Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDACUR 14. DKSEMBER 1976. r Þið fullorðna fólkið getið drukkið ykkur full á Sögu — það er enginn staður fyrir okkur sem erum 17-19 ára Ein sautján ára skrifar: Það hefur mikið verið talað um unglingavandamálið þessa dagana. Það er ekki nóg að tala og skrifa, það verður að gera eitthvað. Hefur enginn tekið eftir því ennþá, að það er enginn staður fyrir unglinga á aldrinum 17-19 ára??? Nei það er enginn einasti dans- staður í öllum bænum. Það komast ekki allir í Tónabæ, eins og ráðamenn halda. Það er ekki pláss fyrir alla unglinga í bænum eins og þeir halda. Tónabær kemur ekki til greina, því að okkur langar ekkert til aö skemmta okkur með 13-15 ára krökkum, Já, ég sagði 13- 15 ára, því að það er yfirleitt aldrei spurt um pássa á þeim stað. Þeir yngri reyna að komast inn, því þeir vilja skemmta sér eins og hinir. Þið ættuð að geta skilið það sem ráðið þessum málum að við viljum ekki skemmta okkur með þessum krökkum. Það sama gildir um krakka sem orðnir eru 20 ára, þeir vilja ekki vera með okkur og skemmta sér í sama húsi. Það á bara ekki saman. Fyrir þá sem orðnir eru 20 ára og eldri er nóg af stöðum. Það er óþarfi að telja þá upp, það eru allir skemmtistaðir í bænum!! Hvernig væri að breyta þessu? Hafið þið aldrei verið ungir, þið sem ráðið þessu? Það er auðvelt að halda það. Voruð þið kannski fæddir tvítugir, eða hvað? Svo eigið þið auðvitað engin börn, því þið eruð ekki eins og annað fólk. Þið skiljið ekki unglingana í dag. Svo langar mig að minnst á útvarpið nokkrum orðum. Það er alls staðar eins. 1 útvarpsráði eru allt garnlir karlar. Þeir skilja ekki að það sé til fólk með annan smekk en þeir. Þeir eiga líklega heldur engin börn? Þeir ættu að fá sér göngutúr, það er til fullt af ungu fólki á Islandi. Það keyrir ekki allt í bilum og þess vegna rekizt þið kannski ekki á það. En það er til fyrir það. Eg er alveg hissa á þessu tali að æskan sé að fara í hundana. Það eruð þið fullorðna fólkið sem eruð að fara í hundana. Þið skiljið ekki neitt, eruð einangruð frá öllum nema sjálf- um vkkur. Þið getið líka farið á JOLA- GETRAUN annaðhvort að setjast að á þess- um stað eða að leita hjálpar hjá kengúrunum og hún reyndist auðsótt. Jólasveinninn mun því fara hoppandi síðasta hluta leiðarinnar, heim á norður- slóðir, frá þessum fjarlæga stað, en nú er það ykkar að segja til um hver hann er. I síðasta áfanga jólaget- raunarinnar er hinn gamli kunningi okkar, jólasveinninn, kominn til fjarlægs heimshluta. Meiningin var nú að komast heim við fyrsta tækifæri en á heimleiðinni kom óhapp fyrir hreindýrasleðann fljúgandi sem hann ferðast á. Því var Setjið kross lausnina. við líklegustu A— Chile B — Thailand C — Ástralía Vcyí) Sögu og orðið full eins og þið viljið. Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af því að verða kalt á Hallærisplaninu. Til hamingju með alla skemmti- staðina ykkar. Vonandi eyðið þið ekki allt of miku í brennivínskaup þar. Unglingarnir hafa engan samastað. vistlegum húsum. þeir verða að standa úti meðan fuiiorðna fólkið skemmtir sér í Það er von að fólk reyni að bjarga sér Það er ósjaldan sem maður heyrir óánægjuraddir í þá átt að ekki sé búandi lengur á þessu landi sem forfeður vorir námu fyrir um 1100 árum. En af hverju stafar þetta? Því erum við allt í einu orðnir óánægðir með litla hólmann okkar „langt í burtu frá öðrum löndum" eins og segir í gamalli landafræði? Þetta er orðið býsna mikið umhugsunarefni margra, og nú alveg nýlega mátti lesa tvö lesendabréf Dag- blaðsins sem lýstu ástandinu í landinu okkar ekki sem bezt. I öðru tilvikinu var það kona, sem var alveg búin að fá nóg af því að draga fram lífið í þessu „gerviþjóðfélagi“, og í hinu til- vikinu var um að ræða, að því er virtist, mjög sanntrúaðan mann sem klykkti út með því í grein sinni að vitna til orða Krists. Hann var heldur ekki ánægður. En af hverju stafar þetta, þessi óánægja með landið okkar? Því miður get ég ekki frætt lesendur þessa pistils, þá sem nenna að lesa hann, um þetta þvi sjálfsagt renna margar stoðir undir hina ýmsu óánægju manna með þessa svo- kölluðu tilveru. Eitt er það samt sem mjög svo setur svip sinn á lífið í landinu; og á ég þá við hin gegndarlausu afskipti „hins opinbera" af högum fólks, sem bókstaflega veit ekki lengur hvað það má, og hvað það má ekki. Það er býsna hart að hafa ekki ráð á að lifa í sínu eigin landi, en það er einmitt það sem blasir við öllum sem á annað borð hugsa eitthvað um lífið og hvernig lífi okkar er stjórnað, eða öllu heldur of- stjórnað. Hinar svo kölluðu innkaupa- ferðir til Englands voru orðnar býsna vinsælar, því það var með ólíkindum hve miklu meira var hægt að fá fyrir peningana þar. Þessar inn- kaupaíerðir tíðkast lika í öðrum löndum, svo sem Dan- mörku, en þar er gífurleg dýrtíð. Auglýstar eru innkaupa- Þessi mynd er tekin fyrir utan flugstöðina í Keflavík af farþegum að koma frá útlöndum. ferðir til t.d. Flensborgar, og er þá farið með langferðabíl frá Khöfn. Ekki veit ég hvernig þessum innkaupaíerðalöngum reiðir af þegar þeir koma til Danmerkur með varning sinn, en varla lenda þeir í miklum vandræðum með það sem þeir kaupa, annars væru þessar ferðir ekki auglýstar. Fyrir nokkru, þegar enska pundið féll allverulega, streymdi fólk frá Danmörku til Englands til þess ,,að gera góð kaup". A sama tíma hélt félag vefnaðarvörukaupmanna fund og bauð upp á „erindi" toll- gæzlumanns frá Keflavíkur- flugvelli, sem hafði, að því er sagt var að fundi loknum, sagt frá því hve gegndarlaust sm.vglið væri í gegn um Kefla- víkurflugvöll. Nokkrum dógum síðar var birt viðtal við þennan toll- gæzlumann og „varaði hann Islendinga við að fara í þessar innkaupaferðir ". Hver maður, sem tekur sér far til útlanda fær ákveðna upphæð gjaldeyris til ferðar- innar, að sagt er. Auðvitað verður hver farþegi sér úti um meiri gjaldeyri á svokölluðum svörtum markaði, það vita allir. Nú er það svo að farþegi sem hefur ekkert keypt fyrir gjald- eyri sinn heldur eytt honum í „mellurog brennivín“ gengur í gegn um „gullna hliðið" án þess að þurfa að eiga nein viðskipti viðembættismenn tollgæzlunnar en hinn, sem eitthvað verðmæti hefur keypt, á von á því að verða tekinn í bakaríið; Svo ég tali nú ekki um það, ef hann hefur keypt sér eitthvað matar- kyns, en það er eitt af því sem ferðalöngum blöskrar hvað mest hve mikill verðmunur er á frá því verði sem við verðum að borga hér innanlands. Það er því von að fólk reyai að bjarga sér, því hér heima ér nú að verða ólifandi fyrir dýrtíð og ofstjórn sem allt ætlar að drepa. Það er ekki von á góðu, þegar skattar almennings eru miðaðir við það að greiða niður offram- leiðslu landbúnaðarafurða til útflutnings. i samkeppni við rnestu kjötútflutningsþjóðir veraldar, svo sem Argentínu og Nýja-Sjáland. Mér datt þetta (svonaj í hug SIGGI — FLUG 7877-8083

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.