Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977 — 81. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI2. SÍMI 27022. „Alltaf veríð lánsamur maður” segir Viktor Þorvaldsson, sem ígær varð 32 milljónum ríkari er hann vann einbýlishus í happdrætti DAS „Ég finn nú svo sem enga breytingu á mér,“ sagöi Viktor Þorvaldsson, Smyrlahrauni 12 í Hafnarfirði, sem í gær varð skyndilega þrjátíu og tveimur milljónum ríkari. Hann vann stóra vinninginn í happdrætti DAS — splunku- nýtt einbýlishUs á Hraunbergs- vegi 9 í Setbergslandi í Garðabæ. „Ég er orðinn roskinn maður,“ sagði Viktor í samtali /ið DB í morgun „svo ég tek þessu með ró. Að sjálfsögðu er maður ánægður og þakklátur, þetta er eitt lánið, sem hefur hent maiin í lífinu, enda hef ég alltaf verið lánsamur maður. Ég á sex börn og ágæta konu.“ Viktor Þorvaldsson er nU kom- inn á eftirlaun, en hann starf- aði um þrjatíu ára skeið við vélgæzlu á Vífilsstaðahælinu Hann er nU fluttur i nus sem hann byggði á 'meðan hann vann á Vífilsstöðum og hyggst ekki flytjaUr því þótt hann hafi nU eignazt nýrra og stærra hUs. „Ég reikna með að þetta hUs verði fjölskyldueign," sagði Viktor, „Aðeins eitt barna minna á íbUð, svo við reynum að láta þetta koma allri fjöl- skyldunni til góða. Ekki ætla ég að fara að ferðast um heiminn þrátt fyrir þetta, líklega breytir þetta Iitlu.“ -ÓV, * Vannstu páska- glaðning í happdrætt- unum? -bls.6-7 • Ágætirvegir til allraátta um páska - bls. 7 Opnunartfmi verzlana: Opiðtiltíu íkvöld og 9-12 á laugardag Allflestar verzlanir í Reykjavík verða opnar í kvöld til klukkan tíu. Leyfi fyrir þessum aukna opnunartíma fékkst þar eð langur tími líður án þess að fólk komist í bUðir og ekki er víst að allir geti keypt inn lífsnauðsynjarnai fyrr en í kvöld. Allar verzlanir verða lokaðar á morgun og föstudaginn langa. Á laugardaginn er opið frá níu til tólf en síðan lokað næstu tvo daga — páskadagana. -ÁT Viðóskum lands mönnum öllum GLEÐILEGRA PASKA f Einkaréttur Dagblaðsins á íslandi: „LOKADAGAR” - DAGAR NIXONS í SÍÐUSTU EMBÆTTI - — úrdráttur úr „Final Days” eftir blaðamennina Woodward og Bernstein Dagblaðið hefur í dag birt- ingu Utdráttar Ur bókinni Loka- dagar (Final Days) eftir banda- rísku blaðamennina Bob Wood- ward og Carl Bernstein. Bók þessi fjallar um síðustu daga stjórnar Richards Nixons, áður en Watergate-málið flæmdi hann Ur embætti í águst 1974. Þá hefur Austurbæjarbíó í dag sýningar á kvikmyndinni AU the President’s Men, sem gerð er eftir frásögn sömu blaðamanna við Washington Post af baráttu þeirra við fréttaflutning af Watergate- málinu. Er þessi kvikmynd og sá Utdráttur sem Dagblaðið hefur í dag birtingu á nátengt efni. Lokadagar greinir frá því sem gerðist í innsta hring í Hvíta hUsinu þá örlagaríku daga er Richard Nixon barðist gegn bandaríska þinginu og dömstólunum, gegn því að fara Ur embætti vegna aðildar sinnar að Watergate-málinu. Bók þessi, sem unnin er af gífurlegri nákvæmni og byggð á viðtölum við um fjögur hundruð manns er tóku þátt í lífi og starfi forsetans síðustu daga hans í embætti, lýsir vel — og oft nærri átakanlega — þeirri baráttu sem fór fram á bak við tjöldin. Skyggnzt er inn í einkalíf forsetans og fjölskyldu hans, inn á lokaða fundi ríkisstjórnarinnar, lög- fræðinga Hvíta hUssins, leið- toga þingmanna í báðum deild- um Bandaríkjaþings og bakher- bergi dómsala. Útdráttur Dagblaðsins, sem hefur einkarétt á birtingu kafla Ur „Final Days“ á íslandi, verður í sex hlutum. Sá fyrsti birtist í dag en framhaldið eftir helgi. ÓV Loka Útdráttur l.hluti ÞýAing: Ómar Valdimarsson Litlar líkur a veiði- heimildum Litlar líkur eru taldar á að sendimanni Efnahagsbanda- lagsins, Finn Gundelach, takist að semja um veiði- heimildir í næstu lotu. Bandalagið ákvað í gær að senda hann til Islands á næstunni ásamt brezkum aðstoðarráðherra. Einar ÁgUstsson utan- ríkisráðherra lýsti því yfir fyrir skömmu í viðtali við Dagblaðið að hann teldi ekki mögulegt að semja um veiðiheimildir á næstunni. Hins vegar væri hann tilbUinn að „heyra hljóðið“ í EBE-mönnum ef þeir vildu koma til viðræðna. Enn er óvíst hvenær Gundelach kemur. Henrik Sv. Björnsson, ráðuneytis- stjóri í utanríkisráðu- neytinu, sagði í morgun, að enn hefði ekkert borizt frá Efnahagsbandalaginu um þær fréttir að Gunde- lach vildi koma hingað. Því væri ekkert unnt að segja um hvenær slíkur fundur gæti orðið. dag40síður Næsta blað kemur út þriðjudaginn 12. apríl Prófessorinn og rafhitunin Sjá kjallaragrein ábls. 12-13 Nógaðgerahjá vinsælustu hljómsveit landsins Sjá popp á bls. 14-15

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.