Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 13
I)A(iBI.At)Ií). ÞKIÐ.IUDACUH 14 DESKMBER 1976. I íþróttir iþróttir 29 Iþróttir Iþróttir Þreyttir Islendingar töpuðu á Sjálandi! — íslenzka landsliðið tapaði fyrir Sjálandsúrvali 20-25 — kemur heim á morgun íslenzka landsliðið i handknattleik lék síðasta leikinn á keppnisferðalagi sínu — nú gegn Sjálndsúrvali. Landsliðið mátti þola tap 20-25 en greinilegt var að leikmenn voru þreyttir enda þolraun mikil að baki. Vegna símasambandsleysis við útlönd hefur okkur ekki tekizt að ná í fararstjórn íslenzka liðsins — stengurinn milli íslands og Skotlands slitnaði í gærkvöld. Leikurinn í gærkvöld var sveiflukenndur — að ekki sé meira sagt. tslenzka landsliðið byrjaði vel og tók þegar forustu — mest varð forusta íslenzka liðsins 5 mörk í fyrri hálfleik 8-3. Sjálandsúrvali tóks að minnka muninn fyrir leikhlé en þá skildu tvö mörk 11-9. Fljótlega i síðari hálfleik var ljóst hvert stefndi. Þegar 10 mínútur voru af síðari hálfleik hafði Dönum tekizt að jafna 13-13. íslenzku leikmennirnir virtust þreyttir. Valsmennirnir voru ekki Viðar Símonarson — var mark- hæstur í gærkvöld. með þar sem þeir héldu til Sovétríkjanna og leika síðari leik sinn við Mai frá Moskvu. Flestir leikmenn íslenzka liðsins léku sinn fjórða leik á 5 dögum og FH-ingarnir sinn 5 leik á 6 dögum. Var því ekki furða þó menn væru þreyttir. Enda fór svo að staðan breyttist í 21-14 — hvað eftir annað náðu Danirnir hraðaupphlaupum og skoruðu al' öryggi, en íslenzka liðinu tókst að minnka muninn fyrir lokin — lokastaða varð 25-20. Þrátt fyrir tapið í gærkvöld — má vel una við árangur íslenzka landsliðsins — liðið er í greinilegri sókn undir stjórn Czerwinsky. Mörk íslands skoruðu: Viðar Símonarson 5 (2 víti), Ágúst Svavarsson, Þorbergur Aðalsteinsson og Olafur Einarsson 3 mörk hver, Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson 2 mörk hvor, Viggó Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson skoruðu sitt markið hvor. Gunnar Einarsson stóð lengst af í marki tslands —en einnig varði Kristján Sigmundsson markið. Mikið var keyrt á sömu mönnum og það kom nokkuð á Ali snýst hugur —vill berjast Meistarinn mikli — Ali ætlar að berjast við Foreman Muhammed Ali ætlar ekki að hætta .... hann er hættur við að hætta. Svo segja að minnsta kosti nýjustu fréttir frá New York — og þangað til annaó kemur á dag- inn trúum viö þeim. Ali hefur átt ákaflega erfitt meö aö gera þaö upp viö sig hvort hann eigi aö draga sig í hlé —yfirlýsingar um það hafa gengiö á víxl undanfarn- ar vikur en nú loks virðist það vera aö komast á hreint að meist- arinn mikli í hinni eölu íþrótt sjálfsvarnarinnar — hnefaleik- um ætli aó berjast meir í hringn- um. AIi hefur sent WBA — Alþjóða hnefaleikasambandinu bréf þar sem hann biðst afsökunar á fjaðrafoki og óþægindum.sem óá- kveðni hans hefur valdið. Um helgina tilkynnti framkvæmda- stjóri Ali, Don King, að AIi hefði lagl drög að áætlunum um endurkomu í hringinn fyrir Alias Cordoba — forseta WBA. Ali hefur átt í mestu vandræð- um með að ákveða sig eftir hinn nauma og umdeilda sigur meistar- ans gegn Ken Norton í Iok september síðastliðins. Væntan- lega mun AIi berjast við George Foreman um heimsmeistaratitil- inn — en Ali tók einmitt titilinn frá Foreman í október 1974. Ali vill fá drjúgan pening fyrir sinn snúð — hann vill fá 10 millj- ónir dollara fyrir leikinn gegn Foreman — já, 190 milljónir króna. Ekki er ólíklegt að viður- eign kappanna fari fram í Kinshasa en hugsanlegur vett- vangur er líka Damaskus í Sýr- landi. Ekki er að ef að hnefaleika- áhangendur víða unj heim fagna þessari ákvörðun Ali. Ilann er litrikasti hnefaleikamaður frá upphafi — áreiðanlegasta lit- ríkasti iþróttamaðurinn i dag. Hætt er við að hnefaleikar misstu mikils ef Ali hætti — enginn er reiðubúinn aö feta í fótspor meist- arans. Areiðanlega myndu aðrir fá minni peninga en Ali fyrir baráttu sína — og hnefa- h‘ikar yiðu ekki jafn litríkir og áður. En þangað til mæna augu hnel'aleikaáhangenda lil Ali — meistarans mikla. óvart að Olafur Einarsson lék aðeins síðustu 10 mínútur leiksins — en skoraði þá 3 mörk. Markhæstur Dananna var Ole Lindquist með 6 mörk en Irving Larsen skoraði 5 mörk. Tap Fram í Júgóslavíu — Vió áttum afleitan fyrri hálfleik gegn Radnieki í síðari leik okkar í Evrópu- keppni meistaralióa kvenna í Júgóslavíu. Staðan í leikhléi var 17-1 en stelpurnar tóku sig saman í andlitinu í síðari hálfleik — þrátt fyrir þaö var tap okkar stórt 6-26. sagói Guðjón Jónsson. þjálfari Fram er DB náói tali af honum í Lundúnum í morgun en Fram iék sióari leik sinn viö júgóslavneska lióiö Rad- nicki á sunnudag. — Þaö var fjöldi áhorfenda er viö lékum og tauga- veiklun mikil hjá stelpunum. Lukkan var heldur ekki á okkar bandi — fjórum sinnum áttum við skot í stöng en flest mörk sín skoruðu júgóslavnesku stúlkurnar úr hraða- upphlaupum. Aó sjálfsögðu er ég mjög óánægður meö fyrri hálfleikinn en síðari hálfleikur var mun betri og stelpurnar eru reynslunni ríkari. Radnicki vann fyrri leik- inn hér heima 22-10 — því samanlagt 48-17. Mörk Fram skoruöu Guðríður Guðjóns- dóttir 4. Oddný Sigsteins- dóttir. Helga Magnúsdóttir og Bcrgþóra eitt mark hver. Armenningar hafa nú aukió forskot sitt í fjögur stig — og líklcgt að þeim takist að verja mcistaratitil sinn. Armenningar lögöu ÍR-inga á laugardag — niikilva-gur sigur. Hér er Björn Magnússon. Armenning- ur i haröri baráttu undir körfunni við þá Kolbein Kristinsson og Jón Jörundsson — og Björn hafði betur. DB-m.vnd — Sveinn Þormóðsson. Lenco »J5vc Flestum á óvart sigraði Ford Bernie Ford frá Brctlandi sigraði í miklu víðavangs- hlaupi sem fram fór í nágrenni London um helg- ina. Ford skaut frægum köppum aftur fyrir sig og kom sigur hans nokkuð á óvart. Vegalengdin var 8.550 metrar og keppnin mjög jöfn. Þannig skiptist for- ustan oft í hlaupinu — en Ford var þó alltaf framar- lega. llann átti síðan góðan endasprett — sigraði á 26:20.00 — annar varð David Black. einnig Bretlandi á 26:22.0 og í þriðja sæti varð silfurhafinn frá Montreal — Portúgalinn Carlos Lopez á 26:26.00. Dave Moorcroft hafnaöi í fjórða sæti — á 26:30.00 — en hann rétt náði tímanlega i hlaupið þar sem bíll hans bilaði á leiðinni. Evert íþrótta- maður ársins! Chris Evert — fremsta tenniskona heims var kjörin íþróttamaður ársins 1976 af tímaritinu ^ports Illustrat- ed í Bandaríkjunum. Kjör Evert kemur nokkuð á óvart í kjölfar olympíuárs — en þess ber þó að geta að Evert hefur átt mikilli velgengni að fagna. Hún sigraði á Wimbledon mótinu — óopinberri heimsmeistara- keppni tennisleikara. Hún siraöi einnig Opna banda-. ríska meistaramótið og var iðin við að vinna sér inn peninga —samtals nema verðlaun hennar það sem af er árinu um 64 milljónum króna. Jafntefli í Lundúnum Orient og Nottingham Forest léku f.vrri leik sinn í úrslitum ensk-skozka bikarsins i ga'rkvöld. Leikurinn fór fram í Lundúnum — á leikvelli Orient og lvktaði með jafntefli — 1-1. Nottingham liðiö varð fvrri til að skora þegar útherji liðsins — Jolin Robertsson skoraði. En Orient tókst að jafna — Derek Possee var þá að verki. Síðari leikurinn fer væntanlega frani á niiðvikudag — en þess ber að geta að vetur hefur lagzt þungt á Bretlandseyjar og fjölda leikja hefur verið frestað og því ekkert gefið í þeim efnum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.