Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 6
6 DACBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1W6. Bifreiöasala Notaðir bflar til sölu: Horent 4 dyra 74 og 75 Hornet 2 dyra 74 Hornet Hatcback 75 Horne.t Sportabout station 74 Matador coupé 2 dyra sjálf- skiptur 74 Matador 4 dyra 74 Gremlin 74 Wagoneer 74 Wagoneer 8 cyl. sjálfskiptur 71. 72. 74. 75. 76 Wagoneer 6 cvl beinskiptur 70, 71, 72, 73, 74. Jeep CJ5 með blæju, góðir groiðsluskilmálar, 74 Jeep CJ5 með húsi 74 Jeepster '67 '68. Willys Jeep '64, '65, ’66, 68. Hunter de Luxe '72, '74 Hunter super '71 Sunbeam Arrow '70 Galant 1600 de Luxe '74 Galant 1600 grand Luxe '75 Lancer 1200 '74 '75 Sunbeam 1250 '71, '72 Sunbeam 1500 '70, '71, '72, 73. Singer Vogue '67 Volvo 142 '70 Volvo 145 station '74 Citroen 2ev (braggit gott verð '71 Citroen Ami 8 '71 VW 1300 '70. '71 Maveric 2 dyra sjálfskiptur '71, '76 Chevrolet Monte Carlo '74 Pontiac leMans '72 Mercurv Comet sjálfskiptur '74 Chr.vsler 160 '71 Morris Marína 2 dyra '74 Datsun 1500 pickup '74 Datsun 100 a '74 '75 Saab 99 4 dyra '73 Mustang sjálfskiptur '66. '70 Austin Mini '74 Cortina '71, '74 Benz 230 sjálfskiptur með aflstýri og bremsum '72 Montesa mótorhjól '75 Nýir bflar Wagoneer '77 Cherokee '77 Jeep CJ5 '77 Hornet '77 Sunbeam 1600 Super '77. Getum bætt við bílum í sýningarsal okkar og á söluskrá Allt á sama stað EGILL. VILHJALMSSON HF Uugavegi 118-Simi 157QQ Vængir hf. — hér vinna tveir flugvirkjar að viðgerð á einni af vélunt félagsins (DB-m.vnd Arni Páll.) Röðull hættir — en músíkin dunar áf ram Einn elzti veitingastaður borgarinnar, Röðull, hættir starfsemi innan tíðar. Eftir heimildum, sem blaðið telur áreiðanlegar eru samningar nú langt komnir við einhverja stærstu radíó- og hljómtækja- verzlun borgarinnar um kaup á húsnæði Röðuls. Víst má telja, að þarna verði því ekki lengur veitingastaður, heldur komi útvarps-, sjónvarps- viðtækja og hljómtækjaverzlun, þar sem a.m.k. tvær kynslóðir borgarbúa hafa stigið dansinn. -BS. Ritari óskast Augiýst er laus til umsóknar staða ritara við embætti skattstjóra Vesturlandsumdæmis. Akranesi. Laun verða samkv. launakerfi starfsmanna rikisins. Starfið veitist frá 15. janúar 1977. Umsóknir óskast sendar skattstjóranum í Vesturlands- umdæmi. Akranesi. eigi síðar en 7. janúar 1977 og veitir hann allar nánari upplýsingar. Fjármálaróðuneytið, 10. desember 1976. ÚTB0D Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í lattningu Njarðvíkuræðar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suóurnesja, Vesturbraut ÍOA, Keflavík og á verkfræðistofunni Fjarhitun hf., Álftamýri 9, Reykjavík, gesn 20.000 kr. skilalryggingu. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Ilitaveitu Suðurnesja föstudaginn 14. janúar 1977 kl. 14.00. Úr heimi kraftaverkanna: Enn einn stjómarmaður í Vængjum hf. segir af sér — og var sagt upp störfum Enn einn stjórnarmaður hefur sagt sig úr stjórn flugfélagsins Vængja hf. og stjórnar nú Guðjón Styrkársson, formaður stjórnar- innar, félaginu einn í reynd. Við- brögð Guðjóns við úrsögn stjórn- armannsins, sem jafnframt er flugstjóri hjá félaginu, var að segja honum upp störfum. í stjórn Vængja hf. eru nú ásamt Guðjóni þeir Jón. E. Jakobsson, Jónas Sigurðsson, fyrrum hótelsstjóri Norðurljóss á Raufarhöfn, sem nú hefur verið lokað, og Friðjón Sæmundsson, framkvæmdastjóri Ferðamið- stöðvarinnar hf., sem Guðjón á einnig í. Tveir þessara manna, Jónas og Friðjón, eiga ekki hlutabréf í Vængjum og eru því ekki löglegir stjórnarmenn, en hinn þriðji lög- fræðingurinn Jón E. Jakobsson, hefur ekki greitt sín hlutabréf, eins og rakið var í grein um mál- efni Vængja í Dagblaðinu fyr- nokkru. Jónas hefur að auki verið gerð- ur að fulltrúa Guðjóns meðal starfsmanna íélagsins á Reykja- víkurflugvelli og lét hann þau orð falla þar fyrir skemmstu skv. upp- lýsingum blaðsins, að þeir (þ.e. meirihluti hinnar umdeildu stjórnar) myndu halda áfram að stjórna og losa sig við óæskilega menn með öllum tiltækum ráðum „öðrum en að skjóta þá“. Stjórnarmaðurinn, sem nú síð- ast sagði sig úr stjórninni, mun hafa gert það á þeirri forsendu að til lítils væri að vera í stjórn er aldrei kæmi saman og ekki væri tekið tillit til frekar en hún væri ekki til. Samanlögð hlutabréfaeign Guðjóns Styrkárssonar og Ferða- miðstöðvarinnar hf. í Vængjum er undir 20%. Félagið sjálft á 30%, eins og viðskiptaráðuneytið veitti leyfi sitt til og fer Guðjón sjálfur með þau atkvæði. -ÓV. Kettirnir fara ekki í jólaköttinn Kattavinafélaginú hafa borizt gjafir og áheit sem hér er getið: V.K...........................................kr.'50.000.00 Sigríður Lárusdóttir og Guðrún Run- ólfsdóttir: Minningargjöf um köttinn Pússa Högnason ...............................kr. 10.000.00 Jóhann Sveinsson frá Flögu....................kr. 10.000.00 Kattavinur. áheit ............................kr. 5.000.00 A.Þ.S.........................................kr. 1.000.00 F.G...........................................kr. 1.500.00 E.H.B.........................................kr. 4.000.00 E.E.. áheit ..................................kr. 1.000.00 N.N...........................................kr. 500.00 V.S...........................................kr. 5.000.00 Stjórn Kattavinafélagsins færir gefendum innilegar þakkir f.vrir velvild og góðan skilning. Þarf ekkert að efast um að þessi hlýhugur yljar mörgum kettinum nú þegar vetur gengur í garð og jólin nálgast. Hanzkaskinn-skórnir vinsælu eru góð jólagjöf Clfncn LAUGAVEGI 60 wltUdkL SÍMI 2-12-70

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.