Dagblaðið - 20.12.1976, Side 8

Dagblaðið - 20.12.1976, Side 8
8 Skattafrumvarpið: „Eins dauði er annars brauð” DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 20. DESEMBER 1976. \ \ — allt að sjö „afslættir” í stað margra frádráttarliða, sem eru skornir niður við trog — hert að einstaklingum í atvinnurekstri — meginhluti f rumvarpsins á ekki að taka gildi fyrr en 1978 Húsbyggjendur fá nú minni frádrátt samkvæmt nýja skattalaga- frumvarpinu. Margs konar afsláttur kemur í stað frádráttarliða gömlu. skattalaganna. Þau nýju munu re.vnast erfið husbyggjendum með miklar skuldir, þar sem vaxtafrádráttur er ekki að sama skapi og áður var. Utivinnandi barnlaus hjón munu líklega tapa á breytingunni og vafa- samt er, að útivinnandi h.jón vfirleitt telji sig hafa hag af. Nú fellur niður, að helmingur af launum útivinnandi konu sé frádráttarbær en í staðinn kem- ur ákveðinn og ekki. hár afslátt- ur en tekjum hjónanna er skipt í tvennt. þannig að „sérskött- un" tekur gildi. Mönnum verður ekki iengur reiknuð eigin húsaleiga af ibúð- um en gjöld vegna húsnæðisins eru felld niður. „Viðhalds- vinnuafsláttur" kemur i stað viðhaldskostnaðar, og tapa á því þeir sem eyða miklu í við- hald. Launaafsláttur svokallaður á að koma í stað ýmissa gildandi frádráttarliða, svo sem iá- gjalda, stéttarfélagsgjalda, sjúkra- og slysadagpeninga, gjafa til menningarmála, kostn- aðai1 við öflun bóka. giftingar- frádráttar. námsfrádráttar frá tekjum nemanda sjálfs og fleira. Launaafsláttur á að nema tveimur prósentum af tek.jum. Þá kemur „heimilisafslátt- ur”. 60 þúsund krónur, hjá hjónum sameiginlega, enda vinni þau samtals í 24 mánuði á árinu. Ella er hver mánuður metinn á fimm þ.úsund krónur í afslátt. Sama afslátt hefur ein- stætt foreldri með barn undir 16 ára. Hins vegar kemur til afsláttur til viðbótar barnabót- um, svonefndur „barnabóta- auki". sem er tiltekin fjárhæð fyrir hvert barn í hlutfalli við samanlagða útivinnu hjóna um- t'ram 12 mánuði. Vaxtaafsláttur yfirleitt 25 prósent Vaxtaafsláttur kemur í stað núverandi frádráttar vaxta- gjalda. Sú bre.vting er gerð, að allir fá tiltekinn vaxtaafslátt hið lægsta. Þetta er talið að muni verða til einföldunar við framtal til skatts hjá þeim, sem lítið skulda. en hins vegar koma til góða þeim, sem ekki hafa vaxtagjöld vegna eigin hús- næðis og búa i leiguhúsnæði, en húsaleiga er ekki frádráttar- bær til skatts. Vaxtagjöld skal annars umreikna í þennan af- slátt. Ætlunin er, að vaxtaaf- slátturinn vegi jafnmikið hjá há- og lágtekjumönnum. Vaxtaafsláttur skal yfirleitt vera 25% af vöxtum og afföll- um. Viðhaldsvinnuafsláttur svo- nefndur skal vera fjórðungur útlagðs viðhaldskostnaðar við íbúðarhúsnæði en þó eigi meiri en fimm þúsund krónur fyrir einstakling og tíu þúsund fyrir hjón. Einstaklingar mega eiga allt að þremur íbúðum, án þess að greiða skatt af söluhagnaði, ef þeir hafa átt þær lengur en fimm ár. Eftir breytingarnar, segir í greinargerð frumvarpsins um skattamál, sem var lagt fram á laugardaginn, yrðu hjá flestum einstaklingum og hjónum, þar sem annað vinnur heima, ekki nema um einn til þrjá afsláttar- liði að ræða, auk persónuaf- sláttar, það er að segja iaunaaf- slátt, vaxtaafslát.t og viðhalds- vinnuafslátt. Afsláttarliðir flestir sjö Hið flesta yrðu afsláttarlið- irnir, auk persónuafsláttar. sjö, hjá fiskimanni sem á maka og vinnur úti, hefur barn á fram- færi og á eigin íbúð. Þessir liðir koma í stað fjölmargra gildandi frádráttarheimilda í núverandi lögum. Sjómannaafsláttur og fiski- mannaafsláttur verða veittir samkvæmt nýju reglunum. Skattlagningu tekna barna er breytt þannig, að f.vrstu krón- urnar verða skattfrjálsar en þær síðustu skattlagðar þyngst. í gildandi lögum er tiltekinn hluti skattlagður með tekjum foreldra, en sé sérsköttun heim- iluð lækkar tekjuskattur niður í núll á tilteknu bili eins og einstaklingur ætti í hlut. Akvæði um tekjuskattsfrelsi vaxtatekna eru nú miðuð við vaxtagjöld í stað skulda sam- kvæmt gildandi lögum. Arður er gerður frádráttarbær hjá móttakanda að vissu marki. Skylt verður að telja fram meira en áður, til dæmis spari- fé. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að tekjur einstaklinga af at- vinnurekstri verði áfram á einkaframtali hans, en sú breyting er gerð, að tap af rekstrinum verður einungis frádráttarbært frá tekjum ,af honum en ekki öðrum tekjum. Reiknað er með, að skattþrep verði áfram tvö og sömu hlut- fallstölur og áður gildi um út- reikning tekjuskatts. Hert á skattlagningu í eigin rekstri I eigin atvinnurekstri verða menn að reikna sér tekjur og færa laun sem gjöld í atvinnu- rekstrinum og sem tekjur á framtal sitt. Tap á rekstrinum er ekki frá- dráttarbært frá launatekjum. Menn greiða því skatt þrátt fyr- ir taprekstur. Tapið verðuf yf- irfært til næsta árs og næstu ára og dregið frá tekjum þeirra. I frumvarpinu er lagt til, að maður, sem stundar atvinnu- rekstur í eigin nafni eða sjálf- stæða starfsemi, skuli telja sér til tekna eigi lægra endurgjald fyrir starf sitt en hefði hann innt starfið af hendi fyrir óskyldan aðila, hvort sem hann vinnur við eigin atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eða þá hjá félagi, sem honum er tengt. Fyrningar af lausafé skal nú reikna í einu lagi af bókfærðu verði, upphaflegu kostnaðar- verði að frádregnum fyrning- um, sem áður hafa komið til. Söluhagnaður af þeim eignum í atvinnurekstri, sem heimilt er að fyrna, verður að fullu skatt- skyldur á söluári, óháð eignar- haldstíma. Hagnaður af sölu fyrnanlegra fasteigna verður einnig að fullu skattjkyldur án tillits til eignarhaldstíma, nema varðandi Ibúðir, og telst mis- munur á söluverði annars veg- ar og 'kostnaðarverði þeirra að frádregnum áðurfengnum fyrningum, framreiknuðu með vísitölu verðlags, hins vegar. Svipað ákvæði gildir um ófyrn- anlegar fasteignir, svo sem lóð- ir, lönd og ófyrnanleg náttúru- auðævi. Hagnaður af sölu lausafjár, sem eigi er heimilt að fyrna, svo sem einkabila telst því aðeins til skattskyldra tekna, að hlutaðeigandi hafi átt hina seldu eign skemur en tvö ár. Akvæði þetta tekur ekki til hlutabréfa og eignarhluta í samlögum og félögum. Frumvarpið gerir ráð fyrir, að ekki verði heimilt að fyrna íbúðarhúsnæði. I gildandi lögum telst ágóði af sölu hlutabréfa og eignar- hluta í sameignarfélögum og samlögum að fullu til skatt- skyldra tekna á söluári, hafi aðili átt hið selda skemur en tvö ^ár, að hálfu eftir tvö ár en skemmri en fjögur en ekki skattskyldur eftir fjögur. Nú verður full skattskylda, ef eign- arhaldstími er skemmri en fjog- ur ár. 20% af fyrstu 900 þús. í frumvarpinu segir, að af fyrstu 900 þús. krónum skuli reikna 20% tekjuskatt en 40% umfram það. Persónuafsláttur einstaklings verði 163 þús. en fyrir hvort hjóna 115 þúsund. Barnabætur með fyrsta barni verða 47.700 en 71.100 með hverju barni umfram eitt. Af fyrstu 6 milljón króna eign greiðist ekki eignarskatt- ur, ef um einstakling ræðir, en 0,8% af því, sem umfram er. Sé um hjón að ræða, greiðist ekki eignarskattur af fyrstu 4,5 milljónunum, en 0,8% umfram það. Skattskvld fyrirtæki greiði 1.4% í eignarskatt. Rikisskattanefnd skal nú skipuð mönnum sem hafa það sem aðalstarf. Hún verður eins konar dómstóll í skattamálum. Viðurlög við brotum verða mjög þvngd. Reiknað er með, að TiTn nýju skattalög taki ekki gildi fvrr en 1978, fyrir tekjur árið 1977. Hins vegar er stefnt að því. að í meðförum þingsins verði ein- hver atriði þess framkvæmd þegar á næsta ári. Frumvarpið verður ekki afgreitt fyrr en eft- ir jólafri þingmanna. sem lýkur í janúarlok. þegar fólk er að 1 j ú k a s k at t f r a m t ö I u m. Ovænturbókmenntaviðburður Þórbergur Þórðarson Óllkar PERSÓNUR Bók þessi varpar nýju Ijósi á höfund- skap Þórbergs Þórðarsonar. í henni eru birtar ritgeröir, þættir og mann- lýsingar frá árunum 1912-1916. Bók- in sýnir hvort tveggja í senn bráö- þroska Þórbergs og þróun ritlistar hans þessi ár. Á þessum árum starf- aði hann í Ungmennafélagi Reykja- víkur, og voru flestar ritgeróirnar íluttar á fundum félagsins. Helstu þættir bókarinnar eru þessir: Jón Strandfjeld. Lýsing á skuldheimtumanninum. Skáldskapargagnrýnarnir nýju og tvö kvæöi eftir Sigurö Grímsson. Safn til ævisögu Jóns Norðmanns Dúasonar. Draumar Hannesar Péturssonar. Ólíkar persónur. Ársæll Árnason. Auk þess eru birtar í bókinni þýð- ingar Þórbergs á sögum eftir Edgar Allan Poe og A. Conan Doyle. * «»* jjt UÓÐHÚS Sími 3 57 24 Pósthólf 629 Reykjavík. -HH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.