Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUÐAGUR 1. OKTÖBER 1976. 14 PARAOlS: Paradis (Par 002) Upptaka: Pobblo Boach Sound Recorders Stióm upptöku: Jonathan Rowlands. Skuröur: CBS, London. Pressun, prentun: Soundtek. New York. Hljómsveitin Paradls hefur náð slíkum vinsældum hjá ís- lenzkum táningum, að annað eins hefur ekki gerzt siðustu árin, síðan Hljómar og síðar Ævintýri voru og hétu. Það er því svo sannarlega mikill fengur fyrir þessa táninga að fá þessa fyrstu LP plötu hljóm- sveitarinnar í hendur. Hljóm- sveitin hefur líka valið lög á plötuna fyrir þann markað, sem hún hefur notið hvað mestra vinsælda á. Það er fyrst og fremst góður hljóðfæraleikur sem gerir þessa fyrstu LP plötu Paradísar að því sem hún er. Lögin eru flest venjulegir línurokkarar. Þó eru tvær undantekningar. Önnur er rólegt og hugljúft lag eftir Nikulás Róbertsson, sem nefnist Someday. Hin undan- tekningin er lag Björgv. Gísla sonar Life Is A Liar. Það lag minnir meira á efnið, sem Pelican sáluga setti á plötur, og jafnvel á köflum á gömlu Náttúruplötuna. sem nú er því miður flestum gleymd. Hin átta lögin á plötunni sverja sig i ætt við þá tónlist, sem Paradís leikur á dansleikj- um. Hljómsveitin hefur þau velflest á dansleikjaprógrammi sínu. Það er reyndar rangt að setja þau öll undir sama hatt, því þau grípa fólk misjafnlega vel. Aðal stuðlögin eru Tarzan, Rabhits og Siip Me Five. Para- dís hefur flutt öll þessi lög á hljómleikum og fengið góðar og verðskuldaðar viðtökur fyrir flutning sinn á þeim. Textar á Paradísarplötunni eru flestir á einn veg. Þeir eru fremur innihaldslitlir, sem er út af fyrir sig enginn galli, þar sem hljómsveitin leikur ein- göngu á dansleikjum og hljóm- ieikum og hefur engan boðskap sem hún þarf að koma á framfæri. Textahöfundar eru fjórir. Fyrst skal telja þá blaðamenn- ina Gunnar Salvarsson og Gísla Svein Loftsson. Þeir sleppa þokkalega frá sínu hlutverki, — Gunnar með einfalda texta, en Gísli aftur á móti með heilar ritgerðir. Ágúst Guðmundsson, öðru nafni Eastan McNeal, á tvo texta, sem minna fremur á orðaleik en lyrikk. Agúst samdi á sínum tíma marga texta fyrir Pelican, og þeir sem hann gerir f.vrir Paradis eru ósköp áþekkir hinum fyrri. — Þá er ótalinn höfundur textans við Someday. Sá er skráður H. Antonsson og virðist hafa hitt á viðeigandi efnivið við lagið. Umsiag Paradísarplötunnar er þokkalegt. Á forsíðu er mynd af Adam og Evu i Para- dís. Sú er gerð af Þorsteini Egg- ertssyni. Einhvern veginn finnst mér þessi mynd ekki hæfa rokkplötu þó að hún sé vel gerð. Ljósmynd Björgvins Pálssonar á baksíðu er góð, eins og við var að búast frá honum. Samt tel ég, að Paradís hefði átt að notfæra sér hæfileika Björgvins til að taka ,,live“ myndir af hljómsveitinni og setja eina slíka á umslagið. 1 stuttu máli: Paradísar- platan er ágætlega áheyrileg. Hún er eingöngu miðuð við tón- listarþarfir þess aldursflokks sem Paradís miðar flutning sinn við. Ef litið er á dægurtón- listina í heild, þá er platan ef til vill dálítið gamaldags. Það er funky- og diskótektónlistin, sem er i tízku þessa dagana, en guð foröi Paradís frá því að fara að flytja slíka tónlist. — AT — Kaktus er kominn úr sumarfríi Stuðmannaferð í undirbúningi Ragnar Sigurjónsson trommuleikari hefur nú verið valinn til að leika með hljóm- sveitinni Stuðmönnum á væntanlegu hljómleika- ferðalagi hennar út um land í stað Sigurðar Karlssonar. Enn hefur ekki verið endanlega ákveðið hvar leikið verður, en verið er að leggja síðustu hönd á þann undirbúning. Öttar Felix Hauksscn hefur verið fenginn til að annast allar framkvæmdir varðandi Stuð- mannaferðina. Hann sagði í samtali við DB í vikunni, að fullvíst væri, að ferðin byrjaði á Akureyri fimmtudaginn 7. október, en gat ekki á þessu stigi málsins nefnt fleiri sam- komuhús. Auk Ragnars Sigurjónssonar verða í Stuðmannaferðinni þeir Valgeir Guðjónsson, Egill Ólafsson, Sigurður Bjóla, Jakob Magnússon og Þórður Árnason. Þá er verið að ganga frá ráðningum skemmtikrafta, sem verða með í förinni. -AT ÞRIÐJA HLJÓMPLATA MEGASAR KOMIN ÚT Hljómplaia Megasar. Fram & aftur blindgöliina. kom út á máiiu- daginn var og hefur nú verið dreifl i hliómplöluver/laiiir. A plötunni svngur Megas nokkur lög eftir sjálfau sig. llann seniur einnig alla lexla. Þella er þriðja LP plala Megasar, — sú fyrsta kom út árið 1972 á kostnað höiundar og önnur plalau. Millilending. koni á markað í fyrrahaust. A þessari nýju pliilu aðsloða Megas nokkrir þaulvanir liljóðfa'ra- leikarar og þykja þeir sleppa injög vel frá sínu. Megas valdi einungis menn. seni gálu lesið nólur. þvi að hann skrifar öll liig sin og útsetur. áður en farið er í stúdió. — l'lgefandi plölunnar er iiýll fyrirtæki. Hrím að nafni. Ingibergur Þorkelsson veilir því fyrirlæki forstöðu. -AT/l)B-niynd Arni Pall. Nú er Kaktus aftur kominn í gang með alla brodda spennta og eru félagarnir nú aðeins þrír, þeir Ólafur (gitar, bassi og söngur), Björn (orgei, píanó, nikka, bassi, söngur) og Árni, sem hýðir rándýrt trommusett, auk þess að syngja. M.ö.o. Kaktus hefur fjölbreytta hljóðfæraskipan og leggur mikið upp úr fjölrödduð- um söng. í vetur ætlar hljómsveitin að hafa mikla breidd í prógramm- inu. Hávaðamengun verður engum til ama og áherzla lögð á að fólk á aldrinum 1-101 árs geti skemmt sér vel, því að Kaktus tekur llkaað sér jólatrés- skemmtanir með jólasveininn innifalinn (hver skyldi það vera?). Góða skemmtun. p.s. Stefán Aagrímuon fyrrum bassnlaikarí og •öngvari Kaktuts er floginn af skerinu og býr nú I Kaupinhavn meö konu og bömum, þar sem hann hyggst Ijúka guöfrasöinámi. Amen." Ragnar Sigurjónsson tekur sæti Sigurðar Karlssonar í Stuðmönn- um. DB-mynd Arni Páll. ÆTLUÐ AÐDÁENDUM Á TÁNINGAALDRINUM — umsögn um Paradísarplötuna KAKTUS: Frá vinstri eru Ólafur, Björn og Arni. Spurningin er aðeins sú, hver þeirra muni vera jólasveinninn. Poppsíða Dagbiaðsins barst fyrir skömmu skemmtilegt bréf frá hljómsveitinni Kaktusi. Það fer hér á eftir: „Hljómsveitin Kaktus hefur starfað um þriggja ára skeið og leikið víða um land en mest á höfuðborgarsvæóinu. Fyrstu tvö árin voru meðlimirnir brír —þeir Björn Þórarinsson, Stefán Ásgrímsson og Arni Askelsson. A siðasta ári bættist fjórði maður, Helgi Kristjáns- son gítarleikari, i hópinn. Þannig lék Kaktus um tima. eða þar til Helgi hætti og Ólaf- urÞórarinsson úr Mánum tók sæti hans. Þannig lék flokkurinn enn um sinn eða til vors, er ákveðið var að taka langþráð sumarfrí, sem og var gjört.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.