Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 8
DA(JBLAÐIÐ. KÖSTUDA(JUR 1. OKTÖBÉR 1976.
Frjáls útvarpsrekstur?
Andrés
Björnsson
útvarpsstjóri:
,„Ég veit það ekki hvort
stereoútvarps sé aú vænta á
næstunni," sagði Andrés
Björnsson útvarpsst.jóri í við-
tali við Dagblaðið. ,.Eg vona
það en þetta er allt saman á
umræðustigi ennþá. Fer það
mikið eftir því hversu ört
okkur tekst að dreifa örbylgju-
kerfinu sem mér skilst að sé
algjör forsenda. Eins hefur
verið rætt um það hvaða leiðir
eigi að velja í þessu sambandi
en þær eru þó nokkrar."
Sagðist hann ekki hafa feng-
ið neina kostnaðaráætlun enn
sem komið væri en bjóst við því
að stereoútvarp fyrir þröngan
hring hér á Suðurlandi þ.vrfti
ekki að kosta neitt mikið „en
allt sem fer fram yfir það kost-
ar náttúrlega mun rneira,'*
sagði Andrés ennfremur.
„Við erum hins vegar komnir
það langt að við tökum upp
tónlist í stereo,“ sagði Andrés.
Menn verða fljótt skuld-
bundnir út og suður"
Stereoútvarp hefur verið rœtt. Sinfónian tekur 20 millj. af 80. Verður gerð
að sérstakri rikisstofnun. Ekkert liggur ó með Dagskrá 2.
„Við höfum aðstöðu til þess, og
það hefur bætt okkar aðstöðu á
ýmsan hátt, t.d við Sinfóníuna."
Um það hvað Sinfóníuhljóm-
sveitin tæki mikinn hluta af
fjármagni því er útvarpið hefði
til dagskrárgerðar sagðist út-
varpsstjóri ekki hafa neinar
fastar tölur við höndina en
benti á að hún væri að lang-
minnstum hluta kostuð af
útvarpinu. „ríkið borgar rúman
helming og borgin og við
skiptum á milli okkar
afganginum, — við borgum þó
um 24%.“
JáttiAndrés því að sennilega
væri hlutur þeirra um 20
milljónir króna af þeim 80 sem
þeir hafa til dagskrárgerðar í
útvarpinu.
„Nú stendur til að Sinfóníu-
hljómsveitin verði gerð að
sérstakri ríkisstofnun en ég
vona að það verði sem lengst
þangað til,“ sagði Andrés. „Við
verðum samt alltaf aðilar að
henni, — ég held að það sé
óhjákvæmilegt."
„Prógramm tvö var rætt hér
miklu meira á árum áður en á
seinni tímum hafa hugsanirnar
snúizt miklu meira um aðra
hluti,“ sagði útvarpsstjóri enn-
fremur. Sagði hann það vera
svo misjafnt, hvaða þættir í
rekstrinum þrengdu að þeim á
hverjum tíma og ennfremur að
í stað þess að koma á fót nýrri
dagskrá, sem byggð yrði á
auglýsingum og tónlist, nær
eingöngu, sem svar við hug-
myndum um nýja útvarpsstöð,
sagði hann að rætt hefði verið
um það að undanförnu að
dreifa efninu meira út á land,
„þ.e.a.s. að efnið yrði sótt, með
einu eða öðru móti, út á land
þannig að sem flestir lands-
menn gætu lagt sitt af mörkum
við dagskrárgerðina."
Taldi hann það að vísu
eðlilegt að höfuðstöðvar sjón-
varps og útvarps væru í
höfuðborginni en benti á að
möguleikarnir til þess að senda
efni utan af landsbyggðinni
hefðu batnað, t.d.á Akureyri.
Andrés sagði að þar hefðu
þeir, eftir að örbylgjur komu
þangað, aðstöðu til þess að
senda efni en að önnur aðstaða
væri slæm.
Um það hald manna að lítið
fjármagn og ennþá minni
mannskap þyrfti til að koma á
fót annarri dagskrá við
útvarpið sagði Andrés.: „Já,
það þarf enginn að segja mér
það. Allar hugmyndir um
kotnaðarleysi við slíkt eru
algjörlega út í loftið — því
plötubunkinn, sem menn tala
gjarnan um í slíku sambandi,
kostar líka sitt og miklu meira
heldur en menn halda.“
Þá benti Andrés á að það
mætti ekki einu sinni snúa við
plötu án þess að borga fyrir það
og það stórar upphæðir.
Það mega allir vita, sem ætla
sér að fara að hefja útvarps-
rekstur," sagði Andrés Björns-
son, „að fyrr en varir verða þeir
nokkuð skuldbundnir út og
suður.“
—HP.
Andrés Björnsson útvarpsstjóri.
Sérverzlun fyrir þá
sem vilja sofa vel
Þriðjung ævinnar eru menn í
fastasvefni — ef vel á að vera.
Það ríður því á að menn láti sér
líða vel, sofi í þægilegum rúm-
um og klæðist góðum náttföt-
um, noti menn slíkan fatnað á
annað borð. Sérverzlun með
náttföt og undirföt var opnuð á
laugardaginn í kjallara Glæsi-
bæjar, Madam, heitir búðin. Á
m.vndinni er Guðmunda
Björgvinsdóttir að sýna tveim
viðskiptavinum varninginn.
DB-mynd Árni Páll.
Ætla að sauma flíkur
til útf lutnings
„Hér er ekkert atvinnuleysi
enda stöndum við betur að vígi en
mörg önnur byggðarlög því við
byggjum ekki eingöngu á fiskin-
um,“ sagði Vigfús Ölafsson,
fréttaritari DB á Reyðarfirði.
Hér hafa fjölmargir atvinnu
sína af verzlun og ýmsum
þjónustugreinum. Nokkrir fram-
takssamir menn hafa nú stofnað
saumastofu hér og er ætlunin að
sauma flíkur til útflutnings úr
ullarvoðum sem ofnar eru hjá ull-
arverksmiðjunni Dyngju á Egils-
stöðum. Verða það allt að tíu
manns sem fá vinnu í saumastof-
unni.“
Er fréttamaður DB átti leið um
Reyðarfjörð fyrir skömmu voru
staðarmenn önnum kafnir við að
mála gömlu verbúðina þar sem
saumastofan verður til húsa.
Meðal þeirra mátti sjá Helga
Seljan alþingismann.
„Það eru tveir bátar gerðir út
frá Reyðarfirði núna, Gunnar og
Snæfugl. Þeir eru báðir 250 tonna
stálbátar. Undanfarið hafa þeir
verið að veiðum undan Suð-
austurlandi og selt afla sinn í
Þýzkalandi. Aflinn, sem farið
hefur í salt, hefur verið tregur.“
Nú stendur yfir sauðfjárslátr-
un á Reyðarfirði og er áætlað að
slátrað verði 18 þúsund fjár í
haust.
—A.Bj.
Formaður Alþýðusam-
bands Vestfjarða um
aðgerðir linusjómanna:
Tíðindalaust
ó vesturvíg-
stöðvunum
Það er tíðindalaust hér á
vesturvígstöðvunum, sagði
Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða,
er blaðið spurði hann frétta af
launadeilu vestfirzkra línu-
báta í gær, en sem kunnugt er
er deilan leyst á Súgandafirði
og bátar þaðan byrjaðir róðra.
Engin hreyfing er í sam-
komulagsátt þessa stundina, að
sögn hans, og eru engir fundir
fyrirhugaðir en á það er að líta
að engir formlegir fundir hafa
verið haldnir í þessari deilu.
G.S.
SKJALDHAMRAR SLÁ
í GEGN f DUBLIN
100 metra kafli
varð útundan
Skapgerðareinkenni söguper-
sónanna komast frábærlega til
skila og er þar enginn veikur
hlekkur, segir gagnrýnandinn
Tony Hennigan í írska blaðinu
Irish Independent á miðvikudag-
inn var um flutning leikritsins
Skjaldhamra í Abbey-
þjóðleikhúsinu í Dublin. Hann
segir þetta undir millifyrirsögn-
inni: Enginn veikur punktur.
Þá lýsir hann hrifningu sinni á
verkinu í heild sem hann segir
sameina gamanleik og alvarlegt
ívaf með ákveðinni meiningu.
Hann getur svo sérstaklega leik-
myndagerðar Steinþórs Sigurðs-
sonar og lýsingar sem hann telur
hvort tveggja frábært.
í svipaðan streng tekur gagn-
rýnandinn Malach.v Magee í blað-
inu Evening Herald og bendir les-
endum á þær sýningar sem eftir
eru á verkinu.
Reyndar vakti þetta verk
Jónasar Árnasonar mikla ath.vgli
á leiklistarhátíð í Dundalk á Ír-
landi 1 vor og þar voru sömu leik-
arar á ferðinni nema Matheson:
Gunnar Eyjólfsson, Jónína Ólafs-
dóttir, Anthony Matheson, Gra-
ham Swannell, Árni Ibsen og
Ingibjörg Ásgeirsdóttir. Alan
Boucher þýddi verkið á ensku.
Eftir velgengnina þar var flokkn-
um boðið til Dublin.
Borgarstjórarnir í Reykjavík og
Dublin voru viðstaddir frum-
sýninguna á þriðjudagskvöldið og
þar var höfundurinn einnig mætt-
ur. í kvöld, föstudagskvöld, stend-
ur svo til að forseti írska lýð-
veldisiris sjái verkið.
„O, — og ég var búinn að
bíða eftir því í 20 ár að þessi
vegarspotti yrði malbikaður og
gat því ekki stillt mig lengur
þegar loksins var búið að klina
á liann," sagði ökumaðurinn á
svörtu fólksbifreiðinni sem
virti ekki lokunarskiltið og ók á
nýta malbiksspottanum,
„þrætueplinu", á mótum llring-
brautar og Vesturgötu í Kefla-
vík en sá hluti var einn skilinn
eftir, þegar búið var að malbika
og oliumalarbera veginn út i
Garð og Sandgerði. vegna
ágreinings Keflavikurbæjar og
loks varð samkomulag
um 100 metra ófœran
kafla ó veginum milli
Keflavíkur og Garðs
Vegagerðarinnar. Ekki vitum
við hvernig ,,eplinu“ var skipt
en bærinn vann verkið. Þar
með er einn versti kaflinn á
þessari leið orðion greiðf;er. en
b;eði vatn og snjór gerðu öku-
mönnum olt erfitt fyrir, að
vetrar- og vorlagi en það er nú
vonandi úrsögunni. —ennn
—G.S.
Sviðsin\ iid ur írsku úlgáfiiiiiii af Skialilliiiiin iiin. —DK-iiiviiiI