Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 24
Færeyingar farnir af íslandsmiðum: Pétur „ýtti” þeim út með ummælum sínum — ráðuneytið taldi þá enn eiga talsvert óveitt upp í kvótann Færeyingarnir eru farnir af íslandsmiðum að því er Pétur Sigurðsson, forstjóri Landhelg- isgæzlunnar sagði í viðtali við blaðið í gærkvöldi. Sagði hann að þeir hefðu tekið upp á laug- ardag og verið þann dag og sumir fram á sunnudag að sigla út fyrir 200 mílurnar, en fyrir helgina voru eitthvað unt 11 færeysk skip hér á miðunum. sex togarar og fintm annars kon- ar veiðiskip. Hafa þeir aldrei áður farið allir i einu af miðun- Fyrir nokkru sagði Pétur í sjónvarpsviðtali að sennilega væru Færeyingarnir búnir að veiða upp í kvóta sinn hér og hugsanlega meira. Byggi hann þá skoðun á talningum Gæzlunnar, samanburði á afla- möguleikum færeysku skip- anna og annarra sambærilegra skipa og veiðitölum annarra skipa af þeirn slóðum sem Færeyingarnir héldu sig aðal- lega. í viðtalinu við DB í gær stað- festi Pétur að hann hefði ritað sjávarútvegsráðuneytinu bréf urn þetta i nóvember sl., en skv. samningum var Færeyingum heimilt að veiða hér alveg fram í rnars á næsta ári, hefðu þeir ekki veitt upp í kvótann fyrr. Staðfesti hann að ráðuneytið hefði svarað þessu bréfi, en ekki vildi hann tjá sig um það frekar. Blaðið hefur hins vegar trausta heimild fyrir að ráðu- neytiö hafi ekki viljað fallast á þessa skoðun Péturs og talið afla Færeyinga mun minni en Pétur taldi. Miðað við sókn Færeyinga hér, gerð fiskiskipa þeirra og veiðisvæði virðist heimildinni sem ráðuneytið telji Færeyinga aðeins hálf- drættinga á við íslendinga og Breta á sömu svæðum, en sem kunnugt er mega tveir þeir síðarnefndu telja sig góða að halda í við Færeyinga í veiðum. —G.S. „Neyðarstöðin” skemmdist á leiðinni til Djúpavogs en milt veður og straumur frá Austfjarðalínu hefur bjargað öllu við Jólasveinarnir Það er engu líkara en að jóla- sveinarnir komi ékki lengur ofan úr Esju. Þessir félagar voru á leið niður í miðborg Reykjavíkur á sunnudaginn úr Breiðholti var og reyndar fann ljósmynd- arinn þá uppi í Breiðhoiti. þar- sem þeir voru eitthvað að bera saman bækur sínar (DB-mynd Sv. Þ.). JEPPI KASTAÐIST INN Á HÚSALÓD — vii harian árekstur í Kópavogi ,,Þó framhald hafi orðið á keðju óhappanna í rafmagnsmál- unum á Djúpavogi, hefur alls ekki dregið til vandræða. Lífið hér heldur áfram sinn vanagang. Gott veður og milt á sinn stóra þátt í að svo er. Hefði verið frost og vetrarhörkur má ætla að ein- hverjir hefðu orðið að flýja hús sín“, sagði Sigurður Ananiasson hótelstjóri á Djúpavogi í viðtali við DB. Djúpivogur var tengdur við Austfjarðalínuna eftir að rafstöð- in eyðilagðist í eldi. Dísirrafstöð sem var um borð í Heklu á leið til Eskifjarðar átti að bæta ástandið og fara til Djúpavogs í stað Eski- fjarðar. En vegna veðurs varð raf- stöðin fyrir skemmdum um borð í skipinu og verður nú að fara til viðgerðar á Eskifirði. I stað þess mun í ráði að önnur dísilstöð kom til Djúpavogs í dag með bíl frá Reykjavík. Mun f 1 jótlegt að tengja hana svo íbúar Djúpavogs munu sennilega hafa nóg rafmagn á morgun. „Annars hefur þetta gengið án truflana," sagði Sigurður. „Spenna þess straums sem við höfum haft hefur verið það góð, að engum vandræðum hefur vald- ið og hefur ekki þurft að grípa til skömmtunar eins og búizt hafði verið við. Atvinnurekstur hefur heldur ekki-truflazt." „Hér hafði enginn rafhitun frá kl. 7.30 í gærmorgun til um 10 í gærkvöldi. Ef kalt hefði verið í veðri hefðu einhverjir orðið að flýja hús sín en til þess kom ekki,“ sagði Sigurður. —ASt. Mjög harður árekstur varð á mótum Borgarholtsbrautar og Urðarbrautar í Kópavogi kl. 23.40 í gærkvöldi. Lentu þar saman tveir jeppar, Landrover og Bronco. A þessum gatnamótum er stöðvunarskylda, en henni var ekki sinnt. Eru jepparnir illa farnir og hafnaði annar þeirra ÞRIÐJUDAGIJR 14. DES 1976 Scottice slitinn á versta stað: Tekur a.m.k. þrjá sólarhringa að gera við — mesti álags- tíminn er einmitt nú „Það má búast við a.m.k. þriggja sólarhringa bið eftir að viðgerð ljúki og miða ég þá við að viðgerð taki stytzta mögulegan tima og veður haldist gott á bilunarstaðn- um,“ sagði Þorvarður Jóns- son, verkfræðingur hjá Landssímanum í morgun er hann var spurður hvenær vænta mætti að Scottice kæmist aftur í lag. Strengur- inn slitnaði seint í gærkvöldi skammt frá Færeyjum, milli þeirra og Vestmannaeyja. Á þeim kafla er aðeins einn kapall en hinsvegar tveir frá Færeyjum til Evrópu þannig að ekki verða eins tilfinnan- leg vandræði ef annar þeirra slitnar. Nú eru símtöl til Evrópu afgreidd gegnum Kanada og sem dæmi um erfiðleikana, nú á mesta álagstíma ársins, má geta að miðað við venju- legar aðstæður eru 10 tallín- ur til Kaupmannahafnar og 8 til London en nú er hægt að tala um eina línu til hvors staðar. Að sögn Þorvarðar má telja líklegt að togari hafi slitið kapalinn með veiðarfærum sínum, en það er langalgengasta orsök þessara bilana. —G.S inni á húsalóð, svo harður var áreksturinn. Ökumaður og farþegi í öðrum jeppanum slösuðust og voru fluttir í slysadeild. Ekki voru meiðsl þeirra talin lifshættuleg að áliti Kópavogslögreglunnar í morgun. -ASt. r Banamenn Guðmundar ákærðir Sl. miðvikudag, 8. desember, höfðaði ríkissaksóknari opin- bert mál á hendur banamönn- urn Guðmundar Einarssonar og fjórum öðrum, sem tekið hafa þátt i öðrum brotum, er ákæra var einnig birt i samtímis. Brot- in, sem ákært er fyrir, eru sam- tals tuttugu og fimm. Akæra var birt á hendur þeim: 1. Kristjáni Viðari Viðarssyni, Grettisgötu 82, Reykjavík, nú gæzlufanga I Reykjavik, fædd- um 21. apríl 1955 í R.; 2. Sævari Marinó Ciesielski, Þverbrekku 4, Kópavogi, nú gæzlufanga í Reykjavík, fædd- um 6. júlí 1955 að Stóra-Hofi í Gnúpverjahrcppi, Arnessýslu; 3. Tryggva Rúnari Leifssyni, Selásbletti 14, R„ nú gæzlu- l'anga í Reykjavík, fæddum 2. október 1951 i Reykjavík; 4. Albert Klahn Skaftasyni, Laugavegi 46A, R„ fæddum 16. febrúar 1955 í Reykjavík; 5. Erlu Bolladóttur, Þver- brekku 4, Kópavogi, nú gæzlu- fanga i Reykjavik, fæddri 19. júlí 1955 i Reykjavik; 6. Asgeiri Ebenezer Þórðar- sýni, Sigtúni 35, R„ fæddum 15. ágúst 1950 í Reykjavík; og 7. Guðjóni Skarphéðinssyni, Rauðarárstíg 32, Reykjavík, nú gæzlufanga í R„ fæddum 19. júní 1943 í Vatnsdal, A-Hún. I ákærunni eru sakarefni rakin i átta meginþáttum. í þeim fyrsta er fjallað um ntann- dráp. Er þeim Kristjáni Viðari. Sævari Marinó og Tryggva Rúnari gefið að sök aö hafa í félagi ráðizt á Guðmund Einarsson, Hraun- prýði í Blesugróf, f. 6. október 1955, aðfaranótt sunnudagsins 27. janúar 1974 og misþyrmt honunt svo, þar á nteðal með hnífsstungum Kristjans Viðars, að hann hlaut bana af. Gerðist þetta i kjallara hússins að IIamarst)raut 11, Hafnarfirði, þar sem þau Sævar og Erla bjuggu á þeim tíma. Er þre- ménningunum einnig gefið að sök að hafa komið líki Guð- mundar f.vrir á „ókunnum stað", eins og segir í frétta- tilk.vnningu frá ríkissak- sóknara í gær. Albert Klahn er ákærður fyr- ir að hai'a veitt Sævari, Kristjáni og Tryggva liðsinni við að fjarlægja og koma líki Guðmundar fyrir á ókunnum stað og þannig leitazt við að afrná ummerki brotsins. bæði þegar f.vrrgreinda nótl og síðan aftur. síðla sumars sama ár. er líkamsleifar Guðmundar voru fluttar á enn annan stað. Fóru þessir flutningar fram í bifreið- um er Albert hafði til umráða og ók. Eins og sagt hefur verið frá í blaðinu bar Albert, við yf- irheyrslur á sínunt tínta. að síðai. ien...i hefði verið farin um miðjan ágúst 1974 og þá í Kúagerði sunnan Hafnarfjarð- ar. Þrátt fyrir ítrekaða leit hef- ur lík Guðmundar ekki íundizt og er leitinni stöðugt haldið áfram. Akæruefni annarra þátta ákæruskjalsins taka til brennu, nauðgunar og þjófnaðarbrota Tryggva Rúnars; skjalafals, þjófnaðar og fjársvika Sævars og Erlu; þjófnaðarbrota Kristjáns Viðars; svo og til fíkniefnabrota þeirra Sævars, Ásgeirs Ebenezer. Alberts Klahn og Guðjóns Skarphéðins- ,sonar. Brennan. sem Tr.vggvi er ákærður íyrir, er ikveikja á Litla-Hrauni þar sem Trvggvi kveikti í klefa sinuni fyrir nokkrum árurn og olli miklu tjóni. [Weðal þjófnaðar og fjár- svika Sæva.rs og Erlu ntá nefna Póst og símá-málið svokallaða. Fíkniefnamálið er tilraun þeirra Sævars. Asgeirs og Guðjóns til að smygla hálfu Guðmundur Einarsson. Hraun- prýði. Blesugróf. 6. október 1955 — 27,janúar 1974. þrið.ja kilói af ha'ssi til landsins f.vrir rúmlega ári síðan í Citroen-bifreið Guðjóns frá Hollandi. Guðjón situr nú i gæzluvarðhaldi vegna aðildar sinnar að hvarfi Geirfinns Einarssonar. Málinu hefur verið vísað til dómsmeðverðar við sakadóm R. -ÓV. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.