Dagblaðið - 18.03.1977, Side 1

Dagblaðið - 18.03.1977, Side 1
3. ARG. — FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977 — 65. TBL. 'RITSTJÓRN SlÐUIjltJLA 12, Slfttl 8332(2. AUGLVSINGAR OG' AFG’REIÐSLA*, ÞVERIIOLTI 2, SIMI 27022. Enginn bátur landar fisM í Keflavíkurhöfn „Japanarnir áætluðu sjálfir að þetta hefðu verið 8 tonn af svartolíu sem fossaði í gegnum gat sem kom á tank hjá þeim og fór um höfnina hérna í gær. Enginn veit hins vegar hvað þetta var mikið magn og olían barst um alla höfnina,“ sagði Pétur Jóhannsson hjá Lands- höfn Keflavíkur, en þessi at- burður átti sér stað á miðviku- dag. Jóhann sagði að svartolían hefði borizt á haf út með straumum, en bryggjurnar væru klístraðar af olíunni og enginn bátur gæti landað þar fiski, en 10—20 bátar landa á dag. Þeir færu nú til Njarðvík- ur, þar sem væri mikið þrengra um þá og hærra upp á bryggju. Bryggjuverðir og menn frá olíufélögunum eru að reyna að hreinsa bryggjurnar með olíu- —vegnasvart olíuklísfurs áöllum bryggjum hreinsiefni. Stefán Bjarnason hjá Sigl- íngamálastofnuninni sagði að þeir hefðu áætlað að verkið myndi taka 3—4 daga, ef veðrið helzt svona áfram getur tíminn orðið styttri. EVI Samið um jarð- stöð undirritun ídag Samningur íslenzka ríkisins og Mikla norræna ritsíma- félagsins um smíði og rekstur á jarðstöð til fjarskipta verður undirritaður í samgönguráðu- neytinu í dag með pompi og prakt. íslenzka ríkið og Mikla norræna munu eiga og reka jarðstöðina í sameiningu til að byrja með en íslendingar munu eignast hana sjálfir að fullu ekki síðar en 1991. Verkið verður nú boðið út, en þar sem útboðsgögn hafa ekki verið unnin, hefst bygg- ing jarðstöðvarinnar varla fyrr en á næsta ári. Góður dag- urídag Hann verður varla síðri dagurinn í dag hjá Sunnlend- ingum en dagurinn I gær. Þá spókaði fólk sig i sól og blíðu, hámaði í sig ís og það var hátíð hja öndunum á Tjörninni, þar sem steggir og kollur fara nú að undirbúa vorverkin. Allir baðstaðir voru þéttskipaðir fólki sem naut veðurbllðunn- ar. Jafnvel skurðurinn í Naut- hólsvik varð vinsæll til baða og leikja um hábjartan daginn. Þar nutu þessir strákar lífsins í gær. £)B-mynd Bjarnleifur. __ áhafsbotninn? rotajárn” segir varnarliðið — hylkin merkt „sprengihætta mikil” Síðdegis I gær áttu sér stað allsérstæðir flutningar frá Keflavíkurflugvelli. Flutn- ingabílar frá hernum óku við- stöðulaust u.þ.b. 25 tonnum af járnhylkjum, kössum og öðrum umbúðum niður að Keflavíkurhöfn, hvar þessum varningi var skipað um borð í leiguskip. Skipið sigldi síðan út á flóa og þar var góssinu sökkt. Ekki tókst lögreglunni í Keflavík að stöðva þessa flutn- inga og mun herinn hafa gert þetta algerlega að eigin frum- kvæði og án samráða við ís- lenzk yfirvöld. Það sem vekur grunsemdir er m.a. að sumar umbúðirnar voru merktar „high explosi- ves“ eða „sprengihætta mikil“. Að sögn hersins var hér um „brotajárn" að ræða, en aðrir telja það æði furðulega ráð- stöfun að flytja slíkt út á miðjan flóa og sökkva siðan. Blaðið hafði samband við varnarmálaráðuneytið og höfðu engar fregnir borizt þangað um þetta mál, hvað þá umsókn um heimild. Bæjarfógetaembættið í Keflavík varðist allra frétta af málinu svo og lögreglan í Keflavík. Hingað til hefur nýtilegt „þrotajárn“ verið selt úr landi, en annars verið safnað saman á sérstakan stað á Keflavíkur- flugvelli. JFM

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.