Dagblaðið - 01.10.1976, Síða 12

Dagblaðið - 01.10.1976, Síða 12
12 DAGBLÁÖIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBÉR 1976. Evrópumeistarar Anderlecht nóðu að stilla sína strengi Liege 27.9. 1976. Eftir fjórðu umferðina í 1. deild skipar FC Brugge áfram efsta sætið ásamt Beerschot og Antwerpen. Bcðið var með mikilli eftirvænt- ingu eftir leik meistaranna og RWDM. En hinir þrjátíu þúsund áhorfendur, sem mættir voru á Olympia-stadion í Brugge, urðu fyrir sárum vonbrigðum með leik- inn í heild, því hvorugt liðið þorði að taka minnstu áhættu. Þessa vapúð hefði kannski mátt skilja af hálfu leikmanna RDWM, sem á mjög erfiða leiki í byrjun mótsins og lék að auki við meist- arana frá því í fyrra og á útivelli. Svo fór að FC Brugge sigraði með einu marki gegn engu. Markið skoraði ungur nýliði, Maes, og var þetta jafnframt fyrsti leikurinn hans með aðalliðinu. Hann fékk góða sendingu frá Paul Courant á 56. mín. og var ekki seinn að sencig. knöttinn fram hjá Pe Bree, mark- verði RWDM, í netið. Eftir markið tók Ernst Happel, þjálfari Brugge, til þess ráðs að taka Raoul Lambert útaf og setja Leek- ens inná í staðinn sem fimmta mann í vörnina. Fyrir þetta var Happel gagnrýndur mjög af blaðamönnum og áhangendum, enda Bruggeliðið þekktara fyrir beittan sóknarleik heldur en að pakka í vörn. Antwerpen-liðin Beerschot og Antwerpen halda áfram að koma á óvart. Beerschot vann AS Ostende 1—0 og skoraði Lambert markið snemma í fyrri hálfleik. Þetta var erfiður leikur fyrir Beerschot og tvisvar átti Ostende upplögð tækifæri til að jafna metin. Hvort leikmenn Rik Coopens hafi verið óvenjulega heppnir i þessum leikjum fáum við úr skorið, er Beerschot mætir RWDM á Edmond Machtes næsta laugardagskvöld. Antwerpen gerði sér lítið fyrir og sótti bæði stigin til Courtrai, sem ekki hafði tapað leik frá því, að liðið kom upp i 1. deild. Courtrai sótti þó öllu meira oe á tuttueustu mínútu náði liðið forustunni, er Starski skallaði örugglega í netið. F.n leikmenn Antwerpen voru þó ekki á því að gefast upp og Anders- son jafnaði á þrítugustu mínútu og kom svo Antwerpen yfir á þrítug- ustu og fimmtu minútu. Van der Veen bætti þriðja markinu við í seinni hálfleik og lokatölur leiksins því 1.3. Antwerpen er nú eina liðið, sem ekki hefur tapað stigi á útivelli. Eftir þrjá jafnteflisleiki Ander- lecth, sem fékk kröfuharða áhang- endur liðsins til að efast eitthvað um getu sinna manna, náði Ander- lecth á Park Astrid á laugardags- kvöld að stilla sína strengi gegn CS Brugge og sýndi liðið á köflum frá- bæra knattspyrnu. Sex sinnum mátti De Coussmarker sækja knött- inn í markið. Strax á fyrstu mínútu náði Ander- lecth forustunni, þegar Hol- lendingurinn Arie Haan skoraði fallega beint úr aukaspyrnu. Eftir þetta sótti Anderlecht stanzlaust og spurningin aðeins hve mörg mörkin yrðu að lokum. Rensenbrink splundraði vörn CS Brugge hvað eftir annað og skoraði tvö næstu mörkin bæði með skalla. Ludo Coek skoraði fjórða markið eftir góða samvinnu hans og Ressel. Á 44. mín. náði CS Brugge að minnka muninn i 4—1 eftir að vörn Anderlecth hafði hætt sér of framarlega í sóknina og CS náði skemmtilegu hraðaupphlaupi, sem De Waele rak endahnútinn á. í byrjun síðari hálTleiks skoraði Van der Elst fallegasta mark leiks- ins. Reuter markmaður Anderlecth hafði hendur á boltanum og renndi honum á Van der Elst, sem nú leikur hægri bakvörð vegna meiðsla Van Binst. Hann lék síðan á hvern mótherjann á fætur öðrum oa Austurríkismaðurinn Kiedl skorar fyrsta mark Standard gegn Beveren. stanzaði ekki fyrr en hann hafði leikið á markmann Brugge og renndi boltanum í mannlaust markið 5—1. McKenzie skoraði síðasta markið rétt fyrir leikslok og breytti stöðunni i 6—1. Standard átti ekki i erfiðleikum með Beveren enda leikmenn ákveðnir að hefna ófaranna í Ostende á miðvikudagskvöldið. Standard hreinlega yfirspilaði Beveren og hefðu mörkin hæglega getað orðið helmingi fleiri. Austur- ríkismaðurinn Riedl skoraði fyrsta markið á þrítugustu og fimmtu mínútu og þannig var staðan í hálf- leik. I síðari hálfleik var aðeins um eitt lið að ræða á vellinum og skoruðu Gorez og Labarke hin tvö mörkin. Kolumbiumaðurinn hjá Standard, Ernesto Diaz, er nú byrjaður að æfa aftur eftir að hann fótbrotnaði á Spáni fyrr í sumar og mun að öllum líkindum leika með varaliðinu um næstu helgi. Ég vonast einnig til að geta byrjað að æfa fljótlega og ætti því að geta leikið næsta leik Stand- ard, sem er við CS Brugge. Charleroi vann nauman sigur yfir Winterslag 2—1 og skoraði Kremer sigurmarkið aðeins tveimur mínút- um fyrir leikslok. Önnur deild Union tapaði óvænt 2—0 á heima- velli og missti þar með fyrsta sætið til Turnhout. Union fékk dæmda á sig vítaspyrnu snemma í leiknum. Stuttu síðar skoraði Turnhout aftur beint úr aukaspyrnu 2—0. Eftir pessar 4. umteroir eru FC Brugge, Antwerpen og Beerschot efst í l.'deild með 7 stig. Standard, CS Brugge, Lokeren, Lierse og Anderlecht hafa fimm stig. Charleroi, Liege, RWDM og Courtrai hafa 4 stig. I 2. deild eru Eisden og Turnhout efst með 6 stig eftir 4 umferðir. Union, Boom, St. Nicolas, RC Malines og Olympic hafa fimm stig. Kveðja Asgeir Sigurvinsson. Átta líð verða að kveðja Bundeslígu — Landsliðsþjálfarinn Stenzel krafðist breytinga á Bundesligunni og fékk sitt fram Dankersen 27.9. 1976 Að tveimur umferðum ioknum í þýzku bundesligunni standa aðeins tvö iið uppi án stigataps. Það eru þau lið sem tróna á toppi norður- deildar, Derschlag og Dankersen. Ö11 önnur lið hafa tapað stigi eða stigum og það virðist ætla að leiða til þess, sem margir fagmenn hafa spáð, þ.e. að ellefta hundesliguárið verði það erfiðasta og harðasta frá upphafi. Sá spádómur byggist á því, að í ár verða átta lið að kveðja dcildina, þ.e. fjögur úr hvorum riðli, þar sem ákveðið hefur verið að næsta ár verði deildir í bundeslig- unnar sameinaðar og að liðafjöldi verði fjórtán. Vlado Stenzel, landsliðsþjálfari, var sá maður, sem krafðist þessarar breytingar og fékk sitt fram, þrátt fyrir það. að flest félögin væru gegn slíkri sameiningu, þar sem slíkt hefur langar ferðir og meiri kostnað i för með sér. Það verður því mikil og hiirð bar- átta um að forðast þessi fjiigur fall- sa-tj og sér i lagi ve.r.ða heimaloikir eknir alvarlega þvi tapað stig a heimavelli er verra en tvö töpuð útistig. Norðurdeild Nettelstedt — Rheimhausen 19-18. Það má segja að bæði þessi lið séu spurningamerki deildarinnar í ár. Nettelstedt er nýliði (en í liðinu leika margir frægir handknattleiks- menn), sem margir telja að eigi eftir að blanda sér alvarlega í topp- baráttuna. Rheimhausen er skipað mjög jöfnum leikmönnum, sem eru líklegir til alls. Sérstaklega er liðið sterkt á heimavelli, en þá er það líka vel stutt af þrjú þúsund „trylltum“ áhorfendum. I leiknum á laugardag- inn, sem fram fór í Nettelstedt, bvrjaði Rheimhausen vel og hafði forustu fram undir miðjan síðari hálfleik. úr og komst i 18-15 á fimmtugustu og þriðju mínútu. Síðustu mínúturnar voru svo geysispennandi, Rheimhausen tókst, að jafna í 18-18, þegar aðeins ein, mínúta var til leiksloka. Fyrrver-' andi fyrirliðið þýzka landsliðsins, Heinar Möller, sá svo um að innsigla sigur Nettelstedt, þegar hann læddist inn úr horninu nokkrum sekúndum fyrir leikslok og skoraði framhjá risanum Barthe í marki Rheimhausen (2,15 metrar á hæð). Fyrir Nettelstedt skoruðu: Möller 5, Pickel 5/1, Glombek 4, Demirevic 4/3 og Lubking 1. Fyrir Rheimhausen skoruðu: Schmitz 7, Rosendahl 2, van der Heusen 3, Nagel 1 og Keller 1. Eftir 43 mín. leik var staðan 15-13 fyrir Rheimhausen, en á næstu tíu mínútum gekk allt á afturfótunum hjá liðinu, Nettelstedt rúllaði fram Rheimikendorfer Fiichse Berlin — Dankersen 13-14. t þessum leik var harkan í fyrir- rúmi, enda um mikið að tefla fyrir Berlínarliðið, sem hafði tapað sínum fyrsta leik í Wellinghofen. Handboltlega séð var leikurinn mjög illa leikinn af báðum aðilum, sem var varla nema von því hnefa- högg, olnbogaskot og hrindingar voru efst á baugi meðal leikmanna. Dankersen hafði yfirtökin 1 leikn- um allan tímann, mest 3—4 mörk, en í lokin mátti liðið taka á öllu til ' að knýja fram sigur. Það sem einkenndi leikinn hvað mest var að dómaraparið, Hoffmann og Ritter frá Hamborg, náði aldrei tökum á honum, en voru þó óhlut- drægir á allan máta. Flest mörk Dankersen skoruðu: Ólafur 5, Busch 5/1 og Von Oepen 3/3. Gummersbach — Kiel 20-14 Gummersbach náði að sýna á séi sterku hliðina og þá var ekki a< sökum að spyrja. Kielarliðið átt aldrei möguleika gegn sterkri vöri Gummersbach með markvörðim Kater fyrir aftan. Deckarm hj; Gummersbach (arftaki Hans; Schmidt), er þó enn ekki kominn ; strik og skoraði aðeins eitt mark, ei þess í stað áttu Brand með 6 mörl og Westebbe 4, stórleik. Phönix Essen — Derschlag 22-28. Derschlag átti aldrei í vand ræðum í Essen. Lið Essen missti tv< af sínum beztu mönnum til Rheim hausen, þ.e. markvörðinn Barthe o;

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.