Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 11
DAOBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACUH 14. DKSKMBKK 1976. þar vann. frá því hvernig venjulegt geðheilt fólk hagaði sér í skothríöinni: ..Við sáum siðmenntaða og langskóla- gengna menn. sem við vitum að eru prýðilegir læknar, skríð- andi uppi á þökum og svölum húsa.skjótandi á allt sem hreyfðist með rifflum. Það versta var hins vegar, að starfsfélagar mínir, sem svarið hafa þess eiða að bjarga manns- lífum voru nú að taka fólk af lífi á grimmilegan hátt.“ Geðlæknirinn, sem hér um ræðir, Abdul Rahman Labban, er einnig yfirmaður sjúkrahúss fyrir eldra fólk, sem í flestum tilfellum er lagt inn á spítalann til þess að deyja. Þess vegna er eitt af stærstu líkhúsunum i Beirút á spítalanum og það var mikið notað í borgarastyrjöldinni. ,,A fyrstu dögum og vikum styrjaldarinnar, þegar^fólki var rænt og það drepið í samræmi við trúarskoðanir þess, var lík- húsið.yfirfullt. Eg framkvæmdi líkskoðanir á nokkrum líkanna Eina nóttina sá ég rúmlega tylft líka, sem ekki höfðu getað verið myrt nema af færasta skurðlækni af fúsum vilja.“ Dr. Labban og aðrir geðlæknar hafa sagt frétta- mönnum slíkar sögur til þess að leggja áherzlu á þá trú sina að útbreiddur sjúkdómur kunni að gera vart svið sig, — almenn geðveiki. „í augnablikinu rikir einkennileg kyrrð meðal þjóðarinnar," segir Labban. „Fólk lætur ekki lífið, en það er heldur ekki beinlínis á lífi. Menn finna til stundarléttis, jafnvel gleðitilfinningar yfir þvi að vera ekki lengur í skot- máli.En samt sem áður eru allir á varðbergi. Þeir eru spenntir. Allir virðast vera að endurmeta stöðuna með sjálfum sér. Innan mánaðar, þriggja mánaða hálfs árs, munu Ctt77 tilfinningarþessar koma upp á yfirborðið sem geðflækjur, þunglyndi og rnóðursýki.“ Annar geðlæknir spáir því, að rúmlega fjórðungur íbúa Beirút-borgar muni þurfa á læknishjálp að halda vegna geðsjúkdóma. En hvorki ríkisstjórn Líbanons né heilbrigðisyfirvöld eru nálægt því undir það búin að takast á við þetta vandamál. Heilbrigðismálaráðuneytið, sem varla var starfhæft á meðan á styrjöldinni stóð, starf- rækir ekki einu sinni deild fyrir geðlækningar. í Líbanon eru færri en tíu fullmenntaðir geðlæknar og endurþjálfarar, sém unnið geta að lækningu geðsjúkdóma í landinu. Dr. Labban og aðrir géðlækn- ar eru allir sammála um, að verstu tilfelli geðveiki eigi eftir að koma fram hjá ungu fólki, bæði þeim, sem tóku þátt í bar- dögunum og einnig þeim sem aðeins voru áhorfendur. Og með baksvið þessa fólks í huga, eru læknarnir sjálfir fremur ráðvilltir. „Við vitum, að vandamálin verða gífurleg vegna þess, að fólk getur ekki tekið þátt í slíkum atburðum án þess að bíða tjón á geðheilsu,“ segir Labban. „En hvers konar vandamál það verða vitum við ekki. Þessi styrjöld hefur verið trúar- og kynþáttastyrjöld, hefndarvig á báða bóga, stefnulaus og án vonar um sigur eða fyrirætlanir um breytingar á ríkjandi skipulagi. Enginn hefur tapað og og enginn hefur unnið sigur, enginn hefur hagnazt á styrjöldinni", segir Labban ennremur Skáldsaga að sunnan Hilmar Jónsson: Hundabyltingin Skáldsaga Teikningar: Ragnar Lár Bókmenntaklúbbur Suðurnesja MCMLXXVI Af er sú tíð, er keílvísk . byggð suðvestan Hólmsbergs var ekki víðfeðmari en svo, að allir voru heimagangar hjá öllum. Og Keflvíkingar létu sér nægja eitt skáld. Nú breiðir hagvöxturinn hýbýla- og mannvirkjakrónur sínar sunnan frá Njarðvíkur- kaupstað, vestur með Vallar- girðingu í átt til Garðs. Og hefði vini voruni, séra Eiríki, ein- hverntíma þótt þessháttar byggðastefna nálgast Utskála- túnið með ískyggilegum hraða. Slík er sú bylting — þó að höfnin fái enn sem fyrr að búa óáreitt um flest að sínu. Þessu, sem skapað var í árdaga. Er tími til kominn, hennar vegna, að sett verði Iög um friðun hafna —svoað hafn- friðunarnefnd geti stormað suður sem allra fyrst og séð til þess, að jarðýtur, kranar og annar tæknivæddur tröll- skapur vinni þar ekki frekari Kristinn Reyr spjöll til hafnarbóta en orðin eru. Og hér á dögunum voru ekki færri en átta rithöfundar til- kvaddir og hátíðlega boðnir að lesa úr verkum sínum á bók- menntakynningu suður þar, En líkt og í framhaldi af þeirri vakningu á staðnum, hefur Bókmenntaklúbbur Suðurnesja sent frá 'ér glænýja skáldsögu eítir Hilmar Jónsson, bókavörð í Keflavík. Það verk er hans sjöunda bók — fornheilög tala með Israelum, en um þá hefur höfundur áður skrifað 1965. Eru það gleðitíðindi, að anda- giftin syðra skuli manna sig uppi að taka á rás út i heiminn. Og hanga fremur aftaní Vel- ferðinni fullsetinni heldur en híma krókloppinn við veginn. Margt er að vísu í boði til vinsælda og áhrifa á vorum dögum. Einsog að beita höfð- inu til þess að taka skalla og skora. Og lái ég ekki ungum mönnum þá iðkan í ljósi þess, að hinir síðustu á erlendum leikvangi verða örugglega langfyrstir í uppslætti og rúm- taki fjölmiðlanna hér heima. En svo eru til sérvitringar einsog Hilmar, sem telja sér trú um, að mannshöfuðið hafi upp- haflega verið hannað til annars en skalla bolta. Og því er hér bók, Hunda- byltingin. í inngangi hennar og formála fær lesandinn þegar nokkra nasasjón af því, sem koma skal. Höfundur skrifar: „Eg hef fengið athyglisverða vitran. Hún er sú, að árið 1980 verði merkilegt ár i sögu þjóðarinnar. Þá verði háð orrusta milli hunda og manna um völdin i þjóðfélaginu." Ekki þó fyrr en 1980. Gefst því nokkurt ráðrúm — hernámsandstæðingum sem friðelskendum öðrum, að pakka niður og koma sér undan til Svíþjóðar eða Ástraliu áður en orrahríðin skellur á. Og vitran- in holdgast í byltingu. Það var ekki slíkur fyrirvari á hafður í bernsku minni, þegar farandsali klofaði fannir milli bæja til þess að selja pésa um heimsendi. Sá heimsendir átti yfir að ganga innan viku — eða í þann mund, er karl hafði afsett sinn lager uppúr skjóð- unni. En eitt er heimsendir, annað bylting. „Veldi hunda hófst á Austur- landi," stendur skrifar. Einsog Austurland er fáskiptið. Og hlédrægur þrýstihópur. En samkvæmt orðanna hljóðan, verður Hilmar enn á dögum þá — og til alls vís á ritvelli, ef að vanda lætur. Svosem gegn alkóhóli og öðrum tálsnörum djöfulsins í þjóðfélaginu. Og atburðirnir vaða uppi: Sinn hundurinn af hverjum bæ, persónur úr tugum starfs- greina. Leikir sem lærðir geysast fram á gljáhvítum bókarsíðum: Alþingismenn og undirtyllur, margrómuð skáld og mis- lukkuð, toppflgúrur og tindátar — svo eitthvað sé nefnt, en obbanum sleppt. Sögusviðið spannar ekki einasta eyjuna hvitu, heldur hnattkringluna hálfa. Og heimshöfin fylgja að hluta í kaúpbæti. Verkið ætti því ekki að fá óorð af blöndun á staðnum. Og lesandinn er fyrirvara- laust hrifinn uppúrhægindinu. Og kominn með höfundi inn á gafl hjá Sameinuðu þjóðunum, án þess að séð verði, að stjórnmálaflokkarnir íslenzku hafi úthlutað bevis eða bréfi þar uppá. Og móður á Manga — sem loftandi í næstu andrá að Downingstreet 10. Dregnar þar lokur frá durum að lofta út en slær fyrir brjóst af fnyk þeirra leifa, sem nýlendukúgunin eftirlét. Missir þó hvorki ráð né rænu, en strammar sig upp. Og nú í Austurveg. En fallhlífarstökkið mour þar —til Kremlar, kemur svo ílatt uppá hennar hátignirnar, að þær vita hvorki hvort viðhafa skuli slökun eða spennu. Vaða enda í villu og svíma um, hverra útsendari sjá fogl er. Kannski er þessi bók íremur skýrsla en skáldsaga —einsog höfundur tekur fram. Eða hreinskrift. Kannki ókerfanleg einsog San Michele eftir Munthe. Ragnar Lár hefur allra kunnustusamligast teiknað myndir í bókina og á kápu. En á bókarkápu má ennfremur lesa: „Sprenghlægileg ádeila í ætt við Þórberg og Gröndal.“ Svo að nú mega fuglarnir fara að vara sig — hvort heldur þeir dansa skottís eða skrýðast mislitum fönum. Kristinn Reyr, rithöfundur. því að ég er norsk „Af Stolt og staðreyndir, 2. grein Reykjavíkursvæðinu ef til styrjaldar dragi. Á þessu svæði eru tveir flugvellir og ekki hægt að komast af því, nema yfir eina brú, og enginn staður á öllu Suðurlandi, sem gæti tekið á móti slösuóu fólki. Þessi frammistaða frá hendi ráðamanna þjóðfélagsins er óverjandi. Mjög margar þjóðir krefjast greiðslu fyrir þá aðstoð, sem þær veita NATO og Banda- ríkjunum á hernaðarsviðinu og þá alveg eins þær, sem einnig eru meðlimir i NATO og má þar til nefna Tyrkland. Grikkland, Portúgal, ásamt öðrum s.s. Spáni og nú þessa dagana er okkur sagt að Bandaríkin hafi boðið filippseyingum greiðslu sem nemur 190 milljörðum íslenskra króna fyrir áfram- haldandi hernaðaraðstöðu þar, en eyjaskeggjar neita og vilja fá meira. Eina þjóð á ég eftir að minnast á í þessu sambandi, en það er Noregur. Eg hef kynnst fólki frá ýmsum þjóðum, en hvergi hefi ég rekið mig á jafn- sterka þjöðerniskennd eins og hjá norðmönnum. Frammistaða þeirra í síðari styrjöldinni varð víðfræg, enda fórnuðu þeir öllu fyrir frelsi sitt og land. I verki sýndu þeir vilja sinn „Alt for Norge“. Mér er minnisstæö ein lítil saga frá Noregi á stríðs- árunum: Ungir norðmenn stofnuðu til dansskemmtunar, þegar skemmtunin stóð sem hæst, komu nokkrir þýskir her- menn inn i salinn og stóðu þar litla stund, svo gekk einn þeirra til einnar stúlkunnar og bauð henni upp í dans. Nei, takk, sagði stúlkan. Er það vegna þess að ég er þýskur? spurði hermaðurinn. Nei, sagði stúlkan. Hvers vegna þá? sagði hermaðurinn. Vegna þess að ég er norsk, sagði hún. Menn ættu að lesa ljóð Nordals Grieg um stríðið og Noreg og svo væri hægt að segja einhverjum öðrum en mér, að Noregur væri til sölu fyrir sterlingspund eða dollara. En norðmenn lærðu margt á stríðinu og eitt af því var það, að greiðar samgöngur eru lífs- nauðsyn. Norðmenn hafa ekki afþakkað þá aðstoð, sem þeir hafa getað fengið frá NATO og NATO-þjóðum, það sýnir eftir- farandi listi. Greiðsla frá NATO, almenn hernaðaraðstoð isl. kr. 8.320 milljarðar. Frá Bandaríkjunum og Kanada til sama ísl. kr. 212.704 milljarðar, sem lauk árið 1968. Frá NATO mest til samgöngubóta og ann- arrar alhliða uppbyggingar ísl,- kr. 83,904 milljarða. Allt gerir þetta i ísl. kr. um 305 milljarða. Olikt höfumst við að, segir gamalt orðtak. Við höfum neitað NATO og Bandaríkjun- um um heimild til þess að leggja fram fé til þess að skapa það öryggi, sem við áttum að krefjast af þeim, til þess að varnir landsins og varnir fólks- ins væru eins fullkomnar og kostur var á. Þetta skulum við athuga nánar. Einn af aðalframámönnum í flugmálum komst svo að orði fyrir nokkrum dögum á fá- mennum fundi: A árunum 1953-4 var búið að fá fjárveit- ingu frá Bandaríkjunum fyrir fimm milljónum dollara, sem varið skyldi til að byggja tíu þúsund feta langa flugbraut í Aðaldal. Völlinn átti að byggja og reka af íslendingum sjálfum. Taldi hann að framkvæmd þessi hefði orðið íslenskum flugmálum ómetanleg lyfti- stöng, en þetta boð var af- þakkað. Ef þetta boð hefði verið þegið væri nú í Aðaldaln- um fullkominn varaflugvöllur til öryggis fyrir okkur og annað flug á norðlægum slóðum, með fullkomnum tækjum og húsa- kosti, en stoltið og heimskan sögðu stop og þar er nú um- horfs cins og alþjóð veit. Fvrir mörgum árum vildu bandarikjamenn gera höfn í Njarðvik. Verkið átti að vinnast af íslendingum, áætlun um kostnað var um 400 milljónir króna. Kvaðir voru engar frá hendi bandaríkjamanna aðrar en þær, að þeir óskuðu eftir að nota höfnina án endurgjalds til flutninga að og frá ílugvellin- um á Keflavík. En stoltið og heimskan sögðu aftur stop. Hið rétta hefði vitanlega verið það. að við hefðum krafist fjár- magns til að byggja þarna eina stærstu og fullkomnustu höfn á landinu. Nú vil ég draga hér upp litla mynd af hafnarmálum við Faxaflóa, sem þó er ófullkomin. Fyrir nokkrum árum var sagt frá þvi í blöðum að til stæði að byggja olíuhöfn í Geldinganesi. Fyrsti áfangi hennar var áætlaður 70-80 milljónir króna. Lengra hefir það mál ekki komist. Sundahöfnin í Reykja- vík hefir verið gerð og kostað stórfé. Höfn. hefir verið b.vggð í Straumsvík, að vísu verður hún víst greidd að mestu af Alfélaginu. Talað hefir verið um að reisa hér olíuhreinsunar- stöð. Hún þyrfti mikla hafnar- aðstöðu og landrými. Hugmyndir eru uppi um sjó- efnaverksmiðju. á Suðurnesj- unt. Aðalframleiðsla hennar á að verða salt. Slík verksmiðja þyrfti mikla hafnaraðstöðu. Ef við hefðum nú átt stóra og full- kontna höfn í Njarðvíkunum. mundi hún þá ekki hafa getað levst mest af þeirri hafnaþörf. sem hér hefir verið minnst á og mundi nú kosta okkur stórfé. Þá voru uppi á sínum tíma frásagnir af því, að bandaríkja- menn vildu kosta vegalagningu frá Keflavík til Hvalfjarðar, sénnilegt þykir mér að stoltið og heimskan hafi stoppað það mál líka. Sannleikurinn er sá, að þeim mönnum, sem fóru og fara með þessi mál fyrir okkar hönd, ber að gera þær kröfur til þeirra aðila, sem tekið hafa að sér að verja landið að þeir leggi fram fé til þess að þær varnir séu eins fullkomnar og mögulegt er, bæði fyrir landið og fólkið sem hér býr. Það sem beinlínis fellur undir þær varnir er upp- bygging á samgöngukerfi í lofti, á láði og legi svo full- komnu sem verða má. Þessar framkvæmdir eiga að vinnast af íslenskum höndum en fjár- magnast af okkar ágætu vernd- urum og gott væri líka að njóta þeirra tæknilegu þekkingar. Þetta má þó ekki hafa nein áhrif á aðra atvinnuvegi okkar, en á hverju vori koma út úr skólum landsins 15 til 20 þúsund manns, sem vantar vinnu, og það vinnuafl, sem af- gangs er frá framleiðslunni, á að nota til framkvæmdanna. Stærsta skyssan sem okkur hefir orðið á, er að nytja ekki aðstöðu okkar við Bandaríkin og þá auðvitað á þann hátt, að verða engum háð hvorki þeim eða öðrum. Aron Guðbrandsson. forstjóri. /V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.