Dagblaðið - 18.03.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 18. MARZ 1977.
7
Morðiðá Jumblatf:
CASIO-LCÚR
Blóðhefndin hafin
Samkvæmt áreiðanlegum
heimildum Reuters frétta-
stófunnar munu allt að 150
manns hafa verið myrtir í
Líbanon í hefndarskyni fyrir
morðið á Kamal Jumblatt,
leiðtoga vinstri manna þar í
landi á miðvikudaginn var.
í fjallaþorpinu Barouk munu
meira en 40 manns hafa verið
myrtir í árás Druze-hreyfingar
múhameðstrúarmanna, sem
Jumblatt var foringi fyrir, er
hann var á lífi. Allir hinir
föllnu voru kristnir menn.
Alls munu um 150 manns
hafa látið lífið í bardögum í
fjallahéruðunum suðvestur af
Beirút, þar sem Jumblatt naut
.hvað mest fylgis og talið er að
tíu menn hafi verið myrtir í
höfuðborginni sjálfri í hefndar-
skyni fyrir morðið á Jumblatt.
Riímenía:
34.600
MANNS
HEIMILIS-
LAUSIR
Fréttir frá Vínarborg herma, hagslíf þjóðarinnar í fram-
að tjónið í jarðskjálftanum tiðinni.
mikla í Rúmeníu, hafi numið Samkvæmt síðustu talningu,
allt að 500 milljónum hafa um 33 þúsund hús hrunið
sterlingspunda, eftir því sem til grunna, eða skemmzt
næst verður komizt, og er'þá átt verulega og 34.600 manns orðið
við beint eignatjón. Ekki er heimilislausir.
vitað, hvaða afleiðingar jarð- A.m. k. 1540 létu lífið í
skjálftinn getur haft á efna- jarðskjálftanum.
Þessi gamla kona missti bæði mann sinn og bróður i
jarðskjálftanum og biður hér við kirkjugarðshliðið, en illa farin lík
manna voru lögð þar á jörðina til að freista þess að einhver
ættingja bæri kennsi á þau.
Verð frá kr. 28.350.
CASIO-LC armbandsúr
býður uppá:
• Klukkust., mín., 10 sek., 5
sek., 1 sek.
• Fyrir hádegi / eftir
hádegi.
• Mánuður, dagur, vikudag-
ur.
• Sjálfvirk dagatalsleiðrétt-
ing um mánaðamót.
• Nákvæmni ++ 12 sek. á
mánuði.
• Ljóshnappur til aflestrar
í myrkri.
• Rafhlaða sem endist ca 15
mán.
• 15 sek. verk að skipta um
rafhlöðu.
• Ryðfrítt stál.
• 1 árs ábyrgð og viðgerða-
þjónusta.
STALTÆKI, Vesturveri.
Sími 27510.
Erlendar
fréttir
REUTER
Za/re;
Bandarísk hergögn
streyma inn ílandið
Bandaríkjamenn og banda-
menn þeirra í Vestur-Evrópu
hafa haft samráð um ástandið í
Zaire, þar sem innrásar-
sveitirnar virðast hafa hertekið
tvö þórp í viðbót við þau þrjú
sem þeir tóku í innrás sinni í
síðustu viku.
Hafa Bandaríkjamenn sent
meira en einnar milljón dollara
virði af hergögnum og lyfjum
til landsins flugleiðis og
Frakkar og Belgíumenn hafa
sent skotfæri og þyngri
hergögn til landsins.
Ekki hefur fengizt staðfest,
hvort fleiri bandalagsríki í
Evrópu hafi komið Zaire til
hjálpar.
IATVINNUREKENDUR ATHUGIÐl
Ég er ungur reglusamur maður og
óska eftir verkefni. Hef bíl til
umráða og húsnæði í hjarta Reykja-
víkur. Get unnið bæði í viðkomandi
fyrirtæki eða í eigin húsnæði. Get
unnið part úr degi, allan daginn eða
eftir samkomulagi. Er vánur verðút-
reikningum, tollskýrslum, inn-
heinfitu- og bókhaldi. Get tekið vörur
í umboðssölu. Öllum fyrirspurnum
verður svarað.
Tilboð merkt „Reglusamur
sendist Dagblaðinu sem fyrst.
77“
ÓRÓIMEÐAL BASKA
Samkvæmt heimildum fra
Baskahéruðum Spánar mun
óeirðalögregla, vopnuð kylfum,
hafa dreift mannfjölda er
safnazt hafði saman til
mótmæla eftir jarðarför ungs
manns semiét lífið i bardaga
við lögregluna í Bilbao fyrir
nokkrum dögum.
Eldsprengju var varpað að
lögreglumönnunum úr bifreið,
sem ekið var framhjá á mikilli
ferð — en hún sprakk án þess
að valda teljandi tjóni.
Miklar óeirðir hafa verið í
Baskahéruðunum síðan
lögreglan skaut tvo skæruliða
Baska til bana við götuvígi í
síðustu viku.
Til sölu
lofthreinsitæki og frystitæki úr
veitingahúsinu Röðli.
Til sýnis á staðnum.
Radióbúðin
Skiphoiti 19. Sími 23800.
Mikiar óeirðir hafa verið i Baskahéruðum Spánar að undanförnu,
þráti fyrir miklar tiislakanir af hálfu stjórnvalda þar í landi. I gær
beitti lögreglan kyifum gegn mannf jöldanum.
Montemario
Handsaumaðar ítalskar leður
karlmannamokkasíur
Sérlega mjúkar og vandaðar.
Reimaðar og óreimaðar.
Litir: Brúnt, svart, ryðrautt.
Verð: kr. 7.550.—
Skór í sérstökum
gæðaflokki
Miðbæjarmarkaði — simi 19494