Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 23.03.1977, Blaðsíða 5
5 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 23. MARZ 1977. Guðmundur G. Þórarins- son gerði attögu að Kristni ílnnbogasyni —st jórn fulltruarádsins ræður miklu um f ramboðin á næsta ári Undir forystu tiuðmundar G. Þórarinssonar verkfræðings reyndi stór hópur 1 Fram- sóknarflokknum að velta Kristni Finnbogasyni úr sessi á fundi fulltrúarráðs Fram- sóknar i Reykjavik í fyrra- kvöld. Valdataflið sem þar var teflt hlauzt af deilum um Kristin og því að stjórn full- trúaráðsins, æðstastjórn flokks- „apparatsins" 1 Reykjavík, mun ráða miklu um framboð Fram- sóknarflokksins I Reykjavík á næsta ári. Atlaga Guðmundar mistókst. Hægri armurinn bar enn einu sinni sigur úr býtum. Guðmundarmenn söfnuðu undirskriftum í um tvær vikur fyrir fundinn. Þeir ætluðu að bjóða fram Sverri Bergmann lækni gegn Kristni. Sverrir lýsti á fundinum yfir stuðn- ingi við Kristin. Guðmundar- menn buðu þá fram Þorstein Ólafsson kennara. Kristinn Finnbogason hafði betur, fékk 98 atkvæði á móti 58 atkvæðum Þorsteins, og var endurkjörinn formaður fulltrúaráðsins í Reykjavík. Jón Aðalsteinn Jónasson kaupmaður, úr hópi félaga Kristins, var kjörinn varafor- maður. -HH Listaverk Gerðar Helgadóttur gefin Kópavogskaupstað —Reist verður listasafn í Kópavogi sem ber nafn listakonunnar Á fundi bæjarráðs Kópavogs í gær var lagt fram gjafabréf frá erfingjum Gerðar Helgadóttur, myndhöggvara, þeim Snorra Helgasyni, Erlendi Helgasyni, Unni Helgadóttur og HjördísP Helgadóttur, þar sem þau eru sammála um að gefa Lista- og menningarsjóði Kópavogs lista- verk Gerðar sem í dánarbúinu eru, þ.e. allar frummyndir og eitt eintak af afsteypum sem til eru í búinu, ásamt skissum, teikning- um og tillögum, segir í tilkynn- ingu frá b'æjarritara Kópavogs. Það skilyrði fylgir gjöfinni að byggt verði listasafn í Kópavogi. Beri það safn nafn Gerðar Helga- dóttur og geymi listaverk hennar og sýni og gegni að öðru leyti hefðbundnum verkefnum lista- safns. Höfundarréttur að þeim verk- um Gerðar sem gefin verða fylgir gjöfinni og erfingjar Gerðar framselja þann höfundarrétt til stjórnar hins fyrirhugaða safns. Gert er ráð fyrir að safnið verði tilbúið á árinu 1983. Gert er ráð fyrir stofnun sjóðs er verði í vörzlu stjórnar safnsins og hafi sjóðurinn það meginmark- mið að koma fleiri af verkum Gerðar í varanlegt efni. I sjóðina renna greiðslur vegna höfunda- rétar ásamt framlögum frá Kópa- vogskaupstað og öðrum aðilum. Steindir gluggar Kópavogskirkju eru eitt af listaverkum Gerðar Helgadóttur. Fyrir glugga sína hlaut Gerður lof innanlands sem utan. Notaðir bílar Hornet 4ra dyra ’74, ’75 Hornet 2ja dyra ’74 Hornet Hatchback ’74, ’75 Hornet Sportabout station ’74 Matador 4ra dyra ’74 Matador 2ja dyra coupe ’74 Wagoneer 8 cyl., sjálfsk. ’72, ’74 Wagoneer 6 cyl, beinsk. ’71, ’72, ’73, ’74, ’75. Cherokee 8 cyl., sjálfsk. ’74 Jeepster fallegur bíll ’73 Jeep CJ 5 með blæjum ’74, ’75 Jeep CJ 5 með húsi ’73, ’75 Willys jeppar ’55, ’64, ’65 ’66. Hunter ’70, ’71, ’72, ’74 Hunter Super sjálfskiptur . ’74 Sunbeam 1250, 1500 ’70, ’71, ’72 Sunbeam 1600 super ’76 Lancer 1200 2ja og 4ra dyra ’74, ’75 Lancer 1400 4ra dyra ’74 Galant 1600 grand og de luxe ’74 Galant 1600 grand luxe ekinn 11 þús. bíll í sérflokki ’75 Galant 1400 custom ’74 Cortina ’66, ’70, ’71, ’73, ’74 Escort ’73, ’74 Morris Marina ’74 Austin Mini ’74 Bronco ’71, ’73, ’74 Land Rover dísil ’69 VW ’68, ’71, ’73, ’74 Saab 96 ’71, ’72, ’73 Saab 99 ’71, ’72, ’73, ’75 Lada ’74, ’75 Peugeot 404 dísil einkabíll ’74 Peugeot 504, ’73 Ford Pinto station ’74 Ford Contry sedan station 71 Frambyggður rússajeppi ’73 Fíat 128 ’74, ’75 Dodge charger 8 cyl. beinskiptur ’74 Skoda lOOs ’71 Mercury Comet sjálfsk. ’74 Opel Record ’71 Fíat 850 ’70 Skipper ’74 Javeiin SST 8 cyl., sjálfsk. •72 Nýir bllar árgerð 1977 Cherokee Sunbeam 1600 super Lancer 1200 og 1400 2ja og 4radyra Galant Sigma Hornet 4ra dyra sjálfsk. EGILL. VILHJALMSSON HE Laugfrægi t18-Sátii 1gDO Dagur Norðurianda er í dag Dagur Norðurlanda er í dag, 23. marz. I tilefni dagsins mun íslandsdeild Norðurlandaráðs og Norræna félagið efna til hátíða- samkomu í kvöld í Norræna húsinu. Þar flytur Tryggve Bratteli fv. forsætisráðherra Noregs aðalræðuna enhonumog konu hans var boðið til íslands í tilefni dagsins. Tryggve Bratteli og kona hans sitja hádegisverðarboð Geirs Hall- grímssonar í dag. Hátíðasamkoman í kvöld hefst kl. 20.30 með ávarpi Hjálmars Ólafssonar formanns Norræna félagsins. Sióan flytur Bratteli aðalræðu kvöldsins, Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari leikur síðan sónötu eftir Grieg. Síðar um kvöldið flytur Jón Skaftason form. Islandsdeildar Norðurlandaráðs ávarp og þá verður frumflutt tónverk eftir Atla Heimi Sveinsson við ljóð eftir Ölaf Jóhann Sigurðsson, en þeir voru verðlaunahafar Norður- landaráðs 1976. Tónverkið er flutt af söngflokknum Hljómeyki. I anddyri Norræna hússins verður komið upp sýningunni „Kvinnen i Norden", sem gerð var á vegum Norðurlandaráðs í tilefni kvennaársins. Þarna verða og sýningarspjöid um ísland og Norðurlandaráð og lítil bókasýn- ing. Eskifjörður: LOÐNUBRÆÐSLU AÐ LJÚKA Norrœnir styrkir til þýðingar og útgófu norðurlandabókmennta. Fyrri úthlutun 1977 á styrkjum til útgáfu norrænna bókmennta í þýðingu á aðrar norðurlandatungur fer fram á fundi úthlutunarnefndar í lok apríl nk. Frestur til að skila umsóknum frá íslandi er til 12. APRÍL NK. Tilskilin umsóknarevðublöð og nánari upplýsingar fást í menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavík, en umsóknir ber að senda til NABOLANDSLITTERATUR- GRUPPEN, Sekretariatet for nordisk kulturelt samar- bejde, Snaregade 10, DK-1205 Köbenhavn K. Menntamólaráðuneytið, 17. mars 1977. Skrifstofuáhöld Loðnubræðslu á Kskifirði lýkur um næstu helgi ef ekki bætist meiri loðna við. Nú er pláss fvrir fimm þúsund lomi af loðnu. Skeiðsfoss er hér og lestar 600 tonn af loðnum.jöli. Ægir og Ljósafoss lestuðu 4700 tonn af frystum fiski frá Hraófrystihúsi Eskifjarðar fyrir helgina. Mikið og gott fiskirí er á Eskifirði og þar af leiðandi geysilega mikil vinna og vantar tilfinnanlega fólk. Skrifstofu- fólk á Eskifirði hefur hjálpað til við fiskaðgerð á kvöldin og um helgar og hefur það verið til mikilla bóta. Regina/abj. óskast keypt, til dæmis rit- og reiknivélar, skrifborð, stólar o.fl. Upplýsingar ísíma 85265.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.