Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. MMBIAÐIÐ frfálst, úháð dagblað Útgefandi DagblaAifi hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjori: Jónas Krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjornarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aðstofiarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jón Sœvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Blafiamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurfisson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurfisson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pálsdóttir, Krístín Lýfis- dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjarnleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Svoinn Þormófisson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. HatJdórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánufii innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakifi. Ritstjórn Sífiumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreifisla Þvorholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblafiifi og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerfi: Hilmir hf., Sífiumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þrjár stéttir Reykjavíkur Oft er litið á félagsvísindin sem eins konar Öskubusku í vísindun- um. Kemur þar aðallega tvennt til. í fyrsta lagi einkennast félags- vísindi stundum of mikið af þrætubókarlist mióalda og marx- isma. Og í öðru lagi hafa margir félagsvísindamenn slegið lögfræðinga og hag- fræðinga út í stéttarmáli, þokukenndri fram- setningu. Grein Bjarna Reynarssonar um félagslegt landslag Reykjavíkur, sem birtist í síðasta hefti Fjármálatíðinda, er skemmtilega laus við þessi vandamál. í greininni eru notaðir mjög ræki- lega möguleikar líkindastærðfræðinnar og tölvutækninnar, þannig að til fyrirmyndar má telja í íslenzkum félagsvísindum. Bjarni notar þáttagreiningu, byggða á fylgni- reikningi, til að finna, hver sé stéttaskiptingin eftir hverfum í Reykjavík. Á þessum grund- velli finnur hann þrjár tegundir hverfa í Reykjavík. í fyrsta lagi eru hverfi ungs meðal- og hátekjufólks, sem býr í fjölbýlishúsum í nýleg- um hverfum og er á uppleið í þjóðfélaginu, bíður eftir því að komast í næsta flokk. í öðru lagi eru hverfi miðaldra meðal- og hátekjufólks, sem býr í fábýlishúsum eða ein- býlishúsum í grónum hverfum og hefur komið sér sæmilega vel fyrir í þjóðfélaginu. í þriðja lagi eru hverfi lágtekju- og meðal- tekjufólks, sem komið er á miðjan aldur, án þess að hafa komið sér jafnvel fyrir og fólkið í flokknum hér að ofan. Þessi stéttaskipting eftir hverfum er ekki eins greinileg og hún er í erlendum borgum, þar sem hún hefur verið mæld með sama hætti. Kemur það heim og saman við fyrri kenningar um, að stéttaskipting sé óvenjulítil hér á landi, þótt ástæðulaust sé að neita alfarið tilvist hennar. Höfundur þessa pistils kom einu sinni fram méð þá tilgátu, að stéttaskipting í líkingu við erlendar fyrirmyndir mundi helzt koma fram, ef skoðaðar væru einstakar götur og götu- hlutar, en ekki heil hverfi. Sama tilgáta kemur fram í niðurstöðum Bjarna. Ef það er rétt, að félagslegt landslag Reykja- víkur sé fíngerðara en hliðstætt landslag er- lendra borga, má gera því skóna að félagsleg fjarlægð stétta sé minni í Reykjavík. Stéttirnar geta síður einangrazt í stórum og afmörkuðum hverfum. Ýmsar slíkar tilgátur hafa ekki verið prófaðar með aðferðum stærðfræðilegra félags- vísinda. Óneitanlega væri mikill fengur að fleiri athugunum á slíkum sviðum. Þær gætu komið að miklu gagni við skipulagningu Reykjavíkur og annarra byggða hér á landi. Hinar þrjár stéttir Bjarna hafa líka víðara gildi en skipulagslegt. Ef til vill er þarna á ferðinni skiptingin í þjóðina og hina þjóðina, sem sett var fram í leiðara Dagblaðsins fyrir áramótin. I fyrsta og öðrum flokki er þá sá meirihluti þjóðarinnar, sem hefur komið sér fyrir eða stefnir að því að koma sér fyrir. í þriðja flokkinum er þá hin þjóðin, sem ekki getur tekið þátt í lífsgæðakapphlaupinu og býr við þröngan kost í miðju allsnægtaþjóðfélag- inu. Þessu fólki þarf að sinna. '----------- Þýzkaland: Nýjar kenningar um Nurnberg Er 21 eftirlifandi foringja nazista í Þýzkalandi settist á ákærendabekkina í Höll rétt- lætisins i Niirnberg 20. nóvem- ber árið 1945, sakaðir um „glæpi gegn friðinum, stríðs- glæpi og glæpi gegn mannkyni" komust réttarhöldin eilíflega á spjöld sögunnar og urðu um leið óþrjótandi rannsóknarefni sérfræðinga. Síðan hafa verið ritaðar meira en 700 bækur um þetta efni, um góðu mennina og um vondu mennina, um takmörk og mistök þjóða heimsins við að reyna í fyrsta sinn að lægja öldurnar eftir umfangsmikla styrjöld með lögum einum sam- an og sanngjörnum réttarhöld- um. Það er kannski skiljanlegt, að fáir Þjóðverjar hafa orðið til þess að kanna þetta mál gaum- gæfilega. En nú hefur einn þeirra, sagnfræðingurinn Werner Maser, sem ritað hefur margar bækur um Hitler sjálfan, látið fara frá sér bók- ina: „Niirnberg Sáttmáli sigur- vegaranna“. 1 bókinni reynir hann að kanna bakgrunn réttarhaldanna, málflutning- inn, málsmeðferðina og útkom- una. v Niðurstaða: Réttarhöldin voru í sjálfu sér réttlát, en megintilgangur þeirra, að koma í veg fyrir, að siíkt gæti endur- tekið sig, hefur farið fyrir ofan garð og neðan hjá flestum þjóðum. Maser hefur reynt að kanna réttarhöldin frá sem flestum hliðum, ekki aðeins samkvæmt því sem sigurvegararnir hafa látið frá sér fara um málið, heldur einnig frá sjónarhóli þeirra ákærðu og verjenda þeirra. Því til viðbótar dregur hann fram í dagsljósið rödd þjóðar, sem orðið hefur að kyngja miklu á síðustu 30 árum og veit vel af því. Eins og Maser segir í bók sinni, — þá var ákveðið tvöfalt réttlæti við (Éö Núrnberg-réttarhöldin, þar sem venjulegar réttarvenjur urðu oftsinnis að víkja fyrir kröfum um alþjóðlegt réttlæti. Svo eitt dæmi sé nefnt, dregur Maser mjög í efa rétt- mæti þess, er bandamenn, undir forystu Bandaríkja- manna, komu sér saman um ýmis lagaákvæði, er gilda skyldu aftur í timann og dæma átti eftir við réttarhöldin. Bendir hann einnig á, að sumir dómaranna við réttarhöldin hafi aðstoðað stjórnmálamenn við að semja hinn fræga London-lagabálk árið 1945, sem síðan var dæmt eftir og þannig gerzt sekir um að vera of tengd- ir málinu til þess að geta talizt réttlátir dómarar í þessu tilviki. Verjendur fengu ekki sama aðgang og saksóknarar að sönn- unargögnum. Þar við bætist, segir Maser, að allir hinna ákærðu voru óvanir „Anglo- amerískum réttarvenjum". En mesta áherzlu leggur Maser þó á eitt atriði, sem auð- sjáanlega á eftir að valda miklum deilum: Aðild Sovét- manna að réttarhöldunum. Þar eð árás á annað land var eitt af meginákærum réttarhaldanna, hvers vegna voru Sovétmenn Með lögum skal land byggja Skoðanakönnun Vísis Þann 10. mars sl. birtust í Vísi niðurstöður skoðana- könnunar um afstöðu Islendinga til bruggunar og sölu öls, áfengara en það, sem nú býðst hérlendis. Aðalniður- staða þessarar skoðanakönnun- ar er einföld, 64% tslendinga eru á móti, 36% eru með. Ekki skal dregið i efa, að skoðana- könnunin sé marktæk, þó ekki sé fullljóst hvernig spyrjendur lögðu málið fyrir. Við lestur greinargerðarinnar kemur þó ýmislegt fleira í ljós, því þar eru nefndar tölur, sem varpa nokkru ljósi á afstöðu þjóðarinnar til þessa máls, og með því að beita einföldustu reikningsaðferðum kemur eftirfarandi rnynd í ljós. 1. 30% íslendinga eru á móti bruggun og sölu áfengs öls og segjast alls ekki munu neyta þess sjálfir. Sem sé, treysta hvorki sjálfum sér né öðrum að eiga aðgang að slíku öli. 2. 10% eru sama sinnis nema þeir eru ekkí’ vissir urn hvort þeir niunu neyta ölsins sjálfir eður ei. treysta liklega sjálfum sér en alls ekki öðrum. 3. 24% íslendinga (það sem á vantar upp í 64%) segjast sjálfir munu neyta ölsins en eru samt á móti bruggun þess og sölu. Þessir menn eru ekki í vafa um, að þeir tre.vsta sjálf- um s.ér til umgengni við áfengt öl. en þeir treysta alls ekki öðr- unt til þess. 4. 36% tslendinga vilja fá ölið og ætla að neyta þess i mis- jöl'num mæli, treysta bæði sjálfum sér og öðrum. Skoðanakönnunin 'gefur einnig vísbendingu um hvernig menn ætli að neyta sterks öls ef fáanlegt verður: 1. 30% ætla alls ekki að neyta þess. 2. 10% ætla kannski að neyta þess. 3. 56% ætla að neyta þess um helgar eða við hátíðleg tækifæri. 4. 4% ætla að neyta þess dag- lega. Mér finnst þessar niður- • stöður athygli verðar, og mér finnst líklegt að þær gefi nokk- uð góða mynd af afstöðu þjóðar- innar til bjórmálsins út af fyrir sig. Athygli verðast þykir mér þó hver afstaða manna er til eigin neyslu áfengs öls. Yfir- gnæfandi meirihluti íslendinga hyggst samkvæmt þessu líta á áfengt öl sem helgar- og tyllidagadrykk, einungis 4% sem daglega neysluvöru. Þetta sýnir að fæstir Íslendingar hafa áhuga á að taka frændur vora, Dani, sér til fyrirmyndar, sem einir þjóða drekka áfengan bjór við vinnu sína. Ef mark er á þessu takandi er ekki hættu- legt að veita íslensku fólki aðgang að áfengu öli. Annars er tilgangur minn með þessum skrifum ekki að ræða bjórmálið út af fyrir sig. Það er ekki nenta lítill hluti miklu stærra máls og fráleitt að síita það úr samhengi við áfeng- ismálin sem heild, eins og gert er í þessari skoðanakönnun og í mestallri þeirri umræðu, sem nú stendur. Eg ætlá að fjalla um áfengismálin almennt og sérstaklega gildandi áfengislög, sem eru nr. 82 frá 1969. Ástand áfengismála og áfengislögin Allir virðast sammála unt, að ástand áfengismála á íslandi sé slæml. þrátt f.vrir lög, sem leggja strangar hömlur á sölu og meöferð áfengis og þrátt fvrir bjórleysi. Það virðist vera staðreynd, að að mörgu leyti sé þetta ástand verra hérlendis, þrátt fyrir öll bönnin, en í flest- um löndum, þar sem meira frjálsræði ríkir. Sérstaklega virðist drykkjuskapur unglinga sífellt verða almennari og fær- ast neðar eftir aldursstiganum. Reynslan af gildandi lögum og reglum er því slæm og því á- stæða til einhverra breytinga. Sumir telja algjört sölubann á- fengis vera einu lausnina. Þetta fólk tekur ekki tillit til þess hvernig samgöngum við land okkar er nú háttað, né hins að útilokað er að framfylgja lögum, sem mjög stór hluti þjóðarinnar hefur vilja til að brjóta og hefur ekki af því sam- viskubit. En þannig er það reyndar með gildandi áfengis- lög, í þeim eru ákvæði, sem eru þverbrotin af fjölda manns, allt að því daglega. Þessi lög eru viðamikill og nákvæmur bálk- ur, sem mikið hefur verið lagt í að semja. Ræð ég mönnurn til að kynna sér efni þeirra. Hér ætla ég einungis að taka fáein ákvæði þeirra til umræðu. Það er sorgleg staðreynd, að þrátt fyrir hið stranga ákvæði í 16. gr. laganna urn algjört bann við sölu áfengis til unglinga virðast þeir eiga auðvelt með að komast yfir það. Og ekki er það sérstaklega dýrt. Ríkið selur áfengi i heilum flöskum, sem kosta 2900 krónur. Innihalda þær 40% alkóhól, eða um 300 ml og kostar hver ml innan við 10 krónur. Þar sem unglingar þola ekki eins ntikið og fullorð- ið fólk dugir flaskan sennilega allt að 10 unglingum til að finna á sér. Er kostnaður á mann þá um 300 krónur. Æskilegt er aó unnt sé að fram- fylgja þessu sölubanni, en hræddur er ég um að stóra lögreglusveit þurfi til þess, og

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.