Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. Varnarliðið segir hylkin skaðlaus, en samt þurfti að sökkva þeim af öryggisástæðum: Sjávarútvegsráðuneytið hefði væntanlega leyft losun hefði ósk borizt — Áhöld um hvort losunin fellur undir Oslóar- eða Lundiínasamþykktina, segir aðstoðarsiglingamálastjóri „Eftir greinargerð varnar- liðsins að dæma um losun í sjó- inn á hylkjum til að skjóta hlustunarduflum frá flugvél- um, sem framkvæmd var 17. marz sl. tel ég áhöld um hvort tiitekin losun falli undir Oslóar- og Lundúnarsáttmálann um losun úrgangsefna í sjó, og ísland er aðili að,“ sagði Páll Ragnarsson aðstoðarsiglinga- málastjóri í viðtali við DB í gær. I áðurnefndri greinargerð er fullyrt að hylki þessi séu full- komlega skaðlaus. Hins vegar hafi þau ekki verið sett á ein- hvern ruslahaug hersins á vallarsvæðinu af öryggisástæð- um þar sem ekki sé hægt að sjá hvort gashleðslur þeirra séu brunnar eða ekki. Hylkin eru með gashleðslu í öðrum enda í lokuðu hólfi og kveikir raf- neisti i henni. Myndast þá þrýstingur út um gat á hólfinu og þrýstir hlustunarduflinu út úr hólknum. Skv. upplýsingum varnarliðs- ins er gastegund þessi óskaðleg gróðri og dýrum og ekki kviknar í því nema við raf- neista. Auk þess átti að hella hylkjunum úr umbúðunum á áfangastað þannig að þau yrðu nánast sem sjávarmöl. Hins vegar kemur ekki fram í greinargerðinni af hverju þessi óvissa um hvort allar gas- hleðslur væru sprungnar eða ekki stafar. Mætti þó ætla að viðkomandi flugleiðangurs- menn viti á hverjum tíma hvort hlustunardufl losna úr tiltekn- um hylkjum eða ekki, bæði strax á flugi og á jörðu eftir flug. Miðað við þessar öryggisráð- stafanir varnarliðsins nú er einnig óskiljanlegt það hirðu- leysi varnarliðsins með geymslu þessara hluta, eins og Páll Ásgeir Tryggvason, for- maður varnarmáladeildar, upp- lýsti í viðtali við DB í fyrradag. Þar segir hann að vandræði stöfuðu af þessum hylkjum þar sem börn væru að leika sér að þeim og m.a. kasta þeim f bíla. I fréttatilkynningu sjávarút- vegsráðuneytisins í gær vegna þessa máls segir m.a. að ráðu- neytið telji ekki ástæðu til að rengja þá staðhæfingu varnar- liðsins að hylkin séu með öllu skaðlaus. Hefði ráðuneytið því væntanlega leyft losun 1 sjóinn á hylkjum þessum ef eftir slíku leyfi hefði verið leitað, eins og vera bæri. Sem kunnugt er af fyrri fréttum, var leyfa ekki aflað. tilskilinna -G.S. Unnið við að veiða upp skotfæri úr Njarðvfkurhöfn 1966. Eru varnarliðsmenn þar að verki. Varnarliðsmenn eru sannarlega ekki í vandræðum með að losa sig við „óskaðlegan úrgang" ef dsma má af þessari mynd af veginum að einum ruslahaug þeirra. Þrátt fyrir að hylkin séu skaðlaus skv. fullyrðingu varnarliðsins, datt engum stjórnanda þess í hug að nota einn hinna mörgu rusiahauga á staðnum. DB-mynd: Hörður. Hafnarstjórinn íNjarðvík: Héðan var oft flutt sprengi- ef ni til að sökkva í sæ niður — var ekki látinn vita um flutningana ífyrri viku „Það eru nú orðin mörg ár síðan ég man eftir þessu síðast en eftir að ég tók við hafnar- stjórn 1950 man ég oft eftir að verið var að skipa út sprengi- efni og skotfærabirgðum í Njarðvikurhöfn til að sökkva í sæ og man ég þá sérstaklega eftir bát sem hét Rifsnes í þeim verkefnum," sagði Ragnar Björnsson, hafnarstjóri í Kefla- vik og Njarðvík í viðtali við DB í gær. Hann var ekki látinn vita hvað stóð til nú fyrir helgi en fór niður á bryggju til að aðgæta hvaða farm væri verið að setja um borð í Aðalbjörgu HU. Þar var m.a. staddur einn islenzkur starfsmaður varnar- liðsins, Hreinn Garðarsson, og tjáði hann Ragnari að þarna væri um skaðlausan flutning að ræða og sýndi honum eitt hylki. Sagðist Ragnar hafa tekið það trúanlegt enda lögregluvið- búnaður á staðnum ekkert i lík- ingu við það sem var þegar verið var að skipa út sprengi- efni áður. Ragnar sagði að hættumerki hefðu verið á sumum kössunum en vildi ekki fullyrða að það hafi verið á öllum. Þeir voru mismunandi stórir en farmurinn mun hafa vegið um 19 tonn. Er Ragnar var spurður hvaða skýringar hann hefði fengið á þvi atviki í Njarðvíkurhöfn 1966 að mikið fannst þar af öflugum vélbyssuskotum og riffilskotum, kvaðst hann ekki muna til að hafa fengið neinar skýringar. -G.S. Tvö bflhlöss skotfæra fund- ust f N jarðvíkurhöf n 1966 — Varnarliðið tók þau ísína vörzlu — engar skýringar. Gæzlan ætti að sjá um svona flutninga ef þeir eru nauðsynlegir, segir reyndur kafari „Ef varnarliðið má á annað borð flytja héðan sprengiefni eða ann?ð til að sökkva i sæ hér við land, á enginn annar að sjá um það en Landhelgisgæzlan og vísa ég þá til þess þegar ég vann við köfun í Njarðvíkur- höfn 1966 og fann þar um tvo vörubílsfarma af öflugum vélbyssu- og riffilsskotum sem allflest voru virk,“ sagði Kristbjörn Þorgrímsson kafari í viðtali við DB 1 gær. Hann sagði að er skotfærin i’undust hafi lögreglunni verið tilkynnt um það sem aftur til- kynnti varnarliðinu og sendi það þegar tvo kafara og búnað á vettvang. Var fyrrnefnt magn svo veitt upp og tók varnarliðið það í sína vörzlu. Var talið að skotfærin væru í hæsta lagi tíu ára, eða síðan 1956. Hann tók fram að svo grunnt hafi verið í Njarðvíkurhöfn að ekkert birgðaskip til hersins hafi lagzt þar að svo skotfærin hefðu sjálfsagt lent á sjávar- botni á leið úr landi með íslenzkum fiskibát. Að sögn hans kom upp sá kvittur að áhöfn viðkomandi fiskibáts hafi sparað sér siglinguna út og affermt út af hinni hliðinni eða afturaf er báturinn var enn í höfn, enda ekki haft eftirlit með hleðslunni. Engin slys hlutust af þessu og sagði Kristbjörn að varnar- liðið gæti svo sem eins kallað dynamit skaðlaust eins og annað. Dynamíttúbur springju ekki nema með aðstoð hvell- hettna og rafstraums og dyna- mithleðslur í skothylkjum springju ekki nema við högg á réttum stað á patrónuna. Þá fordæmdi Kristbjörn þá ráðstöfun að sökkva hlustunar- duflahylkjunum nú um daginn á Syðra Hrauni, þar sem dýpi þar væri ekki nema 17 til 22 m. Benti hann á að stór olíuskip ristu nú allt að 18 metrum og jafnvel meira. -G.S. Þannig Ieit innihald tveggja skotfærakassanna út I höfninni en kassarnir höfðu morknað utan af. Myndir: Kristbjörn Þorgrfmsson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.