Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 01.10.1976, Blaðsíða 22
•n 1 HÁSKÓLABÍÓ Einu sinni er ekki nóg (Once is no( cnoiif’h) Snilldarlega leikin amerísk lit- mynd í Panavision er fjallar um hin eilífu vandamál, ástir og at<d og alls kyns erfiðleika. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Jacqueline Susan. Aöalhlutverk: Kirk Douglas, Alexis Smith, Brenda Vaccaro, Deborah Raffin. tslenzkur texti. Sýnd kl. 5 og 9. m NÝJA BÍÓ I Þokkaleg þrenning PETER FONDA SUSAN GEORGE DIIITY WIARY .GRAZY I.AIIIIY slenzkur texti. Ofsaspennandi ný kappaksturs- mynd um þrjú ungmenni á flótta undan Iögreglunni. Bönnuð innan 12 ára. Sýnd kl. 5, 7 og 9. BÆJARBÍÓ I í klóm drekans Æsispennandi mynd með beztu karateatriðum sem sézt hafa i kvikmynd. Aðalhlutverk: Bruce Lee og John Saxon. íslenzkur texti. Sýnd kl. 9. I HAFNARBÍÓ I Barnsrónið Frábær japönsk kvikmynd, spennandi og afar vel gerð. Toshiro Mifune. Tatsuya Nakadai. Leikstjóri: Akira Kurosawa. Bönnuð innan 12 ára. Endursýnd kl. 5 og 8.30. Skrítnir feðgar ó ferð Sprenghlægileg grínmynd. Seinni m.vndin um hina furðulegu Steptoc-feðga. Endursvnd kl. 3 og 11.15. I LAUGARÁSBÍÓ I The Romantic Englishwoman Áhrifamikil ný brezk kvikmynd með Oskarsverðlaunaleikkonunm Olenda Jackson í aðalhlutverki ásamt Michael Caine og Helmut Berger. Leikstjóri: Joseph Lose.v. Sýnd kl. 5, 7 og 9. íslenzkur texti. Barizt unz yfir lýkur Svnd kl. 11.10. GAMLA BÍÓ Ken Russells Film /ovoge me//ioh M Ensk úrvalsmynd, snilldarlega gerð og vel leikin. Leikstjóri: Ken Russell. Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 STJÖRNUBÍÓ I Emmanuelle 2 Heimsfræg ný frönsk kvikmynd i litum. Aðalhlutverk: S.vlvia Krist- el, Umberto Orsini, Catherine Rivet. Enskt tal, islenzkur texti. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Miðasala frá kl. 5. Stranglega bönnuð innan 16 ára. Nafnskírteini. Hækkað verð. I TÓNABÍÓ 8 Enn heiti ég Trinity (My name is still Trinitv). Skemmtileg ítölsk mynd með ensku tali. Þessi mynd er önnur m.vndin í hinum vinsæla Trinity myndaflokki. Aðalhlutverk: Bud Spencer Terence Hill. Endursýnd kl. 5, 7 og 9.15. 1 AUSTURBÆJARBÍÓ 8 Íslenzkur texti Magnum Force með Clint Eastwood. Bönnuðinnan 16ára. Endursýnd kl. 5. kvöld kl. 20, Sóiarferð 6. sýning uppselt. Hvit aðgangskort gilda. Laugardag kl. 20. Sunnudag kl. 20. ímyndunarveikin föstudag kl. 20. Litli prinsinn sunnudag kl. 15. Miðasala 13.15—20. Simi 1-1200. Höfum kaupanda að Chevrolet Blazer '73—'74. sem imelli greiðasl aðfulluá 10—12mánuðum. DACBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 1. OKTOBER 1976. tJtvarp Sjónvarp i . i. 8 Útvarpið í kvöld kl. 22.15: Til umrœðu Hvert stefnir í kjaramálum opin- berra starfsmanna? Þátturinn Til umræðu verður i kvöld og fjallar um mál sem mikið hefur verið í brennidepli undanfarið, hvert stefni í kjaramálum opinberra starfsmanna. • Þátttakendur eru Eiður Guðnason frétta- maður, Höskuldur Jónsson ráðuneytisstjóri og Kristján Thorlacíus formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Stjórnandi þáttarins er Baldur Kristjánsson. -FVI Gamla bíó: SAVAGE MESSIAH Brjólœði er svaríð við brjáluðum heimi Gamla bíó er að sýna stór- skemmtilega mynd þessa dag- ana „Savage Messiah“ eftir brezka kvikmyndagerðarmann- inn og leikstjórann Ken Russell. Myndin fjallar um stutt lífsstarf franska mynd- höggvarans Henrh Gaudiers og ástarævintýri hans með pólskri stúlku í París og London skömmu fyrir upphaf fyrri heimsstyrjaldarinnar. Þessi mynd sver sig í ætt við þær fyrri myndir eftir Russell, sem ég hef séð. Þær bera með sér að maðurinn telur brjálæði líklega eina svarið við brjáluðum heimi. Ofsi og grófleiki — sem þó verður yfirleitt ekki ljótur — eru áber- andi og kynlíf er sett á oddinn. Það kom þvi skemmtilega á óvart (og raunar mjög þægi- lega), að þrátt fyrir allt tal um kynlíf og líkamlegar fýsnir í þessari mynd, var ekki í henni ein einasta „ástarsena". Það eina í þá áttina var fallegt lítið augnablik, þegar Henri og pólska stúlkan snertu andlit og hendur hvors annars með litlum kossum. Henry Gaudier er leikinn af Scott Anthony, sem ég kannast raunar ekkert við en er myndarpiltur, og pólska stúlkan Sophie er leikin af Dorothy Tutin, sem lék kennslukonuna i sjónvarps- myndaflokknun. „A Suðurslóð“. Bæði fara á kostuin. einkum þó hann sem v.irðist mjög trúverðugur. Aðrir leikarar koma og við sögu og hvað mig varðar þá skila þeir hlutverkum sínum þannig, að allt eins gæti verið um heimildarmynd að ræða. An þess að ég sé kunnugur þeim fræðum sem Ken Russel þekkir og beitir, fer ekkert á milli mála, að maðurinn kann heilmikið fyrir sér i kvik- myndagerð. Leikstjórn og kvik- myndataka er þannig útfærð, að stöðugt er verið að koma manni á óvart, stöðugt eitthvað lítið, skrítið og skemmtilegt að OMAR VALDIMARSSON Kvik myndir gerast og ýkjurnartil þess eins að undirstrika án þess að koma kjánalega eða fáránlega út. Samkvœmisdansaklúbburinn heldur sína fyrstu skemmtun laugardag- inn 2. okt. kl. 9 í Brautarholti 4. VETRARSTARFIÐ KYNNT. DANSAÐ TIL KL. 2. Miöa- og horóapantanir milli kl. 5 og 7 í síma 27676. Verið með fró byrjun. SAMKVÆMISDANSAKLUBBURINN Scott Anthony í hlutverki franska myndhöggvarans Henri Gaudiers. Söguþráðurinn skiptir e.t.v minna máli. Henri er ungur listamaður í París og ætlar að verða frægur. Sophie kemur frá Póllandi og ætlar að njóta friðar og innblásturs menning- arborgarinnar til að skrifa skáldsögu sína um sannleikann. Þau hittast á bókasafni, verða ástfangin, trúlofast og flytja saman i kompu undir járn- brautarstöð. Þar býr hann til aínar myndir, reynir að komast |upp í hjá henni (en hún segist einfaldlega ekki hafa áhuga), elskar hana á sinn hátt. Svo brýzt út stríð, en þá hefur hann búið til myndir fyrir heila sýningu. Sýningin er haldin án hans, þvi hann fellur í bardaga. Þessi Gaudier mun hafa verið til en í Gamla bíói var engar upplýsingar að fá, hvorki um hann né myndina. Kvikmynda- bækur ritstjórnarinnar segja ekkert um m.vndina heldur — en það skiptir engu máli. Hútt er góð. Aftur á móti eru bekkirnir í bíóinu vondir og þröngt á ntilli þeirra. Textaþýðingin er hálf- gert klúður. -ov.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.