dregur vegna hugsanlegs
eldgoss."
Eysteinn Tryggvason,
jarðfræðingúr. fór norður í gær
til þess að fylgjast með
breytingum, meðal annars
gliðnun í Leirhnjúk. Þar hafa
sprungur gliðnað og gæti það
verið fyrirboði þess, að hraun-
kvika leitaði þar upp.
Samkvæmt reynslu erlendis
t.d. á Hawaii, gæti fækkun
jarðskjálfta bent tii eldgoss.
Við Kröflu voru aðeins tveir
merkjanlegir jarðskjálftar i
nótt, en hvorugur þeirra
mælanlegur, eða undir 2
stigum á Richterkvarða.
Övissutímabil eftir svo öra
fækkun hræringa getur varað í
1-2 vikur fyrir gos, ef úr því
verður.
Eysteinn Tryggvason
jarðfræðingur rannsaknar nú
alveg sérstaklega, hvort aukinn
þrýstingur sé á afmörkuðum
svæðum og einhverjar bungu-
myndanir á yfirborði vegna
hans.
Fræðimenn eru ekki allir á
einu máli um, hvort jarð-
hræringarnar undanfarið
bendi ákveðið til goss, en ljóst
er, að ntenn eru sammála urn,
að rétt sé að vera við öllu búnir.
-BS.
Krónan komin ó flot!
Þá er islenzka krónan endan-
lega komin á flot. Ilún birtist í
dag almenningi í smækkaðri
mvnd. og auk þess að hafa
-DB-mynd Bj.Bj.—
„grenn/.t" ntjög er hún niarg-
falt léttari en fyrr, svo létt að
hún flýtur hókstaflega ef hún
er sett í vatn. Myndin svnir
þetta raunar gjörla. Líklega
þykir flestum þetta nokkur
niðurheging fyrir grundvallar-
einingu peningakerfisins.
72% aföll af krónunni i New York — baksiða
Fimm gullhringjum og fjór-
um silfurhringjum var stolið úr
sýningarglugga hjá gullsmíða-
stofu Hjálmars Torfasonar að
Laugavegi 28 í nótt. Hringarnir
eru 120—130 þúsund króna
virði að söluverðmæti og hafa
ekki fundizt enn. Á myndinni
sést Hjálmar við brotinn glugg-
ann.
Hjá Gevafoto í Austurstræti
var ennþá stærri rúða brotin og
úr glugganum hirtar tvær
Olympus myndavélar, sem eru
250 þúsund króna virði. Líklegt
má telja að einhverjum verði
boðnir til kaups hinir stolnu
munir í dag eða á næstunni.
—ASt.
a