Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 06.04.1977, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977.. 37 Sjónvarp kl. 20,35 á föstudaginn langa: Vel leikin og gerð kvikmynd á skjánum —Var mánudagsmynd í Háskólabíói fyrir rúmu ári Aö kvöldi föstudagsins langa kl. 20.35 er á dagskrá sjónvarps- ins þýzk bíómynd frá árinu 1974 er nefnist Öttinn etur sál- ina (Angst essen Seele auf). Leikstjóri er Rainer Werner Fassbinder. Aðalhlutverk leika Birgitte Mira, E1 Hedi Salem og Barbara Valentine. Þessi mynd var sýnd hér sem mánudagsmynd i marz á síðasta ári. Þorsteinn Ulfar Björnsson skrifaði m.a. um þessa mynd í DB: „Tiltölulega ungur Marokkó- maður er í vinnu í Þýzkalandi. Hann kvænist eldri ekkju sem vinnur sem ræstingakona. Þau berjast saman við alls konar fordóma og eru nokkuð ánægð saman. Að lokum, þegar for- dómarnir fara að minnka fær Ali, en svo kallast Marokkó- maðurinn, magasár og verður að fara á spítala.“ Síðar segir Þorsteinn Ulfar: „Fassbinder er sá þýzkur kvikmyndagerðarmaður sem hvað skærast skín um þessar mundir. Hann hefur fengið orð fyrir mjög hart og kalt raunsæi. Hann byrjaði að gera myndir árið 1969 og hefur síðan gert 22 langar myndir. Frá byrjun hefur Fassbinder fjallað um kúgun og fráhverfu hliðar lífs- ins. Hann segist sjálfur gera myndir sem hafi sinn eigin persónuleika. Eftir að hafa séð Óttann get ég ekki annað en verið þessu fyllilega sammála. Óttinn er mjög sterk mynd sem lætur mann ekki í friði eftir að hafa séð hana og maður hugsar mikið um persónur myndar- innar.“ Loks segir Þorsteinn Ulfar: „Myndin er vel leikin og vel gerð og góð dægradvöl fyrir þá sem hafa gaman af kvikmynd- um." Þessi kvikmynd fékk hvorki meira né minna en fimm stjörn- ur hjá Þorsteini Ulfari, þannig að engum ætti að leiðast fyrir framan skjáinn á föstudags- kvöldið. A.Bj. Sjónvarp laugardag kl. 21,45: Hugljúf dans- og söngvamynd Laugardag fyrir páska sýnir sjónvarpið kvikmyndina Lang- leggur pabbi, kl. 21.45. Þetta er bandarísk dans- og söngvamynd frá árinu 1955. Aðalhlutverkin leika Fred Astaire og Leslie Caron. I kvikmyndahandbókinni okkar fær þessi mynd þrjár og hálfa stjörnu og þar segir að þetta sé ágætis, rómantískur söngleikur. Fred Astaire hefur sjaldan haft betri dansfélaga en Leslie Caron og eru dansat- riðin hápunktur myndarinnar. Efni myndarinnar er nútíma- legt ævintýri um bandarískan milljónamæring sem kynnist franskri, munaðarlausri stúlku, Hann vill gjarnan styrkja hana til náms 'gegn því skilyrði að nafni hans verði haldið leyndu. Hann krefst þess einnig að hún skrifi honum reglulega. Sýningartími myndarinnar er ein klukkustund og fimmtíu mfnútur. Þýðandi er Dóra Haf- steinsdóttir. Sjónvarp laugardag kí. 20,55: Sjaldan hlýzt gott af gestum Útvarpið á páskadagskvöld kl. 22,15: Smásaga eftir Thomas Mann Sjónvarp kl. 17,00 á föstudaginn langa: Bíómynd endursýnd Austan Eden Frábær mynd eftir sögu Steinbecks Á föstudaginn langa kl. 17.00 Julie Harris og Burle Ives. er á dagskrá sjónvarpsins Leikstjórinn Elia Kazan sá myndin Austan Edens, East of James Dean í smáhlutverki á Eden, bandarísk bíómynd frá Broadway og réð hann fyrir 18 árinu 1954. Myndin er byggð á þúsund dollara til þess að leika hluta úr sögu eftir John Stein- hlutverk Cals. I einni af kvik- beck. Leikstjóri er Elia Kazan. myndabókunum okkar segir að I kvikmyndahandbókinni Elia Kazan hafi ofstjórnað okkar fær þessi mynd fjórar James Dean í þessari mynd. stjörnur og segir þar að þetta sé Hann var kosinn bezti leikari stórkostleg mynd! myndarinnar af kvikmyndahús- James Dean fer með aðal- gestum. hlutverkið, en hann lézt í bíl- Þessi bíómynd var sýnd fyrir slysi ári eftir að myndin var fáum árum í Austurbæjarbíói tekin. Aðrir sem fara með stór og hún var einnig sýnd áður í hlutverk í myndinni eru sjónvarpinu 20. september árið Raymond Massey, Jo Van Fleet 1969. Þýðandi myndarinnar er og fékk hún Óskarsverðlaun Stefán Jökulsson. fyrir leik sinn í hlutverkiKate, A.Bj. Sjaldan hlýzt gott af gestum, er fremur kuldalegt nafn á skemmtiþætti, en páska- skemmtiþáttur Sjónvarpsins, sem er á dagskrá kl. 20.55 á laugardagskvöldið, ber samt þá yfirskrift. Þátturinn er að sögn stjórn- andans, Helgá Péturssonar blaðamanns, byggður upp á þann hátt að nokkrir valin- kunnir menn koma til spjalla og draga m.a. málshætti upp úr stóru páskaeggi. Nafnið á þætt- inum varð eiginlega til er hann var tekinn upp því einn gest- anna dró upp þennan málshátt. Ekki vildi Helgi gefa upp frekari upplýsingar um það hverjir kæmu þarna fram, en bætti því við, að þarna yrði rætt við marga kunna íþrótta- og listamenn og sagðist hann hafa verið ánægður með það hversu frjálslegt form varð á þættinum. Treysti hann sér, þótt málið væri honum skylt, til þess að Sverð Guðs Thomas Mann er talinn ein- hver mesti höfundar sinnar tíðar en hann fæddist árið 1875 í Þýzkalandi og lézt árið 1955. Bækur hans hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál. I kvöld heyrum við eina smásögu eftir Mann, Sverð Guðs, sem Þor- björg Bjarnar Friðriksdóttir les. Ilann fæddist 6. júní inn í aðalsmannafjölskyldu sem í voru bæði kaupmenn og þing- menn í Ltibeck. Móðir hans var mikilhæf ur tónlistarmaður, sem var kominn al p>Auiu og portúgölskum ættum. I Mann toguðust á hin heita, latneska skapgerð og hin yfirvegaða, þýzka. Þegar hann var 19 ára gamall (án þess að ljúka skóla- göngu sinni) settist hann að með móður sinni í Milnchen. Eftír það átti hann eitthvað við. nám í háskóla en fór siðar til Ítalíu til þess að búa með bróður sínum. Þar skrifaði hann eitt af sínum stóru snilld- arverkum „Buddenbrooks“, sögu um fjölskyldu sem líktist hans eigin. Þegar Mann var 25 ára var hann þegár orðinn einn af leiðandi rithöfundum Þýzka- lands. Saga hans, Der Zauberberg, varð til þess að hann vann til Nóbelsverðlauna árið 1929. Innblástur af því verki fékk hann þegar hann heimsótti konu sína á berklahæli í Davos 1913 og segir sagan frá brjóst- Krlstín Jónsdóttir og Stefán Jónsson fara með aðaiblutverkin. DB-mynd Bjarnleifur. Útvarp laugardag kl. 17,30: Finnska barnaleikritið er eftir Walentin Chorell Á laugardag fyrir páska kl. 17.30 verður annað leikritið í flokki norrænna barnaleikrita á dagskrá útvarpsins. Er það framlag Finna og nefnist leik- ritið Lars Hinrik og er eftir Walentin Chorell. Leikstjóri er Bríet Héðinsdóttir og þýðandi er Silja Aðalsteinsdóttir. Með aðalhlutverkin í finnska leikritinu fara Stefán Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir. Einnig leika Helgi Hjörvar, Sif Gunnars- dóttir, Jóhann Hreiðarsson, Guðný Sigurjónsdóttir og Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Walentin Chorell er þekkt ljóðskáld og mikilvirkur leikritahöfundur og hafa verk hans bæði verið sýnd á sviði og leikin í útvarpi. Meðal nokkurra verka hans sem flutt hafa verið í íslenzka útvarpinu má nefna Samtal við glugga, þýðandi og leikstjóri Þorsteinn ö. Stephensen, flutt 1953 og 1975. Fabían opnar hliðin, í þýðingu Bjarna Benedikts- sonar frá Hofteigi. Það var flutt árið 1951 og árið 1961, Nornin, í; þýðingu Áslaugar Árnadóttúr flutt árið 1966, Markeeta, í þýðingu Torfeyjar Steins- dóttur, flutt 1968 og loks Hefðarfrúin i þýðingu Sigur- jóns Guðjónssonar sem flutt, var á síðasta ári. Leikritið 'I^æðurnar eftir Chorell var sýnt 1 Þjóðleikhúsinu. Fyrsta leikritið í þessum nor- ræna leikritaflokki var eftir Odd Björnsson, Rauða höllin, og var það flutt sl. laugardag. Þá er eftir að flytja framlag Danmerkur, Svíþjóðar og Noregs, en þau leikrit verða flutt næstu laugardaga. -A.Bj. mæla með því að fólk fengi sér sæti fyrir framan sjónvarp til þess að horfa á þáttinn sem er eins og áður sagði á dagskrá kl. 20.55 laugardagskvöld fyrir páska. A.Bj. veikisjúklingi. í íslenzkri þýðingu hafa komið út tvær bækur eftir Thomas Mann, Tonio Krtiger og Smásagnasafn. evi Ingunn Einarsdóttlr og Hreinn Péturssonar I páskaþættinum. Halldórsson eru meðal gesta Heiga

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.