Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 9
DACBI.AÐIÐ. DRIÐJUDACiUR 14. DESEMBER 197b 9 RÓDESÍURÁÐSTEFN UNNIFRESTAÐ — ekki vitað hvenær eða hvar hún kemur saman á ný Ráðstef'nunm um sjálfstæði Ródesíu kann að verða frestað I dag, án þess að þar hafi nokkur árangur náðst. Tilgangur ráðstefnunnar var að koma á fót- ríkisstjórn allra kynþátta, þar til sjálfstæði landsins yrði tryggt. Búizt er við að ráðstefnan taki aftur til starfa um miðjan janúar á næsta ári og þá undir forsæti Ivors Richards, sendiherra Bréta hjá Sameinuðu þjóðunum, en ekki er víst hvort hún verður þá haldin I Genf eða í Nairobi. Frestun fundarhalda á ráðstefnunni er talin koma í kjölfar yfirlýsingar sem Antony Crosland, utanríkisráðherra Breta, mun flytja í neðri deild brezka þingsins í dag. Samkvæmf heimildum er búizt við að hann lýsi þar áhuga brezkra stjórnvalda á því að verða beinn þátttakandi í ríkisstjórn i Rodesiu sem skipuð verði fulltrúum allra málsaðila, þar til sjálfstæði verður komið á fót og kosningar munu tryggja svörtum mönnum. sem eru í miklum meirihluta i landinu, öll völd innan tveggja ára. Fulltrúar tjögurra sjáfstæðishreyfinga svartra manna á ráðstefnunni hafa verið að leggja áherzlu á að Bretar ættu rikisstjóra eða sendiíulltrúa sem hefði búsetu í landinu til þess að flýta fyrir sjálfstæði landsins. Þessu hafa hvítir Ródesíubúar lagzt hart gegn. Fulltrúi hvítra manna, Ian Smith íorsætisráðherra, hefur haldið sig við áætlun Breta og Bandarikjamanna sem Henry Kissinger kynnti honum sl. sumar. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að komið verði á fót rikisstjórn allra kynþátta, þar sem yfirráð lögreglu- og hermála væru i höndum hvítra manna. Þessu hafa leiðtogar svartra manna hafnað algjörlega og lagt fram tillögur sínar á móti. Samkvæmt heimildum er talið að báðir málsaðilar muni sætta sig við að varnar- og innanríkismál verði fengin sérstökum fulltrúa Breta til umfj.öllunar. Slíkt er talið illmögulegt þar eð Bretar hafa algjörlega neitað, að senda hvers konar herlið til Ródesíu á meðan núverandi ástand varir. Við heimkomuna til Salisbury í gær sagði Ian Smith. sem hér sést með ráðgjöfum sínum á Ródesiuráðstefnunni. að hún væri „tóm vitleysa". Nú verður fundarhöldum frestað og ekki er vitað hvenær. eða hvar hún kemur saman á ný. Hæstiréttur Bandaríkjanna: Gilmore fær að deyja Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur dregið til baka þá ákvörðun sína að fresta aftöku Gary Gilmore, sem krafizt hefur þess að fá að verða tekinn af lífi fyrir framan aftökusveit heldur en að eyða lífinu í fangelsi I Utha í Bandaríkjunum. Gilmore, sem er í hungurverkfalli til þess að leggja áherzlu á kröfur sínar um að verða tekinn af lífi, var dæmdur til dauða fyrir morð á hótelstarfsmanni í sumar. Hæstiréttur Utah-ríkis mun nú ákveða dagsetningu fyrir fullnægingu dauðadómsins. Myndin sýnir þá tvo stóla sem tveir dauðadæmdir fangar voru teknir af lífi i árið 1956. Fari nú svo að Gilmore fái ósk sína uppfyllta verður hann reyrður niður i annan þessara stóla og skotinn. Fiskveiðar í lögsögu Ef nahagsbandalagsrík ja: Sovétmönnum gefinn þríggja mánaða frestur til samninga — annars skilyrðislaust út fyrir 200 mflur EBE Sovétmönnum hefur verið gefinn minna en þriggja mánaða frestur til þess að ná samkomulagi við Efnahagsbandalagsríkin um fiskeiðar eða hafa sig úr út 200 mílna fiskveiðilögsögu þeirra ella. Var þeim gefinn þessi frestur á fundi utanríkisráð- herra bandalagsrikjanna, en vitað er að ríkin gera þá kröfu til Sovétmanna um að þeir minnki afla sinn um að minnsta kosti 10%. Samkvæmt heimildum ei talið að Sovétmenn verði aó hafa sig á brott úr fiskveiðilögsögu Bandaríkj anna með flota sinn fyrir 31 marz. ef samkomulag hefur ekki náðst fyrir þann tíma. Werner von Braun alvarlega sjúkur Werner von Braun, faðir bandarísku geimferðaáætlun- arinnar er alvarlega veikur af krabbameini að sögn nánustu vina hans. Samkvæmt fréttum mun hann hal'a verið til meðferðar á sjúkrahúsi skainmt frá heimili sinu í Álexandría, Virginíu, undanfarnar vikur en er and- lega hress. Von Braun er 64 ára að aldri og var einn helzti sér- fræðingur Hitlers um eld- flaugasmíði í síðustu heinis- styrjöld en var tekinn i sátt vegna þekkingar sinnar á þess- ari vísindagrein. Stærsta farþegafer ja í heimi Stærsta farþegaferja í heimi, Finnjet, sem smíðuð e'r i Helsinki hefur nú hafið tilraunasiglingar. Finnjet er 23 þúsund brúttólonn og getur flutt meira en 1500 farþega og notar tvær gastúrbínur til þess að framleiða 75000 hestafla kraft til þess að knýja sig áfram. Skipið mun hefja reglubundnar ferðir miili Helsinki og Travemunde í V-Þýzkalandi í apríl n.k. íil marks um hraða skipsins má geta þess að það þarf ekki nema 22 tíma til að sigla þessa leið sem venjulega tekur um 40

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.