Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞR1«.IUI)ACUR 14. DKSKMBER 1976.
3
2v
Raddir
lesenda
Þakkir
til
Helga
Hannes-
sonar
— þetta voru orð
í tíma töluð
Oddur Þorleifsson hringdi:
,,í Dagblaðinu 8.
desember birtist grein sem
bar yfirskriftina ..Versta
hraksmán íslenzkra
búnaðarhátta", höfundur er
Helgi Hannesson. Ég vil lýsa
ánægju minni yfir þessum
skrifum og vil taka undir
þessi orð, þau eru í tíma
töluð. Helgi á heiður skilið
fyrir þessa grein.
Það verður að vera eitt-
hvert afdrep fyrir hross sem
eru höfð úti um vetur. Það
minnsta sem hægt er að gera
er að setja upp skjólveggi,
sem veija þau fyrir mesta
næðingnum. Þetta hefur
verið gert t.d. í Kanada og
gefizt vel, alla vega ber að
hugsa um þau hross sem eru
ekki sett í hús betur en gert
er.
Eg vil þakka kærlega fyrir
þessa grein og Helgi á mesta
hrós skilið fyrir þetta.
Tíminn
og
vatnið
grugguga
Tíminn er eins og vatnið
sem rennur og rennur
til hægri til vinstri
fram og til baka
til framsóknarbaka.
Tíminn er eins og vatnið
sem gutlar og frýs
mengað alfreðað
á víðum vangi
vesældóms.
Tíminn er eins og vatnið
sem skvettist og skvettist
skítugt og fúlt
á rannsóknarmenn
vestan vatnsleysustrandar.
Tíminn er eins og vatnið
sem bogar og bogar
í straumum stríðum
af fésum feitum
fjárplogsmamia.
Tíminn e/ eins og vatnið
sem flæðir og flæðir
í dómsmálaþoku
almenning yfir
og þúfutittlinga.
Tíminn er eins og vatnið
sem seytlar og seytlar
eftir flórnum á bænum
niðurgreidda bóndans
sakleysingjans.
Tíminn er eins og vatnið
sem drekkir og drekkir
að lokum að lokum
sínum syndaselum
í syndaflóði.
Þúfutittlingur.
Ó ÞÚ DOLLARI
LAUSNARIVOR
Hvernig ætli menn eins og
Þórður Valdimarsson séu?
Þórður þessi skrifaði um vegi
fyrir dreifbýlið sem kaninn
skyldi borgs. (Kjallaragrein í
Dagblaðinu 23. nóv.). Ég ætla
ekki að ræða þessa vegalagn-
ingu, heldur hug þeirra manna
sem hugsa eins og þessi Þórður.
Allir þeir fjármunir og öll sú
fyrirgreiðsla sem kaninn kann
að veita okkur eru Júdasar-
peningar. Með því að þiggja af
þessu óhugnanlega trölli í
vestri erum við að svíkja allt
það sem er göfugt í manninum.
íslendingar hafa reyndar þegar
þegið ýmislegt, enda eru þeir á
góðri leið með að hengja sig í
snöru sem er ofin úr dollurum
og græðgi.
Almenningsálitið á þegar í
stað að þagga niður í landráða-
mönnum eins og Þórði Valdi-
marssyni. Þessar vesælu sálir
eru orðnar svo spilltar af
græðgi og dollaraglýju að mikið
þarf til að heimta þær úr
þessum forarpytti.
Það getur ekki verið langt í
það að menn fari að predika að
tsland verði ein af stjörnum
bandaríska fánans. Það væri
auðvitað voða spennandi, er
það ekki? Þá fengju allir að
fara í herinn og læra að skjóta.
Síðan mundi öllum vinstri
félagshyggjumönnum verða
raðað hlið við hlið á Miklu-1
brautina og þar yrðu þeir
skotnir. Það er nefnilega svo
voða voða gaman eða er það
ekki?
Þessir elskendur kanans eru
ekkert annað en vanþroska
börn með glýju í augum. Þeir
sjá það ekki að við rekum ekki
mann út á augabragði sem otar
að manni byssu og á alla innan-
stokksmuni í húsinu í þokka-
bót. Þetta er að verða ástandið í
þessu landi. í þessu landi sem
eitt sinn átti sér menn fulla af
sjálfstæði og manngöfgi. Hvert
stefnir þessi friðelskandi þjóð
sem ætlaði sér aldrei að taka
þátt í ofbeldi heimsins, sem
hefur nú hýst margan morð-
hundinn frá Víetnam? Það
hefur atazt blóðug for um þessa
þjóð, hún þarf að þvo hana af
sér áður en hún storknar alveg.
Við byrjum með því að kveða
niður landráðamenn og aðra
dollaraóvita.
Mig langar til að benda
mönnum á nokkuð athyglis-
verðan hlut. Það er nú einu
sinni svo, að hafi morð verið
framið þá er sá sem geymir
morðvopnið samsekur. Á Kefla-
víkurflugvelli standa Fanthom
þotur þær sem notaðar voru í
Víetnam til þess að murka lífið
úr saklausum almúganum.
Svoleiðis kemur okkur ekkert
við bara ef við fáum dollara og
steinsteypta vegi um allt land.
Mikið eru sálir ykkar dollara-
óvitanna saurugar. Mjög eru
sálir ykkar sneyddar allri göfgi.
Göfgi, hvað er svo þessi göfgi
sem ég er að tala um? Jú, það er
löngunin til að gera mannkynið
fullkomnara og ríkara af mann-
kærleika og það gerum við með
því að stuðla að eflingu félags-
hyggjunnar. Einhvern veginn
finnst mér göfugra að allir sitji
við sama borð og snæði en að
sumir fái fyrst beztu bitana af
því að þeir eru frekastir. Þetta
er kjarninn í stefnu hins kapi-
taliska manns, ég fyrst svo
hinir. Hugsun auðvaldsins er
þessi, að þeir sem ekki komast
að matborðinu sjálfir skulu
drepast úti í horni. Það hlýtur
hins vegar að vera göfugt að
færa þeim mat. Hjörð rekur
handar vanur og haltur ríður
hrossi. t þjóðfélagi félags-
hyggjunnar er pláss fyrir alla.
Sendum morðhundana úr
vestri heim, áður en þeir snúast
gegn okkur.
Asgeir Bcinteinsson.
— tillögur um þetta efni á Alþingi ánægjulegar
Sjómaður hringdi:
Ég vil lýsa furðu minni á
þeim röddum sem segja alveg
blákalt að sjómenn á miðunum
hafi ekkert að gera með að
horfa á sjónvarp. Þetta sama
fólk þekkir greinilega ekkert
til starfa okkar og áður en það
lætur frá sér fara svona mis-
jafna speki verður það að
kynna sér málin. Það er það
minnsta sem hægt er að fara
fram á.
Nú er það svo með okkar
starf á sjónum að við vinnum,
t.d. á togurunum, á vöktum.
Þeir sem eru á frívakt geta því
haft gaman af því eins og aðrir
að fylgjast með því sem sjón-
varpið hefur upp á að bjóða.
Svo annað dæmi sé tekið þá er
yfirleitt ekki unnið á netabát-
unum eftir að klukkan er
orðin 10 að kvöldi. Þá gæti
verið að sjómenn vildu fá að
fylgjast með því sem er að
gerast í kringum þá.
Eg vil lýsa ánægju minni með
þær tillögur sem hafa komið á
Alþingi um að sjómönnum
verði geíinn kostur á að horfa á
sjónvarpið eins og öðrum lands-
mönnum, sem er alveg sjálf-
sagt.
Það er ofur skiljanlegt að
ekki er hægt að gera allt í einu.
en að segja að við höfunt ekki
neitt að gera með sjónvarpið er
einum of langt gengið. Svo vil
ég benda þeim sem láta frá sér
heyra urn þetta efni á að kynna
sér starf sjómanna og vinnu-
tima þeirra áður ett þeir fara
að gefa út einhverjar yfir-
lýsingar.
Sjómenn vinna vaktavinnu. t.d. á togurunum. og hafa því tíma til að
horfa á sjónvarpið á fríviiktum. segir hréfritari.
SJÓMENN EIGA AÐ HAFA
SJÓNVARP EINS OG AÐRIR
Spurning
dagsins
Eigum við
aðhætta
að halda jól?
Ingibjörg Númadóttir: Nei, alls
ekki. Það er svo gaman í kring-
um jól og nýár. Það mætti að vísu
draga úr útgjöldum, þau eru
orðin allt of mikil.
Guðmundur Ólafsson: Nei, það vil
ég ekki. En það kostar orðið allt
of mikið að halda þau, það mætti
draga úr útgjöldunum.
Seslja Gísladóttir: Nei, alls ekki.
Þau þurfa ekki að kosta svo
mikið.
Fjóla Kristín Árnadóttir:Nei,það
er alveg nauðsynlegt að hafa þau
til að lífga fólk upp i skamm-
deginu.
Gisli Björnsson: Nei. alls ekki. Eg
vil hafa allt alveg eins og það er
núna.
Stigur Kinarsson: Nei. alls ekki.
Þetta er skemmtilegasti tinii
ársins.