Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977.
Vrtaverð vanræksla
skipstjómarmanna
—hvað varðar meðf erð og eftirlit með öryggistækjum
Sai nni fe/fi urii
£ < S i ISj iosi 'ysii
Ég geri rið fyrir þvl að
flestir muni hinn mikla slysa-
faraldur nú fyrir ðrfáum irum.
t>i var sett i laggirnar nefnd og
var hún skirð Sjóslysanefnd.
Töluvcrt hefur nefnd þessi
starfað en ekki virðist manni
árangurinn mikill.
Nefndin hefur gagnrýnt sj6-
menn mikið I skýrslum sinura
og mi vera að þörf hafi verið i
þeirri gagnrýni. En það er
auðvelt að vera vltur eftlr i.
Nefndin hefur hins vegar ekki
þorað að segja allan sannleik-
ann.
Sannleikurinn er nefnilega
si að mikinn hluta mi rekja til
EFTIRLITSLEYSIS Siglinga-
milastofnunar ríkisins i bitum
og skipum. Það er ekki þar með
sagt að það sé starfsmönnum
þeirrar stofnunar að kenna.
Siglingamilastofnun rikisins
hefur nefnllcga legið I fjir-
svelti irum saman og það er
skýring númer eitt. Ónðgur
starfsmannafjöldi isamt léleþu
húsnæði ber vott um það.
. Fjárveitinganefnd Alþingis
gsti borið meirí virðlngu fyrir
Kristkin Pétursson
sjómönnum og fjölskyldum
þelrra. Mér er sama þótt þurfi
að spara. en ekkt i þessu sviði.
£g fór jólatúr i einum af
stóru skuttogurunum fyrir
rúmum tveimur árum. Notaði
ég þi tækifærið og kynnti mér
ýmislegt I nýja togaranum
(tveggja ára þi).
Af eldvarnarútbúnaði var
það að segja að aldrei hafði
verið haldin brunaæfing um
borð. Meiríhluti slökkvitækj-
anna var innsiglaður. Samt var
mér sagt að nýbúið væri að yfir-
fara þetta af cftirlitsmanni. Þá
voru það brpnahanarnir.
Engan þeirra var hægt að opna
nema með ryöolfu, þolinmæði
og góðri töng. Þannig leizt mér
i gúmmibjörgunarbitinn að
hann yrði vlst ekki losaður
nema með jirnsög.
Það var nú fribært um dag-
inn með rannsókn Sjóslysa-
nefndar i gúmmibitum. Betra
seint en aldrei. Skipafloti
landsmanna búinn „björgunar-
bitum" sem eru manndráps-
fleytur!
Samfara eftiriitsleysinu er
firánlegt fyrirkomulag ' á
undanþágum til skip- og vél-
stjórnar. Slðast þegar ég vissi
voru milli 60 og 70% af starf-
andi vélstjórum á sjó i undan-
þágum. Ekki veit ég um undan-
þágufjölda skipstjóra og stýri-
manna en töluverður er hann.
Hver kannast ekki við auglýs-
ingar I fjölmiðlum á þessa leið:
„Skipstjóri óskast eða maður
vanur tog-, neta- og linuveið-
um“ „Vélstjóri óskast eða
maður vanur vélum". Það er
ekki þar með sagt að mennirnir
séu ekki hæfir 1 störfin. Margir
undanþigumennimir geta
verið hæfari en hinir. En þeir
verða þá að fá réttindi.
Hvað myndi verða sagt ef
auglýst væri: „Kvenlæknir
óskast eða maður vanur kven-
fólki“. Lögfræðingur óskast eða
vanur braskari". Það spryngi
vlst blaðran hji sumum.
Það hefur komið fram að
hægt var að fá fanga leystan af
Litla Hrauni vegna þess að
ákveöinn utgerðarmann vant-
aði skipstjóra.
Sú forsenda var tekin góð og
giid. Það er skrftið réttarfarið I
þessu landi
Eg skora á Sjóslysanefnd að
segja sannleikann og gagnrýna
fjárveitinganefnd fyrir að
sniða eftiriiti skipa þröngan
stakk i meira lagi.
Já. fækka sjóslysum með al-
mennilegu eftlrllti i bitum og
sklpum.
Krlstinn Pétursson
sjómaöur,
Bakkafirði.
Guðlaugur Rúnar Guðmunds-
son skrifar:
Vogum 22/3 ’77
Vegna greinar í Dagblaðinu
þann 21/3 ’77.
Til frekari staðfestingar á
því ófremdarástandi er nú
ríkir, hvað varðar eftirlit með
öryggistækjum skipa, sendi ég
meðfylgjandi myndir sem bera
þess ljósan vott að víða er pott-
ur brotinn. Myndirnar voru
teknar vorið 1976 og sýna
hvernig gengið er frá annarri
af tveimur björgunarkistum,
sem innihalda björgunarbáta
þessa ákveðna skips.
Frá leikmanni séð er um að
ræða vítaverða vanrækslu
viðkomandi skipstjórnar-
manna, en eins og allir sjá þá
gæti orðið erfiðleikum bund-
ið að ná bátnum úr kistunni,
lægi mikið við, t.d. ef skipið
færi snögglega á hliðina, því
óliklegt er að ávalit sé hnífur
við hendina.
Þvl er mér spurn, er ekki
knýjandi þörf fyrir einhvers
konar skyndieftirlit sem
skipstjórnarmenn hefðu
ástæðu til að hræðast, yrðu þeir
staðnir að vanrækslu hvað
varðar meðferð og eftirlit á
öryggistækjum skipsins? Þetta
erftirlit þyrfti ekki að vera
neitt óhemju bákn, heldur
aðeins skýrar reglur um
hvernig bæri að umgangast
viðkomandi öryggistæki,
refsistigi sem færi eftir eðli
brots — háar sektir eða jafnvel
réttindamissir og síðan tveir
menn sem hefðu lögsögu um
land allt í þessari ákveðnu
eftirlistgrein — gerðu skyndi-
kannanir í skipum og birtu sinn
dóm samkvæmt áðurnefndum
reglum og refsistiga.
Nái þetta fram að ganga þá
erum við komin á svipað stig
með skipin og nú er hvað
varðar skyndikannanir á bif-
reiðum, því bifreiðaeigendur
geta ávallt átt þess von að fjár-
sektum eða tímabundinni
stöðvun ökutækis sé beitt, séu
öryggistæki viðkomandi bif-
reiðar ekki í lagi. En það eitt út
af fyrir sig hefur sýnt að nú
orðið eru t.d. hemlar flestra bif-
reiða alvirkir árið um kring, en
ekki aðeins um aðalskoðunar-
tíma, og eins og tíðkaðist hér
áður fyrr.
Að lokum skal þess getið að í
þessu umrædda tilfelli hefur
farið fram lagfæring. En skyldi
ekki vera líkt á komið víðar og
viljum við tslendingar eiga það
á hættu að missa vaska sjó-
menn, eingöngu vegna þess að
þeir komust upp með að van-
rækja og vanvirða öryggistæki
síns eigin skips, þá er þeim
þótti hættan vera sér og sínum
alls fjarri?
Sem ekki á von á neinum
Seint á hausti 1975 andaðist í Reykja-
vík gömul kona sem hét Halla Lofísa
Loftsdóttir. Hún var fædd að Stóra-
Kollabæ í Fljótshlíð 1886, giftist ung,
eignaðist börn, missti bónda sinn frá
þeim ungum. Síðan 1931 átti hún heima í
Reykjavík. Þetta var hljóðlát gáfukona.
Hún lifði í bókum, þegar lifsbaráttu og
umhyggju fyrir vandafólki sleppti. Og
hún orti sér til hugarhægðar. Þegar hún
lést var hún með aðstoð barna sinna
búin að ganga frá litlu kveri til prent-
unar. Það kom út er hún var látin og
þótti ekki tíðindum sæta, sem ekki var
víst við að búast. Líklega hefur hér
aðeins verið gefið út úrval, vonandi
verður það varðveitt sem til er óprentað.
Mig langar til að birta hér nokkur sýnis-
horn.
Hér eru vísur úr kvæði sem heitir
Draumur:
Viltu koma stutta stund
stigu forna kanna
heim í bjartan helgilund
huldu minninganna?
Sitja skulum hlið við hlið,
hlusta svo í næði
á fuglasöng og sumarklið,
sem við elskum bæði.
Þann að heyra unaðsóð
oft var fyrrum gaman.
Fagur söngur, lög og ljóð
leiddi okkur saman.
Ilimins boga á bláum dúk
blikaði ljósafjöldinn,
hjúpuðu foldu mild og mjúk
mánans silkitjöldin.
Svo skal tveggja sálna þrá
söngs í hljóma beygja.
Vist er gott að þekkja þá
þó þeir verði að dcyja.
Vísur Iiöllu Loftsdóttur eru allar
liprar i ríminu og eðlilegar, jafnvel
þegar hún kveður alidýrt. Hér er dæmi
um það:
Eigin bresti fela flestir,
fá þó lesti á öðrum séð,
en oft þeir mestir eru og bestir,
sem allra verst er farið með.
Hér er staka um líkt efni, en ekki eins
mikið lagt í dýrleik háttarins.
Oft þá breyska á er minnst
allir við þeim spyrna.
Er sá til sem algjör finnst
eða rós án þyrna?
Hér er vísa um tryggðarof, alþekkt
yrkisefni
Hafi ástin hjartaðgist
og hún verið blekkt án saka,
þá er oftast eitthvað misst
sem aldrei fæst tii baka.
Þessi er frá ellidögum:
Þó að ævihausti húmi,
hárin gráni, fölni kinn,
það má liggja í léttu rúmi.
Löng og björt er eilífðin.
Tvær eftirfarandi visur mun Halla
hafa ort á yngri árum. Hún va; þá á
heimleið um nótt.
Napurt er um næturgeim,
nístingskalt í blænum.
tómlegt er að halda heim,
húm er yfir bænum.
En ég veit að yfir skín
ástarstjarna í húmi,
heima blessun bíður min,
barn er í hverju rúmi.
Það er ánægjulegt fyrir vandalausa að
hugsa til þessarar göntlu horfnu konu,
en enn dýrmætara hlýtur það að vera
fyrir vandafólk hennar og afkontendur
að eiga stökur hennár að arl'i — og svo er
einmitt unt margar alþýðuvisur.
Með þessari iitlu perlu lýkur liókinni.
Ut á veginn óljós þrá
auga bendir steinum.
En að hverju er eg að gá,
sem ekki á von á neinum?
Mjög er það einkennandi fyrir svokall-
aðan alþýðukveðskap hve náttúruathug-
un og heimspekilegar vangaveltur fara
þar oft saman. Hér eru tvær vísur, þær
hafa lent hjá mér höfundarlausar á sama
blaðinu. Ovíst er hvort þær hafa upphaf-
lega átt samleið, þær geta verið frá sitt
hvorri öld, og þá eftir tvo hagyrðinga.
Bágt er að sjá hve bliknað fá
blóma kollar fríðir.
Svona fyrri feigðar ljá
föllum við um síðir.
Ei er fölnuð frostsins rún,
fönn er enn í spori.
En yfir vetrar yglibrún
er þö bjarmi af vori.
Svo stingum ‘við hér inn gamalli
barnagælu. Ekki hafa allir hana eins. En
svona festist hún í mér.
Illa liggur á'onuni kút,
ekki er það tarna gaman.
Þegar hann býr við þunga sút,
þá er hann svona í framan.
Þetta er viðkvæðið. Gamall
húsgangur.
Tímann Iiður óðum á
æðsta ráði bundinn.
Dauðinn bíður dyrum hjá,
dýr er náðarstundin.
Þorsteinn, Strandasýslu er merkt við
þá vísu sem nú kemur. Meira veit ég
ekki.
Ekkert guði er um megn,
almátt hanség þekki.
Minna verður rok en regn,
raunum kvíði ég ekki.
Svo snúum við talinu að öðru. Gömul
er hún þessi vísa og gamalt og nýtt er
það vandamál sem hún lýsir.
Hægra að passa hundrað flær,
á hörðu skinni,
en píkur tvær
á palli inni.
Jón Gunnar Jónsson
S. 41046.
i