Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 24
Rafmagnsverð: Notendur greiða fró tœpum 19 krónum allt niður í 74 aura Miklar deilur hafa á undan- förnum árum átt sér stað um raforkuverð til Álverksmiðj- unnar í Straumsvík. Það hefur hins vegar lítið verið fjallað um það að Áburðarverksmiðjan í Gufunesi greiðir sama verð fyrir kílóvattstundina og Álverið. Þá hefur margur maðurinn æst sig yfir háu verði á raf- magni til heimilisnota. Það gleymist hins vegar að verðið til heimila í landinu er afar mismunandi. Allt frá rúmum 10 krónum upp í 18.85 krónur. Nokkrar rafveitur, sem standa utan við Rafmagnsveitur ríkis- ins, bjóða sínum viðskipta- mönnum mun lægra verð en Rafmagnsveitan býður upp á. Álverið og Áburðarverksmiðjan Þessar tvær verksmiðjur kaupa rafmagn af Landsvirkj- un á heildsöluverði. Stafar það af þvi hversu geysilega mikil rafmagnsnotkunin er og einnig því hversu jöfn hún er. Verk- smiðjurnar greiða nú 74 aura fyrir hverja kíló vattstund. Til samanburðar má geta þess að Kísiliðjan við Mývatn, greiðir 3,81 krónu í ár miðað við sömu notkun og í fyrra. Hún kaupir á heildsöluverði og verður auk þess að greiða sölu- skatt og verðjöfnunargjald. Vérðjöfnunargjaldið er 13% og leggst það ofan á taxta allra rafveitna í landinu. Kísiliðjan kaupir rafmagn sitt frá Raf- magnsveitu rlkisins. Sementsverksmiðja ríkisins kaupir hins vegar rafmagn sitt frá Rafveitu Akraness. Hún greiddi til jafnaðar 3,86 krónur fyrir rafmagn sitt í fyrra. Og verður það sama í ár ef um óbreytta notkun er að ræða. Keflavíkurflugvöllur þarf að greiða 3,22 krónur fyrir kíló- vattstundina, ef um óbreytta notkun frá því í fyrra verður að ræða. Að sögn Örlygs Þórðarsonar hjá Sambandi íslenzkra raf- veitna njóta þau fyrirtæki sem hafa „stórnotkun“ sérstakra kjara. Benti hann til dæmis á það að Kísiliðjan hefði í fyrra notað 11 milljónir kílóvatt- stuhda. Verðið sagði hann að væri fundið með því að reikna út frá sambandi afls og orku sem þessi fyrirtæki notuðu. Heimilisnotkun í Reykjavík greiða heimilin 11,97 krónyr 1. júlí í ár fyrir kílóvattstundina, en greiddu 9,81 krónu 1. júlí í fyrra. Úti á landi er verðið nokkuð mis- munandi. Þær rafveitur sem Rafmagnsveita ríkisins tekur til selja rafmagnið á 18,85 aura, 1. júlí 1975 greiddu þessirsömu neytendur 14,27 króiittr fyrir kílóvattstundina. Rafveitur sem eru utan við Rafmagnsveitu ríkisins bjóða sumar hverjar viðskiptavinun- um ódýrara rafmagn. Þannig þurfa þeir sem kaupa af' Raf- veitu Reýðarfjarðar að greiða 11 krónur fyrir kílóvattstund- ina, en greiddu 7,82 krónur í fyrrasumar. Viðskiptavinir Rafveitu Akraness greiða 10,11 krónur. ísfirðingar verða hins vegar að greiða 14,44 krónur, en greiddu 10,83 krónur fyrir kllóvatt- stundina I fyrra. Isfirðingar greiða fyrir rafmagn til heimilisnotkunar 14,44 krónur fyrir kllóvattstundina. 1 fyrra greiddu þeir 10,83 krónur. Iðnfyrirtœki Að sögn Örlygs Þórðarsojiar er rafmagnsverð til þeirra afar mismunandi. Tók hann dæmi af verksmiðju með stórar vélar. Ef aflið væri 150 kv og notkunin,375000 kílóvattstundir á ári yrðu 7.36 krónur greiddar á kílóvattstundina. Fyrir sömu notkun voru greiddar 6,03 krónur fyrir kílóvattstundina I fyrra. — BV Hjúkrunarnemarnir: 18 komst inn — hinar biða enn um sinn Stúlkurnar þrjátíu, sem voru á biðlista vió Hjúkrunarskóla íslands og sagt var frá I DB fyrir nokkru fengu flestar skjóta úrlausn á vanda sínum. Sama daginn og greinin birtist I DB og rætt var við menntamála- ráðherra virðist einhver hafa gripið til sinna ráða því um kvöld- ið var þeim tilkynnt að tekizt hefði að útvega einn kennara til viðbótar og hægt væri að bæta við 18 nemendum. Það voru því 18 hressir og kátir hjúkrunarnemar sem stormuðu inn I Hjúkrunarskólann nokkrum dögum síðar, en þær sem ekki komust að, settust flestar I sjö- unda bekk I Lindargötuskóla og hyggjast reyna enn á ný, næsta haust, að fá inntöku I skólann. -JB „Guðaði ó glugga" Hún vildi ekki deyja ráðalaus konan á Barónsstígnum sem I morgun vakti athygli lögregl- unnar. Hún var nokkuð við skál og vildi ná tali af manni sem við Barónsstíg býr. Eitthvert sam- band hefur verið með þeim hjú- um áður fyrr, og vildi konan að einhverju leyti endurnýja það. Maðurinn vildi af einhverjum ástæðum ekki svara er konuna bar að garði og gerðist hún óþolin- móð. Óþolinmæði leiðir stundum til óhappaverka og svo varð I þetta sinn. Rúðan i herbergis- glugga manhsins var léttust fyrir og hún var brotin í mask. Þar með vaknaði umhverfið og lögregluna bar að garði. Konan hitti ekki manninn, en sefur nú I Hverfis- steini, en hún var ómyrk í máli við lögregluna. —ASt. Þvottahúsið brotið niður: LYFTINGAMENN í STAÐ ÞV0TTAVÉLA „Ég býst við að húsið hefði verið rifið ef lyftingamennirnir hefðu ekki tekið að sér að lagfæra það og fá æfingaaðstöðu I staðinn," sagði Hafliði Jónsson garðyrkjustjóri, þegar DB innti hann eftir þvi hvort gamla húsið hjá Þvottalaugunum I Laugar- dalnum ætti að hverfa. Hafliði kvaðst ætla að nálægð hússins við iþróttamannvirkin I Laugar- dalnum hafi vakið athygli Iyftingamannanna á þvi. Þeir hafa ekki haft neinn samastað til æfinga og hafa því haft augun opin og athugað víða hvar þeir gæti fengið æfingapláss. Nú síðustu árin hafa verið I húsinu nokkrar þvottavélar, en mjög illa farnar ef ekki ónýtar. Því hefði verið lítið um að þarna væri þvegið undanfarið. Nokkrir hafa þó fengið sér þarna bað en baðklefar voru I húsinu. Húsið við Þvottalaugarnar er byggt á árunum 1930—40 úr vikursteini sem var fluttur frá Eyrarbakka. Hann hefur ekki reynzt sem skyldi og þyrfti húsið mikið viðhald. Skemmdir urðu einnig miklar á húsinu I slæmu veðri I september 1974 og fór þakið þá illa. Eflaust hefði allmörgum borgarbúum þótt miður að missa húsið og er því vel að lyftinga- menn taki að sér að gera við það. Mun það því standa enn um sinn. „Við ætlum að óska eftir fundi með borgarstjóra," sagði einn þeirra, sem þvegið hafa I þvottavélagörmunum I Laugar- dalnum. Hann býr við Geitháis. Hann kvað erfitt með vatn þar sem hann býr, ekkert neyzluvatn að fá nema af þökum húsanna. Maðurinn kvaðst vita um 5 fjölskyldur sem þarna hefðu fengið að þvo endurgjaldslaust. „Þeir vilja gjarnan fá fulla skatta frá okkur," en við fáum ekki þá þjónustu sem okkur ber." Kvað hann missi þvottaaðstöðunnar í Þvottalaugunum bagalegan. -KP. Þvottavélarnar voru greinilega iila farnar af áraiöngu púii. Hér liggja þær I haug utan við húsið I Þvottalaugunum. (DB-myndir Árni Páil). 72% AFFÖLL AF KRÓNUNNI í NEW Y0RK Allt að 72% afföll eru á íslenzku krónunni á gjaldeyris- mörkuðum I Bandaríkjunum. Dæmi um þetta er að á miðvikudaginn fór Islendingur einn með 1000 króna seðil í Mantra, Tordella & Brooks gjaldeyrisbankann i Rocke- feller Genter í New York og fékk honum skipt. í stað þess að fá 5.34 dollara, eins og gengisskráning Seðlabankans gerði ráð fyrir á miðviku- daginn. fékk hann 1.50 dollara. „Ég skipti einnig sænskum krónum og vestur-þýzkuin mörkum." sagði viðkomandi maður í samtali við fréttamann blaðsins í gær. „og það kom mjög vel út, enda tekið mark á slikum gjaldmiðli." -ÖV frjálsf, úháð dagblað FÖSTUDAGUR 1. OKTÖBER 1976. Hús Vega- gerðarinnar ó Patreksfirði eyðilogðist í eídsvoða I gærmorgun brann steinsteypt hús Vega- gerðarinnar á Patreksfirði. Eftir standa berir veggir hússins. Slökkvilið Patreks- fjarðar var kallað út klukkan 11 i gærmorgun.er kviknað hafði í út frá gástæki. Maður var að vinna við gastæki þegar slöngur sprungu. Komst hann með naumindum út um glugg ann.. Ekki mun hann hafa' brennzt: Allur lager Vega- gerðarinnar brann og nokkuð af áhöldum. Flestar vinnuvélarnar voru hins vegar þar sem verið var að vinna með þær i sveitunum í kring. Húsið var nýlega uppgert og hafði allt verið málað. Að sögn vegaverkstjórans á Patreksfirði, Braga Thor- oddsen, mun húsið aðeins hafa verið tryggt venjulegri húsatryggingu. Vegagerðin, sjálf tryggir hins vegar ekki hjá sér. -B.A. Maurarnir í Garðabœ: „Ekkert verður flutt út úr húsinu" - segir héraðslœknirínn „Til þess að fyrirbyggja að maurar þessir geti borizt um höfum við ákveðið, að ekkert yerði flutt út úr húsinu," sagði Grímur Jónsson héraðslæknir í Hafnarfirði í viðtali við Dag- blaðið í morgun um maura þá, er vart hefur orðið við í húsi einu i Garðabæ. „Við teljum líklegt að eitur það er úðað hefur verið i húsinu hafi drepið þá en viljum vera vissir.“ Grímur sagði að maurar þessir, sem nefnast faro og eru örsmáir að stærð og brúnleitir, hafi sennilega borizt hingað með matvöru. Sagði hann að þá væri að finna í sætindum og kjöti en þó væru þeir langal- gengastir í mjölvöru alls konar. „Ég veit ekki til þess að ein- staklingum sé leyfilegt að flytja inn matvöru af neinu tagi,“ sagði Grímur ennfremur. „Það er því ljóst að stórlega þarf að herða eftirlit með slíku því að við höfum verið tiltölulega lausir við ýmiss konar ófögnuð af þessu tagi vegna þessa inn- flutningsbanns," Taldi Grímur að maurar þessir ættu að geta þrifizt hér, ef ekkí væri gripið í taumana, og benti á að enda þótt hingað til lands bærust oftsinnis skor- kvikindi ýmiss konar væru það oftast hitabeltispöddur sem dræpust fljótlega. í húsinu eru þrjár íbúðir og þar búa rússneskir vísinda- menn. sem hér hafa verið að störfum i suntar. — HP. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.