Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 14.12.1976, Blaðsíða 15
KRISTÍN LÝOSOÓTTIR DAC.RLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1976. Eftir að hafa dvalizt í útlegð í átta og hálft ár er fyrrverandi drottning Grikklands, Anna María, eins og hver önnur hús- móðir. Hún elur upp börn sín, annast heimilisstörfin og fer í megrunarleikfimi til að ná af sér aukakílóum. Einu sinni átti Konstantín maður hennar, fyrrverandi konungur, þrjár hallir, bíla- flota, hesthús full af hrossum og einkaþotu. Fjöldi fólks þyrptist að þeim i hvert sinn er þau sáust á almannafæri, og þegar þau ferðuðust í fyrsta sínn um Grikkland voru allar götur blómum stráðar. Þau lifa nú rólegu lífi í Eng- landi, fara sjaldan út, og llfs- hamingja þeirra er í því fólgin að vera saman og ala upp börn- in sín þrjú, en samt gefa þau aldrei upp vonina um að fá dag einn tækifæri til að snúa aftur til Grikklands og ráða þar rikj- um. Þegar Anna-María var á unglingsaldri, voru vanga- veltur um hvort hún yrði drottning Englands. Þegar Karl prins fæddist sagði faðir hennar Friðrik Danakonungur í gríni: „Nú eru miklir mögu- leikar á því að ég verði tengda- íaðir Evrópu." Þótt Anna-María væri tveim- ur árum eldri en Karl Breta- prins var hún eina prinsessan í Evrópu sem nálgaðist það að vera á líkum aldri. Þá voru líka sterk tengsl milli dönsku og ensku konungsfjölskyldunnar. Fimmtán ára að aldri varð Anna-María alvarlega ástfangin i Konstantín krónprins Grikk- lands. Friðrik Danakonungur hafði boðið flestu ungu kónga- fólki í Evrópu til mikillar veizlu í Kaupmannahöfn. Hinn tuttugu og tveggja ára gamli prins dansaði hvern einasta dans við Önnu-Maríu. Þau höfðu hitzt einu sinni áður í konunglegri stúku í sirkus. Þá var prinsessan tólf ára gömul leggjalöng skólastelpa, og þau tóku ekkert eftir hvort öðru. Fáum mánuðum seinna, þegar fjölskylda hennar var í sumarleyfi á Jótlandi, fór Anna-María til Noregs. Opin- berlega var sagt að hún færi að heimsækja fyrrverandi barn- fóstru sína, þótt sannleikurinn væri sá að hún fór að hitta Konstantín, sem stundaði siglingar þar. Allt sama ár áttu dönsk yfir- völd fullt i fangi með að kveða niður orðróminn um konung- legt ástarævintýri. Þau héldu áfram að neita öllu slíku þar til nokkrum dögum áður en trúlof- un þeirrá Önnu-Maríu og Konstantíns var tilkynnt í janúarmánuði 1963. Strax eftir trúlofunina fóru hjönaleysin til Grikklands þar setn tilvonandi tengdamóðir Önnu-Maríu Friðrika drottning tök mjög vel á móti henni. Það var orðið of seint. Fáum mánuðum síðar reyndi konungurinn að hrifsa til sín völdin af hernum. Það mistókst og fáeinum dögum fyrir jól flúði konungsfjölskvldan land. Anna-María sem gekk með sitt þriðja barn, pakkaði niður með mikilli leynd svo að enginn kæmist að flóttaáformum þeirra. Henni tókst að smygla úr landi morgungjöf eigin- manns síns — smarögðum sem eitt sinn tilheyrðu Romanov fjölskyldunni. Smaragðarnir voru metnir á tvær milljónir punda (rúmar sexhundruð milljónir Isl. króna). Hálfum mánuði seinna missti hún fóstur. Þeir tímar sem nú fóru I hönd voru erfiðir íyrir þau. Konstantín talaði enn digurbarkalega um að snúa aftur til Grikklands, en þær sögur gengu að Anna-María væri svo langt niðri að hún mundi einna helzt vilja halda til föðurhúsa — til fjölskyldu sinnar í Danmörku. Næstu sex árin bjuggu þau á sveitasetri í nágrenni Rómar, og aðlöguðust smám saman lífi hins almenna fólks. Anna- María eignaðist annan son, Nicholas, og kom á fót skóla fyrir eldri börn sin og börn nokkurra vina sinna. í júní 1973 minnkuðu vonir Konstantíns til muna um að fá nokkurn tímann að snúa heim. Þá var konungsveldið opinber- lega lagt niður I Grikklandi, og þjóðin samþykkti þá ráðagerð án nokkurra mótmæla. Það þýddi að fjárhæð sú, um 60.000 pund (18.000.000 ísl. króna), sem þeim hafði árlega borizt frá Grikklandi, hætti að koma. Þetta hafði I för með sér að þau höfðu ekki lengur efni á að búa á hinu glæsilega sveitasetri, sem þau höfðu greitt um 500 pund fyrir á mánuði (150.000 ísl. kr.). Nú urðu þau að fara að leita sér að húsnæði til að búa I til langframa. Þau fundu slíkan stað I Surrey I Englandi. Þar bjuggu þau i þrjú ár unz þau fluttu til Hampstead. Vinir Önnu-Mariu töldu að hún hefði oft þjáðst af heimþrá — þetta var í annað sinn sem hún þurfti að venjast nýjum siðum í nýju landi — Oftsinnis íhuguðu þau að flytj- ast til Danmerkur, þar sem Margrét systir hennar er drottning. Þau eiga erfitt með að ákveða endanlega dvalarstað sinn. Þau lifa enn í voninni um að einn góðan veðurdag muni gríska þjóðin biðja þau um að snúa til baka. Konstantín hefur ávallt' haldið því fram að hann sé eini maðurinn sem geti komið á lýðræði í Grikklandi: „Eini til- gangur minn í lífinu er að frelsa grísku bióðina “ segir hann. „urikkland er heimm mitt og barna minna." Gríska konungsfjölskyldan bíður þess og vonar að gríska þjóðin biðji hana um að snúa aftur og taka við stjórn í Grikklandi. Fjölskylda í útlegð „Ekki eru til nógu sterk orð til að lýsa því hvað hún er frá- bær,“ sagði Friðrika. „Hún er dásamleg stúlka og einmitt sú rétta fyrir son rninn." Friðrika vildi að hjónavígslan færi fram eins fljótt og unnt væri. — Andstæðingar hennar sögðu, að hún hugsaði lítið um hamingju sonar sins I þessu sambandi. Hún hugsaði ein- ungis að styrkja einræðið og kveða niður þá pólitísku ólgu sem ríkti í þjóðfélaginu og teldi að hjónaband sonar síns og Önnu-Maríu myndi kveða niður þær óánægjuöldur sem risið höfðu. En Friðrik konungur ákvað að dóttir hans skyldi bíða unz hún næði átján ára aldri, og í millitíðinni skyldi hún ljúka námi sínu í Sviss, þar sem hún var að læra frönsku og kjóla- saum. Hún byrjaði einnig að læra grísku. Anna-María og Konstantín höfðu talað ensku sín á milli því hvorugt talaði móðurmál hins. Þegar vinir hennar spurðu hana hvernig Grikkland hefði litið út, svaraði hún: „Eg tók ekki eftir því. Konstantín var þarna og það er eina sem ég man eftir." Hún eyddi öllum leyfum sín- um með grísku konungsfjöl- skyldunni. En I marzmánuði fór hún til Grikklands til að vera við dánarbeð föður Konstan- tíns, Páls konungs. Tuttugu og tveggja ára að aldri varð Konstantín konungur, og brúðkaup hans átti að halda innan fárra mánaða. Og þótt krúna sú er hann tók við væri ekki sú öruggasta sem fyrirfannst í heiminum — bæði faðir hans og afi höfðu dvalizt langtímum í útlegð, — átti Konstantín miklu fylgi að fagna meðal þjóðarinnar, Hann hafði unnið til gullverðiauna í siglingum, í keppni er haldin var í tengsl um við Olympíuleikana. Og nú byrjaði stjórnartíð hans eins vel og hægt var, þvi ekki voru vinsældir hans minni fyrir það að nú hafði hann unga og íall- ega prinsessu sér við hlið. Fvrir Önnu-Maríu var þetta ævintýraríkur tími. Þegar hún hélt frá Danmörku í brúðkaup sitt sagði hún við vini sína: „I fyrsta sinn á ævi minni er ég ánægð yíir því áð hafa fæðzt prinsessa. Ef ég hefði verið af almúgaættum hefði ég líklega aldrei hitt Konstantín og hann hefði örugglega aldrei getað kvænzt mér. Hún lagði sig alla fram til að standa sig sem bezt I stöðu sinni sem drottning Grikklands, hún lagði hart að sér að læra málið og fékk tilsögn í trúarsiðum Grikkja og gekk síðan I grísku þjóðkirkjuna. Áhugi hennar á stjórnmálum var enginn unz hún giftist Konstantín, þá varð hún að byrja að sýna þeim og með grímu fyrir andlitinu. Það var auðsýnilegt að hjóna- band þeirra var hamingjusamt. En ský hrönnuðust upp. Miklir óróleikatímar voru í Grikklandi, og vinsældir konungs fóru sífellt minnk- Aður en herinn tók völdin, safnaðist fólk I kringum þau i hvert sinn er þau iétu sjá sig á almannafæri og fagnaði þeim innilega. andi. Annað barn þeirra Páll, fæddist mánuði eftir að herinn tók völdin í sínar hendur og ógnaði þar með veldi konungs. Konungsfjölskyldan vonaðist til að fæðing litla prinsins myndi koma ró á fólkið í land- inu, en það brást. Engin fagnaðarlæti voru á götunum þegar fæðingin var tilkynnt. Nokkrum mánuðum síðar birti tímarit eitt bréf, sem sögð voru skrifuð af Önnu-Maríu til vinkonu sinnar. Sagt var að þeim hefði verið smyglað úr landi með aðstoð erlends sendi- ráðs. 1 bréfunum var lýsing á landrúmsloftinu i Grikklandi, sem þá var lævi blandið . Hún sagðist vera mjög hrædd við það sem framtíðin kynni að bera í skauti sér. Hún sagðist hafa reynt að fá Konstantín til að segja af sér konungdómi. „Ég hefði aldrei getað trúað að þetta gæti komið fyrir mig,“ skrifaði hún. „Ég lifði i þeirri sjálfsblekkingu að ég væri hamingjusamasta stúlkan í heimi og ekkert slæmt gæti komið fyrir í Grikklandi. Við lifum nú I sífelldum ótta við hvað morgundagurinn muni bera i skauti sér. Eg vildi geta fært klukkuna til baka og byrjað að nýju. En það er orðið of seint núna.“ áhuga og fylgjast með því sem var að gerast á því sviði til að geta rætt þessi mál við mann sinn, sem hafði mjög gaman af að ræða pólitík. Þegar fyrsta barn þeirra, AJexia, tæddist var Anna-María á nítjánda árinu. Konstantín var viðstaddur fæðingu dóttur sinnar klæddur hvítum sloppi lllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllll

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.