Dagblaðið - 22.12.1976, Page 23

Dagblaðið - 22.12.1976, Page 23
DACiBLAÐIÐ. MlfíVIKlIDAC.UR 22. DESF.MRKR 1976. 23 FLJÚGANDIJÓLASVEINN A norðurhjara veraldar er algengast að jólasveinar komi „til byggða" annaðhvort á sleða eða á skiðum. Ekki er gott að koma slíkum farartækjum við í hinu sólríka landi appelsínusafans.Flórída.Þar verða jólasveinar að grípa til annarra farartækja Þessi hefur til að mynda tekið í þjónustu sína flugdreka og hefur hann skrifað allsherjar jólakveðju á drekann sinn. HJÁLPLEGUR HEIMILISKÖTTUR Nýlega sögðum við frá því að nú hefðu í fyrsta sinn verið höggvin jólatré í sjálfu borgar- landinu, en að þessu sinni eru jólatrén, sem eru í barnaskólum höfuðborgarinnar úr Heið- mörkinni. Það verður þó líklega einhver bið á að borgarbúar geti farið sjálfir upp í Heiðmörk og höggvið sir eigin tré þar. Þessi ungi maður fór í slíkan leiðangur og hafði sér til aðstoðar heimilis- köttinn, ,en þeir félagar eiga heima í Helsinki og þar í grenndinni er nóg af barrskógum, þar sem jólatré borgaranna vaxa. Notar fæturna í stað handa Pilturinn á myndinni heitir John Williams og er sautján ára gamall. Hann er einn af hinum svonefndu thalidomide börnum. sem voru mjög vansköpuð er þau voru borin í þennan heim. John vantaði til að mynda handleggi þegar hann fæddist. Hann tók nýlega ökupróf i heimaba' sinum Providence. Rhode Island. Það sem við hin notum hendurnar við. notar John fæturna. Upp um alla veggi Þetta eru bandarískir skólanemendur við Tulane háskolann i New Orleans. sem eru að slappa af áður en þeir fara í lokapróf. Engin takmörk cru enn fvvir því livað námsmönnum getur dottið í hug! Gott er að hafa tungur tvær Við fyrstu sýn virðist þelta vera ný tegund af kameldýri. með haus á báðum endum. Svo er þó ekki. heldur náði ljósmyndari nokkur þessari skemmtilegu mynd af tveimur dýrum sem ber svona saman. Þessi kameldýr eru í dýragarði í Dortmund í V-Þýzkalandi. Afskorin blóm og gjafavömr Skreytingar Körfur og gjafaskreytingar Brúöarvendir Krossar Kransar Kistuskreyúngar Sendum um allan ba»inn / 'MWSí Hótel Sögu - Sími 120131 iii Smurbrauðstofan BJORNINN Njúlsgötu 49 — Simi 15105

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.