Dagblaðið - 22.12.1976, Síða 13
1)ACBI.AÐIÐ Mlf)VIKWBACiUR 22. DKSKMBKR 197«
""
Slysahættan meiri ef götu-
lýsing er ekki samfelld
13
N
Götulýsing kemur ekki aö
fullum notum nema hún sé
samfelld. Sums staðar á orku-
veitusvæðinu hafa nú, eins og
oft áður, verið talsverð brögð að
skemmdarverkum á götuljós-
um. Þetta hefur í för með sér
bæði verulegan kostnað og
slysahættu. Þetta, meðal ann-
ars, kemur fram í fréttatilkynn-
ingu frá Rafmagnsveitu
Reykjavíkur. Þá segir:
,,Hér er ekki um að ræða þátt
einstakra barna og unglinga
vegna gáleysis. Fullorðnir eiga
lika hlut að máli. T.d. er mjög
algengt að menn aki af gáleysi
á götuljósastólpa. Verulegar
skemmdir eru einnig af völdum
kranabíla. þar sem stjórnendur
Nemendur ásamt nokkrum heimamönnum og skólastjóra í borð-
sal Rafmagnsveitunnar að Ármúla 31.
A myndinni eru. talið frá vinstri. þeir nemendur. sem hlutu 1.
verðlaun í hverjum aldursflokki. Ennfremur Haukur Pálmason.
yfirverkfræðingur. og Aðalstcinn Guðjohnsen. rafmagnsstjóri.
Sigurður Sverrir Stephensen, Alftamýrarskóla. Björn Þorsteins-
son. Alftamýrarskóia. Elsa Kristín Elisdóttir. Fellaskóla. Agnar
Rúnar Agnarsson, Fossvogsskóla. Sigrún Eysteinsdóttir. Hvassa-
ieitisskóla. Sigurður Flosason. Hlíðaskóla, Þráinn Valur
Hreggviðsson. Garðaskóla. Á myndina vantar Brynhildi
Benediktsdóttur. Ilvassaleitisskóla.
Auglýsing
um lausar stöður við Fasteignamat
ríkisins
I samræmi við ákvæði laga nr. 94/1976 um
skráningu og mat fasteigna eru eftirtaldar stöður við
Fasteignamat ríkisins hér með auglýstar lausar til
umsóknar.
1) Tvær stöður tæknifræðinga. Launafl. A-17.
2) Staða húsaskoðunarmanns. Iðnmenntun áskilin.
Launafl. B-10
3) Staða viðskiptafræðings. Launafl. A-19
4) Staða skrifstofumanns. Launafl. B-10
5) . Fjórar stöður tæknifræðinga með búsetu utan
höfuðborgarsvæðisins. hver í sínu umdæmi. en þau
eru:
Vesturland og Vestfirði (umdæmi I).
Norðurland (umdæmi II).
Austurland (umdæmi III) og
Suðurland (umdæmi IV).
Launafl. A-17.
Nánari upplýsingar um framangreind störf gefur
forstjóri Fasteignamats ríkisins. Umsóknir sendist
fjármálaráðuneytinu, eignadeild. fyrir 7. janúar nk.
Fjármálaráðuneytið,
17. desember 1976.
þeirra gæta ekki að sér, einkum
á beygjum.
í skammdeginu er þörfin fyr-
ir góða götulýsingu brýnni en á
öðrum árstímum. Einnig fara í
hönd annir og aukin umferð
vegna jólanna.
Rafmagnsveitan efndi tii
ritgerðasamkeppni
Víðtæk kynning á kerfi
Rafmagnsveitunnar var hafin í
sk;ólunum í fyrra, og þó
sérstaklega gildi götulýsingar
og kostnaði við hana. Síðan var
efnt til ritgerðasamkeppni með
afraörkuðu úrlausnarefni fyrir
hvern aldursflokk.
Átta nemendur, sem skiluðu
beztu úrlausnum í aldursflokk-
Eiginmenn
Aðstoðum við val á jólagjöf konunnar.
Komið og fáið góða þjónustu.
Verzlunin MADAM Glæsibæ - Sími 83210
Sportmagasín
í húsi Litavers við Grensásveg 22
TIL JÓLAGJAFA:
Bobspil 4.900 kr. — Fótboltaspil 3.400 kr. — Krokett 4.200
kr. — Skautar, verð frá kr. 2.500. — Skiptum á notuðum og
nýjum skautum — Skíðasett 3.775 kr. — Handboltar frá kr.
2.500. — Fótboltar frá kr. 1.500. —Plast- og gúmmíboltar frá
kr. 250. — Fótboltaskór frá kr. 1200.— Æfingagallar frá kr.
4.300. — Adidas æfingaskór frá kr. 3.700 — íþrótta
fatnaöur, allar tegundir
ALLT FYRIR HESTAMENN:
Spaðahnakkar kr. 29.000 — ístöð frá kr. 1.900 — Svipur frá
kr. 800. — Allar tegundir af reiðtygjum.
MJÖG ÓDÝRT:
Kven- og barnapeysur frá 400 kr.
Sportmagasínið Goðaborg hf.
Sími 81617 - 82125
Grensásvegi 22
unum, fengu afhent verðlaun
við uppsögn skólans í vor. Auk
þess var höfundum beztu úr-
lausnanna úr hverjum skóla
boðið að kojha í kynnisferð til
Rafmagnsveitunnar. Farið var í
Elliðaárstöðina, aðveitustöðina
á Hnoðraholti og 130 kv
aðveitustöðina við Lækjarteig.
Að lokum skoðuðu nemendurn-
ir, sem voru 60, hir.a nýju bæki-
stöð Rafmagnsveitunnar að
Ármúla 31 og þágu þar veiting-
ar.
Börnin sýndu ótrúlega mik-
inn áhuga. Mörg tóku myndir
og skrifúðu hjá sér upplýsing-
ar. Af þeim mörgu spurningum,
sem fram komu í skoðunarferð-
inni, var augljóst, að skólarnir
veita góða undirstöðufræðslu á
rafmagnssviðinu."
EVI
STÓRDANSLEIKUR
í Hlégarði á annan í jólum
3 HLJÓMSVEITIR
ÁRBUK - BÚBÓT - L0S BRILLANTIN0S
Sætaferöir frá BSI kl. 10,15