Dagblaðið - 22.12.1976, Síða 5

Dagblaðið - 22.12.1976, Síða 5
l)A(’iBl.Af)IÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DKSKMBKR 1976. 5 Rafmagnsleysið r a Snæfellsnesi: Rarik vonast til að ein- hver bót fáist ..Þetta er margslunKÍð mál og verður varla bót þar á fyrr en með endurnýjun sveitalínanna og með lagningu Byggðalínunnar" sagði Baldur Helgason. forstjóri Raf- magnsveitna ríkisins í viðtali við DB um rafmagnsmál á Snæfells- nesi og orsakir þeirra bilana, sem þar hafa orðið að undanförnu. Taldi Baldur erfitt að segja nákvæmlega hverjar ástæðurnar væru helztar. en sagði, að margt hefði komið fyrir í einu að undan- förnu og væri óveður og skemmd- ir af völdum þess, sennilega stærsti þátturinn. Bæði hefði ver- ið unnið að viðgerðum á aðveitu- s'töðinni frá Búrfellsvirkjun. sem er við Korpúlfsstaði eftir að eld- ingu laust þar niður fyrir skömmu og eins hefðu orðið út- leysingar í Andakílsárvirkjun á sama tíma. er sem erfiðast var um rafmagn á Snæfellsnesi, nú fyrir skömmu. ,,Þá gerði ofsarok á Snæfells- nesi og bar það með sér leir á línur í aðveitustöðvar og allt þetta orsakaði að víða varð rafmagns- laust." sagði Baldur. „Þar við bættist að verið var að taka upp gastúrbínuna í Ölafsvík og mátt- um við því ekki við miklu." Varðandi rafmagnsle.vsið í Grundarfirði sagði Baldur. að þar væri ástandið ekkert verra en annars staðar á nesinu og þar í grennd. Hvað snerti brunann, sem varð í fiskimjölsverksmiðj- unni. sagði Baldur, að það væri í rauninni spurning. hvort þar ættu að vera slík tæki, þar sem ótryggt væri með rafmagn. Ennfremur benti hann á, að hann teldi það varla forsvaranlegt, að þeir Grundfirðingar hefðu raímagns- vatnsdælu sína þannig búna, að ef rafmagn færi. væri ekkert hægt að gera t.d. í sambandi við elds- voða. „En um leið er ég auðvitað ekki að mæla ástandinu bót." sagði Baldur. „Ég vona, að ástandið batni þegar nýr búnaður verður settur upp i Grundarfirði og í Olafsvík núna í vor. en ég hef ekki trú á. að veruleg .bót fáist fvrr en búið er að endurnýja leiðslur og tengja Byggðalínuna. sem gerist varla f.vrr en á árinu 1979.” -HP ■ KG-84 Mínútugrill Brauðristar 5 geröir vöffluiarn. brauðgrill allt í einu taki Grillofnar 3 geröir Djúpsteikingarpottar 2 geröir Kaffivélar 4 geröir Hárliðunarjárn Hárþurrkur Vöfflujárn 4 geröir meö teflon luiö SKOÐIÐ CG KAUPIÐ ROWENTA RAFTÆKI í NÆSTU RAFTÆKJAVERZLUN Straujárn á geröir J ARMÚLA 1 A - SÍMI 86117 Rowenta Jólamarkaöur i Fjosmu Jólaskreytingar Mikið úrval af gjafavörum OPIÐ FRÁ KL. 10-22 BREIÐHOLTI Sími 35225

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.