Dagblaðið - 15.10.1976, Side 8

Dagblaðið - 15.10.1976, Side 8
8 Áhugamenn um bifreiðaíþróttir Stofnfundur bifreiöaíþróttadeildar F.Í.B. verður haldinn í Ráðstefnusal Hótel Loftleiða sunnudaginn 17. okt. nk. kl. 14. Markmið deildarinnar er bifreiðaíþróttir, t.d. rally, rally-cross, ísakstur o. fl. Skýrt frá brautarlagningu. Áhuga- menn fjölmennið, vélhjólamenn vel- komnir. Stjórnin. Simavarsla — afgreiðsla Við óskum að ráða vanan starfs- kraft til símavörslu og afgreiðslu- starfa. Nokkur vélritunarkunnátta æskileg. Laun samkvæmt launakerfi ríkis- starfsmanna. Umsóknir sendist skrifstofu okkar aö Lindargötu 46 fyrir 25. þ.m. Fasteignamat ríkisins. Heildsölubirgðir FrakkastíR. — Símar mW, 1059Ö DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUH 15. OKTOBFH 197f> Nú þarf ekki lengur að bera vatn í mjólkurbrúsum: EN VATN í KRANA GETUR VERIÐ DÝR „MUNAÐUR” — kostaði milljón ó hvert býli í Flóanum 1 mörg ár hefur það verið talið sjálfsagt að hafa rennandi vatn-í krana. Samt sem áður er aðeins ár síðan að vatnsveita kom í Sandvíkurhrepp. „Nú er pað liðin tið að bera vatn í mjólkurbrúsum langar leiðir. Stundum þurfti að fara alla leið á Selfoss og ná í það,“ sagði Málfríður Benediktsdóttir hús- freyja að Stóru-Sandvík í Sand- víkurhreppi í samtali við DB. Hún sagði að nú loks væru komnir brunahanar í hreppinn og það væri þægilegt að vita að loks fengist nóg að vatni ef kviknaði í einhvers staðar. Það hefði verið mjög mikið öryggis- leysi að vita til þess að vatns- leysi stæði í vegi fyrir því að hægt væri að bjarga verðmæt- um frá skemmdum ef eldsvoða bæri að höndum. Sandvíkurhreppur hafði pamvinnu við Selfoss við bygg- ingu vatnsveitunnar. Vatnið er leitt úr Ingólfsfjalli. Nú hafa öll býlin 17 að tölu, sjálfrenn- andi vatn og er það mikill munur að eiga ekki yfir höfði sér vatnsleysi þegar rafmagn fer t.d. í vondu veðri. Þá stöðvuðust vatnsdælurnar sem voru á hverjum bæ en þær voru mjög afkastalitlar. Einnig gat farið svo að sumir bæir yrðu alveg vatnslausir þegar miklir Málfríður húsfreyja í Stóru-Sandvík er að vonum ánægð með að fá rennandi vatn í kranana. Þessi „munaður" þykir sjáifsagður í dag enda hafa Reykvikingar notið hans áratugum saman. Myndina tók Gunnar Vigfússon fyrir Sveitarstjórnarmál. þurrkar voru. Voru þeir stund- um vatnslausir í margar vikur. Það má segja að vatnsdrop- inn sé dýr hjá hreppsbúum, vatnsveitan kostaói rúmar 13 milljónir, eða eina milljón á hvern kílómetra í lögn. Það eru fleiri sem borga vel fyrir að fá vatnsveitu. Þrir hreppir í Flóa, Villingaholts- hreppur, Gaulverjabæjar- hreppur og Stokkseyarhreppur, hafa nú fengið sjálfrennandi vatn á bæi sín, en þeir eru 93 i þessum þrem hreppum. Kostnaðurinn varð um 90 millj- ónir króna, eða ein milljón á hvert býli. Það sem gerir þessar framkvæmdir mögu- legar er að framiag ríkisins er 50% af kostnaðinum. —KP. Landssamband slökkviliðsmanna þingar: AÐ SLOKKVA ELDINN ÁÐUR EN HANN KVIKNAR ,,Oft verður lítill neisti að stóru báli en það viljum við einmitt reyna að koma í veg fyrir þegar verðmæti og mannslíf eru í veði,“ sagði Halldór Vilhjálmsson, úr slökkviliði Keflavíkurflugvallar og nýkjörinn ritari Landssam- bands íslenzkra slökkviliðsmanna sem þingaði á Akureyri fyrir skömmu, er hann ræddi við DB. „En til að koma í veg fyrir eldsvoða verður að stórauka eld- Varnareftirlit og almenna fræðslu um eldvarnir, meðal annars með útgáfu blaða, bóka og ritlinga. Mjög mörg mál voru tekin fyrir á þinginu sem var hið fjórða í röðinni og margar tillögur sam- þykktar sem miða að því að bæta ríkjandi ástand í eldvarnarmálum og málefnum slökkviliða vítt og breitt um landið. Við teljum að þau félög, sem hafa með höndum skyldutryggingar fasteigna hér á landi, Brunabótafélagið og Sam- vinnutryggingar, eigi að láta endurskoða þann hátt sem lýtur að kostnaðarframlagi og þátttöku þeirra í uppbyggingu og rekstri slökkviliða og eftirlits — með öðrum orðum — taki meiri þátt í kostnaðarhliðinni." Ársþingið, þar sem voru full- trúar frá 32 félögum, samtals nærri 800 slökkviliðsmönnum, skorar einnig á sömu aðila, Brunabótafélagið og Samvinnu- tryggingar, að þau láta endur- skoða reglugerðir um arðgreiðslu til íbúa hinna einstöku bæja og sveitarfélaga svo að hún megi verða réttlátari en verið hefur. Samtök slökkviliðsmanna láta sér fátt óviðkomandi sem að eld- varnarmálum lýtur. Vakin var eftirtekt á út- kallsmálum ísfirðinga, ef elds- voða ber að höndum, en starfs- stúlkur Pósts og síma vilja ekki gegna því hlutverki lengur, telja það ekki í sínum verkahring, nema kauphækkun komi til. Einnig var rætt um eldvarnir á sjó og bent á að eldur verður varla slökktur með þeim litlu og allt of fáu tækjum sem um borð eru og því miður oft í ólagi. Þá vildu slökkviliðsmenn að fjölgað yrði svonefndúm „froðutrektum" um borð í skipurn Landhelgis- gæzlunnar en aðeins eitt skip hefur slíkan útbúnað. „Sú skoðun er allt of ríkjandi meðal manna að hlutverk okkar sé aðallega að slökkva eida sem kviknað hafa, en við lítum ekki síður á okkur sem eldvarnamenn, — að slökkva eldinn áður en hann kviknar, ef svo má að orði kornast," sagði Halldór, „og til að ná sem mestum árangri var sam- þykkt á þinginu að taka upp sam- skipti við norræn slökkviliðs- félög, blaðið okkar, „Slökkviliðs- maðurinn", kemur út tvisvar á ári og flytur ýmsan fróðleik — er eins konar uppsláttarrit fyrir slökkviliðsmenn. Þá er verið að prenta fyrstu bókina í stórum flokki sem gefin hefur verið út af brunamáladeild háskólans i Okla- homa í USA.“ Núverandi formaður LSS er Armann Pétursson, slökkviliði Re.vkjavíkur. Með honum. í stjórn eru Gunnlaugur Búi Sveinsson, Akureyri, Halldór Vilhjálmsson. Keflavíkurflugvelli, Egill Olafs- son, Sandgerði og Þórður Kristjánsson Keflavíkurflugvelli. —emm Minni vinna í hraðfrystihúsinu ó Eskifirði: r w STARFSFOLKIÐ HVILDINNI FEGIÐ Síðastliðinn hálfan mánuð hefur verið töluvert minna aó gera í Hraðfrystihúsi Eskifjarðar. Stafar það fyrst og fremst af því að tveir bátanna, Hólmatindur og Sæljónið, hafa báðir verið í slipp á Akureyri um nokkurn tíma en eru væntanlegir heim í dag eða á morgun. Hólmanesið hefur að undanförnu verið við veiðar á Vestfjarðamiðum en kom inn á mánudagskvöld eftir um hálfs mánaðar útivist. Hafaldan og aðrir smábátar hafa !agt upp í frystihúsinu að undanförnu. Starfsfólk frystihússins hefur verið hvíldinni fegið enda yfir- leitt geysilega mikil vinna þar endranær. Sæberg SU 9 kom inn í f.vrra- kvöld með um 60 tonn af síld. Var hún frekar smá en skipstjórinn á bátnum. Aðalsteinn Valdimars- son, kvað þá skýringu á því, að síldin væri farin að þjappa sér meira sarnan og kæmi það niður á stærðinni. -RJ/jb.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.