Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1976.
11
kosningum. Færri en 1% ætla að
k.jósa aðra flokka, svo sem
kommúnista og nýnasista.
í kosningunum á sunnudaginn
verða kjörnir 496 þingmenn á
rikisþingið í Bonn.
Kjósið okkur og
þó verður allt gott
Flokkarnir spara ekkert í
kosningabaráltunni, enda er hún
að verulegu leyti greidd af al-
mannafé. Á veggspjöldum eru
risastórar litmyndir — rétt eins
og maður sér meðfram þjóð-
vegum í Bandaríkjunum og
Evrópu, þar sem verið er að aug-
lýsa sápu og sígarettur. Kosninga-
loforð flokkanna eru mjög á einn
veg: Kjósið okkur og þá verður
allt gott.
Áróður flokkanna er allur svip-
aður og bendir sterklega til þess,
að málefnin, sem kosið verður
um, sitji ekki í fyrirrúmi, öfugt
við það sem gerðist 1972, þegar
Willy Brandt, þáverandi kanslari,
leiddi flokk sinn til sigurs með
loforðum um bætta sambúð við
Austur-Þýzkaland og kommúnista-
stjórnina þar.
Bróðirinn í oustri
veldur vonbrigðum
Margir kjósendur, sem studdu
„nágrannastefnu" Brandts þá eru
nú vonsviknir yfir því aö austan
megin viröist ekkert hafa breytzt.
Jarðsprengjur og byssur á landa-
mærunum taka enn sinn toll — og
sá tollur er ekki reiknaður nema í
mannslífum.
Helzta slagorð kristilegra
demókrata, „Frelsi í stað
sósíalismá," kom fyrst í stað illa
við stjórnarflokkana og þeir köll-
uðu það fölsun og að slá fyrir
neðan belti. En síðan áttuðu þeir
sig og gerðu gagnárás með öðru
slagorði: „Við vitum meira um
frelsið."
Áður en langt um líður mun
fimmti hver Vestur-Þjóðverji
njóta lífeyris frá rikinu í ein-
hverri mynd. Stjórnarandstaðan
notfærði sér þetta í upphafi
kosningabaráttunnar og varaði
sterklega við því.aðþessi lífeyris-
hugmynd gæti leitt ul hrikalegs
fjárlagahalla.
Stjórnarflokkarnir svöruðu
aftur og hétu því að lífeyris-
greiðslur myndu haldast í hendur
við aukin laún og hækkað vöru-
verð. Kjósendur voru ánægðir
með svarið og herbragð stjórnar-
andstöðunnar var eyðilagt.
Ásokanir ó
verkalýðsforystuna
Hinn stórgreindi framkvæmda-
stjóri Kristilega demókrataflokks-
ins, hagfræðiprófessorinn Kurt
Biedenkopf, beindi athyglinni þá
að verkalýðsfélögunum, sem
hingað til hafa verið eins konar
heilagar kýr í Vestur-Þýzkalandi.
Hann sakaði verkalýðsleiðtoga
um kaupmennsku og greióasemi
við Jafnaðarmannaflokkinn til að
geta setið einir að vel borguðum
og áhrifamiklum opinberum
stöðum.
Þessari ásökun hefur verið
neitað af mikilli hörku en margir
kjósendur eru sagðir þeirrar
skoðunar, að í fylkjum eins og
Hesse og Hamborg — þar sem
jafnaðarmenn hafa setið við völd
óslitið í 30 ár — sé þróunin sú, að
pólitískt vald færist á hendur æ
færri manna.
Stöðugleiki
efnahagslífsins
Atvinnuleysi minnkar hægt og
sígandi en er þó enn um 5%. Það
hefur ekki orðið að meiriháttar
baráttumáli í kosningabarátt-
unni, enda munu flestir kjós-
endur þeirrar skoðunar, að CDU
geti ekki breytt miklu þar um til
batnaðar. Schmidt kanslari hefur
ítrekað bent á fjörkippi I efna-
hagslifinu, sem fer heldur fjölg-
andi, og markið er stöðugt á al-
þjóðlegum gjaldeyrismörkuðum.
Milljónir venjulegra Þjóðverja,
sem nýlega eru komnir úr
ódýrum hópferðum til Miðjarðar-
hafsstranda, hafa ekki yfir miklu
.að kvarta. Þeir eru nokkuð
ánægðir með lífið eins og það er.
Eiturskýið
Lockheed
Þátt fyrir það mikla umtal, sem
dr. Kohl hefur fengið í Vestur-
Þýzkalandi, hafa stjórnarflokk-
arnir að verulegu leyti látið eins
og hann sé ekki til, því þeir kjósa
að beina athyglinni fyrst og
fremst að leiðtoga kristilegra
demókrata í Bæjaralandi, Franz
Josef Strauss, sem er, að sögn
jafnaðarmanna, gefinn fyrir
valdatafl og gæti ógnað stöðu
Vestur-Þýzkalands á alþjóðavett-
vangi komist hann í ráðherra-
stöðu. Strauss mun verða vara-
kanslari og fjármálaráðherra ef
stjórnarflokkarnir tapa kosning-
unum.
Lockheed-mútuhneykslið svíf-
ur yfir vötnum kosningabarátt-
unnar eins og eiturský, en vindátt
hefur ekki verið hagstæð fyrir þá,
sem vilja gera málið að kosninga-
máli.
Bandaríkjastjórn hefur lýst því
yfir, að dularfullt bréf, sem
Strauss á að hafa fengið frá fyrr-
um yfirmanni bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA, sé falsað. í
bréfinu er gefið í skyn, að
Strauss, sem er fyrrverandi
varnarmálaráðherra, hafi þegið
mútur frá Lockheed.
Bóðir miðlínumenn
Þótt kosningarnar séu barátta á
milli hægri- og vinstriflokka, eru
flokksleiðtogarnir sjálfir báðir
miðlínumenn.
Schmidt er harðasti gagnrýn-
andi marxistaarmsins í flokki sín-
um og dr. Kohl er engan veginn
harðskeyttur íhaldsmaður. I
einkaviðræðum við báða mennina
kemur glögglega í ljós, að
skoðanir þeirra á almennum
stjórnmálum eru ekki mjög
ólíkar.
Flestir pólitiskir fréttaskýr-
endur í Vestur-Þýzkalandi eru
sammála um það, að ef Schmidt
væri ekki kanslari, þá myndu
og til að mynda ekki hvort Fram-
sóknarflokkurinn hafi nokkurn
tímann greitt Klúbbnum fyrir
þessa þjónustu. Mönnum þykir
það ekki líklegt.
Á flokksþingi Framsóknar-
flokksins, sem haldið var um
svipað leyti, sá Kristinn Finn-
bogason, framkvæmdastjóri Tím-
Kjallari á
föstudegi
Vilmundur Gylfason
ans, um starfshóp til kynningar á
dagblaði sínu. Kynningin var
stuttaraleg, en starfshópnum
boðið í málsverð — auðvitað í
Klúbbinn. Þeir sem þessi selsköp
sátu hafa greint frá þessu. Og
varla er þetta einsdæmi.
Nú má vera að fyrir öllu þessu
séu til eðlilegir reikningar. En
þeir hafa hvergi sézt þó svo þeir
þykist hafa birt reikninga um-
rædds tímabils. Og þegar svo
kemur að því að forráðamenn
þessa veitingahúss eru aftur og
aftur orðaðir við keðju afbrota,
misjafnlega alvarleg, og þegar
augljóst er að þeir njóta — eða
nutu — sérstakrar góðvildar
dómsmálaráðuneytis, þá eru það
einfeldningar, sem leggja ekki
saman tvo og tvo.
Dómskerfið virðist ekki duga í
baráttu sinni við þessa menn.
Rökstuddur grunur leikur á því
að stjórnkerfið sé þeim innan
handar. Rökstuddur grunur
leikur á því að þeir hafi að veru-
legu leyti tengzt fjármálum
stjórnmálaflokks dómsmálaráð-
herra. Þegar hann gerði þeim
greiðann árið 1972, létu þeir af
kröfu upp á tvær og hálfa milljón
á hendur flokki dómsmálaráð-
herra, og keyptu í leiðinni hátt
skuldabréf af húsbyggingasjóði
flokksins. Það eru einfeldningar
sem ekki kalla þetta verzlun.
Þetta eru, meðal annars, stað-
reyndir málsins.
Rannsóknin sjólf
Jafnframt hefur verið upplýst
að rannsóknin sjálf hefur verið
tortryggileg. Hér skal greint frá
fáu einu, og þess gætt að segja
ekkert það sem skaðað gæti rann-
sókn málsins, ef hún fer enn
fram: Þegar verið er að rannsaka
afbrotamál, sem hugsanlega er
það stærsta sinnar tegundar í
sögu þessarar þjóðar, eru af ein-
hverjum ástæðum ekki settir í
það reyndustu rannsóknaraðilar.
t það er settur ungur maður —
það er sannfæringaratriði mitt að
sá gerir allt sem í hans valdi
stendur til að upplýsa þessi mál.
En sannanlega hefur Örn
Höskuldsson verið talhlýðinn
yfirmönnum sínum um of í öðrum
málum. Það er vond byrjun.
Þegar verið er að rannsaka af-
brotamál eins og Geirfinnsmálið-
og alla hugsaniega þætti þess —
þá er ekki nægjanlegt að yfir-
heyra krakka, sem alið hafa
manninn í undirheimum og neyta
eiturlyfja. Það verður að fara
aðrar leiðir. Ef minnsti grunur
leikur á því að stjórnkerfið hafi á
einhverju stigi tafið eða þæft
rannsókn mála, þá verður að
spyrja stjórnkerfið. Hvað af þessu
er gert? Hvaða upplýsingar fær
Schiitz? Hverjir gefa honum upp-
lýsingar? Eða er allt þetta sett á
svið til þess að blekkja okkur?
Réttargæzlumaður eins gæzlu-
fangans fullyrti það í blaði, að
einangrun gæzlufanganna væri
ótrygg. Þeir hefðu samband sín á
milli og hugsanlega við umheim-
inn, sem spillti þar með tilgangi'
einangrunarinnar — og allri
rannsókninni. Þessu var mótmælt
— en skömmu síðar var sagt frá
bréfi, sem farið hafði á milli
gæzlufanganna. Réttargæzlu-
maðurinn taldi að hugsanleg
skýring væri, að ekki hefði verið
vandað nægilega til vals á fanga-
vörðum. Hvað gerðist þar?
Stjórnkerfið dróst inn í um-
ræður um þessi mál og hefur
engin viðhlítandi svör gefið um
afskipti sín. Þess vegna er það
tortryggilegt.
Hegðun Tímans
Réttmæt tortryggni svífur enn
yfir vötnum og á eftir að gera
þangað til eitthvað verður út-
skýrt; þangað til einhver viðhlít-
andi svör fást. Þau hafa enn ekki
fengizt.
Það er svo enn fremur tor-
tryggilegt þegar málgagn sama
flokks, þar sem dómsmálaráð-
herra situr í forsæti blaðstjórnar,
tekur á þessum málum öllum á
þann hátt sem það hefur gért.
Meira að segja Morgunblaðið
tekur undir þessi sjónarmið mín.
Dagblaðið Tíminn hóf þegar í
fyrra einhverja þá ægilegustu
níðherferð á hendur lögreglu-
mönnunum Hauki Guðmundssyni
og Kristjáni Péturssyni, sem
sögur fara af. Allur fréttaflutn-
ingur-blaðsins hefur verið í þessa
veru. I leiðurum hefur Þórarinn
Þórarinsson gerzt talsmaðurþess-
ara sjónarmiða, varað við þvi
að gera fjármálaerfiðleika
tyrirtækja að umræðuefni á
erfiðleikatlmum (svo!>; skrifað i
öðrum leiðara að íslendingar
væru ekki spilltari en aðrir,
hverja svo sem hann telur sig
Á öllu þessu er ekki nema ein
skýring: Framsóknarflokkurinn
hefur tengzt ótrúlegum spill-
ingarmálum. Það er ekki tilvilj-
un. Einasta tengsl þeirra við fjár-
málaspillinguna sem komsf i há-
mæli þegar rannsókn Geirfinns-
mála hófst, — það eru stærstu
málin en alls ekki þau einu — eru
svo tortryggileg, að menn spyrja
og spyrja en fá engin svör.
Lýðræðið gerir ráð fyrir þvi að
það sé flokksfólksins sjálfs að
ákveða hvort það hreinsar út,
mokar flórinn, eða ekki.
En lýðræðið gerir lika ráð fyrir
þvi að það verði kannað til hlitar,
á hvern hátt stjórnkerfið eða þeir
aðilar sem persónugera það, hafa
flækzt inn í þessi mál hugsanlega
þæft eða tafið rannsókn þess. Lýð-
>>■_>...<.,»«1 KrUUaa Rul|tr»;
Um IiIiim MUI)én-
:U«Ukr.
Skattamál
Lúðvfks
Jósepssonar
Rúmir tveir mánuðir munu iiönir sið>n upp-
lýst var opinberlega. aö Lúövlk Jóstisson.
fyrrum ráöherra og formaöur þingflokk < Al-
þýðubandalagsins. greiddi ekki I tekjuska.t af
tckjum ársins 1975. nema 575 krónur. Nú er þaö
kunnugt. aö Luövik hefur haft sæmilegar ler j-
ur á árinu og aö hann er langt frá þvi ab vera
eignalaus maöur. Þess vegna kemur þetu
skattleysi hans skritilega fyrir sjónir. Enginr'1
heldur þvl þó íram. aö Lúövlk hafi talib rangv
fram, en hitt viröist augljóst, aö hann hafi not‘,
'' 'ér til itrasta hin morgu undanþáguákvæf*
-kattslaganna til jæss aö g-eiöa ser
--•-bera. Lúövik stendur aö þ’
- efnum, að ekki t.efi
Vtmhm
Allir utan
KlObbnum
TTT------.1
iæíS; 1'«isr l
H» . .........-
'l°rir tengjasí imll
vera að verja með slíkum
yfirlýsingum. Og eru þá
gífuryrðin ekki talin.
En af hverju hagar Timinn sér
svona? Af hverju hafa þeir trekk
í trekk bókstaflega sagt að ef
önnur blöð, aðrir blaðamenn,
aðrir og aðrir, láta ekki af þessum
málflutningi sínum, þá viti þeir
svo sem ýmislegt um aðra. Þessar
hótanir eru svo ótrúlegar, þær
eru svo ógeðfelldar og svo
spilltar, að menn draga ekki nema
eina ályktun: Mönnunum er ekki
sjálfrátt, þeir eru hugstola. Og
þegar þarna sitja Þórarinn Þórar-
insson. alþingismaður, sem rit-
stjóri, Kristinn Finnbogason,
bankaráðsmaður, sem fram-
kvæmdastjóri, og Ólafur
Jóhannesson, dómsmálaráðherra
sem formaður blaðstjórnar, og við
vitum enn fremur að Tíminn er
flokksstýrðasta blað á Islandi, þá
leggja menn saman tvo og tvo.
ræðið gerir ráð fyrir þvi að um
það verði spurt, og látum ekki
linnt fyrr en því verður svarað,
hvort sannanleg fjármálatengsl
þessa flokks og þess veitingahúss
sem tengist hverju sakamálinu
um annað þvert, hafi haft áhrif á
framgang þessara sakamála.
Skuldabréfið fræga haustið 1972
var sannanlega ekkert einsdæmi.
Hvað er til róða?
Fólk er ekki vitlaust. Menn sjá
hversu gruggug þessi vötn eru.
Allt of margir eru þó þannig
gerðir að vilja helzt ekki koma
nálægt þeim, vilja ekki skíta sig
út. Menn sáu hvernig þeir réðust
að Kristjáni Péturssyni og Hauki
Guðmundssyni, eðlilega eru
margir þannig þenkjandi að vilja
ekki láta óhreinka sig með
þessum hætti. — En þess vegna
hefur Framsóknarflokkurinn
jafnaðarmenn tapa í beinni bar-
áttu stóru flokkanna tveggja.
Aftur á móti er talið líklegt, að
enn á ný verði FPD til að jafna á
vogarskálum stóru flokkanna
tveggja og leiðtogi flokksins,
Hans-Dietrich Genscher, utan-
rikisráðherra, hefur heitið því að
beita sér fyrir áframhaldandi
stjórnarsamstarfi við jafnaðar-
menn.
Kristilegir demókratar verða
því, ætli þeir sér að komast í
stjórn, að fá yfir 50% atkvæða.
Það hefur þeim tekizt aðeins einu
sinni — fyrir 19 árum undir
stjórn dr. Konrads heitins Aden-
auers,' fyrrum kanslara.
Litlu flokkarnir
útilokaðir með lögum
Eina leiðin, sem þeim er fær
takist það ekki, er sú að frjálsir
demókratar fái minna en 5% at-
kvæða.
Til að vestur-þýzkur stjórn-
málaflokkur fái mann kjörinn á
þing verður hann að fá að
minnsta kosti 5% heildarat-
kvæðamagnsins. Þessi ráðstöf-
un var gerð til að koma í veg fyrir
að sprengiframboð beri árangur,
eins og gerðist á þriðja áratug
aldarinnar, þegar Hitler var að
komast til valda. Þessi ráðstöfun
gerir það nú að verkum, að hvorki
kommúnistar né nýnasistar eiga
mann á þingi.
Frjálsir demókratar komust
hættulega nærri þvi að missa
þingmenn sína 1969, þegar at-
kvæðamagn þeirra féll niður í
5.8%. 1972 náðu þeir sér heldur á
strik, hlutu 8.4% og skoðanakann-
anirnar benda til þess nú, að þeir
haldi því fylgi — og jafnvel að
þeir geri betur.
komizt upp með það sem hann
hefur komizt upp með. Þetta er
samt að breytast. Fleiri og fleiri
vakna og sjá að við svo búið má
ekki standa. Við eigum heimtingu
á svörum.
Tíminn dylgjar endalaust um
ávirðingar annarra. A þessum
ávirðingum hafa þeir raunar eng-
an áhuga annan en þann að nota
þær í verzlunarskyni, þeir vilja
gagnkvæma þögn til þess að þeir
geti haldió áfram. Vist hafa aðrir
ávirðingar og sumir miklar eins
og gengur. En ný kynslóð, nýtt
hugarfar, verzlar ekki með
þessum hætti.
Hvað er þá til ráöa: Sú krafa
hlýtur að verða æ háværari að
fram fari sjálfstæð rannsókn á
því, hvað hefur verið að gerast i
rannsókn Geirfinns- og skyldra
mála. Hvað hefur verið rann-
sakað? Hvernig er afskiptum
stjórnkerfisins háttað? Er þetta
allt saman eitt sjónarspil? Hvaða
fjármálatengsl liggja þarna að
baki? Hvernig er fjármálatengsl-
um stjórnmálaflokksins og veit
ingahússins háttað í þátíð og
nútíð? Þessi mál munu liggja eins
og mara á þjóðinni þar til þetta er
upplýst.
Alþingi hefur stjórnskipulegan
rétt til þess að láta framkvæma
slíka rannsókn. Það getur hagað
rannsókninni þannig að hafið
verði yfir pólitíska tortryggni.
Fræjum tortryggni og óhreinleika
hefur verið svo sáð, að það þarf
mikið átak. En þetta er hægt.
Þetta getur Alþingi gert sam-
kvæmt stjórnarskrá.
En er þetta nauðsynlegt? Fyrir
fjórum vikum birtist í þessu blaði
grein þar sem fjallað var um hátt
lán til handa utanrikisráðherra.
Það er, í samanburði við allt þetta
litið mál — en prinsípmál. Utan-
ríkisráðherra hefur fært rök að
sínum málstað í blaðaviðtali.
Rökin eru umdeilanleg, en
maðurinn ærlegur að vanda. ^
Þremur dögum áður en þessi
grein birtist kom bankastjóri
Landsbankans fram í sjónvarps- j
þætti, beit í vörina, og sagði efnis-
lega að Landsbankinn lánaði ekki
peninga með þessum hætti.
Það er þetta sem er óhugnan-
Iegt. Þeir hafa fleiri bitið í var-
irnar á sér. Hafa þeir bitið í var-
irnar á sér þegar þeir hafa gefið
okkur upplýsingar um rannsókn
Geirfinns- og sk.vldra mála .’Aðeins
sjálfstæð rannsókn. ofar póli-
tískri tortryggni, framkvæmd af
Alþingi, hefur bolmagn til þess að
leiða það i ljós.
Ef þeir skirrast enn við, þá er
þessi þjóð höggvin djúpu sári, —
svo djúpu. að afleiðingarnar geta
vorið ófyrirsjáanlegar.
>