Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 2

Dagblaðið - 15.10.1976, Qupperneq 2
DAGBLAÐIÐ. FÖSTubAGUR 15. OKTÖBER 1976. ÞINGMENN RIFAST UM EINSKIS VERÐA HLUTI — svo eru dómsmálin í ólestri Jóhann Þórólfsson skrifar: Það er alveg tími til kominn að fara að vekja dómsmála- ráðherra af værum blundi. Hann er búinn að sofa nógu lengi á þeim málum. síðan hann varð ráðherra, og sem æðsta vald dómstóla á Islandi. Lítum á það réttar- far, sem við búum við á 20. öldinni. Að mínu áliti er það nánast vægast sagt svo lélegt að það er til stórskammar. Að bjóða þegnum þjóðfélagsins upp á slíkt öryggisleysi og þá málsmeðferð, sem heyrir undir hæstarétt, það að sjálfur Ölafur Jóhannesson með sitt fríða föruneyti í dómsmálaráðu- neytinu, þar sem hann er sjálfur höfuðpaurinn, skuli ekki taka þessi mál fastari tökun heldur en raun ber vitni, þarna á ég auðvitað við alla þá glæpastarfsemi sem si og æ er að færast í vöxt. Ég spyr, hvað hugsa eiginlega ráðherrar og alþingismenn? Þeir karpa tímunum saman í sölum Alþingis um mál sem eru í mörgum tilfellum miklu síður aðkallandi heldur en það sem hér er gert að umræðuefni. Það er sannarlega kominn tínii til að þessir 60 kjörnu fulltrúar þjóðarinnar fari að íhuga og gera róttækar breytingar í sambandi við það réttarfars- leysi er við búum við. Eg vil samt bæta því hér við að hið fámenna lögreglulið stendur Frá setningu Alþingis nú í október. sig með miklum sóma í sínu starfi, oft við erfiðar aðstæður, en slíkt er ekki hægt að segja um sjálfan dómsmálaráðherra. Að endingu skora ég á dómsmálaráðherra að svara þessum línum mínum og upplýsa um leið hvað framund- an er í þessu efni. Eg leik ekki Polla — segir Gísli Rúnar Gísli Rúnar Jónsson skrifar: Að gefnu tilefni, sem er, að H „Ég leik ekki Pál lengur,“ segir Gísli Rúnar Jónsson. Hér er hann með Sigríði umsjónar- konu Stundarinnar. fjöldi fólks hefur komið að máli við mig og kvartað yfir hvað mér farist illa úr hendi hlut- verk Páls í „Stundinni okkar“ eftir að útsendingar hófust að nýju í haust, vil ég geta þess, að ég á hér engan hlut að máli, þar sem ég sagði hlutverkinu lausu sl. vor og hef ekki komið nálægt því síðan. Raddir lesenda KOMIÐ TIL HJÁLPAR Tilkynning tií Kommunista, maoista, leninista, marxista og trotzkyista, sem nú eru með- limir í lýðræðisflokkunum á íslandi. Við óskum eftir fólki til alls konar erfiðisvinnu. Við bjóðum sömu kjör og félagarnir i A-Þýzklandi hafa: 48 stunda vinnuvika, 550-900 a-þýzk mörk á mánuði, sjálfboðaliðsvinna á laugar- dagskvöldum og sunnudögum, ókeypis pólitískur kvöldskóli (skylda), ókeypis herskylda. Komió til okkar og hjálpið okkur að eyðileggja íslenzka lýðræðisþjóðfélagið og allt sem áunnizt hefur til mannsæmandi lífs, svo sem: eigin íbúð, eigin bíl, eigin-konu og börn, málfrelsi, ritfrelsi, prentfrelsi, hugsunarfrelsi, lestrarfrelsi, kvikmyndafrelsi, ferðáfrelsi, atvinnufrelsi. Lítið á árangur okkar. Okkur hefur þegar tekizt að afnema: útvarpsfrelsi, sjónvarpsfrelsi, verzlunarfrelsi. Hugsið ykkur bara: ef stjórn fólksins hefði hangið eitt ár í viðbót hefðum við getað útrýmt öllum bæjar-, samvinnu-, og ríkis-fyrirtækjum. Ötalið annað. Umsóknareyðublöð hjá FLOKKNUM. Svar til Þórkötlu Þórðardóttur: ÞORKATLA ÞOLIR ENGA BIÐ Fina fólkiði! SKATTARNIR DUGA VART FYRIR SORPHREINSUN FRÁ SLOTUM ÞESS Þórkatla Þórðardólllr akrifar: Hinn tyndlauai selur(?) Geir R. Anderten, Sólvallagötu 59 kjallaranum, ritar all- hástemmda grein I Dbl. 14. ág. þar sem hann ruglar öllu aaman, skattamálum, áfengum bjór. „guðs náó". smygli o.fl: Jafnframt syndgar Geir upp á náðina og lýslr alla landsmenn samseka skattsvikara. Ösjálf- rátt hvarflar að manni, að hann hafl verið I bjórnum nýkominn af erlendri grund. þegar hann reit þessa móðursjúku grein. Við skulum ekki barma það, að skattskrAin komi út. Það er blátt afram nauðtvnlegt enn um sinn. Við heiðvirðir skatt- borgarar höfum ekki komið auga á neinar móðursýkislegar fréttir um gjöld eins eða ncins, aðeins blákaldar tölur, sem tala slnu máli. ásamt hæverskum hugleiðíngum frá einstaka borgara. hvort hér hafi ekki brðið mistök eða e-ó sllkt. Þar er hvorki á ferðinni hneykslun eöa öfund, heldur aðeins sú réttlætiskennd að eitt megi yfir •H* ganga. Það er ekkert rétt- læti I þvl, að lltill hluti borgar- búa og sá hluti, sem ennþá nennir að vinna og telur heiðar- lega fram tekjur sinar og gjöld, þræli undir öllum þessum lög- fræðingum, viðskiptafræðing- um. hagfræðingum, fram- kvæmdastjórum, stórkaup- mönnum, læknum og alþingis- mönnum. sem velta sér I slgllngum og lúxus með gler- flnar og skinniklæddar frúr slnar og afkvæmi, og greiða svo litla skatta. að það er vart fyrir sorphretnsun frá slotum þeirra. Það eru ekki endilega ein- hverjar smugur á skatta- kerfinu, sem gera þetta kleift, heldur kjarkleysi skattayfir- valda, sem þora ekki að hrófla við þessu „fina" fólki af ótt* við, að eitthvað óþægilegt hrynji. Það er ráðist að úlpu- þjófum og alls konar smáþjóf- um i þjóðfélaginu, en svo nær kjarkurinn ekki lengra Það þarf enga lagabreytingu til að kippa þessu I lag. Mælirinn er nú þegar fullur. Þetta þolir enga bið. Hin vinnandi alþýða lætur ekki lengur bjóða sér þetta. misrétti. Nú þegar og tafarlaust skulu þessir ðmagar teknir I gegn 6 ár aftur I tlmxnn hver á fætur öðrum. Kæmi þá svo dálagleg fúlga I rlkiskassann, að hægt yrði að Veita hinum skattpindu 25% afslátt I ár, kæmust þeir þá I eina siglingu. meðan þeir enn eru ofar moldu og gætu bergt hinn Ijúffenga mjöð. Geir R. Andersen skrifar: Kæra Þórkatla. Ég heíoi nú gjarnan viljaö bæta við réttnefni þínu í fyrirsögnina, en svo djarfur gerist ég þó ekki. Þótt við séum að mörgu leyti á sama' báti i lífsins ólgusjó, þá er það nú svo, að ég get með engu móti stutt hugsjónir þínar hvað „fína fólkið“ og skattana áhrærir. Sumir fara i hundana, aðrir í kommana eða rauðsokk- ana, jafnréttisráð eða hvað það' nú heitir allt þetta lið, sem styður vel við bakið á þeim sem „minna mega sín“ í þjóðfélag- inu.. Helzt vil ég komast hjá þessu öllu og standa utan við og langt frá slíkum „hjálparhellum", sem byggja fylgi sitt á sjálfskaparvíti hvers og eins. Þötl ég sé með allt mitt ritsmíða-hafurtask i „kjall- aranum“, eins og þér er kunnugt, dregur það ekki úr mér kjarkinn við að halda á lofti þeirri stefnu, sem mér finnst ein réttlæta það, að haldið sé áfram að lifa lífinu í þessu annars harðbýla og einangraða landi, þ.e.a.s. einstaklings- og sjálfsbjargar- stefnu. Skattalöggjöfin er götótt, og það veit ég, að værum við ekki almennir launþ. myndum við bæði faru þá leið, sem „fína fólkið" fer, krækja fyrir horn og leggja hausinn i bleyti, áður en skattaskýrslan er undirrituð að viðlögðum „drengskap“. Og skattalöggjöfin á íslandi er nú einu sinni þannig úr garði gerð, að hún býður hverjum þeim, sem til þess hefur þor og getu, að verða ómagi á þjóðinni með því að nota sér svo til ótak- markaðan vaxtafrádrátt sér til framdráttar við skattlagningu. En hvernig varþað. minntist þú nokkuð á i ritsmið þinni að afnema vaxtafrádrátt, svo að í eitt skipti fyrir öll mætti nú loka f.vrir skattsvikin? Eg minnist þess ekki. En hefðirðu gert það, þá myndirðu aldeilis hafa komið við kvikuna á „fína fólkinu". Og þeir eru margir, sem vilja verða ómagar. og svo ein- kennílegt sem það er. þá eru þeir ekki síður úr hópi hinnar svokölluðu „vinnandi alþýðu", en úr öðrunt stéttum þjóðfélagsins. Stiiðug ásókn er i það að komast á framfæri hins opinbera t.d. með því að fá leiguhúsnæði hjá borginni, sækja um hvers konar styrki, sem hið opinbera hefur, því miður, verið allt of óspart á að veita, jafnvel fullfrísku fólki, sem hefur tamið sér þann lífs- stíl að vorkenna sjálfu sér og halla sér í útbreiddan faðm vinstri aflanna, sem lofa öllu fögru ef það fellur fram og tilbiður þau. En blessuð vertu ekki jafn- bitur út í lífið og þú lætur í ritsmíó þinni, en hóflega svartsýn þó, því það góða skaðar ekki. Þú veizt nú, hvernig fer fyrir þeim, sem leggjast í víl og volæði út af því að þeim finnst þeir alltaf vera að þræla undir öðrum, og nefna þá gjarnan til lögfræðinga, for- stjóra, stórkaupmenn, lækna o.s.frv. Nú er byrjað að auglýsa sólarlandaferðir að nýju, og þar sem ég þykist viss um, að þú skuldir sjálfri þér eina slíka og átt það áreiðanlega skilið, þá láttu verða af því að tryggja þér miða með einni af fyrstu ferðunum og láttu lönd og leið áhyggjurnar af þvi, hvort sorp verður hreinsað eða ekki hreinsað frá slotum „fína fólksins". Allt er betra en að þurfa að láta „leggja sig inn" á „Strand".

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.