Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 2
'2 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. „Naglasúpan” —hellt úr skálunum yfir Sigga f lug Geirfugl skrifar: Miövikudaginn 16. marz 1977 birtist grein í Dagblaöinu undir dulnefninu Siggi flug, 7877- 8083. Inngangur greinarinnar hófst á dæmisögu og var þar vitnað til hinnar gömlu og góöu sögu um naglasúpuna. Þar sem sagan er alkunn er ástæðulaust aö rekja efni hennar nú, enda gerði greinarhöfundur það svikalaust í upphafi nefndrar greinar og get ég ekki látið hjá líða að hrósa honum fyrir góða þekkingu á söguþræði Nagla- súpunnar. Mig undrar ekki þó maður með slíkan „bókmennta- smekk“ fari á dálítið „flug“ þegar hann hættir sér út á svo hálan ís að rita um landsins gagn og nauðsynjar. Það er ávallt svo, Siggi minn, að þegar menn fara að skrifa opinber- lega um þjóðþrifamál (þó minna séu verð en lífshags- munamál á annað þúsund manna og afkomenda þeirra) þá verða menn að hafa náð þeim aldri að hafa lagt „afþrey- ingarbókmenntirnar“ á hilluna að mestu leyti. En þess í stað reynt að kynna sér þá hluti sem þeir ætla að skrifa um. T.d. með því að spyrjast fyrir um við- komandi málefni á þeim heima- slóðum sem það varðar. En þetta skilur þú allt betur seinna — þegar þú verður „stór“. Ekki nenni ég að svara grein Sigga flug lið fyrir lið en mun gera henni nokkur skil. 1 greininni er gert lítið úr togarakaupum útgerðarfélags- ins Árborgar, sem er í eigu Eyr- bekkinga, Stokkseyringa og Selfyssinga. Kaupin eru ekki talin þjóðhagslega hagkvæm og hefur greinarhöfundur miklar áhyggjur af þvi að taprekstur verði af útgerðinni. Honum finnst langur og holóttur vegur frá útgerðarþorpunum til Þor- lákshafnar og greinarhöfundur ætlaði bara ekki að trúa sínum eigin eyrum þegar hann heyrði að jafnvel ætti að aka fiskinum alla leið frá Hafnarfirði. Ja, var það furða þó „Siggi litli“ yrði hissa? En það er nú bara svona Siggi minn að við erum svo illu vanir í sjávarplássunum austan Ölfusár að jafnvel það ómögu- lega verður mögulegt. t þúsund ár höfum við haldið uppi útgerð og hafið hefur tekið af okkur margan mann- inn og margan bátinn. Við höfum ekki gert út okkur til gamans heldur til þess að halda í okkur lifinu — fyrst og fremst í okkur sjálfum — og væntan- lega einnig þér og þínum lík- um. í gegnum þessar aldaraðir (jafnvel þó við tökum ekki mið af nema síðustu áratugum) höfum við dregið á land svo mikil þjóðarverðmæti að það hefur nægt til að halda á floti stöndugum heildverzlunum fyrir sunnan, sem hafa reynzt drjúg atvinnuuppbygging fyrir Reykjavík. Við höfum enn fremur menntað margan há- skólaborgarann sem nú lifir góðu lífi. Þrátt fyrir þetta allt eigum við enn á „banka“ hjá ríkinu nægilega mikla innstæðu til að kaupa skuttogara og smíða brú yfir ölfusá við Oseyrarnes. Þessi þjóðarverðmæti höfum við dregið á land við hafnlausa brimströnd. Svo heldur Siggi flug að þetta þrautseiga fólk gefist upp fyrir því að sækja afla af einum togara til Þorláks- hafnar eða Hafnarfjarðar, þegar lífshagsmunir þess eru annars vegar. En satt er það að leiðin til Þorlákshafnar er löng og hún verður að styttast. Undanfarna áratugi höfum við Eyrbyggjarnir austan Ölfus- ár fundið áþreifanlega fyrir því að það er erfitt fyrir okkur sem byggjum alla okkar lífsafkomu á sjósókn að stóla á höfn sem er 50 km veg í burtu. Þetta hefur þó komið harðast niður á okkar dýrmætustu mönnum, athafna- mönnunum. Svo sem útgerðar- mönnum, skipstjórum og sjó- mönnum yfirleitt. Enda hefur raunin orðið sú að fjölmargir þeirra hafa gefizt upp fyrir hinum erfiðu aðstæðum — flutt til annarra staða og eru þar nú burðarásar í atvinnulífinu. En nú er mælirinn fullur. Við mænum því á brúna með Vig- fúsi Jónssyni, eins og það er orðað eftir honum i grein Sigga flug, og við álítum það einu raunhæfu lausnina eins og mál- in standa í dag. Við Eyrbyggjar (Eyrbekkingar og Stokkseyr- ingar) eigum inni hjá ríkinu fyrir brúnni og að baki okkar í brúarmálinu standa aðrir Sunnlendingar, sem beinir og óbeinir hagsmunaaðilar. Siggi flug hélt því reyndar fram að enda þótt brúin kæmi á Ölfusárós yrði aksturinn (á fiskinum) samt of langur fyrir Arborgarútgerðina. Nú get ég frætt Sigga flug og fleiri á því að útgerðarmenn við Faxaflóann gera báta sína gjarnan út á sunnlenzk fiski- mið. Þeir nota þá Þorlákshöfn sem fiskihöfn og aka fiskinum tugi kílómetra, reyndar að miklum hluta yfir olíumalar- borinn og góðan veg en þetta finnst þeim sjálfsagt borga sig. Ef brú væri á Ölfusárós, væri vegalengdin frá Þorlákshöfn til fiskverkunarhúsanna sem koma til meó að vinna aflann frá Árborgar-útgerðinni frá 12—25 km. Það er ef til vill of löng keyrsla fyrir Árborgarút- gerðina — ég held þó ekki. Sigga flug finnst það skrítin hagfræði af fiskverkunarhús- unum austan ölfusár að eiga sína eigin flutningabíla. Ég hefði gaman af að vita hvort greinarhöfundur er annað hvort vörubílstjóri eða hag- fræðingur. Sé hann vörubíl- stjóri er hann greinilega að hugsa um eigin hagfræði en sé hann hagfræðingur ætti hann að hætta því um tíma og ráða sig til aksturs á fiski.Sé greinarhöfundur hins vegar hvorki vörubílstjóri eða hag- fræðingur er auðvelt að fyrir- gefa honum sem hverjum öðrum kjána. Siggi flug lýkur grein sinni með miklum tilþrifum og fárast yfir þvi „að það skuli vera hægt á því herrans ári 1977 að flytja til landsins atvinnutæki sem enginn grundvöllur er fyrir hendi að geti nokkurn tíma borið sig.“ Reynist greinarhöfundur „Verðirðu settur i kokkaríið — Siggi flug“. sannspár þá er það ekkert nýtt að taprekstur sé á skuttogaraút- gerð. Þrátt fyrir það er óhrekjanleg staðreynd að þessi stórvirku atvinnutæki hafa verið ómetanleg lyftistöng at- vinnulífsins í dreifbýlinu. Eitt er víst að eftir aflanum af Bjarna Herjólfssyni bíða margar vinnufúsar hendur og vissulega er það réttlætanleg „hagfræði“ að fólk hafi vinnu, það gera skattarnir, þeim þarf að skipta svo víða. „Mér datt þetta svona í hug“, Siggi flug, að ráðleggja þér að falast eftir skipsrúmi á Bjarna Herjólfssyni og verðirðu fyrir því happi að fá pláss ertu kominn á alvörutogara hjá al- vöruútgerð rekinni af alvöru mönnum sem bíða eftir Brú. En fyrir alla muni Siggi flug, ef verðirðu settur í kokkaríið láttu þá ekki naglasúpuna sjóða upp úr pottinum, því þá er hætt við að skipverjar muni sussa á strákinn. Aðeins 2848-8882 skrifar. Nú er svo komið aó það er varla á færi nokkurs nema hátekjumanns að eiga bíl. Tryggingar og önnur gjöld af bílum eru svo há að fáir fara að liafa efni á að eiga bíl. Síðast- liðið ár fóru tryggingafélögin fram á 64% hækkun og reikn- uóu þá með að fá 30-40% en fengu 60%. Það mætti ætla að þau yrðu hógværari i kröfum þetta árið. Nú fara trygginga-. félögin fram á 44% hækkun en fá 37%. Svo, ef eitthvað reynir á tryggingafélögin, þarf að standa i heilmiklu umstangi til þess að fá einhverjar bætur. Allt virðist eiga að hækka nema kaupið. Verkafólki þætti víst gott að fá 37% kauphækkun hvað þá 60% og þurfa ekkert að hafa fyrir því. Ef þessu heldur áfrant hlýtur þeim óhjákvæmilega að fækka sem efni hafa á að reka bíl. Raddir lesenda áfæri hátekju- manna að eiga bíl

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.