Dagblaðið - 01.10.1976, Page 7

Dagblaðið - 01.10.1976, Page 7
DAGBLAÐIÐ. FOSTUDAGUR 1. OKTOBER 1976. / „24. október '76 mun styrjöldin hefjast" Erlendar fréttir Nf [/a\ BÖKUNAR- OG GRILLOFNAR, HELLUR- DJÚPSTEIKINGARPOTTAR O.FL. RowenLa HEIMILISTÆKI © \ íöriimarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-112 Matvörudeild S-86-111, VefnaSarv.d. S-86-113 16 manns láta lífið í eldsvoða 1 km undir yfirborði jarðar Sextán námumenn létu lífið í austurhluta Frakklands f gær, er mikil sprenging varð í kolanámu, þar sem námumennirnir voru að reyna að slökkva minniháttar elda, sem upp höfðu-komið. I fyrstunni var talið að aðeins níu menn hafði farizt en björgunarsveitir fundu síðar sjö lík til viðbótar. Sprenging varð í námunni, sem er skammt frá borginni Frey- ming-Merlabach, er öryggissveit vann að því að slökkva eld á rúmlega eins kílómetra dýpi undir yfirborði jarðar. Er þetta mesta sprenging, sem orðið hefur i námunni í 17 ár. 27 manns létu lífið í gussprcngingu, sem varð þar árið 195Í) og fyrir nákvæm- iega tíu árum. létu þrír menn lífið i slysi, sem þarna varð. Skœruliðasamtök í Ródesíu: HÖFNUM ÖLLUM SÁTTATILLÖGUM Skæruliðaher Rodesíu hefur sent frá sér yfirlýsingu, sem birt var í Maputo í Mosambique í gær. Segir þar, að þeir hafni algjörlega sáttatillögum þeim,' sem hvítir menn og Kissinger hafa komið sér saman um til lausnar kynþátta- og stjórnunarvandamálinu í suður- hluta Afríku. Segir i yfirlýsingunni að þeir muni berjast þar til „lokasigur- inn“ er unninn og er 2ja ára aðlögunartímabili því, sem blökkumenn eiga að hafa til þess að taka völdin i Ródesíu hafnað. „Við getum ekki, undir neinum kringumstæðum deilt völdunum með kynþáttahöturum og fasistum,“ segir ennfremur í yfir- lýsingunni. I ræðu sem Henry Kissinger utanríkisráðherra Bandarikjanna hélt í New York i gær sagði hann að nú væri úrslitastund s- hluta Afríku runnin upp. Myndi nú reyna á það, hvort þeir væru tilbúnir til þess að leysa vanda- málið á friðsamlegan hátt. Sagði hann að leiðtogar ýmissa frelsis- hreyfinga, svo og leiðtogar minni- hlutastjórna hvítra manna, hefðu sýnt mikinn vilja til að koma á friðsamlegri lausn málanna og hrósaði Bretum fyrir tillöguna um sérstakt ráð blökkumanna og hvítra, sem hefði það verkefni að ræða hentugustu leiðir til þess að skipa ríkisstjórn í Ródesíu og ræddi hann ennfremur við Ivor Richard, sendiherra Breta við Sameinuðu þjóðirnar, en hann hefur verið talinn liklegur for- maður ráðsins, ef það verður sett á laggirnar. Q^Electrolux eldhúsinnréttingar Blökkumenn í Soweto hafa boðað til styrjaldar innan tveggja vikna, verði ekki komið á jafnrétti fyrir þann tíma: Almennir borgarar elta blökkumann í óeirðunum, sem þarna hafa verið undanfarnar vikur. NY DEILD (i kjallara undir matvörudeild) — segja blökkumenn kvöldi 24. október 1976 mun styrjöldin hefjast. Menn og konur á aldrinum 15-65 ára eiga þá að vigbúast. Árásir hefjast um leiði' Er því bætt við, að eignum og ríkisstarfsmönnum skuli „eytt eins fljótt og auðið yrði.“ Er boðað til þessarar uppreisnar ef ríkisstjórnin „bannar ekki nauðungarvinnu og kemur á jafnrétti á öllum sviðum“ fyrir 15. október. Ford um rannsóknina á einkamálum hans: „ÉG ER SAKLAUS" Ford Bandaríkjaforseti hefur spáð því, að hann verði algjörlega hreinsaður af öllum ásökunum er rannsókn þeirri lýkur sem nú stendur yfir á meintum fjármála- afbrotum hans, er hann var þing- maður fyrir Michigan. í fyrstu yfirlýsingu, sem hann hefur gefið um málið, sagði hann við fréttamenn að nauðsynlegt væri, að rannsókninni, sem er stjórnað af Watergatesak- sóknaranum Charles Ruff, yrði hraðað eins og unnt væri, „því um leið og reynt er að tefja réttlæltið hafnar maður þvíH, eins og hann komst að orði. Sagði Ford að það væri honum meira 1 mun að hreinsa sig per- sónulega með rannsókninni, en að vinna sér álit í baráttunni fyrir forstakosningu, sem hann nú háir gegn Jimmy Carter, fram- bjóðanda Demókrataflokksins. ^jElectrolux heimilistæki í Jóhannesarborg Dreifimiðum iiefur verið dreift í útborg Jóhannesarborg- ar, Soweto, þar sem blökku- menn hvetja til „styrjaldar", ef yfirvöld veita þeim ekki jafn- rétti innan tveggja vikna. Bæklingarnir, sem eru ljósritaðir, bera yfirskriftina „Rödd blökkumanna í Suður- Afríku“ og þar segir m.a.: „Að JARÐHITI FINNST í DANMÖRKU Viborghérað á Jótlandi kann nú að verða eitt alls- herjar gróðurhús fyrir Ðan- mörku og jafnvel stóran hluta af Norður-Evrópu. Verkfræðifyrirtæki í Árósum, sem ásamt með Skivehéraði hefur sótt um leyfi til þess að nýta jarðhita þann, sem þarna hefur fundizt, ætlar að setja upp stóra dreifistöð við Viborg Hafa nú þegar borizt umsóknir frá garðyrkju- stöðvaeigendum. Vilja þeir nýta jarðhita þennan í svipuðum dúr og á íslandi, segir í fréttum frá Danmörku. REUTER

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.