Dagblaðið - 22.12.1976, Page 2

Dagblaðið - 22.12.1976, Page 2
DACBLAÐIÐ. MIÐVIKUDACUR 22. DESEMBER 1976. 2 /* Þessi allsráðandi minnihluti — poppið mundi stytta stundir Enn einn poppunnandi skrifar: M6r finnst alveg rétt það sem ,.poppari“ skrifaði í blaðið á miðvikudag. Sérstök bylgja fyrir poppið gæti verið ágætis- lausn á „Hallærisplans- vandamálinu" og „Lokun- Tópabæjar-málinu" eða hvað Hríngið i síma 83322 kl. 13-15 eöa skrifíö sem þau eru nú kölluð þessi „unglingavandamál." Kaninn (útvarpið) hefur oft stytt manni stundir á leiðinlegum al- íslenzkum vetrarkvöldum og gerir það enn. Færri foreldrar þyrftu sjálfsagt að sjá af börnum sínum niður á Hallærisplan á kvöldin ef eitt- hvað væri við að vera heima fyrir en það er bara alls ekkert nema unglingarnir hafi eigin áhugamál. Ekki fer mikið fyrir dagskrá við þeirra hæfi í ís- lenzka sjónvarpinu, þó að það hafi nú aðeins lagazt undan- farið. Fólk lifnar beinlínis við þegar kveikt er á „Kananum" á daginn, því þar heyrist lífleg og skemmtileg músík og þrælhressir plötusnúðar segja brandara í gríð og erg, en heldur dofnar yfir fólki þegar skipt er yfir á það íslenzka, því þar heyrist sinfóníuvæl allan liðlangan daginn. Já, það væri örugglega góð lausn á öllum þessum „vandamálum" unglinga ef menn gerðu nú einu sinni eitthvað róttækt og skelltu á popp-bylgju. Þá þyrft- um við unglingrnir ekki að bíða dögum saman, slefandi af eftir- væntingu, eftir hverjum Hver ber ábyrgðina? — ekki er hægt að skila Þörungaverksmiðjunni aftur Gunnar Gestsson skrifar: í Dagblaðinu 16. þ.m. tekur Steingrímur Hermannsson fram nokkur atriði um Þörungaverksmiðjuna, sem honum þykir skipta máli. Finnst mér það sem þar kem- ur fram vera tómt rugl og aðal- innihaldið vera eftirfarandi: 1. Steingrímur kom ekki nálægt. 2. Steingrímur kom nálægt. 3. Steingrimur kom ekki nálægt. 4. Steingrímur kom nálægt. Steingrímur segist vera í stjórn Þörungaverksmiðjunn- ar, og að lokum segir hann orð- rétt: „Stjórn Þörungaverk- smiðjunnar ber að sjálfsögðu fulla ábyrgð á starfsemi fyrir- tækisins." Hver er sú ábyrgð? Ef ég kaupi hlut sem er í ábyrgð, þá fylgir honum ábyrgðar- skírteini. Reynist hluturinn gallaður, get ég skilað honum og fengið annan í staðinn, eða upphæðina endurgreidda. Abyrgð sú sem Steingrímur tal- ar um er akkúrat engin. Ekki er hægt að skila honum og fá ann- an Steingrím I staðinn og ekki er hann borgunarmaður fyrir því tjóni, sem hann kann að hafa valdið. Væri því sennilega ódýrast fyrir þjóðina að láta Steingrím Hermannsson byrja að skrá æviminningar sínar frá og meö 1. janúar 1977, — á fullu kaupi til sextíu og sjö ára aldurs. r *v iy5í ' Ta;'- [C' í j klrN vesælum Islenzkum poppþætti sem verður svo að engu, vegn'a annarra dagskrárliða sem endi- lega verða að ganga fyrir. Mig hefur lengi langaö að vita hverjir það eru sem hlusta á sinfóniuvælið í islenzka út- varpinu allan liðlangan daginn. Ég hef ekki hitt neinn af þeim enn og býst ekki við að gera það í bráð, þar sem sinfóníuunn- endur eru örfáir en við popp-t unnendur mikill hluti þjóðar- innar. Samt er því þannig hátt- að að sinfóníuunnendurnir fá vilja sínum framgengt, en ekki við. Hvernig stendur á þessu? Við erum uppvaxandi kynslóð Poppið mundi stytta mörgum stundir og mundi leysa unglingavandamálið að nokkru leyti, segir bréfritari. Hér er Celsius á tónleikum. og sjálfstæó og ættum að hafa jafnmikil réttindi í þessum málum og þessi „allsráðandi minnihluti". íslendingar ánægðir með sjálfa sig Informasion skrifar: Það er alveg makalaust hvað íslendingar eru ánægðir með sjálfa sig. Þeir neita aðstoð sem þeim er boðin, vegna þess að þá sjá aðrar þjóðir að við þurfum á aðstoð að halda. Neitunin er sjálfsagt vegna þess að við leggjum okkar litla skerf fram til svokallaðra VAN- ÞRÓAÐRA LANDA og við telj- um okkur ekki vanþróaða með allt þetta skólafólk á herðunum og fjöldann allan af háskóla- borgurum. Islendingar eru mjög van- þróaðir fjárhagslega og ríkið heldur áfram að éta upp þegna sína svo þeir eru nú orðnir stór- skuldugir, þó þeir vinni auka- vinnu á meðan þeir standa. Þó það nú væri að ríkiskassinn skili nú loksins hallalausum rekstri að mestu. Fyrst íslendingar eru svona stoltir að vilja ekki þiggja styrk Sameinuðu þjóðanna undir þessu nafni legg ég til að Sam- einuðu þjóðirnar breyti nafninu á styrknum og kalli hann styrk til SJÁLFÞRÓUN- ARLANDANNA. Það gætu Is- lendingar ábyggilega sætt sig við og mundu tæma sjóðinn á augabragði ef þeir ættu kost á því. Það þótti hörmulegt að vera á sveitinni I gamla daga. Nú heitir allt þetta styrkja- fargan mjög s'Kemmtilegum nöfnum eða upppússuðum og aumur er sá maður sem nær ekki í einhvers konar styrk, enda ekkert mark tekið á hon- um í þjóðfélaginu ef svo er ekki. Eitt lítið dæmi má nefna sem sýnir hvað tslendingum er mik- il þörf á hjálp. Einhver nefnd á vegum Bílgreinasambandsins hefur athugað hvað sé bezt varðandi bílaskoðunina. Þeir höfðingjar vilja að bif- reiðar verði skoðaðar á ákveðnum verkstæðum. Ég læt mér ekki detta annað í hug en að þeir hljóti að vita af nýjustu tækni í bílaskoðun þótt ég ætli að minnast á eitt fullkomnasta bílaskoðunarfyrirkomulag í Vancouver, Kanada. Við getum hugsað okkur að við séum að renna I gegnum þvottastöðina hér I Höfðahverfi, svo einfalt og fljótlegt er það, nema hvað skoðunin tekur mun skemmri' tíma og sjálft húsið þarf ekki að vera mikið stærra, og tækin eru mjög einföld. Auðvitað vita þessir menn af þessu. Annars væru þeir ekki með þetta fína nafn sem bendir til hvers á að nota það. — Þess vegna er ætlunin að fá svona tæki en að dreifa þessu 'inn á yerkstæðin. Bravó fyrir einstaklingsframtakinu, þvi Ríkið getur ekki hugsað, þó að þegnar þess eigi að gera það. En svo að við víkjum að efninu aftur, þá er sjálfsagt að breyta um nafn og láta löndin heita SJÁLFÞRÖUÐU LÖND- IN en ekki Vanþróuðu löndin og má með sanni segja að þjóðirnar hafi þróað sig sjálfar, hvort heldur frumbygginn kemur úr trjánum eða torf kofanum. Hin löndin heita HÁ- ÞRÓUÐ LÖND, og með þessari nafnabreytingu mundu Is- lendingar að sjálfsögðu taka of- an og þakka fyrir höfðinglegt boð. Nýjar bækur daglega :l~\/.... Emil Björnsson og Brynjólfur Bjarnason. Vonbrigði með sjónvarps- þátt Magni skrifar: „Eg var að enda við að horfa og hlusta á þá Brynjólf Bjarnason og Emil prest i sjón- varpinu. Eg hafði hlakkað mik- ið til að sjá þennan þátt og heyra hvað þessi margfróði maður hefði fram að færa. En að minu mati gjöreyðilagði spyrjandinn þennan þátt. Ég hef sjaldan horft á aumari leik- þátt en þetta viðtal við Brynjólf. Spyrjandinn las upp úr blöðum sínum og hinn fletti sínum blöðum svo honum vrði ekki „fótaskortur á svarinu". Úr þessu varð hundleiðinlegt stagl. sem allir hefðu getað flett upp á í bókum Brynjólfs. Svona fór um sjóferð þá. Eg hef oft orðið f.vrir von- brigðum með það sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi og útvarpi. Það sem er enn ergi- 'iegra er að fara vonsvikinn frá tækinu sinu."

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.