Dagblaðið - 15.10.1976, Side 10

Dagblaðið - 15.10.1976, Side 10
1D mmiABtt frjálst, áháð dagblað 'Útgefandi Dagblaðiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. ‘Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjórnarfulltrúi: Haukur Helgason. Aðstoðarfrétta- stjóri: /Wi Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrit Asgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason, Asgeir Tómasson, Berglind Asgeirsdóttir, Bragi Sigurðsson, Erna V. Ingólfsdóttir. Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétursson, Jóhann^ Birgis-. dóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristíh Lýðsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir Arni Páll Jóhannsson, Biarnleifur BjarnléifsfÖh. Sveinn Þormóðsson. Gjáldkeri: Þráinn porleifsson. ureifinggrstjóri: Már E.M. Halldórssoi Askriftarcjald 1100 kr. * mánuði innanlands. 1 lausasölu 60 kr. eintakið. Ritstjórn Slðumúla 12, sími 83322, augiýsingar, asknftirog afgreiðsla Þverholti 2. simi 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið hf. og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Síðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Léleg býti Forsætisráðherra er byrjaður að undirbúa jarðveginn fyrir nýja samninga við Breta um veiði- heimildir eftir fyrsta desember. Hann hefur að vísu ekki sagt berum orðum, að ríkisstjórnin ætli að semja um áframhaldandi veiði Breta. En menn skilja grunntóninn.Rökin eru þau, að okkur væri hagur í að skipta á heimildum okkur til handa til veiða í Norðursjó og við Austur-Grænland og heimildum handa Bretum til veiða innan 200 mílna landhelginnar hér. Efnahagsbandalagið verður væntanlega sá aðili, sem næst verður að mæta, ekki Bretar sem slíkir. Bandalagið mun taka að sér samninga fyrir hönd aðildarríkja sinna. Þar sem Danir eru í bandalaginu, er það rétt, að við það er að skipta, þegar fjallað verður um veiði við Austur-Grænland. Ef við rekum Breta af höndum okkar, kynni bandalagið ennfremur að beita okkur þvingun- um með niðurfellingu tollfríðinda á sjávaraf- urðum, sem fengust fram í vor. En hversu góð kaup eru það, sem forsætis- ráðherra talar um? Norðaustur-Atlantshafsnefndin skammtaði okkur síðastliðið vor 9.200 tonna kvóta af síld í Norðursjó til ársloka, austan fjórðu gráðu, og þrjú þúsund tonn að auki vestan hennar. Þessi rúmlega tólf þúsund tonn eru næsta lítið magn í samanburði við afla Breta á Islandsmiðum. Þegar veiðar okkar við Austur-Grænland eru síðan teknar inn í þetta dæmi, virðist forsætis- ráðherra láta þess ógetið, að af aðilum Efna- hagsbandalagsins eru það ekki aðeins Bretar, sem hér veiða, heldur aðrar þjóðir. Færeyjar eru til dæmis hluti af danska ríkinu. Því er rangt að stilla dæminu þannig upp sem forsætisráðherra gerir. Afli annarra þjóða bandalagsins, Vestur- Þjóðverja og Belga, færist að sjálfsögðu til tekna þess í slíkum samanburði. Við værum litlir karlar, ef við gengjum að þeim kaupum, sem í boði eru. Ríkisstjórnin hefur ekkert til sparað að aúg- lýsa, hversu mikinn sigur við höfum unnið með samningunum við Breta í Osló. Þar hafi fengizt viðurkenning á útfærslunni í 200 mílur. Bretar hafi viðurkennt, að eftir fyrsta desember verði það algerlega á okkar valdi, hvort þeir veiði hér áfram. Herskipaíhlutun komi ekki framar til greina. Þegar hugsað er til ofveiöi bæði inniendra og erlendra skipa á Islandsmiðum væri geysi- legt glapræði að færa sér ekki í nyt það, sem unnizt hefur. Við megum ekki glopra því nióur. Ríkisstjórnin á að vísa á bug smánarlegum tilboðum Efnahagsbandalagsins, þar sem okkur er sagt að láta mikið í skiptum fyrir lítið, og koma Bretum út úr landhelginni. DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 15. OKTÖBER 1976. Fyrst pyntaður — síðan myrtur með sprengingu — siðasta viðtal Orlando Leteliers, varnarmálaróðherra Allende-stjórnarinnar i Chile „Ég gat séð beint niður í garðinn. Svo heyrði ég skot... þurr, stuttaraleg skot.“ Þetta er setning úr frásögn Orlandos Leteliers, fyrrum varnarmálaráðherra Chile í stjórn Allendes, í viðali við bandaríska skemmtiritið Play- boy, mörgum mánuðum áður en hann var myrtur í sprengingu í Washington 21. september sl. Hlutar þessa viðtals, sem enn hefur ekki verið birt í heild sinni, voru birtir í síðustu viku. Þar lýsir Letelier hvernig hann var aðeins hársbreidd frá dauðanum 11. september 1973 þegar hann var handtekinn eftir aö stjórn Salvadore Allendes hafði verið steypt af stóli. „Jœja, nú er komið að ráðherranum“ „Eg sá ekki hver það var sem skaut en eg sa fólk leitt inn í eitt garðshornið, sem var utan við sjónhring minn. Sex eða sjö mínútur liðu áður en ég sá líkin borin í burtu. Skömmu fyrir klukkan fimm um morguninn heyrði ég ein- hvern segja: „Jæja, nú er komið að ráðherranum." Hálf- tíma síðar voru dyrnar á klefa mínum opnaðar og liðþjálfi einn skipaði mér að koma með sér. Einn hermannanna i fylgd hans var með lítinn klæðisbút með sér og ég taldi víst að það ætti að nota hann til að binda fyrir augu mín. Ég huesaði ekki um liðna daga og iíf mitt eða fjölskylduna. Ég hugsaði aðeins umþað semvárað gerast þá stundina, eins og til dæmis að ég vildi ekki láta þvinga mig til að krjúpa ... þetta var allt mjög óraunverulegt en samt var ég fullviss um að nú ætti að taka mig af lífi.“ Þegar Letelier kom fram á stigapallinn bar þar að herfor- ingja einn sem gaf skipun um að Letelier ætti að flytjast aftur inn í klefann. „Einn her- mannanna sagði við mig: „Þú ert heppinn, þitt heimska svín, þeir sleppa þér.“ CIA fullyrðir, að stjórn Chile, hafi hvergi komið nœrri. í þessu viðtali, sem birtist í Playboy í febrúar á næsta ári, segir Letelier í smáatriðum frá byltingardeginum, ffa pynting- um og nauðungarvinnu fanga, stuðningsmanna Allendes og stjórnar hans. Letelier, sem varo 44 ára, og félagi hans, Ronni Karen Moffitt, 25 ára, voru myrtir þegar sprenging varð i bíl þeirra á leið til vinnu í Washington snemma morguns 21. september Að hafa ekki riðið hrossum Sigurbjörns — eða hormsaga Listasafnsins Skítkast, skítkast, hrópa þeir nú, þeir sem finna að skuggi hefur fallið á draumaborgina þeirra. Þessir mannlífsins vixladrengir. Þessir menn sem skrifa í blöð og hafa atvinnu af því að koma skilaboðum, réttum skilaboðum, á milli sam- félagsþegnanna, en hafa gert það með þeim hætti, að' valda- kerfið er aðhaldslaust, svik og prettir og allt upp í skipulega glæpastarfsemi, daglegt brauð. Skítkast, skítkast, stendur í mannlífsins morgunblöðum. Þau eru yfir sig hneyksluð. Hættum þessu, segja þau. Nú er nóg komið. Ekki meira. Þetta verður áreiðanlega lagað. Fólk er orðið leitt á skitkastinu, segja þau. Fólk vill ekki fá að vita meira. Fólk er búið að fá nóg. Við skrifum ekki ljótt um náungann, segja mannlífsins morgunblöð. Þegar Morgunblaðið, og þaðan af minnispámenn, segir í Reykjavíkurbréfi að fólk sé orðið leitt á orðahnippingum, án þess að skilgreina nánar hvað við er átt. þá hafa þeir rétt fyrir sér ef þeir eru að krefj. ast vandaðri vinnubragða, vandaðra orðfæris. En séu þeír að krefjast þess líka að blaðamenn hætti að fjalla um samfélagsinnviði og það sem þar kynni að vera öðruvísj en það ætti að vera, séu þeir að krefjast þess að blaðamenn leggi það ekki í vana sinn að gera greinarmun á réttu og röngu, séu þeir að krefjast þess að blaðamenn hneigi sig tyrir valdinu og hætti að spyrja af ágengni, séu þeir að krefjast þess að allt fari i gamla farið, af því að fólk sé orðið leitt á skít- kastinu þá vinna þeirgegn rétt- læti og þjóna ranglæti. Það hafa þeir reyndar gert með því að halda að sér höndum árum saman — með örfáum undan- tekningum — og þess vegna ekki sízt er Island eins og það er. Þess vegna verður til tilefni blaðagreinar eins og þessarar. Viðskiptasaga frá sumrinu 1972 Veitingahúsið Glaumbær, sem Framsóknarflókkurinn átti, hafði brunnið til kaldra kola. Við augum blöstu bruna- rústir, við Sigurbirni Eiríks- syni, sem leigt hafði veitinga- húsið af flokknum, blasti peningamissir. Við athafna- mönnum flokksins blasti sam- komuleysi — þeir höfðu áður haldið samkomur sínar í Glaumbæ. Það heldur enginn fundi í brunarústum. Það segir sig sjálft og gefur auga leið. Flokkurinn átti líka húseign við Laufásveg, hún hafði líka orðið fyrir brunatjóni. Góð ráð voru dýr. En annars staðar i borginni var annað fyrirtæki, virðingar- vert og vel rekið. Aldrei hafði — eða hefur— minnsti skuggi fallið á rekstur þess. Þetta er Listasafn Islands og þvert á móti er það annálað fyrir að vera vel rekið. En eins og fleiri menningarfyrirtæki hafði Listasafn Islands verið í fjár- svelti árum saman. Til var byggingasjóður sem varð veittur var og i menntamála ráðuneyti, og í hann hafð: safnazt á nokkrum árum nokk- urt fé. En húsnæði safnsins var orðið allt of lítiö fyrir starfsemi þess . og þörfin til að breyta var brýn. Þá onnuðust flóðgátur viðskiptanna. Þarna var möguleiki. Ríkisvaldið, sem fjársvelt hafði Listasafnið — og það þarf ekki að vera undarlegt í sjálfu sér, ríkisvaldið hefur náttúrlega ekki óendanlegt fjármagn — fékk allt í einu köllun og var gripið miklum áhuga á framgangi lista i land- inu. Þess var farið á leit við Listasafnið að það hefði maka- skipti á húseign sem það hafði fengið í arf í Austurstræti og brunarústunum við Fríkirkju- veg og við Laufásveg. Það fjár- magn. sem þá vantaði, skyldi ríkisvaldið greiða. Eftir athugun féllst Lista- safnið á þetta, og var gengið frá samningum. Afstaða Lista- safnsins og þáverandi mennta- málaráðherra, Magnúsar Torfa Olafssonar, fyrir þess hönd er ofur skiljanleg. Sá skilningur lá í loftinu að ríkis- valdið myndi þegar í stað hefjast handa og gera húseignina við Fríkirkjuveg nothæfa. En listaáhugi þeirra, sem ríkissjóði ráða, dvínaði jafnskyndilega og hann hafði vaknað. Málefni brunarústanna voru send til húsameistara ríkisins. Síðan upphófst kostulegt strlc um þak hússins, meðan fé pao sem safnið þó átti hefur fuðrað upp í verðbólgunni og eignir þess legið undir skemmdum í brunarústum og raka. Að þrem- ur árum liðnum voru síðan veittar tvær milljónir á fjárlög- um til þess að reyna að bjarga húsinu og verðmætum Lista- safnsins, og tiltölulega nýlega var skipuð byggingarnefnd, en formaður hennar er Guðmund- ur G. Þórarinsson. Þá má loks kannske búast við að eitthvð fari að ganga. En áhugi ráðamanna ríkis- sjóðs á listum virðist heldur betur háður sviftingum I fjár- málaheiminum. Makaskipta- samningurinn Á meðfylgjandi mynd er biri ljósrit af makaskiptasamningi Húsbyggingasjóðs Framsóknar- flokksins og Listasafns íslands. Enn og aftur er afstaða Lista- safnsins skiljanleg, í ljósi þess að hafizt yrði handa um að standsetja húsið Listasafn Islands greið ir Húsbyggingasjóðnum 5 milljónir króna í peningum. Það mun vera bygginga- sjóðurinn sem lá í menntamála- ráðuneytinu. Siðan greiðir Listasafnið 7.2 milljónir með skuldabréfi til 10 ára. Menn athugi að þetta er árið 1972, svona upphæðir má allt að þrefalda sé fært til núgildandi verðlags. Þetta skuldabréf er gefið út af ríkissjóði. Ríkissjóður, sem fjársvelt hefurListasafnið árum saman, fyrr og síðar, á allt I einu 7,2 milljónir til handa

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.