Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 7
i> i»i<it>.n:i>.\(;uK 14. dkskmkkk 197h.
Tillögur fjárveitinganefndar — milljarði
bætt við fjárlög — og mjög margt óafgreitt
94 MILUÓNIR í STYRK
TIL STÓRU TOGARANNA
Eitthvað nálæst milljarði
bætist við fjárlagafrumvarpið
samkvæmt tillögum fjárveit-
inganefndar sem komu fram í
gær. Margt er enn öafgreitt svo
að ekki er enn séð hve há fjár-
lögin verða. Þá leggja einstakir
þingmenn fram frekari tillögur
um hækkanir sem koma fyrir
aðra uinræðu um fjárlögin.
94 milljónum skal varið til að
styrkja rekstur stóru togaranna
samkvæmt tillögum nefndar-
innar.
70 milljónum verður varið-til
kaupa á Landakotsspítala.
Upphæðin er í samræmi við
samning sem gerður hefur
verið um kaup á sjúkrahúsinu.
Til bvggingar skóla fyrir
þroskahömluð börn verður var-
ið 45 milljónum í staö 5. sem
var á fjárlagafrumvarpit’u. Við
bætast ennfremur til Hlíða-
skóla 15 milljónir og 30 milljón-
ir til Öskjuhliðarsköla.
Framlög ríkisins til dagvist-
unarheimila hækka úr 85
milljónum í tæplega 111
milljónir.
Framlög til bvggingar grunn-
skóla og íbúða fyrir skólastjöra
eru hækkuð um 32 milljónir frá
þvi sem í fjárlagafrumvarpinu
greíndi.
Framlög til grænfóöufsverk-
smiðju hækka um 20 milljónir.
Hækkun til byggingar ríkis-
fangelsa og vinnuhæla nemur
70 milljónum. Hækkun vegna
iauna í Hafrannsóknastofnun
er um 50 milljónir.
Vegna tjóns af
nóttúruhamförum
Nýr liður, 40 milljónir. kem-
ur inn vegna tjóns af náttúru-
hamförum í Norður-
Þingeyjarsýslu, yfirfærslur til
sveitarfélaga.
40 milljónum skal verja til
kaupa á röntgentækjum.
Framlög til hafnarmann-
virkja og lendingarbóta eru
hækkuö um ríflega 81 miltjón.
Lífeyrissjóður
starfsmanna
stjórnmólaflokka
Þá kemur til sögunnar nýr
liður í fjárlögum. lífeyrissjóður
starfsmanna stjórnmálaflokka,
og vill nefndin aö framlög til
hans veröi áætlaðar 6,5 milljón-
ir á næsta ári.
Til eflingar iðnþróunar og
tækninýjunga í iðnaði skal
verja 16 milljónum í stað 10 og
til ullar- og skinnaverkefnis
sérstaklega skulu fara 5
milljónir.
Framlög til byggingar
sjúkrahúsa eru samkvæmt til-
lögum nefndarinnar hækkuð
um nálægt 27 milljónum.
Hækkun til Kennaraháskólans
nemur 23 milljónum frá því
sem fjáriagafrumvarpið
greindi.
Nýr liður, námslán lækna-
stúdenta, kemur til sögunnar
og fær þrjár milljónir.
Lagt er til að gjaldfærður
stofnkostnaður vegna sýslu-
manns í Borgarnesi hækki um
20 milljónir, sem er ætlað til
byrjunarframkvæmda við að
byggja yfir embættið.
A sama hátt er lagt til að
hækkun vegna sýslumannsem-
bættis og bæjarfógeta á Eski-
firði hækki um 15 milljónir
vegna byrjunarframkvæmda
við hús yfir embættið.
Hóþrýstirannsóknir
Fjárveiting til Sædýrasafns-
ins á að hækka um 1,5 milljón-
ir. Styrkur til Hjartaverndar
hækkar um 3 milljónir og um 4
milljónir til matvælarann-
sókna.
Þá kemur inn nýr liður, til
háþrýstirannsókna, 5 milljónir.
Tilgangurinn ér að koma á fót
göngudeild til rannsóknar og
meðferðar sjúklinga með háan
bloðþrýsting.
Félög asmasjúklinga og
exemsjúklinga l'á 300 þúsund
hvort.
„Óvœnt“
tolltek jutap
í fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir að samþykkt
nýrrar tollskrár minnki tekjur
ríkissjóðs um 600 millj. Nú,
þegar tollskrárfrumvarpið er
fram komiö, kemur í ljós að
minnkunin verður enn meiri,
eða 500 milljónir til viðbótar.
Enn hefur ekki verið tekið
tillit til þessarar breytingar en
verður gert fyrir 3. umræðu um
fjárlagafrumvarpið.
Margt eftir
Fjárveitinganefnd hefur enn
ekki unnizt tfmi til að ljúka
afgreiðslu margra þátta fjár-
lagafrumvarpsins, að sögn
nefndarmanna. Má þar nefna
framlög til ferjubryggja, vega-
gerðar, sjóvarnargarða, starfs-
mannahalds í heilsugæzluþjón-
ustu ríkisspítalanna, héraðs-
skóla, væntanlegrar rannsókn-
arlögreglu ríkisins, íþrótta-
mannvirkja, Pósts og síma,
Rafmagnsveitna ríkisins og.
Orkustofnunar, auk almennra
áhrifa af breyttum verðlagsfor-
sendum á tekjur og gjöld.
Þá er lánsfjáráætlun óaf-
greidd, auk smærri liða.
-HH
Ný fataverzlun opnuð í Keflavík:
YFIRSTÆRÐIR Á
FATNAÐIFYRIR
SUÐURNESJABÚA
„Yfirstærðirnar -á þær munum
við leggja mikla áherzlu. bæði í
kven- og karlmannafatnaði,"
sagði Arni Santúelsson kaupmað-
ur með fleiru i Keflavík. A dögun-
unt opnaði hann nýja- fata- og
gjafavöruverzlun við Ilafnargöt-
una, „með því móti- viljum við
koma ti! móts við þá sem eiga í
erfiðleikum með að fá réttar
stærðir á sig en auk þess verðum
við með ge.vsilega mikið \irval af
öllum venjulegum stærðum fvrir
börn, allt frá fæðingu til ferming-
araldurs, fyrir táninga og þar yf-
ir.-svo og dömu- og herradeild.”
Víkurbær. tizkuhæð, er á II.
hæðinni. fvrir ofan Vörumarkað-
inn, á 200 ferm teppalögðu gólfi.
Inivréttingar eru sniðnar að er-
lendri fyrirmvnd, sumar sóttar í
verzlanir við Ströget í Kaup-
mannahöjn en annað er láknrænt
fyrir Keflavik sem útgerðarbæ.
svo sem spírurnar sem aðskilja
sumar deildir.
„Vörurnar eru að rniklum hluta
til enskar, ke.vptar inn af mér og
Guðnýju. eiginkonu rhinni. sem
verður verzlunarstjóri. Með því
aö annast innkaupin sjálf von-
umst við til að geta ávallt verið
með það nýjasta og bezta sem er á
mar'kaðinum erlendis. Einnig
munum við að sjálfsögðu hafa á
boðstólum íslenzkar vörur. sem
eru samkeppnisfa»rar að verði og
gæðum. svo sem úlpur. ýmiss kon-
ar herrafatnað, stakar buxur og
fleira," sagði Vrni.
Þau hjönin reka. sem kunnugt
er, Vikurbæ. hljómplötu- og ljós-
mvndavörudeild. „íhugað var að
flytja þá verzlun í þessi húsa-
kynni. enda tvær hæðir ónotaðar.
en vegna þess að viðskiptin „á
Arni Samúelsson í hinni nýju verzlun sinni (DB-mynd emm).
bezta horni bæjarins" aukast sí- Ekki ntá gle.vma að beta þess að og skre.vtingarstúlka mun annast
fellt höfunt við horfið frá þvi ráði. blómasala er í nýju verzluninni þar afgreiðslu." emm
Jólamarkaöurinn að Laugavegi 26
Á jólamarkaðnum er ótrúlegt vöruúrval og þér gerið
^ * hvergi betri kaup fyrir jólin
rar ff" rv
j
HÖFUM M.A.
Á B0ÐSTÓLUM:
Appelsínur Leikföng
Mandarínur Gjafavörur
Epli Jólatré
Greip Kerti
...» \ Banana Myndir
Verið velkomin \ den^'5 \ Vínber Jólaskraut
Nýjar vörur
teknar upp
daglega
VERZLANA
IhölliinT
Á ANNARRI HÆÐ
Verzlið í
Verzlana-
höllinni
Laugavegi
26, það er
spor í
rétta átt
LAUGAVEG 26
\jr