Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 13
13 DACBLAfllft; b’ÖSTqDAtjUR l. QKTOBER197,ö., | Óvenjumikið hefur verið um sölur á knattspyrnumönn- um á Engiandi að undanförnu. Sunderland hefur fengið | fjóra nýja leikmenn á stuttum tíma og í gær keypti Tottenham Peter Taylor frá West Ham fyrir 200 þúsund pund. Seldi Jimmy Neighbour til Norwich fyrir 75 þúsund pund. Myndin að ofan er frá leik West Ham og Sunderland sl. laugardag. Frá vinstri Tommy Taylor, Tony Towers, Sunderland, sem sennilega yfirgefur Sunderland einhvern næstu daga, og Billy Jennings, sem skoraði mark WH í leiknum. Jafntefii varð 1—X. Keppendur 3800 og leikir verða 733! íslandsmótið í handknattleik hefst ó sunnudag Islandsmótið í handknattleik inn- anhúss hefst á sunnudaginn 3. október. Þá verða f jórir leikir í meist- araflokki karla. Valur — Þróttur, Fram og Grótta leika i Laugardals- höll. en Haukar — Víkingur, FH — ÍR í Íþróttahúsinu i Hafnarfirði. Leikirnir hefjast á báðum stöðum kl. átta. Islandsmótið er hið langfjölmenn- asta, sem haldið hefur verið á vegum HSl — og sama er að segja um Bikar- keppni HSÍ. í íslandsmótinu eru ald- ursflokkarnir tíu — sex karla og fjórir kvenna. í meistaraflokki karla er liðunum skipt í þrjár deildir — og tvær deildir í meistaraflokki kvenna. 30 félög og íþróttabandalög víðs vegar um landið senda 129 karlalið og 63 kvennalið til keppni í Islandsmót- inu — og 39 karlalið og 16 kvennalið til keppni í Bikarkeppninni. Vægt er að áætla keppendur um 3800 — og leikir verða nokkuð á áttunda hundrað. í fyrstu umferð Bikarkeppninnar sitja liðin í 1. deild yfir, en hefja keppni í 2. umferð. Fyrstu umferð á að vera lokið fyrir 20. desember. línuleikmanninn Kleibrink. Furðulegustu varnarmistök áttu sér stað í liði Essen og leikmenn Derschlag gengu þar út og inn að vild. Atkvæðamestir hjá derschlag voru Ufer og Júgóslavinn Lavrnik, en báðir skoruðu átta mörk. Grambke — Wellinghofen 11-1. Frammi fyrir fjögur þúsund og fimm hundruð áhorfendum krækti Grambke í sitt fyrsta stig. Var þó óheppið að fá ekki bæði, þár sem Wellinghofen jafnaði úr fríkasti að venjulegum leiktíma loknum. Markvörður Wellinghofen, Rauer, sem einnig er í þýzka lands- liðinu, sýndi stórleik, varði fjögur víiaköst og bjargaði stigi fyrir lið sitt. Suðurdeild Lið Göppingen, sem Gunnar Einarsson leikur með, varð að sætta sig við annað tapið í röð, er liðið lék gegn Milbertshofen í Míinchen og tapaði 11-9, eftir að hafa haft 6-5 vfir í hálfleik. Bezti maður vallarins var mark- viirður Milbertshofen Olbert, maður, sem hafði verið í skugga landsliðsmannsins og fyrrverandi leikmanns Milbertshofens, Jaschke, sem að þessu sinni stóð í marki Göppingen. Göppingen komst í 5-2 eftir tuttugu mínútna leik, en eftir það var lítið jákvætt að sjá í leik liðsins. Milbertshofen tók leikinn í sínar hendur fljótt í upphafi seinni liálf- leiks og vann iirugglega.' Gunnar var markhæstur i liði Giippingen með 3/2 mörk. Dictzenbach tapaði í Reintheim eflir að haf leitl leikinn lengst af. Lok olur 16-14. Nýliðarnir Ossweil náðu jafntefli i L( utrrshausen 9-9. Aðaldriffjöður Ossweil er Emmrich fyrrverandi leikmaður Göppingen og félagi Gunnars Einarssonar. Að lokum skulum við svo líta á stöðu deildanna eftir tvær umferðir. Norðurdeild Derschlag 2 2 0 0 48:36 Dankersen 2 2 0 0 33:28 Wellinghofen 2 1 1 0 23:19 Gummersbach 2 1 0 1 34:30 Rheinhausen 2 1 0 1 34:33 Kiel 2 1 0 1 31:31 Nettelstedt 2 1 0 1 34:37 Grambke 2 0 1 1 25:31 Fúchse 2 0 0 2 21:26 Phönix 2 0 0 2 33:45 Suðurdeild Grosswallstadt Ossweil Milbertshofen Hiittenberg Leutershausen Rintheim Hofweier Dietzenbach Wiesbaden Göppingen Auf wiedersehen Axel Axelsson og ÓlafurH. Jónsson. 30:24 26:23 26:24 27:26 22:22 30:31 28:30 29:31 27:31 21:24 Hcincr Miillcr skorar cill af fimni niörkum sínum i lcik Ndlclslcdl og Itbeinlia uscn. FINLAND versus ICELAND ■ | Eric Batty reports from Helsinki | La m ick of a poo interest ir match with my experience of ound looking for good ould have expected this •ise to heights ” 'd The only goal came after 12 minutes when inside right Esa Heiskanen received the ball at around a withdrawn inside Ieft position, played *he ball up to centre forward Olavi pt I o- J nnc * * hacl The second half saw Enckelmann into action on occasions — when Gudgeir L from the right and the FinnisL 4"WP ' ‘ *hf» fce* Leikurinn dó ón þess að komast tillrfsins.... Áhugale.vsi í lélegum leik, skrifar Eric Batty í september- hefti World Soccer. Þar fjallar Batty um leik Finnlands og Íslands í Helsinki i sumar og vitnisburður hans er íslenzkri knattspyrnu til lítils framdráttar. Já, vitnisburður hans er afleitur. Batty hefur grein sina á, að segja að hann hafi svo sem ekki búizt við góðum leik þar sem ísland og Finnland séu smáþjóðir á knattspyrnusviðinu. Það hafi líka komið á daginn, leikurinn verið afleitur. Hann tekur svo djúpt í árinni að segja, að leikur islands og Finnlands sé með verstu landsleikjum sem hann hafi séð og hafi hann þó séð marga slaka. Aðeins 6.459 áhorfendur sáu leikinn og ekki var sjón- varpað. Þetta bendir til, að knatt- spyrna sé ekki þjóðaríþrótt Finna, segir Batty. Þó hafi 45 þúsund manns séð leik Finna og Englendinga nokkru áður. Bæði lið hafi leikið 4-4-2 og finnst Batty það mjög undarlegt af Finnum. Leikurinn hafi ein- kennzt af varnarleik. Þó Finnar hafi sigrað 1—0 hafi það verið móralskt tap fyrir Finna, sem gegn mjög litlu liði eins og Islands — „very little Iceland," ættu að hafa sigrað með fimm til sex mörkum. Þar með er ekki sagt að Finnar hafi átt skilið að sigra með slíkum mun, segir Batty, heldur hafi Finnarnir átt að spila meiri sóknarknattspyrnu. Þannig hafi þeir átt að sigra island — litla island. Síðan segir Batty frá markinu. Eina mark leiksins kom eftir 12 mínútur. Eisa Heiskenen fékk knöttinn og sendi hann til Olavi Riisanen — fékk hann aftur og skaut með hægri fætinum frá vítateig. Árni Stefánsson í marki islands kastaði sér og snerti knöttinn en mér fannst hann seinn að átta sig og mistókst þannig í því að koma í veg fyrir að mér fannst ódýrt mark. Síðan segir Batty frá tæki- færum Finna — og segir að aðeins tvívegis í fyrri hálfleik hafi Island gert eitthvað í sókn- inni. Hið fyrra var nokkuð gott — Jón Pétursson gaf á Guðmund Þorbjörnsson og vinstri kant- maðurinn skaut viðstöðulaust en knötturinn hafnaði í slánni. í síðari skiptið bjargaði Enckel- mann, markvörður Finna af tám Guðmundar. 1 síðari hálfleik þurfti Enckel- mann aðeins tvívegis að hreyfa AC Milanó komst ófram AC Milanó, ítaliu. sigraói Dinamo Búkarest, Rúmeniu, i ga-r í síðari leik liðanna í UEFA- keppninni 2-1. Leikið var i Milanó og áhorfendur voru 45.000. Fyrri leik liðanna lauk með jafntefli 1-1 þannig. að Milanó-liðið kemsl i aðra umferð. CaHoni og Silva skoruðu ntörk Milanó i ga*r — Satmareanu fyrir Dinamo. sig. í fyrra skiptið þurfti finnski markvörðurinn að bjarga af tám Teits Þórðarsonar eftir sendingu Guðgeirs Leifssonar af hægri kantinum. í síðara skiptið skallaði Öskar Tómasson beint í fangið á Enckelmann — það, segir Batty, var í raun eina beina marktæki- færi Islendinga. En Finnar voru alltaf sterkari en tókst ekki að nýta sér yfirburði sína vegna eigin varnarleiks. Batty telur upp nokkur tækifæri Finna en Árni Stefánsson hafi verið rétt staðsettur. Og Batty segir — leikurinn dó án þess að komast nokkurn tíma til lífsins. Fyrsta tap Holbœk heima í heilt ór! — en Halmia vinnur i Sviþjóð Holbæk missti forustuna í I. deildinni dönsku um síðustu helgi, þegar liðið tapaði á heima- velli fyrir Nyköping-liðinu B1901 frá Falstri. Það var fyrsti tap- leikur Hoibæk í 1. deild frá því í september í fyrra. Lokatölur 0-2 og Gert Jörgensen, 19 ára, skoraði bæði mörk B1901. Kaupmannahafnarliðið B1903 er nú efst með 32 stig, Holbæk hefur 31 stig, Frem 30 og KB 28 stig ásamt OB. öll liðin hafa leikið 23 ieiki af 30. i Svíþjóð sigraði Halmia enn um siðustu helgi. Hefur því sigrað í fimm ieikjum af þeim sex, sem Matthías Hallgrímsson hefur leikið með liðinu. Liðið er nú komið í örugga höfn í deild- inni með 21 stig úr 23 leikjum. Er i sjöunda sæti af 14 liðum, en var næstneðst með 11 stig eftir 17 umferðir. Einherja- keppni GR Einherjakeppni Golfklúbbs Reykjavíkur verður haldin stinniidaginn 3. október og hefsl kl. Ivö. Leiknar verða tólf holur. Kappleikjanefnd.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.