Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 22.12.1976, Qupperneq 7

Dagblaðið - 22.12.1976, Qupperneq 7
DACBI.AÐIÐ. MIÐVIKUDACiUR 22. DKSKMBKR 1976. " Olían breiðist út um Atlantshafið: V Hætta á að 28 milljón lítrar af olíu leki út — úr olíuskipi, sem strandaði við Nantucket-eyju í Bandaríkjunum '' Margar milljónir lítra af olíu úr strönduðu líberískti olíu- skipi ógna nú beztu fiskimiðum Bandaríkjanna og eru að eyði- leggja stóra hluta strandlengj- unnar Atlantshafsmeg'in. Meiri olia hefur aldrei farið í sjóinn viðstrendur Bandaríkjanna. Strandgæzlan horfði ráðþrota á þegar skipið, Argo Merchant, 18.743 tonn, brotnaði i sundur á sandrifinu sem það lenti á á miðvikudaginn suð- austur af Nantucket-e.vju. Sextíu og fimm milna löng olíubrák teygði sig fljótlega út fyrir fiskimiðin þar út af og ríkisst jóri Massachusetts, Michael Dukakis, óskaði eftir því við Ford forseta, að lýst yrði yfir neyðarástandi. Kmbættismenn í rikinu ótt- ast nú að brevtt vindá<t gæti beint olíubrákinni norður í átt til baðstranda á Þorskahöfða. Þar hafa sjómenn stefnt eig- endum skipsins, fyrir að valda sextiu milljón dollara tjóni. I Boston hefur sambandsríkis- dómstóll kvatt skipstjóra olíu- skipsins og sex samstarfsmenn hans til yfirheyrslu svo komast megi að því hvað olli strandi skipsins. í gær var frá því skýrt af opinberri hálfu í Massachusetts að skipið hefði verið komið 10 mílur af réttri stefnu. þegar það rakst á sandrilið. Vegna veðurs, hefur strand- ■gæzlumönnum ekki tekizt að dæla úr skipinu þeirri olíu, sem enn er í því — en það eru 7.5 milljón gallon af þungri iðnaðarolíu. Það samsvarar 28,5 milljón lílrum. Unnið að olíuhreinsun á yfir borði sjávar. ___VOPNAHLÉINU BJARGAÐ FYRIR HORN Friðargæzlusveitir Araba- bandalagsins hafa tekið sér stöðu í úthverfum Beirútborgar í Líbanon við hlið skriðdreka og stórskotaliðsbyrgja, en til átaka kom milli striðandi hreyfinga Palestínuskæruliða i gær og beittu friðargæzlusveitirnar stórskotaliði gegn þeint. Samkvæmt fréttum frá Beirút, létu friðargæzlu- sveitirnar til skarar skríða er í odda skarst milli stuðnings- manna Sýrlendinga og stuðningsmanna Iraksmanna úr röðum Palestínuskæruliða.' Síðar í eær tókst að ná sam- komulagi um frið til þess að varðveita vopnahléð í landinu, sem haldið hefur verið frá þvi 15. nóvember sl. Sýrlendingar hafa búið um sig umhverfis borgina og hafast þar við í sandpokavirkjum og i skriðdrekum, t.d. er mikið af skriðdrekum í' nágrenni flug- vallarsins í Beirút, sem nt hefur verið opnaður fyrir al menna umferð. brother ELECTRONIC CALCULATOR 408AD 508AD 512SR Hinar eftirsóttu ódýru BROTHER vasatölvur komnar aftur, 3 gerðir fyrirliggjandi. Vibrosan nuddtækiö mýkir vöðvana. e.vkur blóðrás og styrkir hörundið. Vibrosan nuddpúöinn hefur sömu áhrif. 3 mismun- andi hraðar á nuddi auk hita- slillingar. Ka-rkomnar gjalir iianda honiini og heiini. á ára ahvrgð. Er það ekki góð hugmynd að fá sér VÍNARSTÓLA og/eða ruggustól í sama stfl til augnayndis um jólin og í framtíðinni? BORGA RFELL Skólavörðustíg 23, sími 11372.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.